Morgunblaðið - 05.07.2017, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 2017
Lækjargötu 2, 2. hæð | Sími 546 1100 | investis@investis.is
Við bendum á heimasíðu okkar www.investis.is þar sem fjárfestar geta
skráð sig og fengið upplýsingar um viðskiptatækifæri í forgangi.
Við erum með kaupendur og fjárfesta að ýmsum gerðum fyrirtækja, við
hvetjum fyrirtækjaeigendur sem eru í söluhugleiðingum til að hafa samband.
Tækifæri í
veitingarekstri
Við vinnum að sölu á veitingastað og
kaffihúsi á Stjörnutorgi Kringlunnar
Frábær staður til að setjast niður í rólegt og þægilegt
andrúmsloft og gæða sér á góðu kaffi og gómsætum
réttum. Einnig tilvalinn staður fyrir leikhús- og bíógesti þar
sem innangengt er í bæði Borgarleikhúsið og Kringlubíó.
Hér er á ferðinni frábært tækifæri fyrir veitingamenn til að
eignast veitingastað með góða veltu á frábærum stað.
og hvalaskoðun og rútuferðir, eru
bara að hrynja.“ Þá hafi maímán-
uður verið slæmur í bókunum hjá
Eldingu en júnímánuður þokka-
legur.
Ísland fyrir þá efnameiri
„Venjulegt fólk hefur ekki efni á
þessum ferðum lengur,“ segir Ásta
Briem, einn eigenda Ice bike
adventures, sem sérhæfir sig í fjalla-
hjólaferðum fyrir ferðamenn. „Það
er augljós samdráttur í venjulegum
dagsferðum en á móti aðeins meira
sótt í dýrari ferðirnar. Þetta er erf-
iðara út af genginu og fólk kvartar
alveg heilmikið yfir því hvað Ísland
er orðið dýrt,“ segir Ásta.
Horfa meira á verð en gæði
Rannveig Grétarsdóttir, fram-
kvæmdastjóri hjá Eldingu, sem býð-
ur meðal annars upp á hvalaskoðun
og hestaferðir, segir að bókanir í
ódýrari ferðir séu færri í ár.
Hún segir jafnframt að ferðamenn
skoði verð á ferðum meira en áður.
„Það er miklu meiri þrýstingur eftir
afslætti og endalaust verið að leita
að besta verðinu. Það er meiri sam-
keppni í verði en gæðum,“ segir
Rannveig og bætir við að dagsferð-
irnar fái mesta höggið. „Fólk er
minna í því að koma með skömmum
fyrirvara eins og áður. Allar dags-
ferðirnar, þessar ódýrari ferðir eins
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
„Almennt séð er krónan að lemja
okkur í hausinn, það er alveg ljóst,“
segir Birgir Ómar Haraldsson,
framkvæmdastjóri Norðurflugs, að-
spurður hvort bókanir í þyrluferðir
hafi minnkað í sumar.
Birgir segir að fyrirtækið finni
fyrir styrkingu krónunnar en lengri
og dýrari þyrluferðirnar hafa þó
haldið sér ágætlega. „Lengri ferð-
irnar hafa haldið sér furðulega vel
miðað við svona sterka krónu en
ferðamaðurinn er frekar mikið að
loka buddunni sinni þessa daga,“
segir Birgir.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Ferðamenn í heimsókn Börn í siglingaklúbbnum Nökkva sigla að skemmtiferðaskipi í Akureyrarhöfn í gær.
Sterk króna lemur
á ferðaþjónustunni
Erlendir ferðamenn sækja þó mikið í dýrari ferðir
Arnar Þór Ingólfsson
athi@mbl.is
Móðir sem tvívegis hefur verið tekin
til könnunar hjá barnaverndarnefnd
eftir að nafnlausar tilkynningar bár-
ust um að hún væri viðriðin neyslu
og sölu fíkniefna fær ekki að vita
hverjir það voru sem tilkynntu hana
til nefndarinnar, samkvæmt úr-
skurði úrskurðarnefndar velferðar-
mála.
Konan sem um ræðir telur að
barnsfaðir hennar standi að baki til-
kynningunum, sem bárust í mars og
október á seinasta ári, en samskipti
þeirra á milli hafa verið slæm. Til-
kynningar til barnaverndaryfirvalda
bárust þó frá tveimur mismunandi
aðilum.
Kröfu konunnar hafnað
Eftir að konan var boðuð í viðtal
hjá barnaverndaryfirvöldum og
stóðst fíkniefnapróf í annað skipti
krafðist hún þess að nafnleynd til-
kynnenda yrði aflétt. Þeirri kröfu
var hafnað. Í úrskurðinum kemur
fram að ekki sé talið að fyrir hendi
séu aðstæður til þess að aflétta megi
nafnleynd, með tilliti til hagsmuna
barnaverndar.
Í þessu tilviki hafi jafnframt ekki
verið grunur um að tilkynnendur
hafi vísvitandi komið á framfæri
röngum eða villandi tilkynningum.
Barnaverndarsjónarmið ráða
„Rétturinn til nafnleyndar er rík-
ur og það er til að tryggja að virknin
og árangurinn í barnaverndarstarf-
inu sé sá sem samfélagið fer fram á,“
segir Sigríður María Jónsdóttir, lög-
fræðingur hjá Barnavernd Reykja-
víkur. Hún segir sjónarmið um rétt-
láta málsmeðferð, sjónarmið er
varða vernd tilkynnanda og sjónar-
mið um virkni og vernd í barna-
verndarstarfi vegast á í málum sem
þessu.
„Þar vega þyngst sjónarmið um
virkni í barnaverndarstarfi. Við
þurfum náttúrlega nauðsynlega að
fá upplýsingar um hagi barna sem
geta ekki björg sér veitt og eru jafn-
vel ómálga. Ef sá sem vill tilkynna
nýtur ekki nafnleyndar er hætta á að
það fæli hann frá því að tilkynna og
þá verður virknin í barnaverndar-
starfinu ekki sú sem hún ætti að
vera,“ segir Sigríður. Hún hefur
starfað hjá Barnavernd Reykjavíkur
í fjórtán ár og segist einungis vita
um eitt tilvik þar sem nafnleynd til-
kynnanda var aflétt. Það hafi komið
upp áður en hún byrjaði.
Í úrskurðinum kemur fram að
konan telji að tilkynnt hafi verið um
hluti sem hún taki mjög persónulega
og eigi ekki við hana. Henni finnist
að um meiðyrði sé að ræða og hrika-
legar ásakanir, bæði í garð hennar
og sonar hennar.
Að sögn Sigríðar er ekki mikið um
ástæðulausar tilkynningar og oftast
séu það fleiri en einn aðili í nær-
umhverfi barns sem tilkynni, séu að-
stæður barnsins óviðunandi. „Ef það
er alltaf sá sami sem er að tilkynna
og það er augljós heift sem liggur að
baki eða annað slíkt, þá tökum við
þau mál til skoðunar.“
Nafnleynd nauðsynleg
að mati Barnaverndar
Hún segir að oft þurfi starfsfólk
Barnaverndar að draga töluvert úr
upplýsingum sem berast til að þær
séu ekki persónugreinanlegar.
„Þegar við erum að taka inn til-
kynningar undir nafnleynd þarf oft
að hafa þær þannig skriflega að það
lesist ekki úr textanum hver það er
sem tilkynnir. Þarna eru ömmur og
afar, eldri systkini, vinir, fólk í
stigaganginum og fólkið í næsta húsi
og eðlilega myndi það fæla þá aðila
frá því að tilkynna ef nafnleynd
þeirra væri ekki tryggð.“
Móðir fær ekki að vita
hverjir bentu á hana
Tvívegis boðuð í fíkniefnapróf eftir nafnlausar ábendingar
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Ný einkarekin heilsugæslustöð verð-
ur opnuð 1. ágúst í Urðarhvarfi 14 í
Kópavogi. Stöðin er að meirihluta í
eigu lækna sem þar munu starfa.
Teitur Guðmundsson læknir, tals-
maður eigenda, segir stöðina rekna á
grundvelli útboðs Sjúkratrygginga
Íslands. „Þetta er önnur tveggja
heilsugæslustöðva sem samið var við
í téðu útboði. Skráning skjólstæðinga
er hafin. Hún er ekki lengur bundin
við póstnúmer heldur geta allir á
höfuðborgarsvæðinu sem það vilja
skráð sig.“
Við stöðina munu starfa átta
læknar sem hafa langa reynslu af
heilsugæslu og heimilislækningum.
Teitur segir að megintilgangur út-
boðs Sjúkratrygginga hafi verið að
auka fjölbreytileika og bæta mönn-
un, sem muni koma fram í bættu að-
gengi sjúklinga.
„Áherslur okkar verða alhliða á
sviði heilsugæslu eins og ungbarna-
og mæðravernd, en sérstaklega á
sviði forvarna og heilsueflingar. Við
munum bjóða viðtalstíma samdæg-
urs, nýta okkur tækniþróun í sam-
skiptum við sjúklinga og síðast en
ekki síst leggja mjög mikla áherslu á
heilsugæslu aldraðra, sem má bæta
verulega. Þá er skemmtileg nálgun
sem tengist gæðaviðmiðum, birtingu
starfsemisupplýsinga og hópameð-
ferð til viðbótar við skilgreinda þjón-
ustuþætti í heilsugæslu. Við hlökkum
til að opna og taka á móti nýjum
skjólstæðingum innan tíðar,“ segir
Teitur.
Morgunblaðið/Eggert
Heilsugæsla Nýjungar verða í starfi Heilsugæslu Reykjavíkur í Urðarhvarfi.
Ný heilsugæsla
Einkarekin heilsugæsla í Urðar-
hvarfi Áhersla á að þjónusta aldraða
Fyrsta prentun
bókarinnar Skák á
Íslandi og í
íslenskum bók-
menntum, á ensku
Chess in Iceland
and in Icelandic
Literature, eftir
Willard Fiske,
gefin út í Flórens
á Ítalíu árið 1905, er til sölu á upp-
boðsvef Invaluable. Bókin er óskorin
og í afar góðu ásigkomulagi sam-
kvæmt lýsingu á síðunni. Uppboðið
byrjar 10. júlí nk. og er upphafsboð
160 bresk pund.
Daniel Willard Fiske 1831-1904,
fæddur í Ellisburg, New York-ríki í
Bandaríkunum, var bókavörður,
fræðimaður og ritstjóri með mikinn
áhuga á Íslandi og skák. Hann var
sérlegur velgjörðamaður Grímsey-
inga sökum skákiðkunar þeirra og
gaf þeim bókasafn, töfl og 12.000 doll-
ara styrk til menntunar og framfara.
Fiske gaf Cornell-háskóla í Íþöku í
New York-ríki í Bandaríkjunum stórt
safn íslenskra bóka. ernayr@mbl.is
Bók Fiske um skák
á Íslandi á uppboði
Upprunalegt eintak frá 1905
Willard Fiske