Morgunblaðið - 05.07.2017, Qupperneq 1
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Í Karphúsinu Gengið frá kjarasamningum.
Umfangsmikil samningalota á
öllum vinnumarkaðinum blasir við
á næstu misserum; á þessu ári losna
50 kjarasamningar, 80 á komandi
ári og 138 kjarasamningar losna á
árinu 2019. Fátt bendir til þess á
þessari stundu að reynt verði að
samhæfa launastefnuna í kjara-
viðræðum ólíkra starfsstétta og
forðast höfrungahlaup í launa-
hækkunum.
Meðal tillagna sem settar hafa
verið fram vegna gerðar kjara-
samninga er að ríkissáttasemjari
fái víðtækari heimildir og völd.
Hann hafi nú minni áhrif en sátta-
semjarar í öðrum löndum. »18
Umfangsmikil
samningalota
M I Ð V I K U D A G U R 5. J Ú L Í 2 0 1 7
Stofnað 1913 160. tölublað 105. árgangur
GUÐNI ÁGÚSTS-
S0N SEGIR FRÁ
KRISTNITÖKUNNI
SÖNGVIN
FJÖLSKYLDA
Í BRÚÐKAUPI
ÁSGEIR TEKUR
UPP Í BEINNI Í
SÓLARHRING
DAGLEGT LÍF 12-13 MENNING 30ÞINGVALLAGANGA 10
Morgunblaðið/Golli
Samstarf Natascha, Arna og Hörð-
ur Ellert munu reka veitingahúsið.
Nýtt veitingahús, Nostra, verður
opnað á annarri hæð í Kjörgarði á
Laugavegi 59 um mánaðamótin.
Stofnendur eru Natascha Fischer
framreiðslumeistari og kona hennar,
Arna Waage matreiðslumeistari,
auk Harðar Ellerts Ólafssonar
markaðsstjóra og Jóhönnu Jak-
obsdóttur verkefnastjóra. Á boð-
stólum verða fjögurra, sex og níu
rétta smáréttaseðlar og sæti fyrir 70
manns í veitingasal, auk um 20 sæta
á kokteilbarnum Artson, sem er
Nostra afturábak.
Staðurinn verði einn sá besti
Natascha segir stofnendur hafa
mikla reynslu úr veitingageiranum.
Mikið verði lagt upp úr gæðum veit-
inga og þjónustu. Í eldhúsi Nostra
verði kokkar sem m.a. hafi unnið á
Michelin-stjörnuveitingastöðunum
Noma, Estela og Dill, sem nýverið
varð fyrsti íslenski staðurinn til að fá
stjörnuna eftirsóttu. „Við stefnum
að því að bjóða upp á einstaka upp-
lifun og vera á meðal þeirra bestu í
Skandinavíu,“ segir Natascha, þegar
spurt er hvort stefnt sé á Michelin-
stjörnu. Kjörgarði hefur verið gjör-
breytt og verða þar m.a. íbúðir. »11
Stefna á Mich-
elin-stjörnu
í Kjörgarði
Lífeyrismál
» Frjálsi lífeyrissjóðurinn
lækkaði flutningsþóknun sína
úr 1% í 0,5% af fluttri fjárhæð.
» Hægt er að breyta ráðstöfun
hækkunar mótframlags at-
vinnurekanda hvenær sem er.
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Miðað við núverandi samþykktir
tveggja stórra lífeyrissjóða er ekki
hægt að flytja uppsafnaða til-
greinda séreign á milli sjóða, líkt
og hægt er að gera með hefðbund-
inn viðbótarsparnað.
Árni Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Gildis, segir að þar
sem um sé að ræða skylduiðgjald
sem byggist á kjarasamningi ASÍ
og SA skuli iðgjaldið greiðast til
þess sjóðs sem viðkomandi á aðild
að. Þeir sem falla undir þennan
kjarasamning hafi því ekki val um
hvert þetta iðgjald fer. „Þetta er
byggt á stöðunni eins og hún er í
dag, en líklega verður lögunum
breytt á næsta þingi,“ segir Árni í
samtali við Morgunblaðið.
Arnaldur Loftsson, fram-
kvæmdastjóri Frjálsa lífeyris-
sjóðsins, segir að tilgreind séreign
sem lögð er inn í Frjálsa lífeyr-
issjóðinn verði flytjanleg. „Mér er
umhugað um að fólk geti ákveðið
sjálft hvernig það fer með sinn
sparnað. Ef sjóðfélagar eru
óánægðir með t.d. ávöxtun eða
þjónustu vil ég að þeir geti flutt
séreignarsparnaðinn sinn auðveld-
lega.“
Ólík sjónarmið um séreign
Viðbótarsparnað er hægt að flytja en tilgreind séreign er hluti af skylduiðgjaldi
Tilgreind séreign verður flytjanleg, segir framkvæmdastjóri Frjálsa
M Tilgreind séreign »16
Vel gert! Axel Ernir Viðarsson, til vinstri, og Hörður
Halldórsson slá saman höndum eftir göngutúr þriggja
akureyrskra slökkviliðsmanna í Kjarnaskógi í gær-
morgun en á milli þeirra er Hólmgeir Þorsteinsson.
Slökkviliðsmenn á Akureyri ætla að ganga Eyja-
fjarðarhringinn; frá Akureyri að Hrafnagili, yfir að
Laugalandi og aftur til Akureyrar, um verslunar-
mannahelgina í fullum reykköfunarklæðum með súr-
efniskút. Þetta eru tæpir 40 km en búnaðurinn, fötin
og kúturinn, vegur alls um 25 kíló.
Tilgangurinn er að safna fé til styrktar Hollvinum
Sjúkrahússins á Akureyri, sem ætla að kaupa svokall-
aða ferðafóstru, tæki sem er mikilvægt við flutning
veikra nýbura. „Okkur langar að leggja málefninu lið
með því að gera eitthvað sérstakt og hvetja þannig al-
menning til að leggja fram smáfé,“ sagði Hörður Hall-
dórsson, einn þremenninganna. Gönguferðin í gær var
einkum og sér í lagi farin til að komast að því hve lengi
súrefnið í kútnum dugar við þessar aðstæður. Hörður
komst lengst, gekk 4,28 km, en allir þrír voru álíka
sveittir!
Reykkafarar
ganga til góðs í
fullum skrúða
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Hressandi göngutúr eftir næturvakt á slökkvistöðinni á Akureyri
Nægt súrefni! Axel Ernir Viðarsson, Hólmgeir Þorsteinsson og Hörður Halldórsson í gær.