Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.06.2017, Side 24
Ef hungrið sverfur að rétt fyrir svefninn er ekki ráðlegt að fá sér
áfengi, gos, súkkulaði, ost, sítrusávexti eða safa, hnetur eða kaffi.
Það er ávísun á andvökunótt.
Miðnætursnarl sem á að forðastHEILSA
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.6. 2017
A-vítamín er nauðsynlegt vítamín sem er
að finna í fæðu, bæði í dýra- og jurtaríkinu. Í
dýraafurðum er A-vítamín í formi retínóls í
fituhluta fæðunnar. Í fæðutegundum úr
jurtaríkinu er A-vítamín í formi karótenó-
íðs. Í A-vítamínum eru efni sem halda aug-
unum þínum heilbrigðum. Til þess að fá
nóg af þessu góða vítamíni er mikilvægt að
neyta matar sem það inniheldur.
A-vítamín finnst í lifur, smjöri, smjörlíki,
eggjum, feitum fiski, lýsi, grænu grænmeti,
og rauðum og appelsínugulum ávöxtum og
grænmeti.
Auk þess að hafa góð áhrif á sjón hefur A-
vítamín góð áhrif á frjósemi, ónæmiskerfið,
stýringu erfða, slímhimnur og vöxt.
Helsta einkenni skorts er náttblinda en
önnur einkenni eru augnþurrkur, húð-
skemmdir og sýkingar. Mikill A-vítam-
ínskortur getur leitt til dauða.
HEILBRIGÐ AUGU
A-vítamín fyrir augun
Grænt grænmeti og ávextir og grænmeti sem
er rautt og appelsínugult er fullt af A-vítamíni.
Thinkstock
Það varð uppi fótur og fit íheilsuheiminum þegar nýjarráðleggingar frá bandarísku
hjartaverndarsamtökunum (Am-
erican Heart Association, AHA) um
fitu og áhrif neyslu hennar á hjarta-
og æðasjúkdóma voru birtar á dög-
unum. Mesta athygli vakti að kókos-
olía, sem gjarnan er flokkuð sem
heilsuvara, er ein þeirra fitutegunda
sem ráðlagt er að minnka neyslu á.
Viðamikil yfirferð
sérfræðinga
Ráðleggingarnar eru heilmikil sam-
antekt sem byggir á yfirferð sér-
fræðinga á fjölda rannsókna sem
gerðar hafa verið á undanförnum ár-
um í tengslum fitu við hjarta- og
æðasjúkdóma. Aðalhöfundur er
Frank Sacks, prófessor í forvörnum
hjarta- og æðasjúkdóma við Har-
vard T.H. Chan School of Public
Health í Boston, en auk hans eru ell-
efu aðrir sérfræðingar titlaðir höf-
undar.
Tvær niðurstöður þessarar viða-
miklu yfirferðar sérfræðinganna eru
mikilvægastar að mati þeirra sjálfra
og dregnar sérstaklega fram í
fréttatilkynningu sem send var út
þegar ráðleggingarnar voru birtar:
Í fyrsta lagi sýna vísindarann-
sóknir, þar sem þátttakendur eru
látnir minnka neyslu á mettaðri fitu
en auka á sama tíma neyslu á ómett-
aðri fitu, fram á að hætta á hjarta-
og æðasjúkdómum minnkar um allt
að 30%, sem eru svipuð áhrif og kól-
estróllækkandi lyf hafa.
Í öðru lagi fundu höfundar marg-
ar rannsóknir sem sýndu fram á að
kókosolía, sem er að mestu mettuð
fita en er almennt talin vera holl-
ustuvara, hækkar vonda kólestrólið
(LDL) á sama hátt og smjör, nauta-
fita og pálmaolía.
Niðurstaðan er því sú að banda-
rísku hjartaverndarsamtökin halda
áfram að ráðleggja fólki að skipta út
mettaðri fitu fyrir ómettaða vilji það
minnka líkur á hjarta- og æða-
sjúkdómum. Engu máli skiptir hvort
mettaða fitan heitir kókosolía eða
eitthvað annað
En er þetta ekki
hollustuvara?
Í þeim kafla skýrslunnar sem fjallar
sérstaklega um kókosolíu er vikið að
könnun sem gerð var í Bandaríkj-
unum og leiddi í ljós að um 73%
landsmanna töldu kókosolíu í flokki
heilsuvara en 37% næringarfræð-
inga töldu hana í þeim flokki. Leitt
er að því líkum í skýrslunni að þenn-
an mun megi skýra með mikilli
markaðssetningu á kókosolíu sem
hollri og á einhvern hátt öðruvísi olíu
en annarri mettaðri fitu. Niðurstaða
sérfræðinganna sem standa að ráð-
leggingunum er þó sú að kókosolía
sé einmitt ekki frábrugðin annarri
mettaðri fitu.
Reifaðar eru niðurstöður sjö vís-
indarannsókna þar sem kókosolía og
önnur mettuð fita er borin saman við
ómettaða fitu. Niðurstöður þeirra
allra eru í eina átt: kókosolía hækkar
vonda kólestrólið. Enginn munur
fannst á kókosolíu og smjöri, nauta-
fitu eða pálmaolíu. Þó er tekið fram
að engar rannsóknir finnist sem
sýna beinlínis að neysla kókosolíu
valdi hjarta- og æðasjúkdómum. En
þar sem rannsóknir bendi til þess að
kókosolíka, líkt og aðrar tegundir
mettaðrar fitu, hækki vonda kól-
estrólið í líkamanum er fólki ráðlagt
að forðast neyslu hennar.
Áhersla er lögð á það í ráðlegging-
unum að fólk haldi áfram að borða
fitu, en reyni eftir fremsta megni að
minnka neyslu á mettaðri fitu, sem
er t.d. dýrafita, kókosolía og pálma-
olía en auki á móti neyslu á ómett-
aðri fitu. Margir falli í þá gryfju að
minnka fitu í fæðunni og skipta
henni þá út fyrir kolvetni og sykr-
aðan mat, en það er varasamt. Mælt
er með því í skýrslunni að auka
neyslu á ómettaðri fitu líkt og ólífu-
olíu, jarðhnetuolíu, canola-olíu, avó-
kadó og fleiru. Hjartað vill það að
minnsta kosti frekar.
Kókosolía inniheld-
ur mettaðar fitu-
sýrur en neysla
þeirra hækkar kól-
estról og hækkað
kólestról (vonda
kólestrólið) eykur
hættu á hjarta- og
æðasjúkdómum.
Thinkstock
Kókosolían
er ekki hjart-
ans mál
Í nýútgefnum ráðleggingum bandarísku hjarta-
verndarsamtakanna er mælt gegn því að fólk
neyti kókosolíu því hún hækki vonda kólestrólið.
Kókosolía hefur hins vegar verið markaðssett sem
heilsuvara. En hvert er inntak ráðlegginganna og
hvaða fitu eigum við að borða?
Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is
Ólífuolía er
rík af ómett-
uðum fitu-
sýrum.
Thinkstock
Með árunum slappast húðin og missir
teygjanleika sinn og finnst mörgum hvim-
leitt að fá undirhöku eða slappa húð víðs
vegar á líkamanum. Til er aðferð sem
læknar beita til að stinna húðina á ný. Að-
ferðin, sem nefnist Elos, byggist á gjöf tví-
skauta útvarpsbylgja og ljósorku sem veitt
er með ljósi eða laser. Einnig er notað tæki
með púlssogi. Bylgjurnar auka flæði súr-
efnis hjá frumum með því að hita fituvef
húðarinnar og ljósorkan veldur hita. Að-
ferðin eykur á teygjanleika og er talið að
kollagenið skreppi saman og þykkist. Það
leiðir til þess að húðin stinnist en við það
minnka hrukkur og lauslegar húðfellingar.
Þegar um slaka húð er að ræða, vægar
húðfellingar eða appelsínuhúð er æskilegt
bæði að stinna húðina og minnka fitu henn-
ar. Hægt er að nota Elos-aðferðina hvar
sem sem er á líkamanum, t.d. í andliti, á
hálsi, bringu eða útlimum. Minnka má und-
irhöku eða lafandi handleggjaspik með
þessari aðferð, sem er sársaukalaus og tek-
ur stutta stund. Nokkur skipti þarf til þess
að sjá árangur.
ELOS-MEÐFERÐ
Stinnari húð
Margar konur eru
ósáttar við lafandi
handleggjafitu.
Thinkstock