Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.06.2017, Qupperneq 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.06.2017, Qupperneq 31
sér á brjóst. Það varðar lífláti í mörgum múslimaríkj- um að afneita trúnni og í besta falli þungum refsingum. Menn, sem á Vesturlöndum draga sér til gamans eða fyrir ritstjórnir sínar upp myndir sem þeir segja sjálfir að eigi að sýna Múhammed, þurfa að búa við einangrun og gæslu sem kostar heimalönd þeirra hundruð millj- óna á mann það sem eftir er. Ef þeir gerðu slíkt hið sama í ríkjum múslima er langtímakostnaður yfirvalda af athæfinu sáralítill. Alþjóðlegar stofnanir, sem um slíkt fjalla, hafa upplýst að kristnir menn eru um þess- ar mundir ofsóttasti trúarhópurinn í veröldinni. Um það er sáralítið fjallað í hinum kristna heimi sem með þeim hætti flýtur sofandi að sínum feigðarósi. Tilkynningin sem týndist Hatursumræðuraminn og hliðargreinar hans er fjarri því að vera bundið trúarhreyfingum einum og er í sí- auknum mæli brúkað til þess að knýja menn til und- irgefni við rétttrúnað tíðarandans. Tim Farron hefur nýlega sagt af sér sem leiðtogi flokks Frjálslyndra demókrata í Bretlandi. Ástæða afsagnar hans var harla eftirtektarverð. En þótt hún væri eftirtektarverð fékk hún enga umræðu og hefur ekki heyrst síðar. Það var ekki vegna þöggunar á fyrsta degi. Ekkert samsæri þar. Sama dag varð óg- urlegur bruni í íbúðaturni í Lundúnum með hrikaleg- um afleiðingum. Vera má að einhverjum hafi ekki þótt það lakara að afsögn og einkum þó afsagn- arástæða Tim Farrons týndust, því þær hafa ekki verið rifjaðar upp eftir að tóm gafst til þess. Tim Farron er 47 ára gamall og hefur verið leiðtogi flokks síns í tvö ár. Frjálslyndir töpuðu mjög illa, eft- ir að flokkurinn, undir forystu Nick Clegg, hafði verið í 5 ár í samsteyputjórn með Íhaldsflokki. Í kosning- unum í maí 2015 tapaði flokkurinn 49 af 57 þingmönn- um. Í kosningunum í þessum mánuði bætti flokk- urinn við sig 4 þingsætum og fór úr 8 þingmönnum í tólf. Enginn stórsigur og ekkert afhroð. Fær 10 í krossaprófi Farron flokksleiðtogi merkti rétt við í alla ferninga réttrúnaðarins. Hann er ákafur evrópusinni. Í flokks- stjórn hans sátu 22 talsmenn einstakra málaflokka. Þar af voru konur 12 og karlar 10. Hann tryggði að 10 prósent þeirra sem skipuðu framboð, sem telja mátti í vonarsæti, væru af erlendu bergi brotnir. Farron er grænmetisæta. Tveimur árum áður en hann varð leiðtogi flokksins greiddi hann atkvæði með hjóna- böndum samkynhneigðra á þingi. Hann greiddi einn- ig atkvæði með því að ákveða að hermenn Breta, sem staðsettir væru í stöðvum erlendis, mættu vera í hjónabandi samkynhneigðra, en herinn hafði áður dregið sín mörk þar af tillitssemi við venjur eða sjón- armið gistiríkja. Af hverju þá? En af hverju sagði Farron þá af sér? Hann gaf þá skýringu að það gengi ekki lengur að sanntrúaður kristinn maður gegndi leiðtogahlutverki í stjórn- málaflokki í Bretlandi. Farron hafði í kosningunum í júní verið spurður um það hvort hann liti svo á hjóna- band samkynhneigðra væri synd. Hann hafði svarað spurningunni á þá lund að það væri inntak trúar krist- inna manna að þeir viðurkenndu að þeir væru allir syndarar. Í framhaldinu átti leiðtoginn erfitt með að fá að ræða nokkurt málefni á fundum sínum án þess að fá dembu af spurningum um þetta efni, sem að öðru leyti var hvergi til umræðu í kosningunum. Það dugði ekki að hann segðist sjálfur ekki líta á hjónaband sam- kynhneigðra sem synd eða vekja athygli á hvernig hann hefði greitt sín atkvæði. Fjölmiðlamenn þóttust skynja að hann vildi ekki fordæma nægjanlega harka- lega þá kristnu menn sem persónulega litu á slíkt hjónaband sem syndsamlegt. Niðurstaða Farrons eft- ir kosningar var að það gengi ekki lengur að kristinn maður væri flokksleiðtogi í Bretlandi. Þetta sætti nán- ast engum tíðindum. Það eru, eins og fyrr sagði, skýr- ingar á tímabundnu áhugaleysi á þessari yfirlýsingu. Sanntrúaður múslimi (ekki öfga-múslimi af neinu tagi) og mjög frambærilegur maður er borgarstjóri í Lundúnum núna. Það hefur aldrei verið gengið á hann með þeim hætti sem gert var á Farron. Enda hefur hann ekki komist að þeirri niðurstöðu að ekki gangi að sanntrúaður múslimi sé í borgarstjórafram- boði í Lundúnum. Enda væri slík niðurstaða aug- ljóslega röng, eins og prýðilegt og verðskuldað kjör hans sýndi á sínum tíma. Morgunblaðið/Ófeigur 25.6. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.