Morgunblaðið - 01.07.2017, Side 16

Morgunblaðið - 01.07.2017, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2017 SVIÐSLJÓS Alexander Gunnar Kristjánss. agunnar@mbl.is „Maður finnur fyrir veikleika sín- um gagnvart dómi framtíðar- innar.“ Þetta segir rithöfundurinn Sjón um nýjasta verk sitt sem ber hinn vígalega titil VII Þegar enni mitt strýkst við kjólfald engla eða Nokkuð um fallturninn, rússí- banann, snúningsbollana og önnur tilbeiðslutæki frá tímum síð- iðnvæðingarinnar. Verkið er hluti af verkefni skoska listamannsins Katie Paterson sem nefnist Fram- tíðarbókasafnið og er unnið í sam- starfi við bókasafnið í Ósló. Árlega í 100 ár verður einn rithöfundur fenginn til að skrifa verk og leggja til safnsins. Ritsafnið verð- ur svo birt í heild sinni þegar síð- asta verkinu hefur verið skilað ár- ið 2114. Þangað til verðum við að geta okkur til um innihald þess. Þversnið af því besta Sjón er þriðja skáldið sem fær þann heiður að skrifa í safnið en fyrst voru hin kanadíska Margaret Atwood og enski rithöfundurinn David Mitchell. Sjón hitti Katie Paterson fyrst á Louisiana- bókmenntahátíðinni í Kaupmanna- höfn haustið 2014. Síðar kom í ljós að hún var þar til að ræða við Margaret Atwood og fá hana til að taka þátt í þessu verkefni. „Ég hafði samband við Katie og sagði að mér fyndist þetta hljóma dásamlega.“ Hann hafi sagst vera til þjónustu reiðubúinn ef áhugi væri á íslensku skáldi. Í október síðastliðnum fékk Sjón svo boð um að taka þátt en nefnd fólks úr út- gáfuheiminum sér um að velja höfundana. Meiningin að þarna fá- ist gott þversnið af því besta í bókmenntum heimsins. Allur texti samtal við lesendur Skáldin fá alveg frjálsar hendur við samningu verksins en einu kröfurnar eru að verkið sé texti. Má það vera ljóð, smásaga, ritgerð eða hvað sem skáldinu hugnast. Sjón má lítið gefa upp um inni- haldið. „Þetta er texti eftir mig og hef- ur væntanlega öll einkenni sem texti eftir mig hefur,“ segir hann. „Mínir textar geta brugðið sér í allra kvikinda líki jafnvel innan eins og sama verksins. Ég býst við því að hann sé einhvern veginn þannig.“ En hvernig tilfinning er það að skrifa texta sem þú veist að þú munt aldrei fá nein viðbrögð við? „Ég áttaði mig á því við skrift- irnar að svona texti sem maður skrifar er í eðli sínu tilboð um samtal við lesandann og þegar það er allt í einu búið að taka les- andann úr jöfnunni þá verða skriftirnar allt öðruvísi“. Maður verður meðvitaðri um allt efni og orðanotkun og varanleika textans. „Ef allur bókmenntatexti er tilboð um samtal þá gerir maður ráð fyrir lesanda og það hefur líka áhrif á textann.“ Sjón segir það sérstaka tilfinn- ingu að skrifa á máli sem enginn veit hvort verður í almennri notk- un eftir hundrað ár. Verkinu var skilað á sýrufrían pappír sem standast á tímans tönn en það er spurning hvort innihald textans gerir það jafnvel. 1.000 tré samhliða safninu Verkið var afhent við látlausa athöfn í Norðmerkurskógi utan við Osló í byrjun júní. Um fimm- tíu manna hópur var samankom- inn, þeirra á meðal Marianne Bor- gen, borgarstjóri Oslóar. Gengin var ákveðin leið inn að rjóðrinu þar sem 1.000 græðlingar hafa verið gróðursettir og er þeim ætl- að að vaxa og dafna samhliða Framtíðarbókasafninu. Þegar bókasafnið er fullbúið árið 2114 verða trén höggvin og úr þeim unninn pappír sem ritsafnið verð- ur prentuð á. Ásgerður Júníusdóttir, kona Sjón, flutti tvö lög á athöfninni. Heiðalóarkvæði eftir Jónas Hall- grímsson og Vögguvísu eftir Ragnhildi Gísladóttur við ljóð Sjón. „Ég sagði nú að valið á þessum lögum gæti eða gæti ekki verið vísbending um hvað væri í handritinu,“ segir Sjón kíminn. Hann segist hafa verið meðvit- aður um að þarna hafi hann geng- ið í fótspor Margaretar Atwood og David Mitchell og þessa leið muni önnur skáld ganga næstu ár. Að hundrað árum liðnum verði þarna stígur sem hundrað skáld hafi gengið. „Það er nú ljóð í sjálfu sér, og táknrænt fyrir skáldskapinn. Hver fetar í fótspor annars.“ „Allur texti tilboð um samtal“  Nýjasta rit Sjón hluti af Framtíðarbókasafni í Ósló  Í 100 ár leggur eitt skáld á ári til verk  Ekki lesin fyrr en árið 2114  Óttast að enginn geti lesið íslenskuna að hundrað árum liðnum Ljósmynd/Kristin von Hirsch Göngutúr Sjón og föruneyti á göngu um Norðmerkurskóg þar sem hann afhenti borgarstjóra Oslóar handritið af verkinu. Verkefnið Framtíðarbókasafnið er unnið í tengslum við borgarbókasafn Oslóar, Deichmanske bibliotek. Vinna stendur yfir við nýtt húsnæði safns- ins en áætlað er að það verði opnað árið 2020. Nýja húsið stendur við hlið Óperunnar og hins nýja Munch-safns. Húsið minnir um margt á Hörpu í Reykjavík en það samanstendur af þremur glerstrendingum og er byggt í fúnksjónalískum stíl. Í húsinu er sérstakt herbergi tileinkað Framtíð- arbókasafninu. Í því eru 100 skúffur og er hverri ætlað að geyma eitt verk safnsins. Ein af öðrum munu skúffurnar fyllast og við það lýsast upp. Hver skúffa verður merkt með titli og höfundi verksins sem það geymir en verkin sjálf verða sem fyrr segir ekki aðgengileg fyrr en á næstu öld. Opna nýtt safn 2020 Framtíðarsýn Einhvern veginn svona mun nýtt borg- arbókasafn Óslóar líta út. ÁÆTLAÐUR KOSTNAÐUR 32 MILLJARÐAR KRÓNA „Þetta er náttúrulega búið að vera vandamál hérna eins og víðast hvar annars staðar undanfarin ár,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, um ferðamenn sem sofa utan skilgreindra tjald- svæða í Mývatnssveit. Að sögn Þorsteins fer starfsmaður Umhverfisstofnunar um svæðið inn- an verndarlínunnar við Mývatn á kvöldin, ýtir við ferðamönnum sem hyggjast dvelja þar og leiðbeinir þeim á viðeigandi svefnstaði. Sveitarfélagið hugðist ráða sum- arstarfsmann sem meðal annars hefði það verkefni að leiðbeina ferðamönnum á tjaldsvæði. „Því miður fékkst enginn í þetta starf. Það er nóg að gera í ferðaþjón- ustu hjá öllum, svo það er slegist um starfsfólkið,“ segir Þorsteinn. athi@mbl.is Ferðamenn sofa ítrekað utan skilgreindra tjaldsvæða Ljósmynd/Birkir Fanndal Mývatnssveit Þessum svefnvagni er lagt um 100 metrum frá tjaldsvæði. Samkomuhúsið Gamla-Borg í Gríms- nesi hefur verið sett á sölu en húsið var byggt árið 1929 af Ungmenna- félaginu Hvöt. Skóli var starfræktur í Gömlu-Borg og þá voru allar sam- komur sveitarinnar haldnar í húsinu. Lísa Thomsen hefur rekið húsið ásamt fjórum öðrum konum síðast- liðin 20 ár. „Ég fékk til liðs við mig fjórar konur úr sveitinni snemma árs 1996. Við stofnuðum áhugafélag um endurbyggingu hússins, það gekk eftir og húsið var endurvígt 2. júlí 1999.“ Undanfarin ár hefur Gamla-Borg verið notuð sem samkomustaður og segir Lísa að þar hafi meðal annars verið rekið kaffihús. „Hér áður fyrr voru ýmsar uppákomur en nýlega hefur húsið verið notað sem kaffihús og samkomusalur undir tækifæris- veislur og annað slíkt,“ segir Lísa og bætir við að nú hafi verið kominn tími til að láta gott heita. „Ég er nú bara kominn á aldur og þess vegna ætla ég mér að selja húsið.“ aronthordur@mbl.is Vill selja Gömlu- Borg í Grímsnesi Gamla borg Húsið var reist árið 1929 af Ungmennafélaginu Hvöt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.