Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.06.2017, Síða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.06.2017, Síða 40
SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2017 Nýtt íslenskt app fyrir þá sem sitja mikið langtímum saman við vinnu er komið á App Store. „Hugmyndin að þessu kviknaði þegar ég var í prófum á fyrsta ári í tölvunarfræðinni,“ segir Bragi Bergþórs- son, höfundur appsins Brken, en hann útskrifaðist með B.Sc.-próf í tölv- unarfræði frá HR í vor. „Þá sátum við lengi við að læra. Ég rakst á þetta hugtak, „micro break“. Ég píndi strákana, en við vorum átta saman í herbergi, til að standa upp á korters fresti, teygja úr sér og skipta um fókus, og fara síðan í fimm mínútna göngutúr á klukkutíma fresti. Þetta gafst ótrúlega vel. Við fundum greinilegan mun,“ segir Bragi, sem fann bæði líkamlegan og andlegan mun á sjálfum sér með því að taka þessi stuttu hlé. „Manni líður ekki eins og maður hafi setið allan daginn þótt maður hafi gert mikið af því.“ Það var líka ákveðin áskorun fyrir hann að hanna app. „Mig langaði að prófa þetta ferli frá a til ö. Áður hafði ég gert hluta hér og þar sem hluti af teymi. Mig langaði að prófa að gera þetta einn, hönnun, skoða alla virkni, útgáfuferla og sjá til þess að þetta kæm- ist alla leiðina inn á App Store,“ segir hann. Það tókst, en appið verður innan tíðar fáanlegt fyrir Android-síma. Hægt er að stilla appið þannig að það minni mann á að taka örhlé á til dæmis fimmtán mínútna fresti og/eða lengri hlé á klukkustundarfresti. En hvað felst í örhléi? „Það snýst bara um að standa upp í fimmtán sekúndur og teygja úr sér. Það skiptir líka miklu máli að breyta um fókus. Maður er alltaf að rýna á tölvuskjá eða skrifblokk, eitthvað sem er nálægt. Það er því gott að líta að- eins frá sér og æfa augun í leiðinni.“ Taktu þér hlé Hægt er að taka örhlé á til dæmis fimmtán mín- útna fresti og/eða lengri hlé á klukkustundarfresti. Nýtt íslenskt app hjálpar kyrrsetufólki að muna eftir því að standa upp og hreyfa sig. Bragi Bergþórsson. Skemmtileg frétt um hljóm- sveitina Trúbrot var á baksíðu Morgunblaðsins 7. desember 1969. Sagt er frá ævintýrum sveitarinnar og svokallaðs Trú- brotsmóra. Greint er frá því að draugurinn hafi gert mörg prakkarastrik sem hafi komið hljómsveitinni misjafnlega vel. Eitt atvikið átti sér stað á tónleikum í Laugardalshöll þeg- ar móri sló út söngkerfið og orgelið þannig að „auðvitað fór allt í kös“. Í blaðinu stendur að móri hafi einnig sýnt á sér betri hlið- ar eins og þegar sveitin fór til London í upptökur. „Hljóm- sveitin þurfti að fara í hasti um borð í flugvélina og gleymdi þá í flughöfninni lítilli öskju sem í voru sérstakar bjöllur sem átti að nota í upptöku á einu lag- inu. Tóku þau ekki eftir þessu fyrr en komið var að upptöku í stúdíói í London og slepptu því bjöllunum í upptökunni. En þegar þau hlustuðu síðan á upptökuna af segulbandi heyrð- ist í bjöllunum á réttum stað. Trúbrotsmóri hafði séð um bjöllurnar.“ GAMLA FRÉTTIN Trúbrots- móri á ferð Hljómsveitin Trúbrot árið 1968. Karl Sighvatsson, Rúnar Júlíusson, Shady Owens, Gunnar Jökull Hákonarson og Gunnar Þórðarson. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon ÞRÍFARAR VIKUNNAR Billy Idol tónlistarmaður James Marsters leikari Hörður Björgvin Magnússon knattspyrnumaðurSkeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Golf Model 2945 Lengd 216 cm. Leður ct.10. Verð 299.000,- ▲ ▲ Relevé Model 2572 Lengd 281x223cm. Leður ct.15 Verð 629.000,- ▲ Savoy Model V458 Lengd 223 cm. Leður ct.15. Verð 399.000,- ▲ Dado Model 2822 Lengd 214 cm. Leður ct.10. Verð 299.000,- ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla Italia Skoðið nýju vefverslun okkar casa.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.