Morgunblaðið - 01.07.2017, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2017
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Íslenskumstjórnvöldumvar mikill
vandi á höndum í
peningamálum í
upphafi þessa ára-
tugar. Gríðarlegar upphæðir
voru læstar inni í landinu og
spurningin var hvernig losað
yrði um þrýstinginn þannig að
það hefði sem minnst áhrif á
gengi krónunnar og gjaldeyr-
isforða Seðlabankans. Ákveðið
var að tappa þrýstingnum af
með því að bjóða fjárfestum,
sem vildu bjóða fram gjaldeyri,
krónur á afslætti. Var þetta
kallað fjárfestingaleið Seðla-
banka Íslands. Jafnmikið átti að
koma inn og færi út.
Í vikunni birtist svar Seðla-
bankans við fyrirspurn Björns
Levís Gunnarssonar, þing-
manns Pírata, til fjármála- og
efnahagsráðherra um fjárfest-
ingaleiðina.
Í svarinu kemur fram að í 21
útboði fjárfestingaleiðar frá
febrúar 2012 til 2015 gerðu fjár-
festar 1.282 tilboð. 1.074 til-
boðum var tekið og var upp-
hæðin 550 milljónir evra.
Jafnframt þurftu fjárfestarnir
að selja jafnháa upphæð erlends
gjaldeyris og tekin var í útboð-
inu. Í þessum útboðum komu því
1.100 milljónir evra til landsins í
útboðunum eða 206 milljarðar
króna.
Þátttökunni fylgdu skuld-
bindingar af ýmsum toga. 47%
af peningunum, sem komu inn í
landið með þessum hætti, fóru
að því er fram kemur í svarinu í
kaup á skuldabréfum, 40% til
kaupa á hlutabréfum, 12% til
kaupa á fasteignum og 1% í
kaup á hlutdeildarskírteinum
verðbréfasjóða. 794 innlendir
fjárfestar stóðu að baki 35%
fjárfestingarinnar, segir í
svarinu, og 280 erlendir að baki
65% fjárfestingarinnar. Þar eru
erlend félög í eigu innlendra að-
ila talin innlendir fjárfestar.
Í svarinu segir að þátttakan í
útboðinu hafi að mestu verið frá
aðildarríkjum OECD. Síðan
kemur fram að frá svæðum, sem
skilgreind séu sem lágskatta-
svæði samkvæmt lista fjármála-
og efnahagsráðuneytisins, hafi
sjö lögaðilar í meirihlutaeigu ís-
lenskra aðila tekið þátt í ein-
hverju af 21 útboði fjárfesting-
arleiðarinnar frá 2012 til 2015
með 13 milljónir evra alls. Þá
upphæð má tvöfalda vegna
skuldbindingarinnar, sem nefnd
er hér að ofan, um að skipta
jafnhárri upphæð og tekið var í
útboðinu. Þar var sem sagt um
að ræða 26 milljónir evra eða
tæplega fimm milljarða króna.
Við það má bæta 12 lögaðilum í
meirihlutaeigu íslenskra aðila
frá Lúxemborg, Kýpur og Möltu
sem tóku þátt í fjárfestingar-
leiðinni með 82 milljónir evra
eða 15,4 milljarða króna.
Í svarinu kemur ekki fram um
hvaða lágskattasvæði á lista
fjármála- og efn-
hagsráðuneytis er
að ræða. Löndin og
svæðin á listanum
eru 29, allt frá An-
dorra til Vanúatú.
Þar á milli eru kunnugleg nöfn
úr umræðunni um skattaskjól á
borð við Bresku-Jómfrúaeyjar
og Panama. Skattaskjól eru
þekkt fyrir að fela slóð peninga
og gera erfitt fyrir að greina
uppruna þeirra. Lúxemborg,
Kýpur og Malta eru ekki á þess-
um lista, en eru þekkt fyrir
ívilnanir í skattamálum, svo
ekki sé fastar að orði kveðið.
Ströng skilyrði fylgdu fjárfest-
ingaleiðinni, þar á meðal um
peningaþvætti og í svari Seðla-
bankans kemur fram að mat
hans sé að almennt hafi verið
farið eftir skilmálunum, þótt
ekki sé hægt að útiloka að „í
einhverjum tilvikum hafi ekki
verið farið í einu og öllu sam-
kvæmt ákvæðum“ þeirra. Það
hefur kostað mikla fyrirhöfn að
rekja slóð allra þeirra peninga,
sem flæddu inn í landið eftir
fjárfestingaleiðinni á þessum
tíma.
Í einni spurningunni er spurt
hver hafi verið upprunalönd
þessa gjaldeyris, hver fjöldi
fjárfestinga hefði verið frá
hverju þeirra og hver heildar-
fjárhæðin hefði verið. Seðla-
bankinn kýs að svara ekki þeirri
spurningu, en sundurliðar þess
í stað fjárfestana eftir búsetu,
sem auðvitað er allt annar hlut-
ur. Sundurliðunin er ef til vill
fróðleg, en fróðlegra hefði verið
að fá svar við spurningunni og
fá að vita hvar peningarnir voru
geymdir.
Ekki hefði síður verið fróð-
legt að fá að vita hverjir komu
með peninga inn í landið með af-
sláttarleiðinni, en um það
kveðst Seðlabankinn múlbund-
inn að lögum.
Í svari Seðlabankans kemur
fram að almennt ættu útboðin
„að hafa haft jákvæð áhrif á
gengi krónunnar á tímabili þeg-
ar það stóð mjög veikt“. Ekki er
farið út í hvaða áhrif þessi útboð
höfðu á íslenskt efnahagslíf. Í
svari Seðlabankans kemur fram
að samtals hafi afslátturinn,
sem fjárfestar fengu í útboð-
unum, numið 31 milljarði króna.
Hlutur íslensku fjárfestanna í
því nemur þá tæpum 11 millj-
örðum króna.
Fjárfestingaleiðin skekkti
því samkeppni í landinu. Fyrir
atbeina Seðlabankans fengu
þeir fjárfestar, sem fóru fjár-
festingaleiðina, meira bolmagn í
formi aukakróna en keppinaut-
ar þeirra sem áttu sína peninga
á Íslandi. Í svarinu kemur fram
að 12% heildarupphæðarinnar
hafi farið í fasteignir og má ugg-
laust færa rök að því að þar hafi
loft bæst í fasteignabóluna.
Svar Seðlabankans er um
ýmislegt upplýsandi, en mörgu
er þó enn ósvarað.
Spurningar og svör
um aflandskrónur
og aukakrónur}
Uppruni peninganna
M
eðal þess sem sprottið hefur
upp í kringum ferðamanna-
sprenginguna hér á landi
eru fræðslusýningar ýmiss
konar. Væri ekki fyrir alla
ferðamennina væru engar líkur til að upp-
bygging slíkrar starfsemi hefði orðið að
veruleika. Má segja að hún sé ein af bestu
birtingarmyndum hinnar ört vaxandi at-
vinnugreinar og hvernig hún hefur jákvæð
áhrif á samfélagið í heild.
Því miður hef ég ekki haft tök á að skoða
nýja eldfjalla-, jarðskjálfta- og jarðfræði-
sýningu sem nú hefur verið sett upp á
Hvolsvelli. Sagt er að hún sé afar vel
heppnuð. Þá er skömm frá því að segja að
ég hef heldur ekki sótt Eldheima í Vest-
mannaeyjum heim, en þangað hyggst ég
arka um leið og ég fæ tækifæri til að stíga næst fæti
á Heimaey.
Hins vegar hef ég á síðustu vikum haft tækifæri til
að kynna mér tvær fræðslusýningar í Reykjavík.
Aðra spánnýja en hin var tekin í gagnið árið 2014.
Þarna er um að ræða nýja jöklasýningu í Perlunni og
Hvalasafnið á Granda. Fyrrnefnda sýningin hefur
verið sett upp í einum af tönkum Perlunnar og kem-
ur hún verulega á óvart þegar inn er komið. Þannig
eru gestir leiddir inn í jökulkaldan manngerðan ís-
helli, sem gefur fólki tilfinningu fyrir því hvernig
hinn þjappaði og ævagamli ís, sem jöklar Íslands
geyma, lítur út. Í 15 stiga frosti og nokkr-
um þrengslum verður upplifunin mikil og
raunar áþreifanleg, enda geta gestir strok-
ið veggi hellisins og áttað sig betur á
kraftinum sem í ísnum býr. Þegar út úr
hellinum er komið tekur við gagnvirk og
mjög fræðandi sýning sem kenndi mér
ótalmargt um jökla Íslands sem ég ekki
vissi áður, m.a. fjölda þeirra og ólíkar
gerðir eftir því hvar þeir hafa lagst yfir
landið.
Síðarnefnda sýningin, Hvalir Íslands, er
safn sem ég hafði lengi ætlað að skoða en
ekki látið verða af fyrr en nú. Þar er að
finna tugi líkana sem gefa gestum færi á
að átta sig á sköpulagi og stærð þeirra
hvalategunda sem lifa við strendur Ís-
lands. Gestir eru leiddir í gegnum sýn-
inguna með leiðsögn sem hlaðið er niður í síma og
þar eru þeir fræddir um hinar ólíku tegundir. Á sýn-
ingunni er auðvelt að finna til smæðar sinnar og ekki
laust við að maður fyllist lotningu gagnvart þessum
furðuskepnum.
Sýningarnar tvær eru að mínum dómi á heims-
mælikvarða. Kosturinn við þær er ekki síst sá að það
tekur ekki margar klukkustundir að kynna sér þær.
Það er óhætt að hvetja fólk til að kynna sér efni
þeirra. Það eru forréttindi að hafa aðgang að vand-
aðri afþreyingu sem einnig gefur manni færi á að
fræðast um náttúru Íslands. ses@mbl.is
Stefán Einar
Stefánsson
Pistill
Forvitnilegar fræðslusýningar
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Ídag, 1. júlí, hækkar mót-framlag atvinnurekenda í líf-eyrissjóði á almennum vinnu-markaði um 1,5 prósentur og
verður því 10%.
„Ásamt iðgjaldi launþega, sem
er 4%, nemur skylduiðgjald til líf-
eyrissjóða nú 14%,“ segir Henný
Hinz, deildarstjóri hagdeildar ASÍ.
„Þetta er liður í því að jafna
stöðu lífeyrisrétt-
inda á almenna
og opinbera
markaðnum líkt
og samið var um í
kjarasamningum
aðildarfélaga ASÍ
og SA í janúar á
síðasta ári. Fyrsti
áfanginn var tek-
inn í fyrra með
0,5% hækkun og
síðasti áfanginn kemur svo til fram-
kvæmda hinn 1. júlí 2018 en þá
hækkar framlagið um 1,5 prósentur
til viðbótar og verður því 15,5%.“
Launþegar greiða sem fyrr 4%
og það breytist ekki að sögn Hennýj-
ar.
„Hækkunin liggur í mótfram-
lagi atvinnurekenda. Þannig helst ið-
gjald launþega það sama eftir breyt-
inguna nú og breytinguna að ári.“
Sérstök séreign
Sjóðsfélagar geta nú ráðið því
sjálfir hvort hluti skylduiðgjalda
renni í sérstaka séreign eða til sam-
tryggingarhlutans.
„Breytingin sem núna verður er
fólgin í því að nú getur hver og einn
samið við sinn lífeyrissjóð um hluta
skylduiðgjaldsins, þ.e. allt umfram
12%. Atvinnurekendum verður skylt
að standa skil á öllu iðgjaldinu en
sjóðfélagar geta ráðstafað viðbót-
ariðgjaldinu í tilgreindan séreign-
arsparnað með samningi við sinn líf-
eyrissjóð eða nýtt það til að auka
tryggingavernd sína til örorkulíf-
eyris og ævilangs ellilífeyris í sam-
tryggingu,“ segir Henný.
Bendir hún jafnframt á að ef
fólk semur ekki sérstaklega við sinn
lífeyrisssjóð rennur viðbótar mót-
framlagið í samtrygginguna.
Í samantekt ASÍ um málið er
tekið dæmi af einstaklingi með 500
þúsund krónur í mánaðarlaun alla
starfsævina. Hefji hann inngreiðslur
í lífeyrissjóð 25 ára gamall og greiðir
til 67 ára aldurs gæti viðkomandi
fengið tæplega 297.000 krónur á
mánuði í ævilangan ellilífeyri ef
greitt væri 12% iðgjald í samtrygg-
ingu og hámarks iðgjald 3,5% í til-
greinda séreign. Viðkomandi ætti þá
um 19,4 milljónir í tilgreindan sér-
eignarsparnað við 67 ára aldur en
það jafngildir fullum launum ríflega
3 ára. Velji viðkomandi hins vegar að
greiða allt iðgjaldið 15,5% í sam-
tryggingu fengi viðkomandi ríflega
383 þúsund krónur á mánuði í ævi-
langan ellilífeyri. Hægt er að sjá
mismunandi niðurstöðu í töflu með
frétt.
Mikilvægt fyrir örorkulífeyri
Ráðstöfun hins sérstaka hluta
frá 12% til 15,5%, sé miðað við breyt-
inguna eftir 1. júlí 2018, skiptir einn-
ig máli fyrir örorkulífeyri. Lífeyr-
isréttindi til 65 ára aldurs eru
reiknuð út frá því hve mikið viðkom-
andi hefði að óbreyttu greitt í lífeyr-
issjóð starfsævina á enda. Þá munar
miklu hvort viðmiðun við útreikning
réttinda er 12% eða 15,5%.
Sá sem velur að verja öllum sér-
staka hlutanum eða 3,5% í séreign
nýtur aðeins örorkuverndar sem
miðast við 12%. Sá sem greiðir
hærra hlutfall til samtrygging-
arinnar nýtur réttinda í samræmi
við það. Fari allur sérstaki hlutinn til
samtryggingar miðast örorkuvernd
einstaklings við 15,5%.
Ráðstöfum sjálf hluta
lífeyrisiðgjaldsins
Einstaklingur með 500 þ.kr.
í mánaðarlaun við lok starfsferils
Greitt í lífeyrissjóð frá 25 til 67 ára aldurs
Hlutfall launa greitt í
samtryggingardeild
12%
(lágmark) 13% 14%
15,5%
(hámark)
Mánaðarlegur ævilangur
lífeyrir frá 67 ára aldri
296.628 321.347 346.066 383.145
Ævilangur lífeyrir sem hlutfall
af launum
59% 64% 69% 77%
Hlutfall launa greitt í
tilgreinda séreign
3,50% 2,50% 1,50% 0,00%
Mánaðarleg innborgun í
tilgreinda séreign
17.500 12.500 7.500 0
Inneign í tilgreinda séreign við
67 ára aldur m.v. 3,5% ávöxtun
19.447.548 13.891.106 8.334.663 0
Tilgreind séreign sem fjöldi
mánaðarlauna
38,9
(3,2 ár)
27,8
(2,3 ár)
16,7
(1,4 ár) 0
Henný Hinz
„Þeir sjóðir
sem ekki
falla undir
samnings-
svið ASÍ og
SA eru ekki
bundnir af
þessum
breytingum
meðan aðrir
eru það
ekki,“ segir
Þorbjörn Guðmundsson, for-
maður Landssamtaka lífeyr-
issjóða, en hann býst fastlega
við því að þeir sjóðir sem ekki
eru bundnir muni skapa for-
sendur til að bjóða hliðstæð
kjör.
Þorbjörn segir að gengið sé
út frá því að þær breytingar
sem nú er ráðist í á grundvelli
samnings ASÍ og SA fái laga-
stoð í haust.
„Ég get að sjálfsögðu ekki
sagt fyrir um það hvað verður
tekið fyrir á Alþingi í haust en
við göngum út frá því að þessari
breytingu verði veitt sérstök
lagastoð.“
Búist við
lagasetningu
GILDIR EKKI UM ALLA
Þorbjörn
Guðmundsson.