Morgunblaðið - 05.07.2017, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 2017
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Með erindi stjórnskipunar- og eftir-
litsnefndar Alþingis til Ríkisendur-
skoðunar er vísað til margra þátta
sem leiddu til lokunar flugbrautar
06/24, svonefndrar neyðarbrautar, á
Reykjavíkurflugvelli. Eins og fram
kom í Morgunblaðinu í gær hefur
nefndin óskað eftir því að gerð verði
stjórnsýsluúttekt á aðdraganda þess
að neyðarbrautinni var lokað eftir
dóm hæstaréttar í máli nr. 268/2016.
Njáll Trausti Friðbertsson, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins og flug-
umferðarstjóri, situr í nefndinni.
Hann segir nefndina telja ástæðu
til að láta kanna hvernig áhættumat
var unnið vegna þeirrar breytingar á
flugvellinum að loka neyðarbraut-
inni. Hann vekur athygli á gagnrýni
Félags íslenskra atvinnuflugmanna
(FÍA) og öryggisnefndar félagsins
(ÖFÍA) á hvernig áhættumatið var
unnið. Hann rifjar upp að í skýrslu
sem Isavia gaf út, „Fyrirhuguð
breyting á flugvallarkerfi Reykjavík-
urflugvallar, áhættumatsskýrsla“,
hafi verið vísað í skýrslur verk-
fræðistofunnar Eflu varðandi
áhættumatið. Fram komi í bréfi FÍA
og ÖFÍA til stjórnskipunar- og eftir-
litsnefndar að lokun neyðarbraut-
arinnar hafi verið byggð á tveimur
áðurnefndum skýrslum Eflu.
Önnur hafi fjallað um „mat á not-
hæfisstuðli“ samkvæmt staðli Al-
þjóðaflugmálastofnunarinnar
(ICAO), en hin um nothæfistíma,
sem sé óskilgreint hugtak sam-
kvæmt ICAO og ekki að finna í
regluverki stofnunarinnar. Niður-
staða ÖFÍA hafi verið sú að útreikn-
aður nothæfisstuðull Reykjavíkur-
flugvallar samkvæmt ICAO-staðli,
án neyðarbrautarinnar, væri rangur.
Áhættumatið ófullnægjandi
Því væri umrædd skýrsla Eflu
ónothæf sem grundvöllur að áhættu-
matsskýrslu Isavia vegna lokunar
brautarinnar. Með þetta í huga hafi
nefndin farið þess á leit við Ríkisend-
urskoðun að úttektin nái til þessara
tveggja skýrslna og hvort vinna við
þær uppfylli þær reglugerðir sem og
kröfur sem gerðar eru til þeirra.
Þá segir Njáll Trausti að nefndin
telji rétt að úttektin nái til umsagnar
Samgöngustofu um áhættumat
Isavia vegna lokunar á neyðarbraut-
inni. Í umsögn Samgöngustofu komi
meðal annars fram að áhættumatið
nái ekki til áhrifa á flugvallarkerfið í
landinu í heild sinni, né til neyðar-
skipulags almannavarna eða áhrifa á
sjúkraflutninga. Þá nái það ekki til
fjárhagslegra áhrifa á flugrekstur.
Jafnframt hafi Samgöngustofa rifjað
upp að gera þurfi sérstakt áhættu-
mat komi til þess að neyðarbrautinni
verði lokað. Í ljósi þessa telji nefndin
spurningar vakna um hvort íslenska
ríkið hafi aflað sér gagna eða unnið
gögn sem snúa að umræddum ör-
yggishagsmunum. Skoða þurfi
stjórnvaldsákvarðanir í þessu ferli.
Jafnframt segir Njáll Trausti að
nefndin telji rétt að úttekt Ríkis-
endurskoðunar nái til framkvæmdar
á lokun neyðarbrautarinnar í kjölfar
hæstaréttardóms í málinu og birt-
ingu Isavia á tilkynningu um lokun
brautarinnar, án þess að fylgt hafi
verið áminningum Samgöngustofu
sem sé forsenda varanlegrar lokunar
á neyðarbrautinni. Njáll Trausti rifj-
ar svo upp að 30. júní 2016 hafi inn-
anríkisráðherra falið Isavia að ganga
frá lokun flugbrautar 06/24 þannig
að framkvæmdin samræmdist lögum
og verklagi sem um lokunina gilda.
Afturkalla þyrfti skeytið
Sama dag hafi framkvæmdastjóri
innanlandsflugvallarsviðs Isavia
staðfest í samtali við visi.is að svo-
nefnt Notam-skeyti um að brautinni
hafi verið lokað hafi farið út í vikunni
20.-24. júní 2016. Brautin verði ekki
brotin upp eða fjarlægð en gert sé
ráð fyrir framkvæmdum sem hindri
lokun strax á árinu 2017. Fáeinum
dögum síðar, í byrjun júlí 2016, hafi
Samgöngustofa tilkynnt Isavia að
afturkalla þyrfti skeyti um lokun og
birta upplýsingar um tímabundna
lokun, enda liggi samþykki Sam-
göngustofu ekki fyrir.
Enn fremur segir Njáll Trausti að
nefndin telji rétt að úttekt Ríkisend-
urskoðunar nái til sölu á 11,2 hekt-
urum lands í eigu ríkisins á flugvall-
arsvæði Reykjavíkurborgar í ágúst
2016, en forsenda hennar hafi verið
varanleg lokun flugbrautar 06/24.
„Við teljum rétt að úttektin nái til
þess hvort eðlilega hafi verið staðið
að sölu lands í eigu ríkisins, með til-
liti til þeirra nýju upplýsinga sem
komið hafa fram á undanförnum vik-
um að flugbraut 06/24 hafi ekki verið
varanlega lokað síðastliðið sumar,
heldur hafi verið um tímabundna
lokun að ræða, enda hafi samþykki
Samgöngustofu um lokun ekki legið
fyrir,“ segir Njáll Trausti.
Uppfæra skyldi áhættumat
Þá rifjar hann upp að 19. október
2016 hafi Samgöngustofa ítrekað við
Isavia að uppfæra skyldi áhættumat.
Það sé ekki nægilegt að eigandi, þ.e.
ríkið, taki ákvörðun um lokun heldur
þurfi starfsleyfishafi, þ.e. Isavia, leyfi
Samgöngustofu fyrir lokuninni.
Í þessu efni megi rifja upp að í
samkomulagi borgarinnar og ríkisins
um uppbyggingu á landi ríkisins við
Skerjafjörð í mars 2013 komi fram að
afsal skuli gefið út þegar fyrir liggur
formleg tilkynning innanríkisráðu-
neytis/Isavia til borgarinnar um að
lokun neyðarbrautar hafi tekið gildi
gagnvart öllu flugi.
Að sögn Njáls Trausta telur nefnd-
in að nú sé komið fram að flugbraut
06/24 hafi aðeins verið lokað tíma-
bundið þegar framkvæmdir hófust
við Hlíðarenda. Því sé rétt að unnin
verði tímalína um það ferli og hvort
staðið hafi verið eðlilega að málum
með tilliti til góðrar stjórnsýslu.
Flugvallarmálið sé rannsakað
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis telur margt gagnrýnivert við lokun neyðarbrautarinnar
Meðal annars þurfi að kanna hvort eðlilega hafi verið staðið að sölu á landi við Reykjavíkurflugvöll
Morgunblaðið/RAX
Reykjavíkurflugvöllur Þingnefnd vill rannsókn á lokun neyðarbrautar.
Hluti af tímalínu vegna lokunar brautar 06/24 (neyðarbrautar) á Reykjavíkurflugvelli
2013: 1. mars Samningur milli ríkis
og borgar þar sem borgin kaupir land í
Vatnsmýri og skuldbindur sig til að gera
deiliskipulag fyrir svæðið gegn því að ríkið
gefi út afsal þegar tilkynning samgöngu-
ráðuneytis um lokun flugbrautar 06/24
(neyðarbrautar) hefur tekið gildi.
25. október Innanríkisráðherra og
Reykjavíkurborg undirrita viðaukasamning
um að innanríkisráðuneyti tilkynni lokun
brautarinnar fyrir árslok 2013.
25. október Samkomulag um innanlands-
flug milli Icelandair Group, ríkisins og
borgar undirritað þar sem samþykkt er að
verkefnisstjórn (Rögnunefnd) kanni aðra
möguleika fyrir innanlandsflug.
23. desember Ný deiliskipulagstillaga flug-
vallar auglýst. Gert ráð fyrir að braut 06/24
verði þegar lokað, æfinga-, kennslu- og
einkaflug lagt af 2015, norður/suður braut
lokað 2022 og allt flug lagt af 2024.
23. desember Reykjavíkurborg sendir
innanríkisráðherra bréf þar sem óskað er
eftir því að tilkynnt verði um lokun 06/24
brautarinnar samkvæmt samningi þar um.
30. desember Innanríkisráðherra óskar
eftir því við Isavia að hafinn verði undir-
búningur vegna fyrirhugaðrar lokunar
flugbrautar 06/24, þ.m.t. áhættumat.
2014: 2. desember Breyting á
deiliskipulagi fyrir Hlíðarenda samþykkt
í borgarstjórn. Uppbygging á svæðinu að
hluta til háð því að braut 06/24 verði lögð
niður.
2015: 17. apríl Innanríkisráðherra tilkynnir
borginni að braut 06/24 verði ekki lokað
fyrr en Rögnunefnd hafi lokið störfum.
Gerðar eru athugasemdir við útgefið leyfi til
vegaframkvæmda á Hlíðarenda.
4. júní Isavia skilar innanríkisráðherra
áhættumatsskýrslu ásamt bréfi Sam-
göngustofu þar sem stofnunin gerir ekki
athugasemdir við niðurstöður Isavia um að
áhættan við lokunina sé þolanleg og stað-
festir matið. Samgöngustofa telur þó að ef
tekin verði ákvörðun um lokun brautarinnar
þurfi að gera sérstakt áhættumat. Skoða
þurfi fleiri atriði sem varða lokun.
25. júní Rögnunefndin skilar niðurstöðum
um framtíðarkosti innanlandsflugs.
7. júlí Borgarstjóri ritar innanríkisráðherra
bréf og fer fram á að tilkynnt sé um lokun
brautar 06/24.
19. nóvember Svar innanríkisráðherra við
bréfi borgarstjóra frá 30. október kynnt
í borgarráði. Í því tilkynnir innanríkisráð-
herra ákvörðun sína um að hafna kröfu
Reykjavíkurborgar um að tilkynna lokun
flugbrautar 06/24. Reykjavíkurborg ákveð-
ur að höfða mál gegn ríkinu.
2016: 14. janúar Héraðsdómur Rvk. vísar
frá máli borgarinnar gegn ríkinu. Hún unir
úrskurðinum og hyggst höfða nýtt mál.
22. mars Héraðsdómur Rvk. telur að
innanríkisráðherra hafi skuldbundið sig
gagnvart borginni til að loka flugbraut
06/24 og fellst á kröfu borgarinnar um að
loka brautinni og ráðherra gert að breyta
skipulagi flugvallarins til samræmis við það.
Áfrýjað til Hæstaréttar.
9. júní Dómur Hæstaréttar staðfestir að
farið skuli að samkomulagi ríkisins og
Reykjavíkurborgar um lokun flugbrautar
06/24 fyrir 29. september 2016.
30. júní Fulltrúi Isavia staðfestir að Notam-
-skeyti um að brautinni hafi verið lokað
hafi farið út 20.-24. júní 2016. Þótt brautin
verði ekki brotin upp eða fjarlægð sé gert
ráð fyrir framkvæmdum sem hindri notkun
strax á árinu 2017.
Byrjun júlí Samgöngustofa tilkynnir Isavia
að afturkalla þurfi skeyti um lokun og birta
upplýsingar um tímabundna lokun því
samþykki Samgöngustofu um lokun liggi
ekki fyrir.
15. júlí Isavia sendir áhættumat á fram-
kvæmd lokunar til Samgöngustofu.
19. ágúst Kaupsamningur og afsal land-
svæðis í Skerjafirði kynnt í borgarráði.
28. ágúst Samgöngustofa óskar eftir upp-
lýsingum og uppfærðu áhættumati Isavia.
30. ágúst Innanríkisráðherra sendir
borgarstjóra minnisblað þar sem tekið er
fram að þótt fallist hafi verið á lokun 06/24
í kjölfar dóms Hæstaréttar, hafi ekki verið
tekin afstaða til framtíðar flugvallarins í
Vatnsmýri og óraunhæft að ætla að norður/
suður brautinni verði lokað árið 2022.
19. október Samgöngustofa ítrekar við
Isavia að uppfæra áhættumat og að ekki
sé nóg að eigandi (ríkið) taki ákvörðun um
lokun heldur þurfi starfsleyfishafi (Isavia)
leyfi Samgöngustofu fyrir lokuninni.
2. nóvember Isavia sækir um breytingu á
flugbrautarkerfinu til Samgöngustofu.
2017: 24. mars Samgöngustofa ítrekar við
Isavia beiðni frá 19. október um uppfærslu
áhættumats.
Heimild: Upplýsingaþjónusta Alþingis fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd
– fyrir dýrin þínSmáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Sími 511 2022 | www.dyrabaer.is
Þú færð allt fyrir ferðalagið hjá okkur
Nýbakaðir Norðurlandameistarar í
skák, Jóhann Hjartarson og Lenka
Ptácníková, verða bæði á meðal
keppenda á Skákhátíð sem Skák-
félagið Hrókurinn mun standa fyrir
í Árneshreppi á Ströndum helgina.
7.-9. júlí. Fleiri sterkir skákmenn
frá Íslandi, Færeyjum og Græn-
landi verða einnig á meðal gesta.
Hátíðin hefst með tvískákarmóti
á föstudagskvöldið, á laugardeg-
inum verður stórmót og hátíðar-
kvöldverður og á sunnudeginum
hraðskákmót. Ýmsir vinningar
verða í boði.
Sjá nánar á vefsíðu Hróksins,
www.hrokurinn.is. ernayr@mbl.is
Skákmót á Ströndum
Morgunblaðið/RAX
Strandir Gjögur við Reykjarfjörð.