Morgunblaðið - 05.07.2017, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 2017
Einföld
og snjöll
hönnun
Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi
Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050
www.tengi.is • tengi@tengi.is
Opið virka daga frá kl. 8-18
Tvöfaldur, ryðfrír
7.500 kr.
Sápuskammtari
Þrefaldur, ryðfrír
9.900 kr.
Sápuskammtari
Spegill
14 cm,
10 x stækkun
13.500 kr.
Sigurður Rúnar Guðjónsson fæddist á Selfossi, átti heima í Lang-holtinu í tvö ár en flutti síðan með foreldrum sínum að Kols-holti sem er í Flóanum, í gamla Villingaholtshreppi, og er föð-
urleifð föður hans.
„Hérna er maður alinn upp við öll almenn sveitastörf og lærði ung-
ur til verka í „skóla lífsins“.
Ég fór líka snemma að vinna utan búsins, vann í frystihúsum á ver-
tíðum í Þorlákshöfn og í Vestmannaeyjum, er með slátrararéttindi og
starfaði hjá Sláturhúsi SS á Selfossi í nær 20 ár.
Ég hef alltaf unnið utan búsins með bústörfunum og nú starfa ég
hjá Barnastofu, á meðferðarheimlinu Lækjarbakka á Rangárvöllum.“
Sigurður byrjaði sjálfur að búa á Kolsholti 1991 og þá í gamla hús-
inu sem eyðilagðist í jarðskjálftanum árið 2000: „Húsið varð alveg
óíbúðarhæft. Það var því ekki um annað að ræða en að byggja nýtt
íbúðarhús en við höfðumst við í bráðabirgðahúsnæði á vegum Við-
lagasjóðs, í eitt ár, þar til nýja húsið var tilbúið.“
Kona Sigurðar er Helena Þórðardóttir og eru börnin þrjú, öll upp-
komin.
En ætlar Sigurður að gera sér glaðan dag í tilefni tímamótanna?
„Nei, nei, það er ekkert hægt svona í miðri viku. Maður sér kannski
til seinna í sumar. Ég hef engum boðið heim. En ef einhver rekur inn
nefið gef ég honum auðvitað að borða. En það hefur hvort sem er allt-
af þótt sjálfsagður siður til sveita hér á landi.“
Hrossabóndinn í Flóanum Hér er Sigurður á einum gæðinga sinna.
Fjár- og hrossa-
bóndi í Flóanum
Sigurður Rúnar Guðjónsson er fimmtugur
G
unnar fæddist í Reykja-
vík 5.7. 1932 og hefur
búið þar alla tíð. Hann
ólst upp hjá föður sín-
um og föðurömmu, Sig-
ríði Bjarnadóttur: „Öll barnaskóla-
árin mín bjuggum við á horni
Frakkastígs og Grettisgötu. Ég
gekk því í Austurbæjarskólann, var
síðar í Námsflokkum Reykjavíkur
og sótti síðan námskeið á sviði versl-
unarreksturs.
Gunnar hóf ungur verslunarstörf,
var við sælgætissölu á Melavell-
inum, sendill í Reinholtsbakarí á
Frakkastíg 14, á Leðurverkstæðinu
á Leifsgötu 13 hjá Björgvini Gríms-
syni, í SS-búðinni. á Laugavegi 42,
bar út Morgunblaðið, var við af-
greiðslu smjörlíkisgerðanna, vann í
Njálsbúð hjá Jóni Péturssyni og
varð verslunarmaður í Teigabúðinni
Gunnar Snorrason kaupmaður – 85 ára
Með konu og börnum Fr.v.: Sigurður, Ásta. Anna Lilja, afmælisbarnið, Brynja og eiginkonan, Jóna Guðríður.
Unnið við verslun og
málefni hennar í 70 ár
Með tengdabörnum Talið frá vinstri: Gunnar, Ingi Karl, Haukur, Gyða,
Gunnar Örn og Jóna Guðríður. Myndin er tekin á Fĺúðum , sumarið 2014.
Reykjavík Hrafndís Júlía Serrenho Daðadóttir fæddist í Reykjavík 22. júní 2016,
kl. 15:42. Hún vó 3.986 gr. og var 52 cm að lengd. Foreldrar hennar eru Daði
Freyr Guðmundsson og Elsa A. Serrenho Valdemarsdóttir.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is