Morgunblaðið - 01.07.2017, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2017
Sprell Ronald og Einsi brugðu á leik í eldhúsinu, enda góð leið
til að halda sönsum þegar eldað er margrétta fyrir 75 manns.
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Þ
etta var mikil veisla fyrir
bragðlaukana og lukk-
aðist vel. Það komust
færri að en vildu og það
var setið í hverju sæti,
alveg smekkfullur staður, 75 manns.
Þetta er þriðja árið í röð sem við
höldum Michelin-matarveislu, en
þetta er í raun „pop-up“-viðburður,
sem leggst mjög vel í fólk,“ segir
Sigurjón Aðalsteinsson viðburða-
stjóri um Michelin-kvöldverð sem
boðið var upp á í Vestmannaeyjum
um liðna helgi á veitingastaðnum
Einsa kalda.
„Við fengum til okkar tvo kokka
frá Amsterdam, þá Arjan Speelman
og Ronald Oud, og þeir matreiddu
ofan í mannskapinn ásamt Einsa
kalda, Einari Birni Árnasyni og hans
fólki. Arjan starfar sem yfirkokkur á
veitingastaðnum Ciel blue sem er
tveggja Michelin-stjörnustaður og
talinn einn af betri veitingastöðum
Hollands, en Ronald er fyrrum yf-
irkokkur þar.“
Einsi kaldi kynntist kokk-
unum úti í Amsterdam
Sigurjón segir að allt eigi þetta
upphaf sitt í því að fyrir tveimur ár-
um fór Einsi kaldi, kokkur og eig-
andi fyrrnefnds veitingastaðar í
Vestmannaeyjum, til Amsterdam að
dæma þar í kokkakeppni hjá Jan
Van As, innflutningsfyrirtæki á lúx-
us afurðum. Þá keppni vann Arjan
Speelman yfirkokkur Ciel Bleu, en
veitingastaðurinn er á fimm stjörnu
hótelinu Okura.
„Þar eru fjórir veitingastaðir
sem allir eru með Michelin-stjörnur,
sem er einstakt í heiminum. Einsi
kaldi kynntist þessum kokkum, Ar-
jan og Ronald, í þessari ferð, en þeir
eru ótrúlegar kanónur, hafa unnið
nánast allt sem hægt er að vinna í
matreiðslukeppnum. Veitingastaðir
um allan heim keppast um að fá slíka
kokka til sín, svo við erum heldur
Michelin-stjörnukokkar töfruðu
fram góðgæti fyrir Eyjafólk
Undurfagur og gómsætur
matur var reiddur fram
fyrir 75 gesti á Einsa
kalda um liðna helgi.
Meistarakokkar sáu um
að matreiða en þeir leit-
uðu meðal annars fanga
úti í guðsgrænni náttúr-
unni í Eyjum.
Ljósmyndir/Ivo Geskus
Úti Einsi fór með Arjanog Ronald út í náttúruna til að tína jurtir fyrir kvöldverðinn. Með þeim er þjónninn Tinna.
betur ánægð að hafa notið meistara-
takta þeirra í matargerðinni fyrir
þennan viðburð í Eyjum um síðustu
helgi.“
Michelin-kokkarnir kaupa all-
an humar frá Vestmannaeyjum
Sigurjón segir að þeir Arjan og
Ronald kaupi frá Vestmannaeyjum
allan þann humar sem þeir noti í
matargerðinni á veitingastaðnum
Ciel Bleu í Amsterdam.
„Þeir vildu kynnast umhverfinu
sem þeir kaupa allt sitt lúxus hráefni
frá, meðal annars frá Ítalíu, Íran,
Frakklandi og víðar, og til Eyja
komu þeir í fyrra vegna humarsins
sem þeir kaupa frá Vinnslustöðinni,
eitthvað sem er stór rós í hnappagat-
ið. Þeir komu til að afla efnis í mat-
reiðslubók sem þeir gáfu út um síð-
ustu jól, tóku myndir fyrir bókina en
bæði þá og núna var með í för mikils
metinn ljósmyndari í Hollandi, Ivo
Geskus.
Þeir urðu svo hrifnir af Eyjum
að þeir vildi ólmir koma aftur, sem er
okkar gæfa og ástæða fyrir því að við
gátum boðið upp á Michelin-
kvöldverðinn um liðna helgi. Þar var
boðið upp á sex rétti, útlendu kokk-
arnir sáu um fimm þeirra en Einsi
kaldi sá um einn.“
Vildu íslenskar villtar jurtir
„Þeir komu með alls konar hrá-
efni frá Hollandi, meðal annars hol-
lenskar rækjur, en þeir blönduðu
þessu saman við íslenskt hráefni,
þorsk og humar meðal annars. Þeir
sóttu sjávarfang í fjöruna til matar-
gerðarinnar og tíndu líka alls konar
villtar jurtir í Eyjum til að nota í
matinn. Meðal annars var boðið upp
á humar-risotto og humar-tartar, en
þetta bráðnaði allt í munni, alveg eð-
algott.“
Sigurjón segir að meirihluti
gesta á kvöldverðinum hafi verið
Eyjafólk, en nokkrir kokkar úr
Reykjavík hafi gert sér ferð út í Eyj-
ar sem og aðrir sælkerar.
„Gaman er að segja frá því að
elsti gestur kvöldsins, Gyða Arnórs-
dóttir, hélt upp á 95 ára afmælið sitt.
Páll Magnússon, sá um veislustjórn
og fórst honum það afar vel eins og
hans er von og vísa. Vert er að taka
fram að án þrautreyndra þjóna, sér-
staklega Lofts Loftssonar, Tinnu og
Þóru Sigurjónsdóttur, hefði fram-
kvæmd á jafn flóknum kvöldverði,
þar sem sérvalin vín voru með hverj-
um rétti, verið illframkvæmanleg.“
Að lokum má geta þess að Einsi
kaldi er kokkur íslenka karlalands-
liðsins í fótbolta og vill hann meina
að án hans aðkomu hefði landsliðið
komið mun fyrr heim frá Frakklandi
í fyrra.
Góðgæti Það vantaði ekkert upp á fegurð réttanna, hér er
kaldur leturhumar með kaffír límónu, súkkati og engifer.
Glatt á hjalla Stemningin var góð í salnum og fólk skemmti sér vel.
Michelin-meistarar Arjan Speelman, t.v., yfirkokkur á Ciel
Bleu og Ronald Oud, fyrrverandi yfirkokkur á sama stað.
Namm Girnilegar rækjur með lit-
ríkum íslenskum villtum jurtum.