Morgunblaðið - 01.07.2017, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2017
Hindberjajógúrt
Lífrænar
mjólkurvörur
• Engin aukaefni
• Meira af Omega-3
fitusýrum
• Meira er af CLA
fitusýrum sem byggja
upp vöðva og bein
• Ekkert undanrennuduft
• Án manngerðra
transfitusýra
www.biobu.is
NÝ AFURÐ FRÁ BIOBÚ!
Sveitarfélögin í landinu eru meiraog minna stórkostlega skuld-
sett. Samkvæmt nýjustu samantekt-
inni á vef Sambands íslenskra sveit-
arfélaga, sem er fyrir árið 2015, eru
skuldir og skuldbindingar þeirra
579 milljarðar. Rekstrarniðurstaðan
var neikvæð um 2 milljarða sama ár.
Reksturinn hefur farið heldur batn-
andi með bættu ár-
ferði en skuldahald-
inn er mikið
vandamál, meðal
annars í Reykjavík.
Þessar stað-reyndir virðast
þó ekki hafa nokkur
áhrif á kjörna fulltrúa í Reykjavík
eða annars staðar á höfuðborg-
arsvæðinu.
Borgarlínan, sem líklega yrðiframkvæmd upp á 100-200
milljarða króna, er eitt helsta
áhugamál sveitarstjórnarmanna á
svæðinu og undirbúningur hennar
er langt kominn.
Á sama tíma samþykkja sveit-arfélögin að fara út í undirbún-
ing vegna fluglestar sem skuli aka í
göngum djúpt undir höfuðborg-
arsvæðinu. Kostnaðaráætlun flug-
lestar er 88 milljarðar, fyrir fram-
úrkeyrslu auðvitað.
Undirbúningurinn á að kosta 1,5milljarða króna og rann nán-
ast möglunarlaust í gegnum borg-
arráð í vikunni. Einn borgarfulltrúi,
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir,
reyndi þó að hreyfa andmælum og
sat hjá. Það gerði hún á þeirri for-
sendu að ekki liggi fyrir hver kostn-
aður Reykjavíkurborgar verði af
þessum undirbúningi.
Hvernig má það vera að stór-skuldugt sveitarfélag ani út í
slíka vitleysu án þess að vita hvað
hún muni kosta?
Sveinbjörg Birna
Sveinbjörnsdóttir
Fluglestin og
fjármálaóreiðan
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 30.6., kl. 18.00
Reykjavík 11 skýjað
Bolungarvík 12 léttskýjað
Akureyri 13 skýjað
Nuuk 8 léttskýjað
Þórshöfn 12 heiðskírt
Ósló 21 heiðskírt
Kaupmannahöfn 15 skúrir
Stokkhólmur 18 heiðskírt
Helsinki 19 skýjað
Lúxemborg 17 skúrir
Brussel 20 léttskýjað
Dublin 14 skýjað
Glasgow 15 skýjað
London 20 skýjað
París 17 þrumuveður
Amsterdam 18 súld
Hamborg 15 rigning
Berlín 17 skúrir
Vín 26 þrumuveður
Moskva 18 skýjað
Algarve 27 heiðskírt
Madríd 21 skýjað
Barcelona 27 léttskýjað
Mallorca 28 léttskýjað
Róm 25 léttskýjað
Aþena 40 heiðskírt
Winnipeg 17 skýjað
Montreal 17 þoka
New York 27 léttskýjað
Chicago 25 skýjað
Orlando 31 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
1. júlí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3:07 23:58
ÍSAFJÖRÐUR 1:42 25:32
SIGLUFJÖRÐUR 1:20 25:20
DJÚPIVOGUR 2:23 23:40
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Margt bendir til þess að berja-
spretta verði góð í ár. Hlýtt veð-
urfar í apríl og maí gefa von um
gott berjaár.
Sveinn Rúnar Hauksson, læknir
og berjaáhugamaður, segir það
helst til snemmt að spá um framtíð-
ina. „Talið er að maímánuður sé
áhrifavaldur í berjasprettu að-
albláberja. Kuldar og jafnvel næt-
urfrost fyrir norðan í júní gætu sett
strik í reikninginn þar.“
Bjartsýnt berjafólk
Sveinn Rúnar segir almenna
bjartsýni ríkja hjá berjafólki. Sjálf-
ur fylgist hann með berjalynginu í
Borgarfirði og Elliðaárdalnum í
Reykjavík. Hann segir sætukopp-
ana á lynginu sem síðar verða að
berjum hafa byrjað að blómstra í
byrjun júní. „En þrátt fyrir að allt
líti vel út núna þarf lítið til að hlut-
irnir breytist. Ég hef oft velt því
fyrir mér þegar sætukopparnir
hverfa af lynginu hvort sterkir
vindar hafi feykt þeim í burt eða
mýs og fuglar étið þá.“
Ef ekkert óvænt kemur upp má
byrja að stinga upp í sig berjum í
byrjun ágúst sem er tveimur til
þremur vikum fyrr en í meðalári
segir Sveinn Rúnar. Hann bendir á
að berjatímabilið hafi lengst og nú
sé jafnvel hægt að tína ber frá
miðjum ágúst fram í miðjan sept-
ember.
Mörg góð berjalönd eru um allt
land. Böggvisstaðafjall er eitt af
þeim. Fjallið er friðlýstur fólk-
vangur með gjöfulu berjalandi.
Sveinn Rúnar segir þar ríkja heið-
ursmannasamkomulag um að að-
albláberin séu handtínd og berja-
tínur sjáist ekki á svæðinu. „Það
er hægt að fara á fjallið í berja-
tínslu og koma svo aftur viku
seinna og þá líta berjalöndin út
eins og aldrei hafi verið tínt á
þeim.“
Sætukoppar á berjalyngi
byrjaðir að blómstra í júní
Gott útlit Hlýindi í apríl og maí góð fyrir berjasprettu
Berjamór Sveinn Rúnar Hauksson.
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur
dæmt erlendan karlmann í fjögurra
ára fangelsi fyrir að hafa brotið
kynferðislega gegn þremur konum
sömu nóttina, á hóteli á Suðurlandi
þar sem þau höfðu öll verið á árshá-
tíð fyrirtækja sem þau unnu hjá.
Maðurinn er fundinn sekur um
að hafa nauðgað tveimur
kvennanna og áreitt þá þriðju kyn-
ferðislega. Hann hefur setið í
gæsluvarðhaldi frá 13. febrúar.
Konurnar lágu allar sofandi í
rúmum sínum á hótelinu þegar
maðurinn hóf að brjóta gegn þeim.
Tvær þeirra vöknuðu við að mað-
urinn var að hafa samræði við þær
en sú þriðja þegar hann strauk læri
hennar innan klæða. Í dómnum er
tekið fram að ásetningur mannsins
til brotanna hafi verið einbeittur og
að framburður hans hafi ekki verið
að öllu leyti skýr. Öðru máli gegni
um framburð brotaþolanna sem
hafi verið skýr og stöðugur frá upp-
hafi.
Dómurinn komst að þeirri nið-
urstöðu að maðurinn skyldi sæta
fangelsi í fjögur ár. Þá er honum
gert að greiða tveimur kvennanna
sem hann nauðgaði, 1,5 milljónir
króna í miskabætur og þeirri
þriðju, sem hann áreitti, 800.000
krónur. Þá er honum gert að greiða
allan sakarkostnað, sem samtals
nam um 4,3 milljónum króna.
Dæmdur fyrir tvær
nauðganir og áreitni
Fékk fjögurra ára fangelsisdóm
Ætla má að kostn-
aður Viðlaga-
tryggingar Ís-
lands vegna
vatnsflóðs og
skriðufalla á Eski-
firði og Seyðisfirði
um síðustu helgi
verði á bilinu 80-
100 milljónir
króna. Matsmenn
hafa nú lokið við skoðun á vettvangi,
en upplýsingar liggja fyrir um að 20
hús hafi skemmst og innbú og lausafé
á átta stöðum.
Viðlagatrygging Íslands (VTÍ)
bætir tjón sem verður af völdum
skriðufalla og vatnsflóða skv. lögum.
Kostnaður vegna ráðstafana sem
gerðar voru til að hindra frekara tjón
fellur einnig undir bótaskyldu. Strax
sl. laugardag hófu óháðir matsmenn
mat á tjónum sem urðu í atburðinum.
Gera má ráð fyrir að endanleg nið-
urstaða mats þeirra liggi fyrir eftir
miðjan júlímánuð og verður hún þá
kynnt eigendum þeirra fasteigna sem
um ræðir. sbs@mbl.is
100 milljóna
króna tjón
Flóð Aðgerðir
á Eskifirði.