Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.06.2017, Side 34
Málverkið Kvöld í Kópavogi eftir Jón Engilberts.
’Þetta tímabil einkennist afþessari innri baráttu lista-mannanna sem þurftu aðvera trúir sjálfum sér og upp-
runa sínum sem íslenskir
listamenn á sama tíma og þeir
tókust á við erlend áhrif.
Sýningin fjallar um það hvernig íslenskirmyndlistarmenn urðu fyrir áhrifum fránýjum straumum sem komu fram í evr-
ópskri myndlist í byrjun 20. aldar,“ segir Mar-
grét Elísabet Ólafsdóttir, sýningarstjóri sýn-
ingarinnar Sköpun sjálfsins - expressjónismi í
íslenskri myndlist 1915-1945 í Listasafni
Árnesinga sem opnuð var í gær, föstudag.
Margrét Elísabet segir sýninguna spanna
tímabil í íslenskri myndlist sem hófst með Jóni
Stefánssyni sem hafði bæði áhrif á samtíma-
menn sína og kynslóðina sem á eftir kom. Það
gerði hann bæði með verkum sínum og með því
að beina yngri myndlistarmönnum eins og Jóni
Engilberts og Snorra Arinbjarnar út í nám til
Axels Revold, skólafélaga síns frá París, þegar
hann var orðinn kennari í Ríkislista-
akademíunni í Ósló. „Ég velti líka fyrir mér
hvernig myndlistarmenn á þessum tíma höfðu
áhrif hver á annan,“ segir Margrét Elísabet.
Hún segist jafnframt loka tímabilinu með
Svavari Guðnasyni sem var af næstu kynslóð á
eftir Jóni og bjó í Kaupmannahöfn í síðari
heimsstyrjöldinni. Þar komst hann í snertingu
við nýjar hræringar í listum sem enduðu í ab-
strakt expressjónisma sem markaði nýtt tíma-
bil í sögu íslenskrar myndlistar.
Nýjum straumum veitt
brautargengi
Margrét Elísabet segir tilurð sýningarinnar
hafa átt sér langan aðdraganda. Áhugi hennar
beindist upphaflega að Finni Jónssyni og við-
tökunum sem hann fékk þegar hann var fyrst-
ur til að sýna abstraktverk á Íslandi eftir nám í
Danmörku og Þýskalandi. „Ég hafði almennt
verið að velta fyrir mér hvernig tekið væri á
móti listrænum nýjungum á Íslandi þegar mér
bauðst að taka þátt í alþjóðlegu rannsókn-
arverkefni um expressjónisma. Þá áttaði ég
mig á að ég þyrfti að skoða Finn og áhrif
expressjónismans á íslenska list í víðara sam-
hengi,“ segir Margrét Elísabet. Hún hafi byrj-
að á að beina sjónum sínum að Jóni Stefáns-
syni sem lærði í Danmörku og Frakklandi á
árunum fyrir fyrri heimsstyrjöldina. Þar hafi
hann, rétt eins og Finnur, stundað nám í einka-
skólum sem stofnaðir voru til að veita nýjum
straumum brautargengi þar sem þeir komust í
snertingu við það nýjasta sem var að gerast í
myndlist.
„Þegar Finnur kom heim úr námi árið 1925
hafði hann sýnt í þýska galleríinu Der Sturm í
Berlín sem skipulagði myndlistarsýningar á
verkum expressjónista í Kaupmannahöfn á ár-
unum 1912 til 1917. Á þessum tíma voru marg-
ir íslenskir listamenn við nám í Kaupmanna-
höfn sem sáu þessar sýningar. Eftir stríð komu
út bækur þar sem því var haldið fram að verk
expressjónistanna bæru merki um að þeir
væru sýktir af geðrænum sjúkdómi sem höf-
undurinn sagði að hefði borist um alla Evrópu
eins og farsótt,“ útskýrir Margrét Elísabet og
segist þá hafa farið að velta fyrir sér áhrif-
unum sem þessi umræða hafði á Íslandi. Alex-
ander Jóhannesson, málvísindamaður og
seinna rektor Háskóla Íslands, hélt tvo fyrir-
lestra árin 1920 og 1922 þar sem hann fjallaði
um gagnrýni á þessa nýju listastefnu. „Orð-
ræðan og gagnrýnin á expressjónismann var
því komin fram áður en íslensku listamennirnir
komu til Íslands með verk sem sýndu að þeir
höfðu orðið fyrir áhrifum af nýjungunum.
Jóhannes S. Kjarval hafði reyndar sýnt verk
sem gætu talist undir áhrifum nútímalistar í
Reykjavík árið 1919 en Jón Stefánsson sýndi
verk sín ekki opinberlega á Íslandi fyrr en árið
1920, eftir að Alexander hafði haldið fyrsta fyr-
irlesturinn um gagnrýnina. Mér fannst áhuga-
vert að skoða hvernig áhrif þessar hræringar
sem áttu sér stað í Evrópu á árunum fyrir og í
fyrri heimsstyrjöldinni og gagnrýnin á þessa
nýju strauma höfðu á íslensku listamennina og
viðfangsefni þeirra,“ segir Margrét Elísabet.
Sjálfum sér trúir
Hún segir titilinn á sýningunni, Sköpun sjálfs-
ins, vísa til þess að expressjónisminn krafðist
þess að listamenn væru sjálfum sér trúir í tján-
ingu sinni. Þeir áttu að vera trúir uppruna sín-
um sem einstaklingar og listamenn en líka
þjóðaruppruna sínum. Sú krafa fór vaxandi á
árum síðari heimsstyrjaldarinnar þegar farið
var að greina á milli þýsks og fransks express-
jónisma. „Þetta tímabil einkennist af þessari
innri baráttu listamannanna sem þurftu að
vera trúir sjálfum sér og uppruna sínum sem
íslenskir listamenn á sama tíma og þeir tókust
á við erlend áhrif,“ segir Margrét Elísabet.
Auk þeirra sem áður hafa verið nefndir
verða verk á sýningunni eftir Gunnlaug Schev-
ing, Jóhann Briem og Mugg. Margrét Elísabet
segir að fólk taki örugglega strax eftir því að
ekki er verk eftir neina konu á sýningunni.
„Mér fannst tvær konur mögulega hafa átt
heima á sýningunni, þær Júlíana Sveinsdóttir
og Kristín Jónsdóttir. Ég ákvað að sleppa
Kristínu vegna þess að hún hafnaði express-
jónismanum mjög skýrt bæði með því sem hún
sagði og í verkum sínum þó hún hafi síðar orðið
fyrir áhrifum frá Jóni Stefánssyni. Það mætti
kannski frekar gagnrýna mig fyrir að hafa Júl-
íönu ekki með því það má greina áhrif express-
jónismans í sumum af hennar eldri verkum en
hún settist að í Kaupmannahöfn og kom mjög
lítið til Íslands á þessum árum,“ útskýrir Mar-
grét Elísabet.
Hún segir verkunum vera raðað upp eftir
viðfangsefnum og myndrænum skyldleika á
sýningunni. Þar séu t.d. tvö verk sem sýna
stríðið sem sé áhugavert vegna heimsstyrjald-
arinnar, en einnig sem skírskotun í sjálfstæð-
isbaráttuna og baráttu listamannanna við list-
rænt sjálfstæði. Hún segir alla listamennina
hafa fengist við íslenskt landslag sem sé við-
fangsefni nátengt sjálfstæðisbaráttunni og því
séu nokkrar landslagsmyndir á sýningunni.
„En listamennirnir tókust líka á við önnur við-
fangsefni sem einkenna expressjónismann,
eins og mannlífið og atvinnulífið sem á Íslandi
byggðist aðallega á sjósókn og sveitastörfum.
Þeir máluðu líka borgar- og bæjarlífið, bæði
erlendis og á Íslandi. Síðan eru nokkur verk af
fyrirsætum því kvenmódelið var áberandi við-
fangsefni í expressjónískum málverkum,“ seg-
ir Margrét Elísabet. Hún segist halda sig við
verk frá 1915 til 1945 og ekki vera að sýna hvað
gerðist eftir það. „Ég er að leika mér með að
skoða hvað var að gerast og hvað listamenn-
irnir voru að fást við á tímabili sem í pólitísku
samhengi spannar árin frá heimastjórn og full-
veldi til stofnunar íslenska lýðveldisins,“ segir
hún að lokum.
Margrét Elísabet
stillir upp verkinu
Við ströndina eftir
Jón Engilberts.
Ljósmynd/Guðrún Tryggvadóttir
Expressjónisminn eins og farsótt
Sýningin Sköpun sjálfsins fjallar um hræringar í myndlistarheiminum á árunum 1915 til 1945. Margrét Elísabet Ólafsdóttir
sýningarstjóri segir áhugavert að skoða hvernig nýja listastefnan og hörð gagnrýnin hafði áhrif á íslenska myndlistarmenn.
Þorgerður Anna Gunnarsdóttir thorgerdur@mbl.is
Jónsmessunótt eftir Jóhannes S. Kjarval.
LESBÓK Hjálmar Sveinsson heimspekingur ræðir á morgun, sunnudag kl. 14,um list myndhöggvarans Ásmundar Sveinssonar og samband hans
við borgarlandið í tengslum við List fyrir fólkið í Ásmundarsafni.
List Ásmundar og borgin
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.6. 2017