Morgunblaðið - 15.07.2017, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2017
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Það vakti aðdáun þegar félagar í karlakórnum
Hreimi úr Þingeyjarsýslum komu saman í Ás-
byrgi í gærkvöldi og sungu nokkur lög. Tilefnið
var heimsókn sjónvarpsmanna frá BBC sem eru
að fjalla um líf eldra fólks í ýmsum löndum og
þótti þeim tilvalið að heimsækja hina þingeysku
söngvara sem Steinþór Þráinsson stjórnar. Um-
hverfið á tónleikastað er einstakt og ekki spillir
fyrir hve hljómburðurinn er góður enda komu
margir til að heyra bergmálið í klettunum háu í
Ásbyrgi, þar sem var frábært veður í gærkvöldi.
sbs@mbl.is
Hreimsfélagar sungu svo undir tók í klettunum
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Bergmálssöngur fyrir BBC í Ásbyrgi
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Í skýrslu Hafrannsóknastofnunar
um áhættumat vegna mögulegrar
erfðablöndunar frá laxeldi segir að
nokkur áhrif verði á Laugardalsá,
Langadalsá í Ísafjarðardjúpi og
Breiðdalsá í Breiðdalsvík. Þessar ár
þurfi að vakta sérstaklega og því er
lagt til að ekki verði leyft eldi í Ísa-
fjarðardjúpi vegna mögulegra mik-
illa neikvæðra áhrifa á laxastofna í
Djúpinu. Af sömu ástæðum er lagt
til að eldi verði ekki aukið í Berufirði
og lagst gegn eldi í Stöðvarfirði
vegna nálægðar við Breiðdalsá.
Pétur G. Markan, sveitarstjóri
Súðavíkurhrepps, segir þessa niður-
stöðu ekki bara vera áfall heldur
hamfarir miðað við þá atvinnu-
uppbyggingu sem unnið hefur verið
að á svæðinu.
„Það eru sorgarviðbrögð í fjórð-
ungnum en við verðum samt að
halda yfirvegun okkar og vinna
áfram í málinu,“ segir hann og bend-
ir á að laxeldi sé ung atvinnugrein og
líkur á að þessu verði breytt.
„Fiskeldi er ung atvinnugrein,
bæði fyrir þá sem standa að henni og
líka þá sem sinna eftirliti, í raun allt
fagkerfið. Ég á því von á að þetta
mat eigi eftir að taka breytingum
eftir því sem menn vinna svona bet-
ur.“
Umhverfisvænt og hagkvæmt
Pétur segir Vestfirði sem fjórð-
ung hafa átt afskaplega erfitt upp-
dráttar og fiskeldi sé sú atvinnu-
grein sem veðjað hafi verið á til að
koma atvinnumálum þar í betra
horf.
„Þessi atvinnugrein sem slík hent-
ar öllum þeim skilmálum sem Vest-
firðingar hafa sett sér. Hún er um-
hverfisvæn og nútímaleg og öflug á
hagrænu stigi,“ segir Pétur og bend-
ir á að Vestfirðir séu eini staður
landsins sem hafi ekki leitað í stór-
iðju.
„Fjöldi ólíkra og góðra starfa
fylgir fiskeldi, sem er auk þess um-
hverfisvæn atvinnugrein. Miðað við
fyrstu yfirferð sýnist mér ekki tekið
tillit til mótvægisaðgerða,“ segir
Pétur og nefnir sem dæmi að í
skýrslunni séu taldar líkur á að lax
sleppi úr kví en gegn því séu marg-
víslegar mótvægisaðgerðir sem ekk-
ert tillit sé tekið til.
Ekki náðist í Þorgerði Katrínu
Gunnarsdóttur, landbúnaðar- og
sjávarútvegsráðherra, við vinnslu
fréttarinnar. Samkvæmt samtali við
Páls Rafnars Þorsteinssonar aðstoð-
armann hennar byrjaði hún í sum-
arfríi í gær og var því ekki til viðtals.
Sorgarviðbrögð í fjórðungnum
Hafrannsóknastofnun leggur til að ekki verði leyft eldi í Ísafjarðardjúpi vegna mögulegra mikilla
neikvæðra áhrifa á laxastofna í Djúpinu Sveitarstjóri Súðavíkurhrepps segir niðurstöðuna áfall
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Laxeldi Engin stóriðja er á Vestfjörðum og treystir fólk í landsfjórð-
ungnum á fiskeldi sem umhverfisvænan kost í atvinnuuppbyggingu.
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Í skýrslu starfshóps sem fjármála- og
efnahagsráðherra skipaði til að fara
yfir skattskil af erlendri ferðaþjón-
ustustarfsemi er m.a. lagt til að lög-
fest verði skylda erlendra ferðaþjón-
ustuaðila sem hafa með höndum
skattskylda starfsemi hér á landi til
að standa skil á skattgreiðslum áður
en ökutæki er flutt úr landi, að við-
lögðum refsingum. Samhliða verði
málsmeðferðarreglur skattalaga
skoðaðar í slíkum tilvikum með ein-
földun að leiðarljósi.
Starfshópurinn var settur á laggirn-
ar vegna ábendinga sem fram hafa
komið um ójafna samkeppnisstöðu ís-
lenskra ferðaþjón-
ustuaðila gagnvart
erlendum keppi-
nautum, einkum á
sviði hópferða.
„Ég fagna þessari
niðurstöðu og
vona að stjórnvöld
fylgi skýrsluni eft-
ir,“ segir Grímur
Sæmundsen, for-
maður stjórnar
Samtaka ferðaþjónustunnar.
„Mestu máli skiptir að þeir sem
starfa í ferðaþjónustu sitji við sama
borð. Þetta er atvinnugrein sem hefur
verið í miklum vexti og vex enn. Þeim
mun frekar verður að gæta vel að
málum sem þessum.“
Grímur segir í mörg horn að líta
enda um flókið mál að ræða. Hér
skipti máli hvort aðili hafi fasta starfs-
stöð, hvort undanþágur tvísköttunar-
samninga eigi við o.fl.
Ábendingar skýrslunnar snúa fyrst
og fremst að skattskilum erlendu að-
ilanna, einkum skilum á virðisauka-
skatti en einnig mögulegri tekju-
skattsskyldu þeirra hérlendis vegna
þessarar starfsemi, staðgreiðslu-
skyldu vegna launamanna á þeirra
vegum, sem og greiðslu aðflutnings-
gjalda. Þá segir í skýrslunni að
ákvæði tollalaga er varðar tollfrelsi
skemmtiferðaskipa í innanlandssigl-
ingum verði viðhaldið, en þó þannig
að lagaumhverfið verði skýrt og
þrengt.
Allir sitji við sama borð
Tryggja þurfi að erlendir aðilar í ferðaþjónustu á Íslandi
greiði með réttum hætti skatta og gjöld hér á landi
Grímur
Sæmundsen
Myllusetur ehf.,
sem gefur út
Viðskiptablaðið,
Fiskifréttir og
Eiðfaxa, hefur
samkvæmt heim-
ildum Morgun-
blaðsins keypt
tímaritið Frjálsa
verslun af Út-
gáfufélaginu Heimi hf., sem er í
eigu Talnakönnunar hf. Með söl-
unni á Frjálsri verslun lýkur
Heimur sölu á tímaritum sínum,
en fyrirtækið gaf meðal annars út
Iceland Review, Vísbendingu og
Ský.
Frjáls verslun er elsta viðskipta-
tímarit landsins og hefur komið út
frá árinu 1939. Ritstjóri þess er
Jón G. Hauksson. Engar ákvarð-
anir hafa verið teknar um breyt-
ingar á útgáfu tímaritsins.
Myllusetur kaupir
Frjálsa verslun
Heiðar Orri Þorleifsson, 31 árs gam-
all karlmaður sem lögreglan á höf-
uðborgarsvæðinu lýsti eftir í fyrra-
dag, fannst látinn um hádegisbilið í
gær.
Í tilkynningu frá lögreglu segir að
ekki sé talið að andlát Heiðars Orra
hafi borið að með saknæmum hætti
og er þar komið á framfæri þökkum
frá fjölskyldu hans til þeirra sem að-
stoðuðu við leitina að honum.
Fannst látinn
eftir leit
Fyrsta húsið sem Högna Sigurðar-
dóttir arkitekt teiknaði er nú til sölu.
Högna var fyrsta íslenska konan til
að útskrifast sem arkitekt og má því
líklega segja að húsið, sem stendur
við Brekkugerði 19 í Reykjavík, sé
fyrsta húsið sem hannað er af ís-
lenskum kvenkyns arkitekt. Högna
teiknaði húsið árið 1961 og var það
fullbyggt tveimur árum síðar.
Húsið ber sterk höfundareinkenni
en í verkum sínum lagði Högna
áherslu á tengsl byggingar við nátt-
úruna. Innveggir hússins eru úr
ómálaðri og ópússaðri steypu en það
mun vera í fyrsta sinn sem slíkt var
gert hér á landi. Ljær það húsinu
hráan blæ sem kallast á við viðarinn-
réttinguna. Lítið rúm var fyrir garð
á lóðinni og kaus Högna því að gera
garð á þaki hússins. Í húsinu er einn-
ig innilaug á jarðhæð sem tengd er
þakgarðinum með hringstiga en
svæði laugarinnar er klætt flísum úr
Drápuhlíðarfjalli. alexander@mbl.is
Sögufrægt Högnu-
hús er nú til sölu
Ljósmynd/Sverrir Gunnlaugsson
Til sölu Eigendur hafa haldið hús-
inu í svo til upprunalegri mynd.