Morgunblaðið - 01.07.2017, Page 39

Morgunblaðið - 01.07.2017, Page 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2017 TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Fyrrnefnd tröll hafa tröllrið-ið (brandari sannarlegaætlaður) íslenska skál- anum og áberandi alls kyns hlutir þeim tengdir. Viss leikur með hvernig fyrirbæri eins og hljóm- sveitir, kvikmyndir nú og skáld- sagnapersónur geta af sér alls kyns varning í dag; veri það lykla- kippur eða sérstaklega bruggaður bjór. Þeir Ûgh og Bõögâr eiga þannig hlutdeild í t.d. bókum, föt- um, pokum, kaffikrúsum, ilmvatni og vín- ylplötu (sem má og streyma á bandcamp). Í viðtali/grein Einars Fals Ing- ólfssonar vegna sýningarinnar, sem birt var í blaði þessu, kemur fram að Egill sæki hugmyndir og áhrif jafnt í myndlistarheiminn, dægurmenningu og barnamenn- ingu og Egill segir þar sjálfur að fyrirmyndir séu t.d. Múmínálf- arnir, Lína Langsokkur og Noel Tröllabundinn Tröllslegur Egill Sæbjörnsson ásamt vinum sínum, þeim Ûgh og Bõögâr. Fielding úr The Mighty Boosh: „Ég tengi mig sterkt við barna- menningu því mér finnst hún vera svo tær,“ segir hann m.a. „Oft er ég að fást við eitthvað sem tengist uppvextinum […] og þar er hægt að setja hlutina fram á einfaldan og aðgengilegan hátt.“ Þá sinnir Egill tónlistarmann- inum í sér af mikilli festu í gegn- um þetta verk og verður þessi pistlingur eftirleiðis helgaður þeim þætti verksins eingöngu. Persónulega, og nú er ég ein- göngu leikmaður í myndlistar- fræðum, hefur mér ávallt fundist mikill leikur í verkum Egils. Hisp- urslaus leikur, sannur og gleðirík- ur og alltaf stutt í hjartahreint grallaragrín einhvern veginn. Það sést strax á framhlið plötunnar, sem heitir eftir sýningunni, Out of Controll in Venice. Annað tröll- anna, Bõögâr, prýðir það en Ûgh þarf að láta sér bakhlið plötunnar nægja. Skreytingin minnir ekki lítið á Karíus og Baktus-plötuna reyndar. Egill, sem er af þeirri kynslóð sem man eftir ríkulega frágengnum vínylpökkum, nýtir sér vínylformið til hins ýtrasta og er umslagið í opnanlegu hulstri eða „gatefold“. Þegar opnað er blasir við glæsileg, litrík mynd af Bõögâr sem liggur í sömu stell- ingu og Michael Jackson gerði á Thriller. Snilld! Tröllin góðu eiga regluleg innslög í sjálfri tónlistinni ásamt Agli og þríeykið sér um allan hljóðfæraslátt. Platan inniheldur nítján lög eða verk sem eru mis- munandi að gerð. Hún hefst t.d. með þremur tröllaþemum, stutt- um og groddalegum stefjum, allt í takt við efnið. Á „As You Walk into The Night“ má svo heyra blíða söngrödd Egils undir draugastefjum – hljómar eins og ef 1. Outside eftir David Bowie hefði verið hljóðblönduð af Resi- dents. Lög og stef skiptast á, þetta er nokkurs konar „kvikmynda- tónlist“ eða hljóðsetning á heimi og verund tröllanna. Sum stefin eru óttaleg, sum skemmtileg („Marionetta“ hefði sómt sér vel í Klaufabárðunum). „The Melan- choly of The Trolls“ er æði, aftur fæ ég Bowie/Scott Walker tilfinn- ingu, hugsa um 1. Outside og jafn- vel síðustu plötu Bowie, Black- star, sem hafði myrka melankólíu yfir sér. Undir rest fara ærslin svo upp úr öllu valdi, tröllin byrja með læti og hljóðmyndin dansar í takt. Egill er myndlistarmaður, fyrst og síðast, en hann er og tón- listarmaður. Og frábær sem slík- ur. Plötur hans, Tonk of the Lawn (2000) og Egill S (2010), eru mikl- ir kostagripir, báðar tvær. Þær fylgja meira og minna regluverki popps/rokks en þessi hér er aftur á móti meira hnýtt við Tröllasýn- inguna sem skóp hana: Trölla- bundin bæði og tryllingsleg! » Á „As You Walkinto The Night“ má svo heyra blíða söngrödd Egils undir draugastefjum – hljóm- ar eins og ef 1. Outside eftir David Bowie hefði verið hljóðblönduð af Residents. Egill Sæbjörnsson er fulltrúi Íslendinga á Feneyjatvíæringnum í ár. Verk hans var unnið í samvinnu við tröllin Ûgh og Bõögâr sem m.a. gat af sér forláta hljómplötu. Tekist hefur að safna rúmlega 150 þúsundum sterlingspunda (sem samsvarar ríflega 20 milljónum ís- lenskra króna) til handa eftirlif- endum brunans í Grenfell-turninum í London. Þessu greinir The Guard- ian frá. Meðal þeirra sem standa að söfn- uninni eru rithöfundarnir Philip Pullman og Margaret Atwood. Fyrr í vikunni var greint frá því að Pull- man hefði boðið upp nafn á skáld- sagnapersónu í væntanlegri bók sinni. Kennarinn James Clements stakk upp á persónan yrði nefnd í höfuðið á Nur Huda El-Wahabi, sem var fyrrverandi nemandi hans og talið er að hafi brunnið inni í turninum ásamt fjölskyldu sinni. Fleiri hétu á Pullman og hafa nú þegar safnast 32.400 pund fyrir nafni El-Wahabi. „Ég hef sjálfur kennt og veit hvernig mér myndi líða ef einn nemenda minna lenti í stórslysi. Sökum þessa gleðst ég yfir því hversu vel hefur verið tekið í uppá- stungu Clements. Ég vildi óska að ég hefði hitt Nur Huda og það hryggir mig afskap- lega að hún sé látin. Ég vona að persónan sem fær nafn hennar verði manneskja sem hún hefði haft gaman af að kynnast,“ segir Pull- man. Formlega lauk fjársöfnuninni um miðja vikuna en áheit eru enn að berast. silja@mbl.is Ríflega 20 milljónum króna safnað Philip PullmanSmáskífan Gone sem íslensk-sænski dúettinn My Bubba, skipaður My Larsdotter og Guðbjörgu „Bubbu“ Tóm- asdóttur, vann í samstarfi við bandaríska gítarleikarann, söngvarann og plötuframleiðandann Jack White, var gefin út í gær í stafrænu formi á Spotify og iTunes af út- gáfufyrirtæki White, Third Man Records. White er virt- ur plötuútgefandi og vinsæll rokktónlistarmaður og hef- ur oftar en einu sinni ratað á lista yfir bestu gítarleikara rokksögunnar. Smáskífan var tekin upp í hljóðveri hans í Nashville og er gefin út sem hluti af syrpunni Blue Series sem útgáfufyrirtæki White gefur út. The Blue Series varð til árið 2009 þegar Jack White stofnaði Third Man Records og er hugmyndafræðin að baki henni að tónlistarmenn sem eiga leið um Nashville komi við í hljóðveri hans og taki upp 7 tomma plötu. 40 smáskífur hafa verið gefnar út í syrpunni bláu með tón- listarmönnum á borð við Tom Jones, Beck og Wöndu Jackson. Smáskífa My Bubba verður fyrsta Blue Series-skífan sem kemur út í Nashville á þessu ári og í gær kom út bók um sögu syrp- unnar, The Story Behind the Color, Volume One. Opnar margar dyr „Það var mjög áhugavert og skemmtilegt að hitta Jack og vinna saman í stúdíói hans í Nashville,“ segir Bubba en þær My tóku lagið upp með nokkrum hljóðfæraleik- urum, m.a. bassaleikaranum Jack Lawrence og hljóm- borðsleikaranum Dean Fertita úr hljómsveitinni Dead Weather. „Við My höfum lengi fylgst með því sem Jack White hefur verið að gera og grínast með að einn góðan veð- urdag muni hann hringja og bjóða okkur í heimsókn til Nashville. Sameiginlegur vinur okkar sendi lag á hann og stuttu síðar vorum við staddar í hljóðverinu hans,“ segir Bubba kímin en lagið sem White fékk sent er eftir Bob Dylan og nefnist „You’re Gonna Make Me Lone- some When You Go“. Var það eitt af fyrstu lögunum sem My og Bubba sungu saman eftir að þær urðu herberg- isfélagar fyrir tilviljun í Kaupmannahöfn. Bubba segir það mikinn heiður fyrir þær að fá að taka þátt í Blue Series og eiga eftir að opna margar dyr fyrir þeim og þá sérstaklega vestanhafs. Hún segir White mjög hugmyndaríkan tónlistarmann og að samstarf þeirra My við hann hafi verið afar gott. „Okkur langaði til að gera „Gone“ stærra. Við höfðum tekið það upp áður og Jack kom með trommunálgun á það, bauð strákunum úr Dead Weather að spila með og setti lagið í sinn búning. Það var okkar hugmynd að stækka lagið á þennan hátt en þetta var engu að síður samstarf,“ útskýrir Bubba og bætir við að trommuleik- urinn í laginu sé mjög skemmtilegur og áhugavert að kynnast miklum sköpunargáfum White og félaga. Sænsk þjóðlög á næstu plötu My Bubba gaf út sína þriðju breiðskífu, Big Bad Good, fyrir tveimur árum og hefur hljómsveitin leikið víða um Evrópu, Bandaríkin og Ástralíu og komið fram á vinsæl- um tónlistarhátíðum. Tvíeykið mun gefa út plötu með sænskum þjóðlögum 25. ágúst nk. og var sú tekin upp í Dölunum í Svíþjóð. Platan nefnist My Bubba & Elsa Sing Swedish Songs en Elsa sem nefnd er í titlinum er Elsa Håkansson, vinkona Bubbu, söngkona og gítarleik- ari. Þess má að lokum geta að tónlist My Bubba má finna á Spotify og á heimasíðu dúettsins, ohmybubba.com. helgisnaer@mbl.is Jack White gefur út lag með My Bubba  „Áhugavert og skemmtilegt að hitta Jack,“ segir Bubba Ljósmynd/Jamie GoodsellÍ ham Jack White. Samstilltar My og Bubba eru My Bubba. Miðasala og nánari upplýsingar 5% FORSÝND SUNNUDAG KL. 2 SÝND KL. 8, 10.20 ÍSL. TAL ÍSL. TAL ÍSL. TAL SÝND KL. 5, 8, 10.25 SÝND KL. 8, 10.20 SÝND KL. 2, 4(SUN), 6 SÝND KL. 2, 5SÝND LAUGARDAG KL. 2

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.