Morgunblaðið - 08.07.2017, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2017
✝ Auður ÓskAradóttir
fæddist 20. mars
1962 á fæðingar-
heimili Reykjavík-
ur. Hún lést á heil-
brigðisstofnun
Vestfjarða 2. júlí
2017 eftir hetjulega
baráttu við krabba-
mein.
Auður Ósk var
dóttir Ara Auðuns
Jónssonar, f. 15. ágúst 1933, d.
29. nóvember 1974, og Kol-
brúnar Gerðar Sigurðardóttur,
f. 28. desember 1936. Systkini
Auðar eru átta talsins; Hafdís,
Louisa, Jón Valur, Jón Marías,
Bryndís Rut, Kolbrún, Bjarni og
Arna Hrönn. Auður Ósk lætur
eftir sig tvo syni; Ara Auðunn
Pétursson, f. 8. ágúst 1987, og
Daníel Þór Þorsteinsson, f. 24.
mars 1989, sambýliskona hans
er Elma Sturludótt-
ir. Auður Ósk
missti dóttur sína,
Elsu Kristínu
Hauksdóttur, sjö
ára, úr hvítblæði
17. ágúst 1986.
Auður Ósk flutti til
Ísafjarðar eftir
andlát dóttur sinn-
ar og ól hún syni
sína upp í faðmi
fjallanna ásamt því
að vera virk í samfélagi sínu.
Hún var virk í sjálfboðaliða-
starfi Rauða kross Ísafjarðar í
yfir tuttugu ár, tók þátt í
íþróttastarfi æskunnar í gegn-
um syni sína og hélt utan um er-
lenda háskólanemendur sem
námu við Háskólasetur Vest-
fjarða.
Auður Ósk verður jarðsungin
frá Ísafjarðarkirkju á morgun,
sunnudaginn 9. júlí 2017, kl. 14.
Elsku systir mín, nú verður
þú borin til grafar á morgun á
Ísafirði, sunnudaginn 9. júlí á
degi upprisunnar. Ég sit hér á
Húsinu á Ísafirði, hlusta á
Leonard Cohen, horfi á mynd-
ina af okkur þar sem þú reimar
skóna mína á spítalanum þegar
ég var lítil og minningarnar
rifjast upp. Hvað ert þú að gera
núna? Ertu kannski að hlusta á
tónlistina þína eða að horfa á
þættina þína eða kannski að
segja enn einn brandarann eða
jafnvel að prjóna peysu? Mikið
vildi ég geta tekið upp símann
og talað við þig eða faðmað þig
og geta sagt við þig ég elska
þig.
Þegar ég var lítil vildi ég
vera dóttir þín og skildi ekki af
hverju Elsa var það en ekki ég
en ég man líka að margir héldu
að þú ættir mig og Elsu Krist-
ínu. Alltaf vildi ég vera með þér
því mér leið svo vel í kringum
þig. Ég man líka þegar ég fór á
hárgreiðslustofu og sagðist vilja
alveg eins klippingu og Auður
systir. Já svona leit ég mikið
upp til þín og geri enn. Eitt af
því sem ég reyni að tileinka
mér er viðhorf þitt til lífsins og
náungakærleikurinn. Þú máttir
hvergi aumt sjá og ef einhver
þurfti hjálp þá varst þú mætt.
Alls staðar þar sem þú birtist
var gaman, þú hafði einstakt
lag að gera allar samkomur
skemmtilegar með húmor þín-
um og hlátri.
Verkefni lífsins bönkuðu upp
á hjá þér oftar en einu sinni,
æðruleysi þitt, sterki persónu-
leikinn þinn, fallegt viðhorf þitt
til lífsins og þrjóskan þín kom
þér í gegnum þau verkefni.
Aðdáunarvert var að fylgjast
með þér fara í gegnum síðasta
verkefnið sem þú fékkst í hend-
urnar. Ég skildi þig ekki alltaf
alveg, af hverju þú vildir hlífa
mér og öllum öðrum við því
verkefni en nú skil ég það.
Þannig var þín persónugerð og
þú vildir ekki leggja of mikla
byrði á mig og aðra.
Oft áttum við spjall um að ég
myndi flytja til Ísafjarðar til þín
því fólkið þar væri svo gott og
einnig var það ósk þín að vera
þar í meðferð, deyja þar og
vera jörðuð þar. Ég var ekki
sammála en ég skil þig núna
Auður. Vá hvað Ísfirðingar eru
yndislegir og samkenndin hér
mikil. Á sjúkrahúsinu var svo
vel hugsað um þig af kærleika
og ást af hjúkrunarfræðingun-
um, sjúkraliðunum og læknun-
um.
Mikið sakna ég þín elsku
stóra systir mín. Alveg undir
það síðasta varstu að hugga mig
og passa mig eins og þú hefur
gert allt mitt líf. Þú hefur hvatt
mig áfram þegar ég hef hrasað,
að standa aftur upp og halda
áfram með bros á vör og ekki
að líta aftur fyrir öxl. Röddin
þín var svo sterk og hún mun
hljóma áfram í eyrum mínum
inn í framtíðina.
Þessi dagur er runninn upp
þar sem þú ferð á vit nýrra æv-
intýra með Elsu Kristínu og
pabba. Það er mín huggun að
vita af því að þú ert með þeim
en ekki ein. Ég ætla að sleppa
þér en minning um þig verður
áfram sterk hjá mér, Konna,
Elsu Karen, Völu og Söruh. Þú
ert og verður ein af okkur.
Hvíldu í friði, elsku Auður
systir. Ég passa strákana þína.
Ást er þú,
Arna Hrönn systir.
Leiðin liggur vestur í fjörð-
inn sem við elskuðum til að
kveðja elsku frænku en hún
háði hetjulega barráttu við
þennan illvíga sjúkdóm og
kvartaði aldrei frá því ég kynnt-
ist henni og öðrum eins dugn-
aðarforki í vinnu hef ég aldrei
kynnst. Hún var einkar lunkin
að eiga við ölvað fólk og mann-
skapurinn komst ekkert upp
með að brjóta reglur þegar hún
sá til eins og þegar hún náði
mér á Krúsinni í denn með
flöskuna innanklæða og þá kom
þessi gullmoli frá henni
„Steinka, maður tekur ekki
kaffi með sér til Brasilíu.“
Við áttum margt sameigin-
legt en við elskuðum að vera í
margmenni og tala nú ekki um
kökuhlaðborð, skutlast á rúnt-
inn og fylgjast með mannlífinu
– hvað væri verið að bralla, ís í
hamró, ódýrar búðir, bíó á
mánudögum, jólabörn og „jed-
dúa mía“ allt jólaskrautið sem
þú áttir, heilt jólaland, við elsk-
uðum lífið, algjörir þvermóðsku-
hundar, að borða góðan mat
ásamt kaffi og sígó í eftirrétt.
Þú varst svo kærleiksrík og
hjálpsöm og elskaðir alla í
kringum þig og allir þekktu þig
og dáðu og húmorinn þinn var
einstakur.
Nú ertu komin til englanna
og afi og Elsa munu passa þig.
Megi guðs englar fylgja þér og
þú verður ávallt í huga mér.
Þín frænka
Steinunn (Steinka).
Komið er að kveðjustund,
elsku vinkona. Ég þakka þér
fyrir fimmtíu ára vináttu og
tryggð.
Margt hefur verið brallað og
mörg verkefni verið leyst þótt
oft hafi blásið og gefið á, þá
gátum við líka glaðst og mikið
höfum við hlegið saman.
Þú áttir marga vini og sam-
ferðafólk en dýrmætust voru
börnin þrjú; Elsa Kristín, Ari
Auðunn og Daníel Þór.
Nú ert þú komin til Elsu
þinnar, litla söngfuglsins þíns,
sem kvaddi okkur aðeins sjö
ára gömul eftir fimm ára veik-
indi. En flottu strákarnir þínir
eiga eftir að spjara sig. Ég veit
að þeir hafa alla burði og getu
til þess.
Elsku Ari Auðunn, Daníel
Þór, Elma, Kolbrún og öll fjöl-
skyldan, ykkur votta ég mína
dýpstu samúð. Minning þín lifir
og geri ég orð þín að lokaorðum
mínum: „Standið saman og
styðjið hvert annað.“
Þín
Sólveig (Solla).
Þín vinatryggð var traust og föst
og tengd því sanna og góða,
og djúpa hjartahlýju og ást
þú hafðir fram að bjóða.
Nú er hún Auður Ara, kær
fjölskylduvinkona, búin að
kveðja. Harðri snarpri baráttu
við óvelkominn gest er lokið.
En lífsviljann og þrekið átti hún
svo sannarlega í þessa ójöfnu
baráttu.
Auður var bara stelpuskott
er við fjölskyldan kynnumst
henni og fjölskyldu hennar,
Nonni bróðir hennar og Gummi
Atli bróðir æskuvinir og hún
kom um tíma í málningarvinnu
með fjölskyldunni og hefur allt-
af verið okkar. Í fjölda ára vann
hún hjá Dúa bróður og Gróu á
veitingastöðum þeirra og pott-
þétt var hún alltaf til vinnu og
hörkudugleg. Þar var ekki
gerður mannamunur, hvort sem
kúnninn var háttsettur eða ein-
hver sem minna mátti sín. Hún
var glaðlynd og opinská og átti
létt með að kynnast fólki og
umgangast það, vinur vinna
sinna og trygglynd sínum. En
hún bar svo sannarlega ekki
áhyggjur sínar á torg.
Lífsganga hennar var ekki
alltaf létt, hún var vart af
barnsaldri er hún missti föður
sinn í sjóslysi og setti sá harm-
ur mark á hennar lífsgöngu,
eins er hún missti einkadóttur
sína, Elsu Kristínu, aðeins sjö
ára gamla og var það hennar
hjartasár sem greri aldrei. Auð-
ur eignaðist tvo syni, þá Ara
Auðun og Daníel og stóð hún
sig einstaklega vel og með sóma
við uppeldi þeirra og hún ein
með þá. Þeir voru sólargeislar
hennar og hún skildi eftir sig
fallegt lífsverk í sonum sínum.
Þeir eru virkilega flottir dreng-
ir, ljúfir, hlýir, hugulsamir og
skemmtilegir og miklir mann-
kostir í þeim. Við höfum átt
margar samverustundir og rætt
um lífið og tilveruna í gegnum
tíðina og ég dáðist að baráttu-
þreki hennar í vetur er hún
skellti sér á mannamót, þótt
slöpp væri, lét aldrei að deigan
síga, ekta ísfirskur baráttujaxl
vinkonan.
Auður var svo sannarlega
Ísafjarðardóttir og nú er Ísa-
fjörður fátækari við fráfall
hennar, enda setti hún sinn svip
á mannlífið hér.
Elsku Ari og Danny boy, við
sendum ykkur hjartans einlæg-
ustu samúðarkveðjur vegna frá-
falls mömmu og þér, Kolla mín,
vottum við innilega samúð
vegna dótturmissis og ykkur
systkinum Auðar. Guð gefi ykk-
ur styrk og megi góðu minning-
arnar lýsa ykkur í söknuði og
sorg.
Bjarndís.
Kominn er tími á kveðju-
stund, Auður mín. Okkur óraði
aldrei fyrir að tími okkar saman
yrði ekki lengri. Það voru ekki
ófáar gleðistundirnar sem við
áttum saman í gegnum árin. Þú
varst svo sannarlega traustur
vinur og hrókur alls fagnaðar.
Þú hafðir svo ótrúlega mikla
hlýju og ást að gefa öllum, og
máttir ekkert aumt sjá.
Elsku Auja mín, ég er svo
þakklát að hafa fengið að deila
þessu ævintýri með þér. Ég veit
þú ert komin á betri stað og þú
tókst að þér að fara á undan til
að athuga hvort það sé ekki ör-
rugglega grand hinum megin.
Við hittumst, við tengdumst
og áttum yndislegar stundir
saman. Kærar þakkir, elsku
vinkona mín, fyrir að vera sam-
ferða mér. Hvíl í friði, Auja
mín, ég á eftir að sakna þín.
Kæru Ari , Daníel, ættingjar
og aðrir aðstandendur. Ég votta
ykkur mína dýpstu samúð á
þessum ykkar erfiðu tímum.
Kær Kveðja.
Björg Bryndís Jónsdóttir.
Það er erfitt að trúa því að
hún Auður okkar sé farin. Hún
var sterkur karakter og ekkert
að barma sér þrátt fyrir að lífið
væri oft óréttlátt hélt hún
ótrauð áfram og stóð upp aftur
og aftur. Auður missti föður
sinn ung sem hafði eðlilega
mikil áhrif á fjölskylduna, hún
eignaðist dótturina Elsu Krist-
ínu 17 ára gömul, en Elsa dó úr
hvítblæði aðeins sjö ára. Það
var erfiður tími fyrir Auði, því-
lík var sorgin. Loks komu svo
gullmolarnir, Ari og Daníel sem
þurfa nú að kveðja móður sína
langt um aldur fram. Auður
greindist með mein í vélinda
fyrir rúmu ári og voru henni
ekki gefnar góðar líkur á bata.
Hún var samt alltaf þrautseig,
bjartsýn og jákvæð og ætlaði að
hrista þetta af sér eins og
margt annað.
Auður var ráðagóð og alltaf
til í að bjarga málum, hver sem
þau voru. Hlátur hennar ómar í
eyrum okkar, hún hreinlega hló
sig í gegnum ótrúlegustu hluti
og ekki síst veikindi sín síðasta
árið. Alltaf hafði hún samt tíma
fyrir vini sína, vildi allt fyrir þá
gera og ávallt var gott að leita
til hennar. Þegar við vorum á
dögunum að vinna í annarri
minningargrein um bekkjar-
bróður okkar Rúnar, sögðum
við oft, nú vantar Auði, hún
hefði vitað þetta, hún var svo
mannglögg og minnug. Þau
voru ófá diskótekin sem við
tjúttuðum á og bömpuðum. Við
áttum líka marga skrautlega og
skemmtilegar samverustundir á
kaffihúsum síðustu ár, en Auður
hafði afskaplega gaman af að
klæða sig upp í búninga, elskaði
allt bleikt og nýtti hvert tæki-
færi sem gafst til að ganga með
hatt. Árlegt smörrebröd á hót-
elinu var ómissandi og þá var
Auður í essinu sínu, enda jóla-
barn fram í fingurgóma. Auður
var hrein og bein, ef einhver
gerði á hlut hennar fékk sá hinn
sami að heyra það óþvegið, ekk-
ert var skafið af og skipti þá
litlu hver átti í hlut. Hún var
líka hlý og fljót að bjóða faðm-
inn ef einhver átti bágt, hafði
ríka réttlætiskennd og átti auð-
velt með að kynnast fólki. Hún
var mikil handavinnukona, hekl-
aði mikið og prjónaði lopapeys-
ur. Erlendu háskólanemarnir
hér á Ísafirði sóttu mikið í Ísól,
kaffihúsið sem hún rak, en þar
seldi hún veitingar, bakaði kök-
ur og kenndi nemendunum ís-
lensku og að prjóna lopapeysur.
Hún leyfði þeim að nota eldhús-
ið og þvottavélina ef því var að
skipta og var alltaf til í að að-
stoða.
Auður var stolt af sonum sín-
um og vildi allt fyrir þá gera, en
lagði samt mikla áherslu á þeir
yrðu sjálfbjarga og sjálfstæðir
einstaklingar. Elsku Ari og
Daníel, við vottum ykkur okkar
dýpstu samúð og vonum að þið
öðlist styrk til að halda ykkar
markmiðum í lífinu og gerið
mömmu ykkar stolta. Það er
mjög erfitt að kveðja Auði og
við sendum ættingjum og að-
standendum okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Minning henn-
ar mun lifa.
Fyrir hönd árgangs 1962 á
Ísafirði,
Ingibjörg Snorradóttir
Hagalín.
Auður systir er fallin frá. Við
blasir þessi blákalda staðreynd
sem erfitt verður að sætta sig
við. Ég varð þess heiðurs að-
njótandi að eiga hana sem stóru
systur sem allt gat og vissi.
Hún var ekki gömul þegar hún
rogaðist með mig um allar triss-
ur í vagninum og á handleggn-
um, passaði svo sannarlega vel
upp á litla bróður sem hún var
svo stolt og ánægð með að eiga.
Allar götur síðan hefur hún
fylgst vel með mér og minni
fjölskyldu, gefið kjarngóð ráð
og umvafið okkur hlýju og kær-
leika. Dugleg var hún að hrósa
börnum okkar Silju og fylgdist
vel með þeim í leik og starfi.
Auður var mannvinur og átti
auðvelt með að rétta öðrum
hjálparhönd þegar á þurfti að
halda en viðurkenningin frá
Rauða krossinum fyrir 20 ára
starf ber þess glöggt merki.
Auður hins vegar átti erfiðara
með að þiggja hjálp eða aðstoð
frá öðrum ef hún þurfti á að
halda. Hún mátti ekkert aumt
sjá og var alltaf tilbúin til að-
stoðar náunganum. Systir mín
var hrókur alls fagnaðar þegar
sá gállinn var á henni og var
alltaf skemmtilegt og gefandi að
vera í kringum hana, hlátur-
mild, stríðin og alltaf að gera að
gamni sínu. Auður eignaðist
þrjú börn, Elsu Kristínu, Ara
Auðunn og Daníel Þór.
Líf Auðar var ekki alltaf
dans á rósum en fyrsta barn
hennar, Elsa Kristín, lést úr
hvítblæði aðeins 6 ára gömul.
Óhætt er að segja að sorgin og
söknuðurinn hafi nánast yfir-
bugað systur okkar á sínum
tíma og átti hún erfitt með að
lifa með þeirri staðreynd að
litla fallega barnið hennar væri
látið. Auður var stolt og ánægð
með að vera Ísfirðingur, þótti
vænt um bæinn sinn og bæj-
arbúa og vildi í raun hvergi
annars staðar búa. Þegar Auður
veiktist vildi hún leita sem mest
aðstoðar hjá sjúkrahúsinu í
bænum og þegar að því kom að
hún færi í líknandi meðferð ósk-
aði hún eftir því að fá að eiga
síðustu stundirnar þar í faðmi
strákanna sinna, systkina og
nánustu vina.
Ég kveð Auði systur sem var
mér svo kær og þakka fyrir
þær stundir sem við áttum sam-
an. Minningarnar um góða og
skemmtilega systur munu lifa í
hjarta mínu um ókomna tíð.
Ég bið góðan Guð um að
styrkja Ara og Daníel á þessum
erfiðu tímum, móður mína og
systkini.
Bjarni bróðir.
Dásamlega skemmtilega og
fallega mágkona mín er farin
frá okkur. Ég hef þekkt Auði
meira en helming ævi minnar.
Mér þótti afar vænt um hana og
vorum við góðar vinkonur. Það
var aldrei leiðinlegt að vera í
kringum Auði, hún var alltaf
eldhress og til í allt. Það eru
ótal dýrmætar stundir sem við
höfum átt saman og undanfarna
daga höfum við fjölskyldan farið
í gegnum ótal myndaalbúm sem
geyma gersemar. Þá er minn-
isstæð Spánarferð sem við fjöl-
skyldan fórum saman með Auði
og strákunum hennar, Ara og
Daníel, í þrjár vikur. Við
skemmtum okkur svo vel öll
saman og vorum við Auður svo
hrifnar að við ætluðum að
kaupa hús þarna saman og fara
þangað á hverju ári, það varð
þó ekki raunin, við fórum aldrei
aftur þangað saman en minn-
ingarnar ylja. Stelpurnar okkar
hjóna hafa átt mikið og gott
samband við Auði og það var
svo magnað hvað hún var stolt
af öllum þessum frænkum og
frændum sínum, tala nú ekki
um strákana sína sem hún sá
ekki sólina fyrir.
Thelma dóttir okkar hjóna
tengdist Ísafirði snemma á ung-
lingsárunum og var það Auður
sem kynnti hana fyrir bænum
sínum með því að fá hana í
vinnu til sín, það var ekki aftur
snúið því Thelma var gjörsam-
lega heilluð og mörg sumur í
röð hafa þær brallað þar ým-
islegt saman. Kamilla og Soffía
munu líklega ekki ná þessari
tengingu því Ísafjörður verður
aldrei samur.
Elsku yndislega Auður mín,
mikið á ég eftir að sakna þín og
yndislega smitandi hlátur þíns.
Ég trúi því og treysti að það sé
fjör hjá þér, pabba þínum og
Elsu þinni núna.
Elsku Ari, Daníel og fjöl-
skylda, mín innilegasta samúð.
Elsku Auður, takk fyrir allar
peysurnar og takk fyrir að hafa
verið stelpunum mínum svo
góð, takk fyrir allt. Þú munt lifa
áfram í hjörtum okkar alla tíð.
Ég vil gjarnan lítið ljóð
láta af hendi rakna.
Eftir kynni afargóð
ég alltaf mun þín sakna.
(Guðrún V. Gísladóttir)
Þín mágkona,
Silja.
Auður Ósk
Aradóttir
Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Útfararstofa kirkjugarðanna
Útfarar- og lögfræðiþjónusta
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Við önnumst alla þætti undir-
búnings og framkvæmd útfarar
ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og
umhyggju að leiðarljósi
og af faglegum metnaði.
Guðmundur Baldvinsson,
umsjón útfara
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800