Morgunblaðið - 01.07.2017, Page 22

Morgunblaðið - 01.07.2017, Page 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2017 Suðurhrauni 4210 Garðabæ | Furuvellir 3 600 Akureyri | Sími 575 8000 | samhentir.is Heildarlausnir í umbúðum og öðrum rekstrarvörum fyrir sjó- og landvinnslu u KASSAR u ÖSKJUR u ARKIR u POKAR u FILMUR u VETLINGAR u HANSKAR u SKÓR u STÍGVÉL u HNÍFAR u BRÝNI u BAKKAR u EINNOTA VÖRUR u HREINGERNINGAVÖRUR Allt á einum stað Stundum er gott að hvíla sig á dægurþrasi og hugsa um gamla tíma,jafnvel þá sem verstir voru fyrir Íslendinga þegar Lakagígar jusuhrauni yfir landið og ösku um veröld alla. Það er einstök heppni að eiga rit skrifað af manni sem lifði Skaft- áreldana. Rit þar sem allt er rakið frá degi til dags, rýnt með augum guðs- mannsins, en ekki síður náttúrufræðingsins, sr. Jóns Steingrímssonar sem fór um sveitirnar og skráði gang gossins, líðan fólks, fénaðar og fugla og fylgdist með gróðrinum. Sr. Jón skrifaði sérstakt rit um eldana en stærsta verkið er ævisaga hans sjálfs. Jón var Skagfirðingur að uppruna, lærði í Hólaskóla, las þýsku og dönsku og hafði tileinkað sér margt um læknisfræði og sinnti lækningum með öðru alla ævi. Hann var bóndi og stundaði sjóróðra á meðan hann bjó í Mýrdal, þar sem útræði er erfitt. Kona sr. Jóns var Þór- unn Scheving og talar hann afskaplega fallega um hana í ævisögu sinni og greinilegt að þau hafa farið samhent í gegnum þær þrautir sem urðu á vegi þeirra. Nokkur önnur rit liggja á Þjóð- skjalasafni eftir sr. Jón þar á meðal rit um hvernig stunda á sjósókn í hafnlausum Mýrdalnum og hvernig nýta skal jurtir til lækninga. Á okkar tímum höfum við áhyggjur af áhrifum ensku á íslensku en á dög- um Sr. Jóns Steingrímssonar fóru flestir í háskólanám út fyrir landsteinana. Þeir sem skrifuðu texta á þessum tíma höfðu dvalið í Danmörku í mörg ár og lært um guðfræði, lögfræði, læknisfræði og náttúrufræði á dönsku þar sem stór hluti hugtaka var þó á latínu. Menn komu aftur til Íslands með mennt- unina í farteskinu og hófu að finna upp ný orð á íslensku fyrir dönsku og lat- nesku orðin. Sr. Jón Steingrímsson sker sig úr þessum hópi því hann lærði aðeins á Íslandi og fór aldrei til annarra landa. Rit hans eru því merk heimild um íslenska tungu menntamanns sem bjó alla ævi á Íslandi. Rit sr. Jóns Steingrímssonar hafa ekki verið gefin út í fræðilegri útgáfu enn þá en það hlýtur að koma að því að einhver sjái þarna gott doktorsverkefni. Er munur á málfari sr. Jóns og þeirra sem lærðu í öðrum löndum og hvaða orð notar hann um jarðfræði og náttúrufræði á þessum tímum? Hvaðan kom honum þessi orðaforði? Var búið að búa til þessi hugtök eða býr hann til sín eigin? Það er í sjálfu sér merkilegt að íslensk þjóð skyldi lifa af í þessu harðbýla landi og þá ekki síst á árunum eftir Skaftárelda þar sem einn fimmti þjóð- arinnar lést. En það er ekki síður merkilegt að íslenskan skyldi lifa af fá- mennið. Og þrátt fyrir að æðstu embættismenn þjóðarinnar hafi stundað nám á öðru tungumáli, og margir þeirra komið heim með eiginkonu af erlend- um uppruna og alið upp tvítyngd börn, ákváðu menn að tala áfram íslensku. Þessi seigla á erfiðum tímum vekur manni þá von í brjósti að íslenskan eigi eftir að lifa og dafna um ókomna tíð í góðu sambýli við önnur tungumál. Erfiðir tímar fyrir íslenskuna Tungutak Lilja Magnúsdóttir liljam@simnet.is Eldgosið úr Lakagígum Skaftáreldar gleymast seint. Sr. Jón Steingrímsson skrifaði sérstakt rit um eldana. Glöggt er gests augað er sagt og það má tilsanns vegar færa þegar lesin er ný skýrslaEfnahags- og framfarastofnunar Evrópuum Ísland. Skýrslan er sennilega bezta yfirlit sem út hefur komið í seinni tíð um ástand og horfur í rekstri þjóðarbúsins. Hún staðfestir það sem blasir við, að í efnahagslegum skilningi hefur þjóðar- búið náð sér vel á strik frá hruni. Stjórnvöld fá góða einkunn hjá OECD og hagtölur eru oft með því bezta sem þekkist hjá aðildarríkjum samtakanna. En um leið vekur þessi skýrsla lesandann til um- hugsunar um eftirfarandi: Svo virðist sem ótrúlega margt af því sem ríkis- stjórnir frá hruni hafa verið uppteknar af séu hug- myndir sem koma frá útlöndum en verði ekki til í umræðum hér. Í hinni nýju skýrslu OECD er stillt upp fyrri tillögum og ábendingum stofnunarinnar og jafnframt hvað hafi verið framkvæmt eða ekki fram- kvæmt. Skýrslan er því ekki bara mat á stöðu og þróun mála hér. Hún er líka eins konar úttekt á því hvað Íslendingar hafi gert af því sem þeim hefur kurteislega verið bent á að þeir ættu að gera í fyrri slíkum skýrslum og um leið prúðmannleg áminning um hvað sé eftir að gera af fyrri ábendingum auk þess sem nýjar eru settar fram. Þegar haft er í huga að vegna aðildar okkar að EES eru ráðuneyti og Alþingi önn- um kafin við það að undirbúa og síðar lögleiða til- skipanir framkvæmdastjórnar ESB fer að verða spurning um það hversu mikið af stjórnarathöfnum verður til hér á Íslandi hjá löglega kjörnum yfirvöld- um þessa lands og hversu mikið af þeim verður til fyrir tillögur og ábendingar frá OECD og Alþjóða gjaldeyrissjóðnum, svo og skv. fyrrnefndum tilskip- unum frá Brussel. Þess vegna leiðir skýrsla OECD hugann að því hvar sjálfstæði hins íslenzka lýðveldis er á vegi statt. Nú má auðvitað segja sem svo að það sé sama hvaðan góðar hugmyndir koma, svo fremi sem þær séu góðar. En um leið má velta því fyrir sér hversu mikið af því sem hér er gert af ríkisstjórnum og Alþingi hverju sinni spretti upp úr umræðum hér heima fyrir. Getur verið að það sé eitthvað lítið um hugmyndir hér um þróun samfélagsins og umbætur á því? Þrátt fyrir slíkar vangaveltur fer ekki á milli mála að skýrslan gefur góða yfirsýn yfir þau mál sem eru á döfinni þessa stundina. Augljóst er, vegna þess hversu mikið er fjallað um ferðaþjónustuna, að skýrsluhöfundar telja mikið skorta á að stjórnvöld hafi tekið fast á stefnumörkun í þessari nýju undir- stöðuatvinnugrein okkar Íslendinga. Sennilega er það stærsta verkefnið á sviði atvinnu- lífsins sem við blasir. Og tímabært að raunverulegar umræður hefjist um þann þátt málsins. OECD bend- ir hvað eftir annað á að hinn mikli fjöldi ferðamanna sem hingað kemur komi fyrst og fremst vegna nátt- úru landsins. En um leið að þessi mikli fjöldi geti átt þátt í að skaða þá náttúru, sem þá verður ekki sama aðdráttarafl og áður. Þetta er of lítið rætt hér. Og skilningur virðist vera of takmarkaður á því að miðhálendi Íslands eru hin nýju „fiskimið“ okkar og þau verður að vernda eins og þá auðlind sem við þekkjum bezt í því sam- hengi, þ.e. fiskimiðin sjálf. Nú er rætt um að byggja eins konar hótel á Hveravöllum og í Kerlingar- fjöllum, að ekki sé talað um hugmyndir sem enn eru uppi um vegalagningu á hálendinu. Skilja þeir sem um þetta tala eða hafa uppi slík áform ekki að framkvæmdir á miðhálendinu, hverju nafni sem þær nefnast, eru ígildi stórfelldrar rán- yrkju á hinum hefðbundnu fiskimiðum okkar? Sú rányrkja hefur verið lögð af á fiski- miðunum í kringum landið. Hún þarf líka að leggjast af á miðhá- lendinu. Annar þáttur í ítarlegri umfjöll- un OECD um Ísland snýr að kjara- samningagerð. Þar eru settar fram tillögur og ábendingar um það sem betur megi fara og m.a. með tilvísun í fyrirkomulag kjarasamninga í öðrum Norðurlandaríkjum. Þar eru m.a. tillögur um að ríkissáttasemjari fái vald til að fresta vinnustöðvunum. Slíkar hugmyndir hafa kom- ið upp að undanförnu en af einhverjum ástæðum hefur lítið verið fjallað um hvaðan þær eru komnar. Samskipti aðila vinnumarkaðar eiga sér hundrað ára sögu og hafa oftar en ekki snúizt um allt annað en kjarasamninga. Fyrr á árum blandaðist kalda stríðið inn í þær deilur, svo og átök við kommúnista, sem við hérna megin í hinni pólitísku tilveru töldum að beittu áhrifum sínum í verkalýðshreyfingunni til þess að koma löglega kjörnum stjórnvöldum frá völdum. Þótt þetta sé liðin tíð eimir enn eftir af þeim skorti á trausti sem lengst af ríkti á milli aðila. Nú ýtir það undir vantraust að Kjararáð hefur ítrekað ákvarðað launakjör æðstu embættismanna og stjórn- málamanna á þann veg að það er líklegt til að valda verulegri ókyrrð í haust og vetur. Að þessu er vikið lítillega í skýrslu OECD án þess að skoðun sé lýst á þeim þætti launakerfis okkar. Eitt atriði enn vekur sérstaka eftirtekt, en það eru vísbendingar í þessari skýrslu um að ekki sé allt með felldu í skólakerfi okkar, sem kemur mjög á óvart. Augljóst er að það er OECD sem hefur þrýst á um styttingu framhaldsskóla. Athugasemdir eru gerðar við meira brottfall úr skólum hér en víða annars staðar. Léleg útkoma okkar í Pisa-könnun- unum er gerð að umtalsefni. En heildarmyndin er sú að hér sé til staðar sam- félag sem standi vel fyrir sínu. Glöggt er gests augað – OECD Eru flestar hugmyndir stjórnvalda komnar frá útlöndum? Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Í síðustu viku sagði ég hér frá því,að ég rakst á íslenskulegt nafn, þegar ég skoðaði lista um 100 rík- ustu menn Danmerkur árið 2015. Það var dánarbú Haldors Topsøes efnaverkfræðings. Ég lagðist í grúsk og komst að því, að Haldor var af- komandi Halldórs Thorgrímsen sýslumanns og Finns Jónssonar biskups. Langamma hans var dóttir Halldórs sýslumanns, Sigríður Thorgrímsen. Nú hefur Baldur Sím- onarson efnafræðingur sent mér frekari fróðleik um þennan auðjöfur með íslenskt blóð í æðum. Danska verkfræðingafélagið sæmdi Haldor Topsøe nafnbótinni „verkfræðingur aldarinnar“ árið 1999. Fyrirtæki hans, samnefnt hon- um, framleiðir kísil í hálfleiðara í tölvum og símum og útbýr efnahvata (katalysatora), sem eru notaðir í áburðarframleiðslu. Fyrirtækið er enn í eigu fjölskyldunnar og er son- ur Haldors, Henrik, forstjóri. Svo einkennilega vill til, að daginn eftir að pistill minn um Haldor Topsøe birtist, var dagskrá um þennan merka frumkvöðul í danska sjón- varpinu, TV2. Ég benti líka á það, að hinn kunni danski rithöfundur á 19. öld, Vilhelm Topsøe, ritstjóri Dagbladet og skáldsagnahöfundur, brautryðjandi í raunsæisbókmenntum, var afa- bróðir auðjöfursins. En annar af- komandi Halldórs Thorgrímsens og Finns Jónssonar er líka danskur rit- höfundur, Vilhelm Topsøe yngri, sem hefur gefið út nokkrar skáld- sögur. Baldur Símonarson rifjar upp, að hann er kvæntur söngkon- unni Elisabeth Meyer-Topsøe, sem hefur nokkrum sinnum haldið tón- leika á Íslandi og einnig kennt ýms- um Íslendingum söng. Er hún að- allega kunn fyrir hlutverk sín í söngleikjum Wagners. Í Morgunblaðinu birtist 10. sept- ember 1995 viðtal við þau hjón, skömmu áður en Elisabeth hélt hér fyrst tónleika. Maður hennar kvaðst þá vera enn áhugasamari en hún um Ísland. „Langamma hans var ís- lensk, og hann segir afkomendurna vera ákaflega stolta af íslensku ætt- erni sínu, auk þess sem þeir noti það til að skýra skaphita sinn. Þegar þeim renni í skap, álíti þeir, að ís- lenska blóðið í þeim ólgi.“ Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Íslenska blóðið ólgar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.