Morgunblaðið - 05.07.2017, Qupperneq 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 2017
✝ Halldór IngviEmilsson fædd-
ist á Landspítal-
anum 27. september
1981.
Hann lést af slys-
förum í Utah,
Bandaríkjunum, 21.
júní 2017.
Foreldrar Hall-
dórs Ingva eru
Gerður Sigríður
Tómasdóttir, f.
27.12. 1960, og Jón Emil Hall-
dórsson, f. 18.2. 1960. Móðir
Gerðar var Hulda Björnsdóttir, f.
1.4. 1931, d. 12.1. 2008. Faðir
Gerðar var Tómas Þorvaldsson,
f. 26.12. 1919, d. 2.12. 2008.
Móðir Jóns Emils er Helga
Guðmunda Emilsdóttir, f. 29.9.
1937. Faðir Jóns Emils er Hall-
dór Jóel Ingvason, f. 23.12. 1940.
Bræður Halldórs Ingva eru 1)
Hrannar Jón, f. 7.6. 1987, hans
börn eru Jóhanna Gerður, f. 2.6.
2010, og Ívar, f. 12.5. 2013.
Barnsmóðir Hrannars er Katrín
Ívarsdóttir, f. 1.9. 1988. 2) Helgi
Hrafn Emilsson, f. 14.7. 1997.
Halldór bjó í foreldrahúsum til
20 ára aldurs. Hann gekk í
Grunnskóla Grindavíkur, þá lá
leiðin í Verslunarskóla Íslands
þaðan sem hann útskrifaðist vor-
ið 2001. Hann nam
við Tækniskóla Ís-
lands í þrjú ár,
tölvu- og upplýs-
ingafræði. Fór síðan
til Siglufjarðar og
var ráðinn sem um-
sjónarmaður tölvu-
kerfisins í grunn-
skólanum þar ásamt
kennslu. Á Siglu-
firði var hann í tvö
ár. Þá lá leiðin í
Kennaraháskóla Íslands og hann
útskrifaðist sem grunnskóla-
kennari í stærðfræði árið 2012, á
sama tíma fékk hann réttindi til
að kenna í framhaldsskólum
landsins.
Með námi var Halldór Ingvi á
sjó, hann var í sjö sumur á frysti-
togaranum Hrafni Sveinbjarn-
arsyni GK 255. Einnig vann hann
á Meðferðarheimilinu Stuðlum
með námi. Eftir nám réði hann
sig til Álftanesskóla og starfaði
þar í tvö ár. Þegar hann lést
kenndi hann við Öldutúnsskóla í
Hafnarfirði ásamt því að sjá um
tölvukerfi skólans.
Halldór Ingvi var félagi í
Roundtable frá 2010.
Útför Halldórs Ingva fer fram
frá Grindavíkurkirkju í dag, 5.
júlí 2017, og hefst athöfnin kl. 14.
Lífið er svo ófyrirsjáanlegt.
Gleði og sorg. Fallegar upplif-
anir og erfiðleikar.
Allt kemur þetta okkur að óvör-
um. Draumar okkar og áætlanir
breytast á einu augabragði.
Við vitum öll að svona er lífið.
Hvernig getum við fundið frið í
þessum sviptingum lífsins?
Nú hafa draumar okkar og
áætlanir breyst á andartaki.
Hinn 21. júní var Halldór Ingvi
okkar tekinn frá okkur. Hann lést
í ævintýraferð um óbyggðir Utah-
ríkis í Bandaríkjunum. Okkur
hafði dreymt um að ferðast um
þetta svæði á mótorhjólum. Nátt-
úran þarna er stórfengleg og engu
lík. En þarna hittum við óvin sem
við þekktum ekki og kunnum því
ekki að varast. Þessi óvinur var
gífurlegur hiti sem að lokum bug-
aði Halldór.
Hann Halldór okkar var ákveð-
inn ungur maður. Sem barn þurfti
hann alltaf að ögra aðstæðum.
Kanna hversu langt hann kæmist
og hvar þolmörk fólks lægju. Þau
voru ófá símtölin sem komu frá
Grunnskóla Grindavíkur þar sem
kvartað var yfir uppátækjum
hans.
Síðan breyttist allt. Um ferm-
ingu tók hann þá meðvituðu
ákvörðun að þessum tíma í lífi sínu
væri lokið. Þá birtist þessi Halldór
sem við öll þekkjum og munum
minnast. Með opna faðminn sinn
og hlýja hjartað.
Halldór var einstakur. Hann
var gjörsamlega fordómalaus
gagnvart öðru fólki og sjónarmið-
um þess.
Hann nálgaðist málefni sem
fræðimaður, hvort sem um var að
ræða stjórnmál, trúmál eða
heimsmálin almennt.
Heimurinn væri betri ef við
ættum fleiri Halldóra.
Halldór var ótrúlega fróður.
Hann mundi allt sem hann hafði
lesið. Og hann las mikið.
Það er á stundum sem þessum
sem virði þess að eiga góða fjöl-
skyldu og trausta vini vegur
þyngst. Það er á þessum stundum
sem hlýtt faðmlag og huggunar-
orð eru svo mikils virði.
Það er líka sárt til þess að
hugsa að við þyrftum að upplifa
hræðilegan atburð sem þennan til
að kynnast því góða fólki sem
greiddi leið okkar og veitti okkur
styrk verandi stödd langt að heim-
an.
Við getum seint fullþakkað
starfsfólki sendiráðs Íslands í
Bandaríkjunum fyrir hlýhug þess
og aðstoð. Og heiðursræðismaður
okkar Íslendinga í Salt Lake City,
Brent Haymond, er einstakur.
Hann mun alltaf eiga sérstakan
stað í hjarta okkar.
Fjölskyldan mun sakna Hall-
dórs sárt og þá ekki síst yngstu
meðlimir hennar.
Minningu Halldórs Ingva verð-
ur best haldið á lofti með því að
temja sér einstakt fordómaleysi
hans gagnvart fólki og skoðunum
þess.
Hvíl í friði, við elskum þig.
Þú munt alltaf vera með okkur.
Mamma og pabbi.
Elsku Halldór okkar. Það er
erfitt fyrir ömmu og afa að setjast
niður og skrifa kveðjuorð til þín.
Þú varst svo sæll og glaður og full-
ur tilhlökkunar þegar við kvödd-
um þig fyrir rúmum tveimur vik-
um.
Mótorhjólaferðin um þjóðgarða
Utah með pabba þínum, bróður og
góðum vini ykkar allra var nýtt
ævintýri sem beið þín. Þú hafðir
yndi af ferðalögum, að skoða
framandi staði og kynnast þeirri
menningu sem þar ríkti. Við
amma og afi áttum því láni að
fagna að fara með þér í nokkrar
slíkar ferðir.
Að fá þær fréttir að þú hefðir
dáið í þessari ferð þinni var högg
fyrir okkur sem enginn skilur sem
ekki hefur misst barn eða barna-
barn. Sársaukinn var yfirþyrm-
andi, en samverustundir með fjöl-
skyldunni og góðum vinum hafa
aðeins mildað þennan mikla sökn-
uð. Þegar fram líða stundir mun
sorgin breytast í ljúfsárar minn-
ingar. Minningar sem engan
skugga ber á. Því þú Halldór Ingvi
varst alla tíð svo einstaklega góð-
ur við okkur.
Nú ert þú horfinn til nýrra
heimkynna þar sem ef til vill er
þörf fyrir góðan kennara.
Megi blessun æðri máttar
fylgja þér þar og styrkja foreldra
þína og bræður í þeirra sorg og
söknuði.
Amma og afi,
Helga og Halldór.
Það er mjög óraunverulegt að
sitja og skrifa minningargrein um
Halldór frænda. Frænda sem ég
ólst upp með og umgekkst svo
mikið í æsku. Það er stórt skarð
hoggið í frændsystkinahópinn
með fráfalli Halldórs Ingva. Minn-
ingarnar fara yfirleitt með mig
heim til ömmu og afa á Gnúpi eða
á Selhól, þar sem við eyddum
ófáum dögum með gömlu hjónun-
um.
Halldór gekk alla tíð sinn eig-
inn veg, hafði litlar sem engar
áhyggjur af almannaálitinu og var
óhræddur við flest allt. Var
óþvingaður í framkomu, þetta eru
allt eiginleikar sem eru aðdáunar-
verðir. Ég man þegar var verið að
steggja mig var ég settur í þær að-
stæður að stökkva ofan af brú í á.
Það reyndist mér þrautin þyngri
að láta vaða, en það var ekki að
spyrja að því að Halldór tók sig til
og lét vaða, og varð þar af leiðandi
„áhættuleikari“ fyrir mig í mynd-
bandi sem gert var upp úr steggj-
uninni og sýnt í brúðkaupi okkar
Helgu.
Það er á engan hallað þegar ég
segi að Halldór var með einlægari
og hjartahlýrri mönnum sem ég
hef kynnst. Þó svo að samskiptin
hafi minnkað seinni ár tók alltaf á
móti manni einlægt og umlykjandi
faðmlag þegar við hittumst. Það
var ávallt stutt í brosið og hlát-
urinn hjá honum.
Þín er og verður sárt saknað,
elsku frændi.
Elsku Gessa, Emmi, Hrannar,
Helgi, Jóhanna Gerður, Ívar,
Helga og Halli, megi hjartahlýja
Halldórs ávallt vera ykkur ljós í
myrkrinu.
Þinn frændi,
Gunnlaugur (Gulli).
Það fyrsta sem kemur upp í
hugann þegar við hugsum um
Halldór Ingva frænda eru bang-
safaðmlögin hans sem hann var
óspar á. Halldór hafði einstaka og
hlýja nærveru. Hann var einlæg-
ur, hugljúfur og hjartgóður og
okkur leið alltaf vel í návist hans.
Halldór Ingvi hafði alltaf einstak-
an áhuga á fólki og öllu sem það
hafði við hann að segja. Þessir eig-
inleikar eru einmitt það sem gerði
hann að einstökum kennara og
yndislegum frænda. Það fór ekki
framhjá neinum hvað honum þótti
vænt um starfið sitt. Öll börnin í
fjölskyldunni löðuðust að honum
og var hann óþreyttur á að spjalla
við þau og leika. Við horfðum öll af
unun á hvað hann var einstaklega
góður við Jóhönnu Gerði og Ívar
Hrannarsbörn. Halldór Ingvi var
fullur af ástríðu og hugsjónum og
það var einstaklega gaman að tala
við hann. Ef hann hafði áhuga á
efninu vissi hann allt um það og
miklu meira. Við eigum eftir að
sakna hlýja brossins hans og ein-
stöku nærverunnar.
Við erum öll harmi slegin yfir
því að þú sért farinn og fjölskyldu-
hittingarnir verða aldrei eins án
þín elsku Halldór Ingvi. Þín verð-
ur sárt saknað og minningin
geymir einstakan dreng.
Stefán, Erla, Hulda María,
Gunnar, Rebekka Sif
og Arnar Kristinn.
Orð fá því ekki lýst hvað mér
hefur alltaf þótt vænt um þig,
elsku frændi minn. Þegar þú
fæddist hafði ég aldrei séð fallegra
barn. Þú varst fyrirburakrafta-
verk og agnarsmár. Draumur
minn var að fá að gæta þín og for-
eldrar þínir treystu mér fyrir þér,
þessum gullmola. Ég gekk um
götur með þig á þínum fyrstu ár-
um og var afar stolt frænka.
Ég var svo heppin að fá að eiga
þig að. Við vorum náin frá því að
þú fæddist og þú varst alltaf mitt
uppáhald. Þinn faðmur var stór og
einlægur. Ég fylgdi þér og þú
mér. Við áttum yndisleg samskipti
og þú átt stóran hlut í hjarta mínu.
Við gátum talað um allt og þú
komst alltaf fram á þínum eigin
forsendum og þér var svo sama
hvað öðrum fannst. Þannig mun
ég muna þig að eilífu.
Þú varst hugljúft barn en
ærslafullur í byrjun grunnskóla
og þar gekkst þú í gegnum erfiða
tíma að hluta. Þú varst vel greind-
ur og reyndist þér auðvelt að
muna allt sem þú last og heyrðir.
Þú varst ævintýramaður og fannst
gaman að ferðast. Og í einni æv-
intýraferðinni endaði þitt líf. Mér
fannst þú gömul sál en þú varst
alltaf til í stuð og glens og ég veit
að hvar sem þú ert staddur ertu
búinn að safna að þér hópi sem er
til í að hlusta þá þig og þínar út-
skýringar á hlutunum og ef svo
ber undir ertu búinn að bjóða í
dans. Þú varst búinn að ýja að því
að við myndum kannski vinna
saman einn daginn, við kennar-
arnir. Það varð ekki í þessu lífi en
ég er svo viss um að vegir okkar
munu liggja saman seinna meir.
Stelpurnar mínar og Siggi elsk-
uðu þig því þú varst svo frænd-
rækinn og barngóður. Þú hélst
ávallt uppi gleðinni í jólaboðunum
með spilagleði og glensi. Þú varst
stuðmaður og hafðir gaman af að
vera til og tókst hlutina alla leið
þegar svo bar undir.
Ég verð þín frænka.
Ég verð þinn vinur.
Ég mun þig styðja
hvað sem á dynur.
Hlusta mun ég ávallt á þig.
Alltaf muntu hafa mig innan handar.
Mitt loforð legg ég í hönd þína.
Þú verður alltaf í hjarta mér.
(Katrín Ruth.)
Elsku Gessa, Emmi, Hrannar
Jón, Helgi Hrafn, Halli, Helga, Jó-
hanna Gerður og Ívar, missir ykk-
ar er mikill en minningin um ynd-
islegan frænda lifir.
Guðrún Inga og fjölskylda.
Ég hef hugsað mikið til þín,
elsku frændi, og alltaf eru það jafn
góðar hugsanir. Það sem kemur
fyrst upp í huga manns að betri
manneskjur er erfitt að finna. Jafn
indæla og fordómalausa mann-
eskju með hlýtt hjarta. Þú lýstir
hlutum af mikilli innlifun og þó að
á seinni árum höfum við hist
sjaldnar þá var það alltaf jafn
ánægjulegt. Við ræddum það allt-
af að við þyrftum nú að hittast oft-
ar.
Minningarnar eru margar sem
tengjast þá útilegum eða þar sem
fjölskyldan var komin saman í af-
mælum eða á stórhátíðardögum.
Þá var alltaf faðmast og það var
alltaf eitthvað svo sérstakt að hitta
og taka utan um þig frændi eða
kannski réttara sagt að þú tókst
utan um mig. Það var alltaf inni-
legur og hlýr faðmurinn.
Maður man alltaf eftir þessum
kröftuga litla frænda sem val-
hoppaði um allt í staðinn fyrir að
hlaupa eða ganga.
Ég á margar minningar þar
sem mér bauðst að fara með þér
og fjölskyldunni þinni í ferðalög
og þá sérstaklega er minnisstæð
ferð í Kerlingarfjöll á skíði og ferð
alla leið norður í Ásbyrgi. Reynd-
ar fór það þannig að bílveiki mín
olli því að ég ældi í tjaldið um nótt-
ina og því miður fyrir þig þá fór
það beint yfir þig sem steinsvafst
við hliðina á mér. Það hefur verið
mikið hlegið að því á seinni árum
þegar sú ferð hefur verið rifjuð
upp.
Það er mjög minnisstætt þegar
þú heimsóttir okkur óvænt í
Huldugilið á Akureyri er við
bjuggum þar. Þú sast hjá okkur
langt fram á nótt og lýstir hvað á
dagana þína hefði drifið. Á end-
anum eftir langa samveru og
spjall þá þurftum við að koma okk-
ur í rúmið fyrir vinnu daginn eftir
og þú að fara og hitta vini þína á
tjaldsvæðinu svo þeir færu ekki að
leita að þér.
Það er sárt að sjá á eftir þér,
elsku frændi, og mér þykir einnig
mjög miður að yngstu börnin mín
fá ekki að kynnast betur jafn góðri
manneskju og þér. Til dæmis eins
og elsta dóttir okkar Sandra fékk
að kynnast er þú hjálpaðir henni
og kenndir er hana vantaði aðstoð
í sínu námi. Enda varstu alltaf
boðinn og búinn að gera allt fyrir
alla.
Faðmlags þíns verður sárt
saknað, elsku frændi.
Elsku Gessa, Emmi, Hrannar
og Helgi missir ykkar er mikill,
megi guð styrkja ykkur á þessum
erfiðu tímum og verðum við Sonja
alltaf til staðar fyrir ykkur eins og
þið hafið verið fyrir okkur.
Tómas Þór Eiríksson og
Sonja Björk Elíasdóttir.
Kæri frændi, nú er komið að
kveðjustund allof snemma. Eftir
standa allar minningarnar og
þrátt fyrir töluverðan aldursmun
þá styrktist okkar vinátta mikið
eftir að þú komst inn í Round-
table-klúbbinn og í kjölfarið fjölg-
aði heimsóknum þínum inn á okk-
ar heimili. Það er erfitt að hugsa
sér jólin án þess að þú komir og
sitjir hjá okkur eina kvöldstund
eins og hefð var orðin fyrir og lík-
lega verðum við að fara að horfa á
Lord of the Rings fyrst að við
fáum ekki greinargóða lýsingu á
myndinni. Tökum eitt Halldórs-
kvöld um jólin í það. Hlýja þín og
umhyggja var einstök og alltaf
fékk maður faðmlag þegar við
hittumst, við eigum eftir að sakna
þess. Elsku Gessa, Emmi og fjöl-
skylda hjarta okkar er hjá ykkur.,
Heiðar Hrafn og
Berglind Björk.
Í ’81-árgangi Grunnskóla
Grindavíkur kenndi ýmissa grasa.
Þar á meðal voru tveir fuglar sem,
ólíkt mörgum bekkjarsystkinum
sínum, höfðu engan áhuga á
íþróttum og enn síður á drykkju
og djammi. Halldór var annar og
ég hinn.
Ég hafði nánast bara áhuga á
dýrum en Halldór á flestu milli
himins og jarðar og ekki síst vís-
indaskáldskap og ævintýrasögum.
Segja má að sameiginleg sérviska
hafi tengt okkur og Halldór varð
annar af aðeins tveimur sem ég tel
til æskuvina minna.
Það var þó ekki fyrr en í 9. bekk
sem við urðum vinir. Æskuheimili
okkar voru nálægt hvort öðru, en
lengst af reyndi ég raunar að forð-
ast hann. Halldór var ljúfasti
drengur og vildi öllum vel en hann
var, þrátt fyrir feimni, sprelligosi
sem framkvæmdi flest sem hon-
um datt í hug og þá helst á staðn-
um og stundinni, m.a. ýmis glímu-
brögð og lása. Að auki var Halldór
sterkari en hann kannski gerði sér
grein fyrir. Ég var á hinn bóginn
kveif sem ekkert þorði og það fór
örugglega í taugarnar á Halldóri
að ég var sjaldnast til í smá tusk.
Halldór kynnti mig fyrir inter-
netinu í árdaga þess. Það gerði
hann á skrifstofu afa síns hjá
Grindavíkurbæ. Við vorum í lab-
bitúr og hann fékk þá hugmynd að
heilsa upp á afa sinn í vinnunni, en
hann var duglegur að heimsækja
afa sína og ömmur og dró mig
gjarnan inn með sér, þó að ég væri
þá feiminn og forðaðist heimsókn-
ir og mannamót. Afi hans var ekki
viðlátinn en skrifstofan var opin.
Halldór bauð sér inn, settist við
skrifborðið, fór inn á netið og
leyfði mér að vafra um ýmsar
dýrasíður. Ég var hræddur við að
ljúfmennið afi hans eða einhver
annar kæmi að okkur en Halldóri
var slétt sama. Hann var sjálfsagt
ekki að nota þessa tölvu í fyrsta
skipti, með eða án leyfis.
Eftir að grunnskóla lauk má
segja að leiðir okkar hafi skilið
upp að vissu marki. Við völdum
okkur mismunandi framhalds-
skóla og lífsstíl. Hann keypti íbúð
og valdi sér örugga atvinnugrein
sem kennari en ég gerðist eigna-
laus heimshornaflakkari. Ég öf-
undaði hann smá af festunni en
hann mig smá af frelsinu.
Af þessum ástæðum hittumst
við stundum ekki nema einu sinni
eða tvisvar á ári. En alltaf voru
fundir okkar skemmtilegir og
augljóst að á milli okkar ríkti full-
komið traust og vinátta.
Lengi vöktuðum við báðir
frystitogara fjölskyldufyrirtækis
hans í landlegum. Ef við vorum
hvor með sinn togarann sömu
nóttina var ýmislegt brallað; og
smáatriði eins og að hafa vakandi
auga fyrir grunsamlegum manna-
ferðum skiptu minna máli. Fikt og
tilraunir hans með músagildrur,
reykingapípur skipverja, og ann-
að dót sem hann rakst á um borð
er mjög minnisstætt.
Seinni árin hittumst við jafnan
á veitingahúsum og gjarnan á
Ruby Tuesday. Þá var valið vel af
matseðlinum og löngun varð skyn-
semi yfirsterkari. Síðast hittumst
við í október. Ég hafði hugsað mér
að hafa samband við hann í haust
eftir sumarvinnutarnir mínar og
stinga upp á enn einum slíkum
fundi. En sá fundur verður að bíða
þar til við hittumst á ný á öðrum
stað.
Hvíldu í friði, kæri vinur, og
hafðu þökk fyrir allt.
Baldur.
Hvers vegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði.)
Að morgni fimmtudagsins 22.
júní barst okkur hjónum sú fregn
að sonur vinahjóna okkar, hann
Halldór Ingvi væri látinn. Hann
hafði verið á ferðalagi erlendis
með föður sínum og bróður þegar
hann dó af slysförum. Hann er eitt
af fyrstu börnunum sem komu í
heiminn hjá vinahópnum og fædd-
ist umtalsvert fyrir tímann. Hann
var því agnarsmár þegar við litum
hann fyrst augum og hafði hann
fæðst með gat á maganum. Þann-
ig þurfti hann að heyja baráttu
fyrstu dagana í sínu lífi. Fallegur,
dökkur með brún augu. Halldór
Ingvi var fjörugur strákur sem
var duglegur að rannsaka um-
hverfi sitt og hræddist fátt. Því má
segja að fyrstu árin hafi hann ver-
ið fyrirferðarmikill, fróðleiksfús
og rannsakandi.
Að loknu stúdentsprófi frá
Verzlunarskólanum tók hann sér
tíma í að leggja framtíðarplön, fór
í Tækniskólann til að læra tölvun-
arfræði. Hann var alltaf mikið fyr-
ir tölvur og tækni varðandi þær.
Það var þó ekki fyrr en leiðir hans
rötuðu til Siglufjarðar fyrir nokkr-
um árum til að sjá um tölvuverið í
Grunnskólanum að hann fann sína
réttu hillu í lífinu. Ekki við að
vinna við vélar heldur með fólk.
Hann lauk kennaranámi og hefur
starfað sem kennari síðan.
Kennslan átti vel við hann og hann
átti mjög gott með að vinna með
börnum og fullorðnu fólki.
Halldór Ingvi var einstaklega
hlýr og góður í sér. Faðmlagið
hans þegar maður hitti hann var
hlýtt og innilegt, alltaf eins og við
værum að hitta aldavin.
Það er margs að minnast og
Frímann man vel eftir því sem
stærðfræðikennari að benda hon-
um á að skrifa eina tölu í rúðu því
hann gat komið allt að þremur töl-
um í eina rúðu sem gerði kennara
erfitt fyrir, ekki að það væri illa
skrifað, heldur vegna þess að töl-
Halldór Ingvi
Emilsson
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
HRAFNKELL GUÐJÓNSSON,
stýrimaður og kennari,
lést miðvikudaginn 14. júní á
hjúkrunarheimilinu Eiri.
Jarðarförin fer fram frá Grafarvogskirkju
föstudaginn 7. júlí klukkan 13.
Soffía Hrafnkelsdóttir Einar Gunnar Einarsson
H. Jóhanna Hrafnkelsdóttir
Heimir Hrafnkelsson
barnabörn og barnabarnabörn