Morgunblaðið - 15.07.2017, Side 1
Spilar
alltaf meðhjartanu
Óvinsællien pabbi
Sara Björk Gunnarsdóttir fyrirliði
íslenska landsliðsins í fótbolta segir
meiðsli sem hún varð fyrir snemma
á ferlinum hafa mótað sig og gert
sig að sterkari leikmanni. Hún segir
fyrsta markmið landsliðsins á EM
alveg skýrt: íslenska landsliðið ætli
sér að komast upp úr riðlinum.
Eftir það geti allt gerst. 14
16. JÚLÍ 2017SUNNUDAGUR
Belfast heillarferðamenn
Donald Trumpyngri er líklegaumtalaðastiBandaríkja-maðurinnþessa daganaog það
kemur
ekki til
af góðu 8
Áður ríkti ófriður en nú erandrúmsloftið afslappað 28
Frægirí framboð?Katy Perry og Kanye West eru meðalstjarna sem hafa lýst áhuga á því aðverða næsti forseti Bandaríkjanna 36
L A U G A R D A G U R 1 5. J Ú L Í 2 0 1 7
Stofnað 1913 169. tölublað 105. árgangur
FLUTTI TIL
ESSEX TIL AÐ
LÆRA DANS
TÍMI, FORM OG
RADDIR Á SUMAR-
TÓNLEIKUM
TÓNSKÁLD Í SKÁLHOLTI 44FÓTAFIMUR 12
Íslenska kvennalandsliðið í knatt-
spyrnu hélt í gær til Hollands þar
sem liðið mun leika í úr-
slitakeppni Evrópumótsins. Fjöl-
mennt var í brottfararsal Leifs-
stöðvar og fögnuðu viðstaddir
liðinu er það gekk í gegnum sal-
inn. Fjölmiðlafár var einnig í
kringum liðið. Skynja mátti eft-
irvæntingu og gleði hjá leik-
mönnum og aðstandendum
þeirra, en liðið horfði á hvatning-
armyndband áður en það hélt út í
flugvél. Stelpurnar okkar stilltu
sér upp í myndatöku með bros á
vör, þrátt fyrir hávaðarok og
rigningu.
Ísland mætir Frakklandi í
fyrsta leik úrslitakeppninnar á
þriðjudaginn, en leikið verður í
Tilburg. » 17, Íþróttir
Stelpurnar okkar stefna á átta liða úrslit á EM í Hollandi
Morgunblaðið/Hanna
Halda á vit ævintýranna
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Innflutningur á eldsneyti jókst um
77% árin 2012 til 2016. Vegna
lækkandi olíuverðs minnkaði verð-
mæti innflutningsins um 18%. Með
sama áframhaldi verður innflutn-
ingurinn tvöfalt meiri í ár en árið
2012.
Þetta má ráða af samantekt
Hagstofunnar fyrir Morgunblaðið.
Aukin eldsneytisnotkun vitnar
um mikinn hagvöxt og stóraukin
umsvif í ferðaþjónustu. Hluti af
aukningunni er tilkominn vegna
eldsneytis sem íslenskir lögaðilar
keyptu erlendis. Hlutur íslenskra
flugfélaga var þar stór, var t.d.
80% í fyrra. Sé erlendi hlutinn
undanskilinn jókst notkunin um
24% árin 2013 til 2016.
Samtímis því sem Íslendingar
keyptu meira af olíu á lægra verði
hafa skatttekjur ríkisins af öku-
tækjum aukist verulega síðustu
ár. Þær munu að óbreyttu nálgast
50 milljarða í ár en voru 36 millj-
arðar 2013.
Ekki aðeins flytur þjóðarbúið
inn meiri olíu, Landsbankinn spáir
neikvæðari vöruskiptajöfnuði
næstu ár. Samt muni gengið
styrkjast.
Júní var fyrsti mánuðurinn síð-
an í september 2013 sem Seðla-
bankinn seldi meira af evrum en
hann keypti. Á millibankamarkaði
er eingöngu höndlað með evrur.
Magnús Stefánsson, hagfræð-
ingur hjá Landsbankanum, segir
sölu Seðlabankans á evrum fyrir
alls um 4,65 milljarða á síðustu
vikum hafa verið viðbrögð við
veikingu krónunnar. „Þetta er
mótvægisaðgerð. Seðlabankinn er
að draga úr flökti í genginu,“ seg-
ir Magnús.
Notum
meiri
olíu
SÍ seldi fleiri evrur
en hann keypti í júní
MAukinn innflutningur … »10
Innígrip
Seðlabankans
maí júní júlí
Seðlabankinn selur evrur
Seðlabankinn kaupir evrur
EUR/ISK
27. júní:
1.071 m.kr.
11. júlí:
1.113 m.kr.
21. júní:
2.462 milljónir kr.
Mikil uppbygging er í Vest-
mannaeyjum. Elliði Vignisson, bæj-
arstjóri þar, segir atvinnulífið þar í
bæ hafa fjárfest fyrir 15 til 20 millj-
arða og að 60 íbúðir og einbýlishús
séu í byggingu eða í undirbúningi.
Vestmannaeyjabær og samstarfs-
aðilar standa að fasteignaþróunar-
verkefni í yfirgefnum fiskvinnslu-
húsum Fiskiðjunnar og Ísfélagsins í
miðbænum. Starfsemi í húsunum
verður fjölbreytt, átta lúxusíbúðir
verða á þaki Fiskiðjunnar og hvala-
sundlaug verður á jarðhæð ásamt
þekkingarsetri, sjávarklasa og
hugsanlega þjónustustofnunum
bæjarins.
Í Ísfélagshúsinu verða þjónustu-
íbúðir og sambýli fyrir fatlað fólk,
gallerí og almennar íbúðir. »14
Fasteignauppbygging Lúxusíbúðir á
þaki Fiskiðjunnar með stórkostlegu útsýni.
Mikil uppbygging í
Eyjum og hvala-
sundlaug fyrirhuguð
Margir smá-
bátasjómenn
hafa misst að-
stöðu sína í ver-
búðunum við
Grandagarð og
neyðst til að fara
annað, m.a. í
Mosfellsbæ. Mikil
uppbygging hef-
ur verið á svæðinu og ásýnd þess
breyst mjög í kjölfar örs vaxtar
ferðaþjónustu í miðborginni. Ver-
búðir hýsa nú ísbúðir og veit-
ingastaði í stað aðstöðu fyrir smá-
bátasjómenn.
Formaður Smábátafélags
Reykjavíkur segir að huga verði að
framtíðinni og ekki megi þrengja
um of að hafsækinni starfsemi við
Reykjavíkurhöfn. Aðstoðarhafn-
arstjóri Faxaflóahafna segir það ei-
lífan dans að samþætta sjávar-
útvegsstarfsemi og annan rekstur á
Granda. »6
Verbúðir hýsa ísbúð-
ir, ekki trillukarla
Örvandi lyf á
borð við rítalín,
sem notuð eru
við ADHD, voru
sá lyfjaflokkur
sem kostaði
Sjúkratrygg-
ingar Íslands, SÍ,
mest á síðasta
ári. Þetta kemur
fram í nýjum
staðtölum SÍ fyr-
ir árið 2016 og þar segir að kostn-
aðurinn við þessa tegund lyfja hafi
verið 799 milljónir í fyrra.
Í tölunum kemur einnig fram að
ávísunum á sterk verkjalyf hafi
fjölgað frá árinu á undan. »4
Mest útgjöld voru
vegna ADHD-lyfja
Rítalín Lyfið er
notað við ADHD.