Morgunblaðið - 08.07.2017, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.07.2017, Blaðsíða 4
Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Reykjavíkurborg hefur ákveðið að loka þremur félagsmiðstöðvum eldri borgara í þrjár til fjórar vikur í sumar vegna manneklu. Tilkynning um lokun kemur tveimur vikum eft- ir að ákveðið var á fundi borgarráðs að hafa allar félagsmiðstöðvar eldri borgara opnar í sumar. Þær félags- miðstöðvar sem verður lokað eru Bólstaðarhlíð 43, Dalbraut 18-20 og Slétturvegur 11 en þeirri síðast- nefndu verður lokað strax á mánu- daginn. Gísli Jafetsson, fram- kvæmdastjóri Félags eldri borgara í Reykjavík, segir að félagið hafi ekki fengið tilkynningu um lokun á fé- lagsmiðstöðvunum. „Þetta er nú annað en var sagt fyrir hálfum mán- uði, þá var sagt það yrði bara opið í styttri tíma,“ segir Gísli og vísar þar til samþykktar borgarráðs frá 22. júní, þar sem ákveðið var að afnema sumarlokun á félagsmiðstöðvum eldri borgara. S. Björn Blöndal, for- maður borgarráðs, segir hins vegar að slík samþykkt hafi alltaf verið háð því að hægt væri að manna allar stöðurnar en slík mönnun hófst 22. júní. „Það var tekið fram sérstak- lega að þetta væri að sjálfsögðu háð mönnun. Um leið og samþykktin lá fyrir og þar með fjárheimildin var gengið í að ráða í stöðurnar,“ segir S. Björn. Meira en bara matarþjónusta Hann segir að almenn þjónusta fyrir eldri borgara muni ganga sinn vanagang í sumar og þá mun eldri borgurum sem annars hefðu sótt þessar þrjár félagsmiðstöðvar vera boðið upp á heimsendingarþjónustu á mat. „Það eru í sjálfu sér ekki neinar sérstakar mótvægisaðgerðir vegna lokunarinnar, umfram þá al- mennu þjónustu sem er í boði. Það eru 14 félagsmiðstöðvar opnar. Fólk getur nýtt sér akstursþjónustuna til að komast á milli og getur líka feng- ið til sín sendan mat,“ segir S. Björn. Gísli segir hins vegar að þrátt fyrir möguleikann á að fá heimsend- an mat séu félagsmiðstöðvarnar nauðsynlegur félagslegur þáttur í lífi marga eldri borgara. „Þetta er svo stór félagslegur þáttur hjá fólki, að koma saman í hádeginu og hitt- ast. Þetta er stór breyting á rút- ínunni hjá fjölda fólks,“ segir Gísli og bætir við að þetta séu allt staðir sem eldri borgarar venja komur sín- ar á. Hann segist jafnframt sýna því skilning að erfitt geti verið að manna stöður sem þessar en finnst tímasetningin afar sérstök. „Við skiljum þetta með mannekluna, það er eitthvað sem er erfitt að gera við en það er sérstakt að tilkynna þetta núna þegar komið er fram í júlí- mánuð,“ segir Gísli. Reyndu að manna stöðurnar Berglind Magnúsdóttir, skrif- stofustjóri velferðarsviðs Reykja- víkurborgar, segir að reynt hafi ver- ið að manna stöðurnar eftir að ákveðið hafi verið að reyna halda öllum félagsmiðstöðvunum opnum en hins vegar hafi tíminn til þess verið of knappur. „Það var sett allt á hundrað til að reyna að manna þessar stöður. Það er bara þannig þegar eitthvað er ákveðið svona seint að þá segir það sig næstum sjálft að það tekst ekki,“ segir Berg- lind og bætir við að náðst hafi að manna tvær félagsmiðstöðvar sem að öðrum kosti hefði verið lokað. Þremur félagsmiðstöðv- um eldri borgara lokað  Mannekla olli því að ekki var hægt að falla frá sumarlokun Morgunblaðið/Ómar Sumarlokun Reykjavíkurborg mun bjóða upp á heimsendan mat fyrir þá eldri borgara sem hefðu annars borðað á félagsmiðstöðvunum þrem. 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2017 Volvo Penta á Íslandi | Brimborg • Bíldshöfða 6 • Sími 515 7070 • volvopenta.is ÞÚ ERT Í ÖRUGGUM HÖNDUM hjá volvo penta á íslandi Öflug Volvo Penta þjónusta Hjá Volvo Penta á Íslandi | Brimborg starfar framúrskarandi teymi sem samanstendur af öflugum fagmönnum Brimborgar og samstarfsaðilum um land allt. Komdu í dag og ræddu við ráðgjafa. HAFÐU SAMBAND Í DAG • Sími: 515 7067 | 869 7537 Guðmundur Gísli • Netfang: volvopenta@brimborg.is • Heimasíða: volvopenta.is Kauptu bestu varahlutina Volvo Penta á Íslandi | Brimborg er með gott úrval varahluta á lager og á mjög hagstæðu verði. Varahlutasérfræðingar okkar veita þér fyrirtaksþjónustu og ráðgjöf við kaup. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Íbúðum sem leigðar eru til ferða- manna í atvinnuskyni á vissum svæð- um í miðbænum gæti fækkað um- talsvert á næstu misserum. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur hefur þannig samþykkt tillögu um breytta landnotk- un í miðborginni. Breytingin nær til aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030. Hún felst í því að takmarka gistiþjónustu inn- an svæðis svo- nefnds miðborg- arkjarna (M1a), sem skipt er í þrjú svæði. Það er gert m.a. með því að kveða á um hámarks- hlutfall gistiþjónustu. En einnig með því að heimila ekki nýja gististaði umfram það sem þegar er, nema með undantekningum ef um nýbyggingar er að ræða. Breytingin er því fram- hald á sambærilegum takmörkunum á fjölda gististaða í Kvosinni. Tillögunni var vísað til borgarráðs til meðferðar, sem afgreiddi hana á fimmtudag til auglýsingar. Hlutfallið allt að 23% í Kvosinni Reykjavíkurborg áætlar að hlut- fall gistiþjónustu á svæði M1a-1 sé nú alls 18%, þar af 2% íbúðir með gistileyfi í flokki II. Mikill meirihluti gistiþjónustu, eða 16%, er með leyfi í flokki III-IV. Þetta er svæði frá Lækjargötu að Höfðatorgi. Á svæðinu M1a-2 áætlar borgin að hótel og gistiheimili séu á samtals 21.400 fermetrum af alls 146.500 fer- metrum. Það samsvarar 15% hlut- falli. Til samanburðar sé búið að samþykkja að auka fermetrafjöld- ann í alls 38.700 fermetra af 171.200 fermetrum, að meðtöldum nýjum samþykktum, sem jafngildir 23% hlutfalli. Þetta svæði er Kvosin og nálægar götur að Lækjargötu í austri og Geirsgötu í norðri. Á svæði M1a-3, sem er ekki nema að litlu leyti byggt, er hlutfall hótela áætlað 11% miðað við núverandi hús- næði og gefnar heimildir í skipulagi. Þetta svæði nær til Hafnartorgs, byggingarreita við Hörpu og vestur að Vesturbugt. Takmarkanir verða á útgáfu gisti- leyfa á þessum svæðum. Í tillögunni eru reifaðar fjórar leiðir og er lagt til að á svæði M1a megi „ekki breyta núverandi skrifstofuhúsnæði, íbúð- um eða verslunarhúsnæði í gistiþjón- ustu umfram það sem þegar eru heimildir fyrir í núgildandi deili- skipulagi“. „Hins vegar er möguleiki á því að skilgreina gistiþjónustu sem ákveðið hlutfall starfsemi nýrrar uppbyggingar, að undangenginni deiliskipulagsgerð, svo lengi sem hún skerði ekki gæði, stærð eða magn skrifstofurýmis, íbúða eða verslunarhúsnæðis sem er fyrir,“ segir í umræddri tillögu. Leyfisveitingar verða því háðar mati borgaryfirvalda, þegar byggðin er þétt með nýbyggingum. Hrólfur Jónsson, skrifstofustjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar hjá borginni, segir að með væntan- legum breytingum sé „verið að koma böndum á útleigu íbúða til ferða- manna“. Horft hafi verið til þess að íbúum hafi fækkað í vissum hlutum miðborgarinnar. Markmiðið sé með- al annars að stýra uppbyggingu gistirýma. Nýjar reglur í byrjun árs Hann rifjar upp að um síðustu ára- mót tóku gildi nýjar reglur fyrir gistileyfi í flokki I. Samkvæmt þeim mega eigendur íbúða leigja þær út í að hámarki 90 daga á ári í skamm- tímaleigu, til dæmis í gegnum Airbnb, án þess að hafa gistileyfi í flokki II, sem er gististaður án gist- ingar. Gistileyfi í síðari flokknum nær til alls ársins. Sé íbúð í flokki I leigð út lengur en í 90 daga getur sýslumaður lagt á háar fjársektir. Með breytingunum gátu aðeins ein- staklingar skráð eignir í flokk I, þ.e. flokk heimagistingar, ekki lögaðilar. Hrólfur segir að með þessum breytingum um síðustu áramót geti sami eigandi að hámarki átt tvær íbúðaeiningar sem þetta 90 daga há- mark nær til. „Hugmyndin að baki Airbnb var sú að fólk gæti leigt út eignir á með- an það væri ekki að nota þær, eða þegar það þyrfti aukapening. Á síð- ustu árum eru hins vegar dæmi um að sami aðili hafi átt fjölda íbúða og leigt þær út á þennan hátt, án þess að greiða af því skatta og gjöld,“ seg- ir Hrólfur um þessa þróun. Umsóknir verða bornar saman við nýja skipulagið Hann bendir á að með væntanleg- um breytingum á aðalskipulagi sem nú á að auglýsa sé lagt til hámark á fjölda gististaða með leyfi II-IV á af- mörkuðu svæði. Vilji eigandi íbúðar á þessu svæði sækja um gistileyfi allt árið, þ.e. leyfi í flokki II, muni borgin kanna hvernig það samrýmist nýja skipulaginu. Svo geti farið að kvóti teljist uppfylltur og fæst leyfið þá ekki. Eins eru ákveðnar götur skil- greindar þar sem slík leyfisskyld gisting má vera og aðrar þar sem slíkt er ekki leyfilegt. Jafnframt geti breytingin haft í för með sér að núgildandi gistileyfi verði ekki endurnýjað þegar fram í sækir. Það geti með tímanum leitt til fækkunar íbúða sem leigðar eru til ferðamanna. Hrólfur segir aðspurður að breyt- ingin kunni að leiða til lækkunar leiguverðs í miðborginni. Skamm- tímaleiga til ferðamanna hafi í sum- um tilfellum skilað mun meiri tekjum en hefðbundin húsaleiga á markaði og það ýtt undir leiguverð. Með því að gistileyfi sé afturkallað þurfi eig- andi viðkomandi íbúðar að setja hana í almenna leigu, eða í sölu. Mun takmarka útleigu íbúða  Með nýjum reglum gæti íbúðum sem leigðar eru til ferðamanna í miðborg Reykjavíkur fækkað mikið  Gistileyfi verði látin renna út  Skrifstofustjóri hjá borginni telur þetta geta leitt til lægra leiguverðs Hertar reglur um gististaði í miðborginni Landnotkun miðborgarkjarnans er skipt í þrjú greiningarsvæði Svæði 1, austan Lækjargötu. Svæði 2 liggur innan Kvosarskipulags og hluta Grjótaþorps. Svæði 3, norðan Tryggvagötu að meðtöldum Hafnartorgsreit milli Hafnarstrætis og Tryggvagötu. Heimild: Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar. 12 3 Hrólfur Jónsson Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, for- stjóri Skipulagsstofnunar, segir ákvörðun úrskurðarnefndar um- hverfis- og auðlindamála frá í fyrra- dag koma á óvart. Úrskurðarnefndin ákvað þá að ógilda það mat Skipu- lagsstofnunar að nýtt hótel Fosshót- ela við Mývatn þurfi ekki að fara í umhverfismat. Hótelið er þegar tek- ið til starfa. Úrskurðarnefndin tekur ekki afstöðu til þess hvort hótelið á að fara í umhverfismat eða ekki, en gerir einungis athugasemd við vinnubrögð Skipulagsstofnunar. Úr- skurðarnefndinni þykir rökstuðningi Skipulagsstofnunar ábótavant og kallar auk þess eftir því að leitað sé umsagnar hagsmunaaðila. Skipu- lagsstofnun þarf því að taka málið fyrir að nýju. Ásdís á von á að ný ákvörðun Skipulagsstofnunar liggi fyrir í lok sumars. Starfsleyfi hótelsins er í höndum sýslumanns sem kallar eftir umsögn eftirlitsaðila, svo sem heilbrigðis- eftirlits. Ásdís á ekki von á að starfs- leyfi verði afturkallað að svo stöddu en segir fullt tilefni til að leyfisveit- endur endurskoði ákvörðun sína fari svo að eitthvað nýtt komi fram í úr- skurði Skipulagsstofnunar. Spurð út í af hverju allar fram- kvæmdir af þessu tagi séu ekki sett- ar í umhverfismat, segir Ásdís að umhverfismats sé einungis krafist fyrir stærri framkvæmdir sem lík- legar eru til að hafa veruleg um- hverfisáhrif. agunnar@mbl.is Nýs úrskurðar að vænta í sumarlok  Starfsleyfi Fosshótels jafnvel í uppnámi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.