Morgunblaðið - 01.07.2017, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2017
Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is
Okkar þekking nýtist þér
Varmadælur &
loftkæling
Verð frá aðeins
kr. 180.000 m.vsk
Midea MOB12
Max 4,92 kW
2,19 kW við -7° úti og
20° inni hita (COP 2,44)
f. íbúð ca 90m2..
• Kyndir húsið á veturna
og kælir á sumrin
• Fyrir norðlægar slóðir
• Fjarstýring fylgir
• Hægt að fá WiFi sendi
svo hægt sé að stjórna
dælunni úr GSM síma
1. júlí 2017
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 102.39 102.87 102.63
Sterlingspund 132.71 133.35 133.03
Kanadadalur 78.65 79.11 78.88
Dönsk króna 15.696 15.788 15.742
Norsk króna 12.19 12.262 12.226
Sænsk króna 12.017 12.087 12.052
Svissn. franki 106.76 107.36 107.06
Japanskt jen 0.9094 0.9148 0.9121
SDR 142.32 143.16 142.74
Evra 116.74 117.4 117.07
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 142.6323
Hrávöruverð
Gull 1243.25 ($/únsa)
Ál 1897.0 ($/tonn) LME
Hráolía 47.39 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Gistinætur á hótelum í maímánuði
voru 303.000 sem er 7% aukning mið-
að við sama mánuð á síðasta ári, sam-
kvæmt frétt á vef Hagstofu Íslands.
Þar kemur fram að gistinætur
erlendra gesta hafi verið 87% af
heildarfjölda gistinátta í mánuðinum.
Þeim fjölgaði um 6% frá sama tíma í
fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga
fjölgaði um 15%.
Flestar gistinætur á hótelum í maí
voru á höfuðborgarsvæðinu, eða
176.400, sem er 1% aukning miðað við
maí 2016. Um 58% allra gistinátta voru
á höfuðborgarsvæðinu.
Gistinætur á Suðurnesjum voru
20.400, sem er 65% aukning frá fyrra
ári, og þá var 26% aukning á Norður-
landi þar sem gistinætur voru 28.800.
Gistinætur á Vesturlandi og Vest-
fjörðum voru 15.600, sem er 1% sam-
dráttur frá fyrra ári.
Gistinóttum á hótelum
fjölgaði um 7% í maí
STUTT
Gísli Rúnar Gíslason
gislirunar@mbl.is
Fjöldi lögmanna keppist nú við að fá
prófmál fyrir Hæstarétti áður en
Landsréttur tekur til starfa 1. janúar
næstkomandi, en þá mun leiðin að
málflutningsréttindum lengjast tölu-
vert við komu millidómstigs.
Til þess að öðlast málflutningsrétt-
indi fyrir Hæstarétti þurfa lögmenn
að hafa verið héraðsdómslögmenn í
fimm ár og flutt 30 mál fyrir héraðs-
dómi eða sérdómstóli. Auk þess þurfa
lögmenn að sýna fram á hæfi sitt til
að öðlast réttindin með því að þreyta
prófraun, sem felst í munnlegum
flutningi fjögurra mála sem flutt eru í
Hæstarétti fyrir fjölskipuðum dómi,
það er fimm eða sjö dómurum.
Takmörkuð gæði
Yfirleitt eru dómendur þrír og fjöl-
skipaður dómur því tiltölulega óal-
gengur. Þannig var dómur aðeins
fjölskipaður í 71 af 356 munnlega
fluttum málum fyrir Hæstarétti árið
2016, samkvæmt ársskýrslu réttar-
ins. Það fer eftir ákvörðun forseta
Hæstaréttar hversu margir dómarar
taka þátt í meðferð máls fyrir dómi.
Að sögn lögmanna sem Morgun-
blaðið ræddi við sitja þeir héraðs-
dómslögmenn sem uppfylla skilyrði
til að flytja prófmál fyrir Hæstarétti
um dagskrá réttarins og hafa sam-
band við þá hæstaréttarlögmenn sem
eiga mál fyrir fjölskipuðum dómi í
von um að fá það að láni. Þá lýstu hér-
aðsdómslögmenn sem nú bíða eftir
prófmálum því að allur gangur væri á
því hvort að hæstaréttarlögmenn séu
reiðbúnir til að lána mál sín, en auk
þess er það undir skjólstæðingum
þeirra komið hvort þeir megi yfir höf-
uð lána málið.
„Maður heyrir það frá ungum lög-
mönnum að þeim finnst erfitt að fá
mál lánuð og maður heyrir það frá
þessum eldri að þeim finnst mjög
hvimleitt að þurfa reglulega að eiga
löng samtöl um það hvort einhver mál
séu til láns eða ekki,“ segir Reimar
Pétursson, formaður Lögmanna-
félags Íslands.
Nýtt fyrirkomlag
Nýjar reglur um öflun málflutn-
ingsréttinda á æðri dómstigum taka
gildi um áramótin við stofnun Lands-
réttar. Til að öðlast málflutningsrétt-
indi fyrir Landsrétti þurfa lögmenn
að hafa haft réttindi til að flytja mál
fyrir hérðasdómi í fimm ár og hafa
flutt 25 mál. Þá þarf að flytja fjögur
prófmál fyrir hinum nýja rétti, en öll
mál sem þar verða flutt geta verið
prófmál. Þar með verður sá flösku-
háls sem nú er til staðar úr sögunni
og héraðsdómslögmenn þurfa ekki að
sitja um dagskrá Hæstaréttar í von
um fjölskipaðan dóm, og hæstarétt-
arlögmenn og skjólstæðinga sem
vilja lána mál.
Til að öðlast málflutningsréttindi
fyrir Hæstarétti undir hinu nýja
fyrirkomulagi þurfa lögmenn að hafa
haft málflutningsréttindi fyrir
Landsrétti í þrjú ár auk þess sem þeir
þurfa að hafa flutt ekki færri en 15
mál munnlega.
Alls 56 eru á skrá yfir lögmenn sem
hafa þegar flutt eitt eða fleiri prófmál
fyrir Hæstarétti, en fyrirséð er að
ekki munu allir geta klárað fjögur
mál fyrir komu Landsréttar. Prófmál
þeirra fara þó ekki í vaskinn þar sem
að sérstakar reglur gilda um þá sem
hafa þegar hafið flutning prófmála,
en þeir fá eins konar afslátt í sam-
ræmi við fjölda fluttra prófmála.
Þannig fá þeir sem lokið hafa þremur
prófmálum strax málflutningsrétt-
indi fyrir Landsrétti og þurfa að
flytja fjögur prófmál þar til að öðlast
málflutningsréttindi fyrir Hæsta-
rétti.
Fjölgun vottorða frá sýslumanni
Sá tími sem það tekur lögmenn að
verða sér úti um og flytja prófmál
getur verið mjög misjafn. Í því sam-
hengi má nefna á að sá elsti sem öðl-
ast hefur málflutningsréttindi fyrir
Hæstarétti var sjötugur en sá yngsti,
sem nýverið öðlaðist réttindin, var 29
ára.
Samkvæmt tölum frá sýslumanni
hefur útgefnum vottorðum þess efnis
að hérðasdómslögmenn uppfylli skil-
yrði til að flytja prófmál þó fjölgað
umtalsvert undanfarið. Árin 2013 og
2014 voru útgefin vottorð alls 15 en
árin 2015 og 2016 voru útgefin vott-
orð 44. Undanfarin fimm og hálft ár
hafa 77 vottorð verið gefin út en þar
af voru 26 gefin út í fyrra.
Keppast um prófmál
fyrir Hæstarétti
Réttur 56 hafa hafið ferli til að öðlast málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti.
Bitist um prófmál
» Undanfarin fimm ár hafa 77
fengið vottorð frá sýslumann
þess efnis að þeir uppfylli skil-
yrði til að þreyta prófraun.
» Á sama tíma luku 55 lög-
menn prófraun fyrir Hæsta-
rétti.
» Alls 56 lögmenn hafa hafið
ferli til að öðlast málflutnings-
réttindi fyrir Hæstarétti.
Vilja öðlast réttindi áður en Landsréttur tekur til starfa
Morgunblaðið/Þórður
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Reginn innleysti að líkindum tæp-
lega 800 milljónir króna í söluhagnað
við sölu á 50% hlut í 201 Miðbæ til
GAMMA, en söluverðið nam 1,2
milljörðum króna. Þetta kemur fram
í tölvupósti sem greiningardeild
Arion banka sendi viðskiptavinum
markaðsviðskipta í kjölfar kaupanna,
sem tilkynnt voru á fimmtudaginn.
201 Miðbær á byggingarrétt á
tveimur lóðum sunnan Smáralindar, í
hverfinu sem hefur gengið undir
nafninu Smárabyggð. Bygging-
armagnið á lóðunum er alls 30.622
brúttó íbúðarfermetrar.
Eftir söluna á Reginn rúmlega 14
þúsund fermetra af byggingarrétti á
Smárabyggðar svæðinu, sem er að
hluta íbúðarhúsnæði en að mestu
atvinnuhúsnæði. Arion banki segir
að meðal annars af þeim sökum sé
enn óvíst hvert virði byggingarrétt-
arins sé sem félagið heldur eftir. „En
ef við gefum okkur að hann sé helm-
ingi minna virði en rétturinn sem
félagið var að selja frá sér er hann
um 560 milljóna króna virði,“ segir í
nótu bankans.
Byggingarréttur Regins á svæð-
inu var bókfærður á 870 milljónir við
lok fyrsta ársfjórðungs, þ.e. áður en
salan fór fram. Greiningardeild
Arion banka áætlar að miðað við téð
viðskipti mætti meta bókfærða bygg-
ingarréttinn á um 1,8 milljarða
króna.
Fram kom í tilkynningu Regins til
Kauphallar að ekki hafi verið ákveðið
hvenær uppbygging á lóðum í eigu
þess á svæðinu hefjist. Lóðirnar séu
næstar Smáralind og munu aðgerðir
á þeim lóðum hafa mestu tíma-
bundnu áhrifin á flæði og umferðar-
mál næst Smáralind.
Morgunblaðið/Ernir
Fasteignir Reginn á Smáralind.
Reginn innleysti
ágætan hagnað
● Arion banki greiddi í gær upp eftir-
stöðvar skuldabréfs sem gefið var út til
Kaupþings sem hluti af aðgerðaáætlun
stjórnvalda til losunar fjármagnshafta.
Höfuðstóll skuldabréfsins við útgáfu
var 747,5 milljónir bandaríkjadala, eða
um 97 milljarðar króna á gengi þess
tíma. Eftirstöðvarnar sem Arion banki
greiddi í gær voru að nafnvirði 100
milljónir dala, jafnviðri um 10 milljarða
íslenskra króna.
Morgunblaðið/Eggert
Arion banki greiðir upp
skuld við Kaupþing