Morgunblaðið - 05.07.2017, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 2017
urnar voru litlar og erfitt að lesa
úr þeim. Mörgum árum seinna
nefndi hann við gamla kennarann
sinn að nú þegar hann væri farinn
að kenna stærðfræði skildi hann
vel þessar áhyggjur hans.
Okkur sem skólafólki þótti
vænt um að heyra af því hve vel
honum gekk í kennarastarfinu og
hvað hann talaði fallega um starf-
ið. Tilfinning okkar í kjölfarið var
að drengurinn væri á réttum stað.
Það er mikið gæfuspor fyrir
einstaklinga að eiga gott bakland,
góða fjölskyldu, sem stendur
manni nærri. Halldór Ingvi var
lukkunnar pamfíll að því leyti. Það
var því mjög líkt föður hans að
skipuleggja ævintýraferð með
strákunum sínum og vini til Am-
eríku að hjóla og njóta.
Elsku Gerða Sigga, Jón Emil
og fjölskylda, við biðjum guð að
styrkja ykkur á þessum erfiðu
tímum sem framundan er og vott-
um ykkur okkar dýpstu samúð.
Minningin um góðan dreng og
hlýtt faðmlag mun lifa.
Petrína og Frímann.
Um miðjan júní héldu starfs-
menn Öldutúnsskóla kátir og
glaðir út í sumarið eftir einstak-
lega gott skólaár. Halldór Ingvi
Emilsson var einn þessara starfs-
manna. Var örlítið meira spenntur
fyrir þessu sumri en margir aðrir
þar sem hann var að fara í enn
eina ævintýraferðina um heiminn.
Að þessu sinni var hann á leið í
mótorhjólaferðalag um Bandarík-
in með bróður sínum og föður.
Þessi ferð var rétt byrjuð þegar
Halldór var hrifsaður frá okkur og
hann hélt í aðra ferð, ferð sem við
einhvern tímann förum öll í.
Halldór hóf störf í Öldutúns-
skóla haustið 2014. Hafði umsjón
með tölvumálum og kenndi einnig
nemendum á unglingastigi. Hall-
dór náði einstaklega vel til nem-
enda. Hann var rólegur og yfir-
vegaður, hafði þægilega nærveru.
Nemendur treystu honum og leit-
uðu mikið til hans enda var hann
alltaf til staðar og boðinn og búinn
að aðstoða, hvort sem það var með
nám eða bara eitthvað allt annað.
Virðingin og væntumþykjan kom
berlega í ljós á samverustund sem
var haldin með unglingunum
vegna fráfalls hans. Fjölmargir
unglingar mættu til að minnast
Halldórs og kveiktu á kerti í minn-
ingu hans.
Halldór var góður samstarfs-
maður. Hann hafði virkilega gam-
an af því að vera innan um fólk og
ræða málin, hvort sem það voru
skólamál eða málefni tengd dag-
legu lífi. Hann var þeim eiginleik-
um gæddur að geta rætt við alla,
hvort sem hann þekkti viðkom-
andi eða ekki. Halldóri var um-
hugað um samstarfsmenn sína og
vildi allt fyrir alla gera. Nærtæk-
ast er að minnast á það þegar
þrastarpar gerði sér hreiður fyrir
utan eina kennslustofuna núna í
maí. Hann fór og keypti mynda-
vél, setti hana upp við hreiðrið og
streymdi því sem gerðist í hreiðr-
inu beint á veraldarvefinn til þess
að allir í skólanum gætu notið þess
að fylgjast með. Þetta gerði hann
að eigin frumkvæði og framtaks-
semi.
Þegar það var eitthvað um að
vera í skólanum þá var Halldór yf-
irleitt fremstur í flokki. Hvort sem
það voru starfsmannaferðir,
starfsmannagleði eða uppbrot á
borð við bleika daga, októberfest,
öskudaginn eða hrekkjavaka.
Halldór tók slíkt alltaf alla leið,
nemendum og samstarfsfólki til
mikillar gleði og ánægju.
Halldór var yndislegur og góð-
ur drengur. Nemendur sjá á eftir
frábærum kennara og starfsmenn
sjá á eftir góðum samstarfsfélaga
og vini.
Við sendum fjölskyldu og vin-
um Halldórs okkar innilegustu
samúðarkveðjur og biðjum góðan
guð að styðja þau og styrkja í
þessari miklu sorg.
Fyrir hönd nemenda og starfs-
manna Öldutúnsskóla.
Valdimar Víðisson,
skólastjóri Öldutúnsskóla.
Það hefur aldrei
sakað mig að
kynna hverra
manna ég er. Ekki
að ég hafi grætt neitt heldur
svona fjárhags- eða atvinnulega
enda foreldrar mínir sjaldnast í
kringum mikið efnafólk. Að
nefna mömmu á nafn við fólk
sem ég hef kynnst hefur þó
jafnan leitt til þess að andlit
þeirra ljóma. Setningar eins og;
„Já hún Sigga sjúkraliði“, „hún
hélt á mér í gegnum veikindin“,
„besti barmur til að gráta í“ og
„hlýrra faðmlag er ekki til“ er
eitthvað sem ég hef heyrt í
gegnum tíðina. Það er forvitni-
legt að kynnast mömmu sinni í
gegnum annað fólk. Vinir,
kunningjar, samstarfsfélagar og
aðrir sem hún hefur snert á lífs-
leiðinni, allir tala um hlýleika
og ákveðni.
Sjálfur get ég tekið undir
hlýjan faðminn og ákveðnina,
jafnvel stundum bæði í einu því
ekki var manni hleypt ósáttum
eða fúlum í draumalandið.
Mamma er ástæða þess að ég
lærði strax á unga aldri hvar út-
varpsrásir rásar 1 og Bylgjunn-
ar voru og hvenær fréttir voru
lesnar. Í okkar tíðu ferðum, oft-
ar en ekki norður á Torfalæk,
brást það ekki að lagt var af
stað eftir níufréttir. Eftir
klukkutímakeyrslu, eða í botni
Hvalfjarðar var komið að tíu
fréttum, svo var slökkt á út-
varpinu. Klukkan 11 var aftur
kveikt og hlustað á yfirlitið, þá
höfum við verið búin að stoppa í
ís og kaffi í Baulu og svo slökkt
aftur. Uppi á Holtavörðuheiði
hefur fyrst verið hlustað á yf-
irlit frétta á rás 1 og svo skipt á
Bylgjuna til 12:18 og þá skipt
aftur á rás 1 til að ná fréttunum
12:20, svo var slökkt á útvarp-
inu. Svo var stoppað í Stað-
arskála. Loks var keyrt áfram,
mögulega náð fréttayfirliti
klukkan 14:00 en síðan rennt í
hlað.
Svipað var upp á teningnum
á bakaleiðinni.
Þarna var líka pólitísku
áhugafræi sáð. Mamma er lík-
lega sú sem ég ræddi pólitík
einna mest við og svo var hún
ótæmandi brunnur fróðleiks
þegar kom að stéttarfélags- og
réttindamálum.
Að fá leiðbeiningar um elda-
Sigríður
Kristinsdóttir
✝ Sigríður Krist-insdóttir fædd-
ist 13. júlí 1943.
Hún lést 23. júní
2017.
Útför Sigríðar
fór fram 4. júlí
2017.
mennsku eða
bakstur var von-
laust, sérstaklega
þegar ég var enn
undir 25 ára aldr-
inum. Mamma
hafði litla þolin-
mæði fyrir hægu
verklagi og sýni-
kennslan var jafn-
an framkvæmd
með hraði. Vissu-
lega var tekin fram
uppskriftarbók en ég man varla
að farið hafi verið eftir henni.
Fremur ómuðu setningar eins
og: „Taktu hnefafylli af þessu,
dass af hinu, bolla úr krukk-
unni, hrærðu eftir þörf, bættu 3⁄4
úr teskeið af þessu hér.“ Jafnan
var afraksturinn hennar frábær
en hún leit fremur á uppskriftir
sem tillögur en föst fyrirmæli.
Það var fyrir tveimur árum
að ég fékk loks þá upphefð að
kynnast því hvernig matreiða
ætti rjúpur. Síðustu jól var mér
svo falið, undir styrkri stjórn
mömmu, að sjá um sósuna.
Vitaskuld smakkaði hún hana til
eftir kúnstarinnar reglum og
bætti við fingurbjörg af pipar,
fjórðung úr teskeið af einiberj-
um. Bætti við þessum töfrum
sem gera sósuna óviðjafnan-
lega.
Þannig var líka mamma á
margan hátt, óviðjafnanleg.
Hún hvatti mann áfram þegar
við átti, skammaði fyrir slugs
og skort á dugnaði þegar hún
vissi að maður gæti betur og
var til staðar þegar hún fann að
aðstoðar var þörf. Nú er hún
mamma farin en veganestið
reyni ég að tileinka mér.
Torfi Stefán Jónsson.
Leiðir okkar Sigríðar Krist-
insdóttur lágu fyrst saman í
byrjun níunda áratugarins en
þá var ég trúnaðarmaður fyrir
SFR hjá Unglingaheimili rík-
isins en hún hjá Landspítalan-
um. Við unnum töluvert saman
að hagsmunum starfsmanna í
heilbrigðisgeiranum. Við vorum
einnig í samninganefnd BSRB
og síðar í samninganefndum
SFR. Frá fyrstu kynnum var ég
sannfærður um að þar færi
mikil baráttu- og hugsjónakona.
Henni var umhugað um þá
lægstlaunuðu og talaði máli
þeirra hvenær sem færi gafst
og gerði allt sem í hennar valdi
stóð til að rétta hlut þeirra.
Á þessum árum var komið
kurr í ákveðinn hóp sem vildi
sjá breytingar í stjórn SFR. Ár-
ið 1990 var Sigríður kjörin for-
maður og í kjölfar þess var ég
ráðinn sem framkvæmdastjóri
félagsins. Þau ár sem hún
gegndi formennsku í SFR unn-
um við þétt saman. Þessi ár
voru ævintýraleg. Nýja stjórnin
boðaði miklar breytingar í
rekstri félagsins og var strax
hafist handa við að framkvæma
þær og var Sigga þar fremst í
flokki. Hún hafði sterkar skoð-
anir og lagði áherslu á að ekki
væri bruðlað með eigur félags-
ins. Það kom því í hlut for-
manns og framkvæmdastjóra
auk stjórnar að slá grasið í Vað-
nesi og þegar þurfti að sauma
gardínur fyrir orlofsíbúð á Ak-
ureyri taldi Sigga það ekki eftir
sér. Hin hagsýna húsmóðir var
við völdin. Dásamlegust finnst
mér minningin um fyrsta ferða-
lag okkar á norræna ráðstefnu í
Danmörku, en við gerðumst
fljótlega aðilar að norrænum
samtökum ríkisstarfsmanna.
Við gistum í heimahúsi hjá eldri
konu og þótt formaðurinn hafi
oftast ferðast með farangur
eins og dvölin ætti að standa í
fjórar vikur en ekki þrjá daga
var baksast með töskurnar í
strætó. Leigubíll var of mikið
bruðl. Sigga var oft ákveðin,
eitt sinn var hún næstum búin
að setja heila norræna ráð-
stefnu á hliðina vegna pípu-
reyks. Í þá daga var enn reykt
á fundum og það líkaði henni
ekki. Hún stóð upp á miðjum
fundi og afhenti virðulegum
pípureykjandi formanni við há-
borðið miða sem á stóð; „rök
forbudid“. Hann brást ekki vel
við en hún hafði betur. Síðar
meir gátum við hlegið saman að
þessum uppákomum.
Sigríður gegndi formennsku í
SFR í sex ár. Að þeim tíma
loknum var hún þó aldrei langt
undan og tók þátt í starfi fé-
lagsins af miklum krafti. Hún
var afar vel að sér og vel
menntuð, þó hún hafi ekki sótt
allt inn í hefðbundið skólakerfi.
Eftir að veikindin fóru að gera
vart við sig og hún hætti að
vinna breytti það engu um verk
hennar og hugsjónir. Ef hún
stæði í lappirnar skyldi hún í 1.
maí gönguna. Það gerði hún
líka í ár þrátt fyrir veikindin og
hellidembu og sýndi þá enn og
aftur að hún var gerð úr stáli.
Einn fundarmanna á Ingólfs-
torgi sagði að vegna veðurs
hefði hann ætlað að lauma sér
burt en þegar honum varð litið
til hliðar og sá Sigríði standa
þar keika í rigningunni. Þá
hugsaði hann: „Ég get ekki ver-
ið þekktur fyrir að fara meðan
Sigga Kristins er hér enn þá!“
og stóð áfram.
Við hjá SFR stéttarfélagi
þökkum samfylgdina og vottum
fjölskyldu Sigríðar okkar
dýpstu samúð um leið og við
kveðjum góða vinkonu og mikla
hugsjóna- og baráttukonu.
Árni Stefán Jónsson,
formaður SFR stéttarfélags
í almannaþjónustu.
Í dag kveðjum við
frænku, vin, tryggð-
artröllið og sam-
ferðakonuna Margréti Helgadótt-
ur. Æskuminningin er öllu ríkust
allt frá barnæsku okkar nöfnu
minnar.
Er á leið æviskeiðið lágu leiðir
okkar enn frekar saman, einkum
er eiginmenn okkar komu inn í
fjölskylduna. Á kveðjustund koma
í hugann samverustundir hjá for-
Margrét J.
Helgadóttir
✝ Margrét Jón-fríður Helga-
dóttir fæddist 16.
desember 1945.
Hún lést 18. júní
2017.
Útför Margrétar
fór fram 3. júlí
2017.
eldrum Möggu,
þeim Finnu og
Helga í Fífuhvammi,
Ætu frænku og Jón-
asi í Löngubrekku,
og er þau Magga og
Hjörtur hófu búskap
í Arnarhrauninu og
síðar á Norðurvang-
inum.
Gagnkvæmar
heimsóknir hvort
sem var til heimilis
eða í sumarhús okkar og þau í
húsbílnum vekja glaðar minning-
ar. Magga og Hjörtur voru með
fyrstu gestum er við fluttum í
nýju íbúðina.
Enginn var svikinn af alls-
nægtaborði á heimili Möggu og
Hjartar. Móttökur, viðmót, spjall
og frásagnargleðin frá víðförnum
ferðalögum þeirra var án tak-
marka með viðmótshlýja brosinu.
Upphringingar og ótrúlegt
minni á tilefnisdögum fjölskyld-
unnar er þakkarvert. Þar fylgdu
velferðaróskir, kveðjur og fyrir-
bænir af einlægni, enda Magga
trúuð kona.
Átthagatryggðin við Norður-
land, einkum Siglufjörð og Ólafs-
fjörð, var Möggu ríkulega í blóð
borin. Það endurspeglaðist er hún
lagði sárþjáð upp í sína síðustu
ferð þeirra hjóna saman í hús-
bílnum,
í þeim tilgangi að kveðja æsku-
stöðvar sínar og kirkju. Magga og
Hjörtur voru góð hjón og sam-
hent. Allt undirstrikaði þetta ást,
virðingu og mannrækt í garð sam-
ferðafólks og umhverfis.
Margrét Helgadóttir var klett-
urinn sem alltaf stóð sig, allt til
enda lífs og yfir lauk. Kæru
Hjörtur, Jóhanna Inga, Jónas
Friðrik, Hjördís Ósk og fjölskyld-
ur. Innilegustu samúðarkveðjur
til ykkar.
Margrét Jóna og Þorberg.
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs
eiginmanns, föður, tengdaföður og afa,
TÓMASAR Á. TÓMASSONAR,
fyrrverandi sendiherra,
Espigerði 4,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir fá starfsmenn hjúkrunarheimilisins Sóltúns,
deildar K1 á Landakoti og heimahjúkrunar í Laugardals- og
Háaleitishverfi, fyrir frábæra og faglega umönnun og hlýju.
Guð blessi ykkur öll.
Hjördís Gunnarsdottir
Jón Tómasson Evelyn Tomasson
Ingibjörg Tómasdóttir Hannes Þ. Bjarnason
Tómas Tómasson Jennifer Tomasson
Árni Tómasson Salvör Thorlacius
og barnabörn
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför ástkærs
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður
og afa,
GUÐMUNDAR LÁRUSSONAR,
verkefnastjóra hjá Isavia,
Pósthússtræti 1,
Keflavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks krabbameinsdeildar 11E
Landspítalans við Hringbraut.
Jóna Hróbjartsdóttir
Lárus F. Guðmundsson Ásta B. Ragnarsdóttir
Ágúst Þ. Guðmundsson Lóa Rut Reynisdóttir
og barnabörn
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs
eiginmanns, föður, afa og langafa,
RAGNARS HILMARS
ÞORSTEINSSONAR
múrarameistara,
Jötunsölum 2,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki göngudeildar
hjartabilunar, 10 E, fyrir alúð og umhyggju.
Kristín Hrefna Kristjánsdóttir
Guðlaug Ragnarsdóttir Birgir Bjarnason
Kristján Hjálmar Ragnars. Kristjana Una Gunnarsdóttir
Sigríður Ragnarsdóttir Trausti Gylfason
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður,
afa og langafa,
SVEINS SIGURÐSSONAR
húsasmíðameistara,
Hvolsvelli.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki Midgard adventure,
Björgunarsveitinni Dagrenningu, Öðlingunum og Halldóri
Óskarssyni fyrir aðstoð og velvilja. Einnig viljum við þakka
læknum Sveins og hjúkrunarfræðingum fyrir alla aðstoð.
Gróa Ingólfsdóttir
Sveinn Ægir Árnason Guðríður Jóna Örlygsd.
Steinunn G. Sveinsdóttir Stefán Karl Segatta
Hildur Kristín Sveinsdóttir Guðmundur Jónsson
Sigurður Bjarni Sveinsson Tatiana Kostrikina
barnabörn og barnabarnabarn