Morgunblaðið - 05.07.2017, Page 19

Morgunblaðið - 05.07.2017, Page 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 2017 Álftanes Kríuungi leit fyrst dagsins ljós í fjörunni á Álftanesi á dögunum. Systkini hans kúrði enn í egginu. Foreldranna bíður það vandasama hlutverk að finna nóg æti handa ungunum sínum. Ómar „Íslensku lífeyr- issjóðirnir eru því mjög stórir þátttak- endur á innlendum skulda- og hlutabréfa- markaði og er ábyrgð þeirra mikil gagnvart atvinnulífinu og stöð- ugleika á innlendum fjármálamarkaði.“ Skilaboðin sem koma fram í árs- skýrslu Fjármálaeftirlitsins [FME] eru skýr og ekki tilefnislaus. Eign- ir lífeyrissjóðanna hafa orðið stöð- ugt fyrirferðameiri á innlendum fjármálamarkaði á undanförnum árum eða um 75% af heild. Á síðustu árum hefur vægi skráðra innlendra hlutabréfa í eignasafni lífeyrissjóðanna aukist verulega. FME telur að bein og óbein hlutdeild sjóðanna, í gegnum sjóði og félög, nemi nálægt 45%. Margt bendir til að um vanmat sé að ræða. Í áðurnefndri ársskýrslu kemur fram að lífeyrissjóðirnir hafi „aukið við fjárfestingar í inn- lendum fjármálagerningum til fjár- mögnunar á samlagshlutafélögum og öðrum félögum vegna meðal annars fasteignaverkefna af ýmsu tagi og flokkast þau sem önnur verðbréf“. Fjarlægð og gildismat Fátt bendir til annars en að um- svif lífeyrissjóðanna á íslenskum fjármálamarkaði aukist enn frekar á komandi árum, jafnvel þótt þeir beini fjármunum í ríkara mæli í erlendar eignir, sem er skynsam- legt. Á síðasta ári nam nettó inn- flæði í lífeyrissjóðina um 60 millj- örðum króna (iðgjöld ásamt auka- framlögum að frádregnum út- greiddum lífeyri). Iðgjöld hækka í skrefum í 15,5% og því mun nettóinnflæði í sjóðina aukast um 20-30 milljarða á ári, samkvæmt mati FME. Líkt og kom fram í grein minni í liðinni viku hefur hlutdeild íslenskra heimila í skráðum félögum ekki verið minni í að minnsta kosti 15 ár eða aðeins um 4% af markaðsvirði. Þegar farið er yfir hluthafalista skráðra hlutafélaga vekur athygli (og áhyggjur) að einstaklingar og fjár- festingafélög í eigu þeirra, eru lítið áberandi í hópi stærstu hluthafa. Engu er líkara en að einkaaðilar forðist að fjárfesta í skráðum fé- lögum. Fjarlægðin milli raunveru- legra eigenda og stjórnenda við- komandi fyrirtækja verður meiri og tengslin veikari. Aðhaldið að stjórnendum verður kannski ekki minna en það verður með öðrum hætti og sagan sýnir að gildismatið sem fylgt er í rekstri mótast mjög af þeirri fjarlægð sem er á milli raunverulegra eigenda (þeirra sem eiga fjárhagslegra hagsmuna að gæta) og stjórnar og stjórnenda fyrirtækja. Eftir því sem fjar- lægðin er meiri er erfiðara fyrir raunverulega eigendur að hafa áhrif á störf og stefnu fyrirtæk- isins. Þetta segir sig sjálft. Smásala í höndum lífeyrissjóða Um það verður ekki deilt að stjórnendum lífeyrissjóðanna var mikill vandi á höndum eftir fjár- málakreppuna. Sú skylda hvílir á þeirra herðum að ávaxta fjármuni sjóðanna og fram til þess að fjár- magnshöftum var aflétt var ekki um auðugan garð að gresja. Inn- lendir fjármálagjörningar voru það sem bauðst. Það var óhjákvæmi- legt að lífeyrissjóðirnir yrðu virkir þátttakendur í kaupum á skráðum hlutabréfum og raunar nauðsyn- legt til að renna stoðum undir hlutabréfamarkaðinn að nýju. Vandinn sem hefur hins vegar skapast er að lífeyrissjóðirnir eru allt um lykjandi og ráðandi hlut- hafar í fyrirtækjum sem eru keppi- nautar. Þetta á til dæmis við um smásöluverslun. Þrjú fyrirtæki á smásölumarkaði eru skráð í Kauphöllinni; N1, Hag- ar og Skeljungur. Meirihluti hluta- fjár þessara þriggja fyrirtækja er í eigu lífeyrissjóðanna með beinum eða óbeinum hætti. (Nýherji er skráð hlutafélag sem er að hluta á neytendamarkaði en er þó fyrst og síðast upplýsingafyrirtæki, með starfsemi hér á landi og í öðrum löndum). Sjö af tíu stærstu hluthöfum N1 eru lífeyrissjóðir og eiga alls a.m.k. 53,4% hlutafjár en auk þeirra eru bankar, verðbréfasjóðir og einn erlendur fjárfestingar- sjóður meðal 20 stærstu eigenda N1 og eiga þeir alls 82,3%. Lífeyr- issjóður verslunarmanna er stærsti hluthafinn og Gildi er annar stærsti. Alls eiga þessir tveir sjóð- ir 22,5% hlutafjár. Nýlega var greint frá því að N1 hefði gert samning um kaup á Festi, sem rekur meðal annars Krónuna, Intersport, Elko og Kjarval. Gert er ráð fyrir að kaup- in gangi í gegn á næsta ári, en Samkeppniseftirlitið á eftir að gefa sitt samþykki. Með beinum eða óbeinum hætti er Festi í meiri- hlutaeigu lífeyrissjóða, en þó eru einkafjárfestar þar einnig stórir. Hluthafar í Festi fá hlutabréf í N1 og ljóst er að hlutur lífeyrissjóð- anna verður síst minni þegar upp verður staðið. Sjö af tíu stærstu hluthöfum Haga eru lífeyrissjóðir og þar er Gildi stærstur. Lífeyrissjóður verslunarmanna kemur þar á eftir. Samtals eiga þessir tveir sjóðir lið- lega 23% hlutafjár. Það sem vekur óneitanlega athygli er að þessir tveir sjóðir eru jafnframt tveir af stærstu hluthöfum í N1, sem eftir kaupin á Festi, er einn helsti keppinautur Haga, sem aftur reka Bónus, Hagkaup, og fleiri versl- anir. Hagar hafa gert kaupsamn- ing um kaup á Lyfju og Olís, með fyrirvara um samþykki Samkeppn- iseftirlitsins. Samkeppni og samtvinnað eignarhald N1 og Hagar eru (eða verða) keppinautar jafnt á sviði bensín- stöðva, matvöru og á fleiri sviðum smásölu. Þessa vegna er það eft- irtektarvert að nokkrir lífeyris- sjóðir eiga hluti í báðum þessum fyrirtækjum; Gildi, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Stapi, LSR (A og B deild), Birta og Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda. Í N1 eiga þessir sjóðir alls liðlega 47% með beinum hætti og í Högum tæp 50%. Sú spurning er því áleitin hvaða áhrif þetta sameiginlega eignarhald hef- ur á samkeppnismarkaði, ekki síst þegar og ef kaup N1 á Festi og kaup Haga á Lyfju og Olís ganga formlega í gegn. Fyrir neytendur – sem flestir eru síðan í raun eigendur að þess- um fyrirtækjum í gegnum lífeyr- issjóði – er það a.m.k. áhyggjuefni hvernig sameiginlegt eignarhald á tveimur af stærstu fyrirtækjum á neytendamarkaði getur haft nei- kvæð áhrif á samkeppni. Og ekki bætir úr skák þegar horft er til þriðja fyrirtækisins Skeljungs. Beinn eignarhlutur lífeyrissjóð- anna í Skeljungi er liðlega 38% en stærsti hluthafinn er samlagshluta- félagið SÍA II, sem er aftur að meirihluta í eigu lífeyrissjóða. Í maí síðastliðnum var tilkynnt að Skeljungur hefði í hyggju að kaupa Basko ehf. sem meðal ann- ars á og rekur 10-11 og Iceland- verslanirnar, kaffihús undir merkj- um Dunkin Donuts. Horn III – framtakssjóður – sem er að stærstum hluta í eigu lífeyrissjóða á 80% hlutafjár í Basko, en Skelj- ungur greiðir kaupverðið með eig- in hlutabréfum. Þannig mun eign- arhald lífeyrissjóðanna á Skeljungi þéttast og aukast, þegar kaupin ganga í gegn. Þeir sex lífeyris- sjóðir sem eiga hluti bæði í N1 og Högum, eru með beinan eignarhlut í Skeljungi – tæp 25%. Með rökum er því hægt að halda því fram að lífeyrissjóðirnir ráði eða geti ráðið stefnu stærstu fyr- irtækja á mikilvægu sviði smásölu ekki síst matvöru og eldsneytis. Það er umhugsunarvert að Sam- keppniseftirlitið hafi ekki gert at- hugasemd við samtvinnað eignar- hald lífeyrissjóðanna á mikil- vægum neytendamarkaði eða vakið athygli á þeim hættum sem því kunni að vera samfara. Eins og vikið verður að í kom- andi viku er staðan litlu skárri á öðrum samkeppnismörkuðum, ef litið er til skráðra hlutafélaga. Eftir Óla Björn Kárason »Þrjú fyrirtæki á smá- sölumarkaði eru skráð í Kauphöllinni; N1, Hagar og Skeljungur. Meirihluti hlutafjár þessara fyrirtækja er í eigu lífeyrissjóðanna. Óli Björn Kárason Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Matvara og eldsneyti í höndum lífeyrissjóða

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.