Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.06.2017, Qupperneq 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.06.2017, Qupperneq 37
Í kvöldþætti Jimmy Fallon í mars síðastliðnum sagði Paris Jackson frá leiklistar- ástríðu sinni en hún hefur sótt námskeið í leiklist frá 13 ára aldri. Á líkama sínum er Paris með fjöl- mörg tattú, níu af þeim eru til- einkuð föður hennar. Við minning- arathöfn um hann vakti það athygli þegar hún steig fram, 11 ára gömul, og sagði Michael Jackson vera besta föður sem barn gæti átt. Hún gerði þetta því hún vildi að heimur- inn, sem hefði velt sér alla tíð upp úr gróusögum um hann, heyrði sannleikann. Uppeldi systkinanna var vissu- lega sérstakt, þar sem á æskuheim- ilinu, hinu goðsagnarkennda Hver- gilandi sem faðir þeirra nefndi eftir ævintýriheimi Péturs Pan, var með- al annars kvikmyndasalur og dýra- garður. Paris hefur þó lýst því að faðir hennar hafi reynt að hafa heimilishaldið eðlilegt. Hann hafi boðið þeim að fara í almennan skóla en þau ekki viljað það. Þau fengu um helgar að gera það sem börnum finnst skemmtilegast í Neverland en ekki alla daga. Það hafi verið röð og regla, Michael Jackson hafi eld- að fyrir þau og verið eins og móðir og faðir í senn. Eftir að Jackson lést átti Paris afar erfitt. Hún fann sig ekki í fé- lagsskap jafnaldra sinna og fór 13 ára að hanga með eldri krökkum og prófa eiturlyf. Hún lenti í alvarlegu neteinelti. Til 15 ára aldurs var hún oftar en einu sinni í lífshættu vegna sjálfsskaðandi hegðunar, reyndi sjálfsvíg og tattú hennar í dag hylja ör vegna úlnliðsskurðarsára. Fjórum árum síðar virðist Paris hafa náð sér á strik, er hætt í neyslu og hefur ákveðið að taka fyrirsætustarfið og hugsanlega leik- list föstum tökum. Hennar bíða stór verkefni; að vera dóttir eins fræg- asta manns heims, erfingi 1.000 milljarða og meðvituð ákvörðun um að vera í sviðsljósinu, sem hún vissulega þarf ekki beint að hasla sér völl í, þar hefur hún alla tíð ver- ið. Nýjasta forsíða ástralska Vogue með Paris á forsíðu blaðsins. Paris með eldri bróður sínum við minningarathöfn um föður þeirra. Unglingsstelpan Paris með föðursystur sinni, Janet Jackson. Michael Jackson vildi ekki að andlit barna hans birtust í fjölmiðlum. SJÓNVARP Nýir þættir af Twin Peaks, Twin Peaks: The Return, fá glimrandi góða dóma í Bretlandi og Bandaríkjunum en fyrsti þátt- urinn var frumsýndur í lok maí. Einn gagn- rýnandi skrifaði í The Guardian að hann hefði ekki búist við miklu þar sem hann hefði aldrei kunnað að meta upprunalegu þættina en þessir nýju væru besta sjónvarpssería þessa árs hingað til. Í nýju þáttunum fengi Lynch að njóta meira list- ræns frelsis en hann fékk í þáttum 10. ára- tugarins og ekki skemmi fyrir að leik- ararnir séu nú eldri, hafi lífsreynslu og fegurð þess að eldast sem gefi þáttunum nýja dýpt. Margir bíða spenntir eftir að nýju Twin Peaks-þættirnir verði sýndir hérlendis. 25.6. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 TÆKNI Leitarvélin Google hefur hoppað á vagn nýjasta æðisins. Nú er hægt að leika sér rafrænt með hið svokallaða „fidget spinner“, eða þyr- ilsnældu eins og leikfangið er nefnt á íslensku þar sem það hefur nú öðlast sess í orðabók. Margir eiga erfitt með að botna í þessu æði sem snýst um lítinn hlut sem snýst í hringi en börn um víða veröld leika sér nú með hlutinn. Einfalt er að nálgast leikfangið rafrænt. Þú skrifar „spinner“ í leitarglugga Google og leikfangið birtist. Þú hreyf- ir það svo til með músinni. Google er þó ekki fyrst til að vera með rafræna útgáfu af leikfanginu því til eru sérstök smáforrit í App Store þar sem hægt er að hlaða niður einu slíku. Þyrilsnælda á Google Rafræna þyrilsnældan er í það minnsta ekki hættuleg. AFP Fyrir sléttum 20 árum vakti mikla athygli þegar leik- ararnir Lauren Holly og Jim Carrey skildu að skiptum eftir aðeins níu mánaða hjónaband. Leikaraparið fyrr- verandi á þó ekki met í þessum efnum meðal leikara- para því nokkur hjónabönd hafa varað styttra. Sophia Bush og Chad Michael kynntust við tökur á hinni geysivinsælu unglingasápuóperu One Tree Hill. Úr varð hjónaband sem entist í fimm mánuði, en fjöl- miðlar vestanhafs sögðu ástæðuna vera framhjáhald Michaels. Leikaraparið fyrrverandi Bradley Cooper og Jenni- fer Esposito batt enda á hjónaband sitt eftir aðeins fjóra mánuði í hnappheldunni, en þau skildu árið 2007. Um skilnaðinn höfðu þau það opin- berlega að segja að þau hefðu upp- götvað fljótlega að þau ættu ekki samleið og bæði væru þau sátt við niðurstöðuna. Þrátt fyrir stutt kynni ákváðu írski leikarinn Colin Farrell og breska leikkonan og tónlistar- maðurinn Amelia Warner að eiga hátíðlega athöfn á strönd á Tahiti sem var að forminu til brúðkaup en var ekki löglegt sem slíkt. Colin fékk sér líka húðflúr, nafn Ameliu á fingur sinn. Sam- band þeirra entist aðeins í fjóra mánuði. Metið í leikaraheiminum eiga svo þau Mario Lopez, sem einnig er þekktur spallþáttastjórnandi og Ali Landry, leik- kona og fegurðardrottning, valin Ungfrú Bandaríkin árið 1996. Þau voru gift í að- eins tvær vikur en ástæðan var sú að Lo- pez hélt framhjá verð- andi eiginkonu sinni í steggjapartíi sem vinir hans héldu. Hjónaband Jim Carrey og Lauren Holly var stutt en „spennandi“ að þeirra sögn. AFP STUTT HJÓNABÖND STJARNA Leikarapör sem skildu fljótt Ali Landry og Mario Lopez voru aðeins gift í tvær vikur. AFP Betri en gömlu þættirnir Active Liver stuðlar að eðlilegum efnaskiptum Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna Nánari upplýsingar á www.icecare.is Heilbrigð melting Inniheldur: • Kólín sem stuðlar að: - eðlilegum fituefnaskiptum - viðhaldi eðlilegrar starfsemi lifrarinnar • Mjólkurþistil og ætiþistil sem talin eru stuðla að eðlilegri starfsemi lifrar og galls • Túrmerik og svartan pipar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.