Morgunblaðið - 01.07.2017, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 01.07.2017, Qupperneq 44
LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 182. DAGUR ÁRSINS 2017 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 941 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.277 KR. VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Kom heim úr vinnu með tvíbura 2. Vel í holdum og komst inn ... 3. Alexandra Sif tekjuhæsti Snapparinn 4. Hallgrímur með 140 þúsund ...  Karlakvartettinn Kóngar mun hjóla í allar kirkjur á Suðurnesjum í dag og syngja í þeim nokkur lög og sálma og safna áheitum í orgelsjóð Keflavíkurkirkju. Kvartettinn skipa Arnór B. Vilbergsson, Elmar Þór Hauksson, Sveinn Sveinsson, Sól- mundur Friðriksson og Kristján Jó- hannsson. Kóngar hjóla í allar kirkjur Suðurnesja  Bíó Paradís sýnir gaman- og söngva- myndina Með allt á hreinu í kvöld kl. 20 á sérstakri söngsýningu. Gestum er frjálst að syngja með á sýningunni og verða valdir Stuðmenn viðstaddir og taka lagið með áhorfendum, eins og segir í tilkynningu frá kvikmyndahús- inu. Söngtextar verða birtir með öll- um lögum myndarinnar. Sungið með Stuð- mönnum í bíósal  Tónlist sænsku söngstjörnunnar Monicu Zetterlund verður í öndvegi á sumartónleikum veitingahússins Jómfrúarinnar við Lækjargötu í dag kl. 15 en einnig blandast í efnis- skrána áhrif frá sænska saxófón- leikaranum Lars Gullin og banda- ríska píanóleikaranum Bill Evans sem báðir tengdust Monicu. Hljóm- sveitina skipa þau Gro Bjørnes söngkona, Andreas Dreier kontrabassaleikari, Andr- és Þór Gunnlaugsson gítarleikari, Sigurður Flosason saxófón- leikari og Einar Scheving trommuleikari. Tónlist Zetterlund á sumartónleikum FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Breytileg átt 3-8 m/s. Skýjað að mestu og víða skúrir. Heldur svalara verður víðast hvar en var í gær. Á sunnudag Norðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Skýjað og þurrt að mestu norðan til á landinu, en skýjað með köflum og skúrir um landið sunnanvert. Hiti 8 til 16 stig, mildast á Suðurlandi. Liðin í Pepsi-deild kvenna í knatt- spyrnu leika flest um helgina en svo tekur við frí í deildinni fram til 9. ágúst, vegna Evrópumótsins í Hol- landi. Þeir leikmenn sem ekki eru í 23 manna landsliðshópi Íslands, eða til- heyra öðru landsliði á EM, þurfa því að bíða í að minnsta kosti 68 daga eftir næsta alvöruleik. Morgunblaðið kann- aði hvernig hléið verður nýtt. »4 Hvað gera liðin í 68 daga löngu hléi? „Mér leið eins og ég væri orð- in 100 ára,“ segir Sandra Sig- urðardóttir um þá staðreynd að vera orðin leikja- hæsti leikmaður efstu deildar kvenna í knattspyrnu frá upphafi. Sandra spilaði sinn fyrsta leik 14 ára gömul, bú- sett á Siglufirði, og fer meðal annars yfir ferilinn, landsliðið og heimahagana í ítarlegu við- tali í Morgunblaðinu. »2-3 Fótboltabrautin var lögð fyrir mig „Það fyrsta sem ég hugs- aði var að færa mig yfir í sterkari deild og betra lið,“ segir landsliðs- miðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason, sem í gær gekk í raðir FC Rostov frá Rúss- landi. Hann verður þar með fimmti ís- lenski knattspyrnu- maðurinn sem spilar þar í landi eftir að Hannes Þ. Sigurðsson gerði það fyrst- ur snemma á áratugnum. »1 Sverrir verður sá fjórði í fótsporum Hannesar Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Einhverjir gárungar kalla Þorláks- höfn „Litlu-Lundúni“. Má þakka Grími Víkingi Þórarinssyni nafngift- ina, en hann á tvo enska leigubíla og forláta breskan símaklefa að auki. „Það eru margar skrýtnar tilviljanir í heiminum og þetta fellur undir þær,“ segir hann. Bílarnir komu óvænt upp í hend- urnar á Grími með um árs millibili. Hann segir að vinur sinn hafi tekið þá upp í skuld en ekkert haft við þá að gera. „Ég hef gaman af bílum og los- aði hann við þá,“ segir Grímur. Þorlákshöfn er lítill bær og ekki mikið þar að gera fyrir leigubílstjóra, en Grímur stundar leigubílaakstur á bílunum einkum einu sinni á ári, á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. „Þar hafa þeir vakið mikla athygli og verið sérlega vinsælir,“ segir hann. Vinsæll á þjóðhátíð Á árum áður vandi Grímur komur sínar á þjóðhátíð í Eyjum og eftir að hann eignaðist fyrri leigubílinn birtist honum sýn. „Þetta var eins og í teiknimyndablöðunum um Andrés önd, þegar kviknar á ljósaperu fyrir ofan höfuðið á sögupersónunum. Mér varð allt í einu ljóst að ég gat farið með bílinn til Eyja og verið gestum til taks.“ Hann segist hafa notið þess til fulls og nú hafi hann mætt á allar þjóðhátíðir frá 2006. „Það er eft- irtektarvert hvað allir eru glaðir og ánægðir á þjóðhátíð og unga fólkið er algerlega til fyrirmyndar,“ segir hann. „Þetta hefur verið skemmti- legur tími og ég get talið atvik, sem ekki hafa verið sérstaklega skemmti- leg án þess að vera leiðinleg, á fingr- um annarrar handar.“ Grímur segist snemma hafa fallið fyrir bresku rauðu símaklefunum. „Mér fannst alltaf hönnunin svo flott og langaði að eiga einn, en tækifærið lét á sér standa,“ segir hann. Rifjar upp að Vodafone hafi flutt inn klefa en ekkert haft við hann að gera. Hann hafi reynt að fá hann án árang- urs en síðan frétt að Vodafone hafi gefið Þjóðleikhúsinu klefann. Síma- klefinn er úr pottjárni og um 750 kg að þyngd. Leikhúsið hafi því ekki get- að notað hann nema endurbyggja og treysta gólfið á sviðinu og í stað þess að henda símaklefanum hafi það selt honum gripinn. „Þannig að það var tilviljun að ég eignaðist þennan síma- klefa.“ Grímur stundaði erfiðisvinnu um árabil en nú hefur hann ekki fullan vinnukraft og getur ekki keyrt nema í skamma stund í einu. „Ég er nánast úr leik, en ég hef látið flestalla drauma mína rætast og hef gaman af því, ekki síst bresku leigubílunum og enska símaklefanum,“ segir hann. Bresk sýn í Þorlákshöfn  Enskir leigubíl- ar og símaklefi vekja athygli Morgunblaðið/Sigurður Bogi Þorlákshöfn Grímur Víkingur Þórarinsson við annan leigubílinn og breska símaklefann. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson Vestmannaeyjar 2006 Grímur er vinsæll leigubílstjóri á þjóðhátíð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.