Morgunblaðið - 05.07.2017, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 05.07.2017, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Deilan áKóreu-skaganum náði nýju og hættulegra stigi í fyrrinótt þegar Norður-Kóreu- menn ákváðu að gera tilraun með eldflaug, sem þeir segja að nái heimsálfanna á milli. Básúnuðu fréttastofur ríkisins að loksins væri landið orðið að kjarnorkuveldi, þar sem Norð- ur-Kórea hefði nú getu til þess að hæfa skotmörk í Bandaríkj- unum sjálfum. Tímasetning tilraunaskotsins, að morgni þjóðhátíðardags Bandaríkj- anna, var eflaust engin til- viljun. Reynist hinar digurbarka- legu yfirlýsingar Norður- Kóreumanna réttar eiga þeir einungis eftir að þróa kjarna- odda sem komast fyrir á eld- flaugunum, áður en markmiði Kims Jong-un, einræðisherra landsins, er að fullu náð. Raunar greinir sérfræðinga í eldflaugamálum á um hvort eldflaugin sé langdræg eða einungis meðaldræg. Engu að síður hafa framfarir Norður- Kóreu í þessum efnum verið stórstígar og mun hraðari en sömu sérfræðinga óraði fyrir. Viðbrögðin hafa vitaskuld ekki látið á sér standa, og Donald Trump Bandaríkja- forseti sendi frá sér á sam- félagsmiðlum harðorða yfir- lýsingu, þar sem hann spurði á sinn hátt hvort ekki væri kom- inn tími til þess að Kínverjar létu til sín taka af alvöru og byndu enda á þessa vitleysu. Kínverjar brugðust reiðir við og sögðu að þeir hefðu svo sannarlega staðið sína plikt við að þrýsta á Kim um að láta af kjarnorkudraumum sínum. Óhætt er að taka undir með Bandaríkja- forseta. Vissulega hafa Kínverjar lagt ýmislegt af mörkum, og þær refsiaðgerðir sem þó hafa verið sett- ar á hafa verið unnar með samvinnu og samþykki Kín- verja. Sá þrýstingur hefur hins vegar alls ekki verið næg- ur. Enn flytja Kínverjar til dæmis út til Norður-Kóreu olíu og aðrar nauðsynjavörur, sem gera Kim kleift að halda áfram háskaför sinni. Þá settu Bandaríkjamenn í síðustu viku viðskiptabann á kínverskan banka, sem stað- inn hafði verið að því að stunda peningaþvætti fyrir norðurkóresk stjórnvöld, auk þess sem kínverskt skipafélag var sakað um að smygla inn lúxusvarningi fyrir norður- kóresku yfirstéttina. Hvorugt þetta athæfi gæti liðist ef kín- versk stjórnvöld ákvæðu ekki að setja kíkinn fyrir blinda augað. Komið er að ögurstundu í kjarnorkudeilunni. Reynist það rétt, að Norður-Kóreu- menn búi nú yfir eldflaugum, sem fara heimsálfanna á milli, er voðinn vís. Kim Jong-un hefur á sínum tiltölulega stutta valdatíma sýnt það, að hann er algjörlega óútreikn- anlegur og gjörsamlega ófyr- irleitinn. Hann hefur rutt úr vegi nánum samverkamönnum jafnt sem öðrum „óvinum rík- isins“, og lét meira að segja myrða hálfbróður sinn á einkar hrottafenginn hátt. Ef ekki verður stigið niður fæti nú er engin leið að segja til um það, hvað hann mun gera, þeg- ar hann hefur kjarnorkuvopn undir höndum. Kim Jong-un á ekki að njóta vafans. Kim Jong-un segist búa yfir langdrægum eldflaugum} Komið að ögurstundu Borgaryfirvöldganga afar langt í áróðri sín- um gegn fjöl- skyldubílnum og baráttunni fyrir borgarlínu, og almennings- samgöngum sem þrengja að fjölskyldubílnum. Í gær var sagt frá því hér í Morgunblaðinu að borgin hefði fullyrt á vef sínum í desember 2014 að almenningssamgöngur hefðu aukist um 6%, sem átti að sýna fram á árangur af stefnu borgarinnar og átaki borgar og ríkis í almenningssamgöngum, sem ráðist var í á kostnað vega- gerðar fyrir fjölskyldubílinn. Talan 6% var fengin með því að reikna aukningu sem borgin sagði að hefði mælst á milli ár- anna 2011 og 2014, úr 4,5% í 4,8%. Nú hefur komið í ljós að ekki var fót- ur fyrir þessu og fullyrðingin um aukningu blekking ein, enda væri ekki marktækur munur á 4,5% og 4,8% í þessum könnunum. Það er fjarri því boðlegt að borgaryfirvöld skuli beita fjöl- mennu áróðursliði sínu til að falsa upplýsingar til almenn- ings í því skyni að réttlæta sér- viskulega stefnu sína. En hvernig stendur á því að minni- hlutinn í borgarstjórn lætur yf- irvöld komast upp með svona framgöngu? Það er löngu tíma- bært að tekið sé til í ráðhúsi Reykjavíkur} Borgaryfirvöld blekkja É g var að skoða alfræðihandrit Jacobs van Maerlants um dag- inn, Der Naturen Bloeme, sem ritað var í Utrecht um 1350, þegar ég rakst á þessa líka skemmtilegu mynd af illilegum fiski sem kalla mætti hérafisk, enda með hérahaus. Í fyrstu datt mér í hug að Maerlant væri að reyna að teikna rostung, en það gat þó varla verið enda vantaði tennurnar. Rostunga er líka að finna á Carta marina et descriptio septentrionalium terrarum, al- mennt kallað Carta marina ef þig langar að Googla, sem Olaus Magnus lét teikna forðum, sennilega 1527–39, en það var fyrst prentað 1539. Á því korti er margt merkilegt að sjá, nefni sem dæmi að við Langanes á Íslandi sit- ur maður og spilar á viellu fyrir ref, en einnig er þar mikið af furðuverum. Nyrst í Finnmörku má þannig sjá sjá skepnu ægilega með miklar vígtennur og úfið skegg sem skriðið hefur á fjöll og við er skrifað: Rosmaruspiscis. Sem sé: Rostungur. Nafn korts Olaus Magnus útleggst á íslensku nokkurn veginn sem „Sjókort og lýsing norrænna landa“ og í framhaldinu sendi Olaus frá sér bókina Historia de gentibus septentrionalibus, „Lýsing íbúa norrænna landa“. Í 28. kafla bókarinnar, De Rosmaro, siue Morso Noruagico, lýsir Olaus gríðarmiklum fiskum, rosmario, sem hann kallar svo, pisces elephantis, sem beiti tönn- unum til að klífa fjöll, éti þar gras og sofni síðan. Þessa dellu hefur Olaus eftir ekki ómerkari manni en hinum hálærða Albertus Magnus, heilögum Albert mikla, biskupi og kirkju- fræðara sem lýsti rostungum í De Animalibus 1250. Veiðiaðferðin sem Albert mikli lýsir er eftirtektarverð, en hún er rakin í vefritinu The Public Domain Review nokkurn veginn svo að veiðimenn skera á húð dýrsins við sporðinn, binda þar um reipi og við grjót eða nálæg tré. Þegar rostungurinn vaknar af sín- um blundi brýst hann svo um á leið til sjávar að hamurinn verður eftir og hægur leikur að vinna á dýrinu. Snemma í Leitinni að svarta víkingnum lýsir Bergsveinn Birgisson því er Hjör Hálfs- son, konungur Noregs, siglir með fylgdarliði sínu, þar með töldum Geirmundi heljarskinni Hjörssyni, fram hjá Rostungsey í Mezen-flóa norður við Íshaf: „Á þessum tímum ber eyjan enn þá nafn með rentu. Megnan daun leggur af dýrunum sem liggja í þúsundatali, með gríðarstórar tennurnar og upp- blásna skrokka, í haugum eftir allri strandlengjunni.“ Bergsveinn lýsir vel og skáldlega í bók sinni hve rost- ungar eru ógurlegir (og daunillir). Og það finnst Footer Davis líka – hún er haldin rostungsfælni á háu stigi. Foo- ter, sem er söguhetja verðlaunbókarinnar Footer Davis Probably Is Crazy eftir Susan Vaught, er einkar vel gef- in og klár stelpa en ekki er víst hvernig henni hefði liðið við tilhugsunina um rostunga sem klífa úr sæ með sínum skögultönnum. arnim@mbl.is (Ritað á Rosmhvalanesi.) Árni Matthíasson Pistill Um rostunga STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Þrátt fyrir reynsluna af átök-um og óróleika á vinnu-markaði á seinustu árumhafa umræður um að bæta vinnubrögð við gerð kjarasamninga og koma á fót nýju samningalíkani að norrænni fyrirmynd legið í láginni mánuðum saman. Samstarfi Salek- hópsins var slitið í fyrra. Umfangsmikil samningalota á öllum vinnumarkaðinum blasir við á næstu misserum; á þessu ári losna 50 kjarasamningar, 80 á komandi ári og 138 kjarasamningar losna á árinu 2019. Fátt bendir til þess á þessari stundu að reynt verði að samhæfa launastefnuna í kjaraviðræðum ólíkra starfsstétta og forðast höfrungahlaup í launahækkunum. Sérfræðingar OECD hvetja til þess í skýrslunni um Ísland, sem kynnt var í seinustu viku, að traust verði styrkt milli aðila á vinnumark- aði hér á landi og samhæfing aukin svo meiri árangri verði náð. Veglegur hluti þeirrar úttektar er lagður undir umfjöllun um íslenskan vinnumarkað. Er þar m.a. lagt til að samið verði í upphafi samningalotu um hvert svig- rúmið í þjóðfélaginu er til launahækk- ana, sem gefi línuna um launahækk- anir til annarra á vinnumarkaði sem eiga eftir að semja. Undanfarar semji fyrst Þetta eru svipaðar hugmyndir og rætt var um innan Salek-hópsins á meðan þær viðræður stóðu yfir. Sér- fræðingar OECD vísa víða í skýrsl- unni til hugmynda sem fjallað var um í samstarfi aðila vinnumarkaðarins innan Salek-hópsins um bætt vinnu- brögð við gerð kjarasamninga og þá sérstaklega til tillagna Steinars Hold- ens, prófessors við Oslóarháskóla, sem var Salek-hópnum til ráðgjafar. Holden lýsti fyrirkomulagi samn- ingamála annars staðar á Norður- löndum og lagði fram ýmsar tillögur um nýtt samningalíkan hér á landi að norrænni fyrirmynd í bráðabirgða- skýrslu sem kom út á seinasta ári. Ein róttækasta breytingin sem Holden leggur til er að í upphafi hverrar samningalotu verði ein- hverjir sem samkomulag næst um, t.d. viðsemjendur í útflutnings- greinum, leiðandi eða undanfarar og semji fyrst. Gefi þannig merkið fyrir launaþróun fyrir allan vinnumark- aðinn, líkt og gert er hjá öðrum Norð- urlandaþjóðum. Þessu fylgir þó að mati Holdens sá ókostur að ef atvinnugreinin sem gefur merkið verður fyrir inn- byggðum áföllum, sem bundin eru við hana eina, t.d. vegna sveiflna í verði auðlinda, gæti niðurstaða samninga í greininni verið óhentug fyrir aðra hluta hagkerfisins. „Ein leið til að tryggja gott merki er að sameina að- ila á vinnumarkaði og tryggja þannig stærri samningsaðila,“ segir m.a. í skýrslu Holdens. Víðtæk þátttaka í stéttarfélögum Tekið er undir þessi sjónarmið í skýrslu OECD um vandann sem sagður er við að eiga á íslenskum vinnumarkaði. Þar er m.a. bent á að hvergi innan OECD sé að finna víð- tækari þátttöku í stéttarfélögum en á Íslandi. Þau hafi náð miklum árangri á umliðnum áratugum, m.a. í þríhliða samstarfi um að ná tökum á verðbólg- unni, en þegar uppgangur er í efna- hagslífinu fari hlutirnir yfirleitt úr böndunum. Þá hugsi hvert félag fyrir sig og telji sig eiga inni launahækk- anir sem þurfi að leiðrétta. Afleiðingin sé höfrungahlaup með miklum launahækkunum. Vand- ann megi m.a. rekja til þess hversu mörg, sundruð og oftast fámenn stéttarfélög eru á Íslandi, sem tor- veldi samstarf og samræmingu launa. Hér séu gerðir hátt í 200 kjarasamn- ingar eða um einn á hverja 1.000 launþega að jafnaði, til muna fleiri en í öðrum norrænum löndum. Höfrungahlaupið fer í gang í uppsveiflum Morgunblaðið/Árni Sæberg Kröfuganga Meiri þátttaka er í stéttarfélögum hér en í nokkru öðru OECD- landi, eða yfir 90% starfandi fólks. Hlutfallið er undir 70% í öðrum löndum. Í skýrslu OECD er lagt til að komið verði á fót sérstakri tækninefnd sem vinni reglulega upplýsingar um launaþróun o.fl. fyrir viðsemjendur fyrir hverjar samningalotur og hún þurfi að njóta trausts allra sem að samn- ingunum koma. Þá leggja sérfræðingar OECD til, líkt og Steinar Holden gerði í skýrslu sinni fyrir Salek-hópinn, að ríkissáttasemjari fái víðtækari heimildir og völd. Hann hafi í dag minni áhrif en sáttasemjarar í öðrum löndum. Sátta- semjari ætti t.d. að fá heimild til að fresta verkfallsaðgerðum í tiltekinn tíma í samkomulagi við viðsemjendur. Jafnframt leggja bæði sérfræð- ingar OECD og Holden til að ef sáttatilraunir ganga ekki eftir hjá ein- stökum félögum geti sáttasemjari tengt saman atkvæðagreiðslur í mis- munandi deilum í eina sameiginlega kosningu og þá þurfi samþykki aukins meirihluta til að hafna niðurstöðunni. Leggja til aukin völd HLUTVERK SÁTTASEMJARA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.