Morgunblaðið - 15.07.2017, Síða 6

Morgunblaðið - 15.07.2017, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2017 Normandí & París sp ör eh f. Haust 2 Í þessari dásamlegu ferð liggur leið okkar um hið heillandi Normandíhérað og heimsborgina París. Við heimsækjum Rúðuborg og klettaeyjuna frægu Mont St. Michel. Í París verður farið í áhugaverðar skoðunarferðir um helstu staði borgarinnar eins og Eiffelturninn, Louvre safnið, Sigurbogann, Champs Elysées og Notre Dame. 15. - 22. september Fararstjóri: Laufey Helgadóttir Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Verð: 199.900 kr. á mann í tvíbýli. ÖRFÁ SÆTI LAUS Mjög mikið innifalið! Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Sigurður Már Guðjónsson, bakara- og konditormeistari, eigandi Bern- höftsbakarís og formaður Konditor- sambands Íslands, segir að hótel og veitingastaðir leiti mjög lítið til handverksbakara eftir viðskiptum. Sigurður Már kveðst telja að full- yrðing Jóhannesar Felixsonar, (Jóa Fel) formanns Landssambands bak- arameistara, hér í blaðinu í gær, um að viðskiptavinurinn sem versli við bakarí sem er innan Landssambands bakarameistara, geti verið 99% viss um að í þeim bakaríum sé varan bök- uð frá grunni, standist ekki. „Því miður eru allt of margir bakarar að nota innflutninginn. Það hefur verið mjög erfitt að fá bakara, vegna þess hve fáir eru að útskrifast. Ég er nýbúinn að ráða til mín bakara frá Þýskalandi,“ sagði Sigurður Már. „Það hefur komið fram í fréttum að ungt fólk kemst ekki á náms- samning í bakstri. Þetta helst allt í hendur. Þeir sem keypt hafa veit- ingastaði, og skipta ekki við íslensk handverksbakarí, heldur bjóða upp á innflutt brauð, skapa ekki tækifæri fyrir ungt fólk til að læra bakaraiðn- ina,“ sagði Sigurður Már í samtali við Morgunblaðið í gær. Sigurður Már segir að einungis tveir bakarar hafi útskrifast í vor. Sennilega verði engir bakarar út- skrifaðir fyrir áramót og þeir verði ekki nema þrír til fjórir sem muni út- skrifast næsta vor. Sigurður Már rifjar upp að þegar bakarastéttin fagnaði 150 ára afmæli sínu árið 1984 hafi yfir 60 bakarí ver- ið í Landssambandi bakarameistara. Hann telur að þau séu innan við 30 í dag. Baka sjálfir eða kaupa frosið „Ég get staðfest það að hótelin og veitingastaðirnir leita nánast ekkert til okkar handverksbakaranna eftir viðskiptum, þannig að ég tel að það standist ekki að bakaríin, hvorki hér á höfuðborgarsvæðinu né úti á landi, geti ekki þjónustað ört vaxandi ferðaþjónustuna. Það er einfaldlega ekki látið á það reyna,“ sagði Sig- urður Már. „Þeir bakarar sem ég hef talað við segja að hótelin úti á landi leiti ekki til þeirra eftir viðskiptum, heldur baki sjálfir eða kaupi frosið,“ sagði Sigurður Már. Hann segir að í Þýskalandi og Danmörku séu verksmiðjubakaríin að útrýma handverksbakaríunum. Þegar Vestur- og Austur-Þýskaland hafi sameinast hafi verið um 33.000 bakarí í Vestur-Þýskalandi og um 4.000 í Austur-Þýskalandi. Í dag, 27 árum seinna, séu tæplega 12 þúsund bakarí í Þýskalandi og bakaranem- um hafi fækkað um 40% frá árinu 2008. Hótel og veitingastaðir leita lítið til bakara  Eigandi Bernhöftsbakarís á öndverðum meiði við Jóa Fel Morgunblaðið/Ernir Meistari Sigurður Már Guðjónsson. Arnar Þór Ingólfsson athi@mbl.is Smábátasjómenn sem gera út frá Reykjavíkurhöfn hafa margir hverj- ir ekki lengur aðstöðu við höfnina, en margvísleg verslun og þjónusta hefur yfirtekið stóran hluta verbúð- anna við Grandagarð, sem smábáta- sjómenn leigðu áður. Sævar Kristinsson smábátasjó- maður segir upplifun sína þá að fiskimönnum hafi verið ýtt frá svæð- inu. „Eftir að við fluttumst úr ver- búðunum vegna hækkandi leigu fengum við gáma á svæðið sem gott var að vera í. Svo var plássið sem þeir stóðu á tekið undir annað og við þurftum að fara þaðan með skömm- um fyrirvara. Þar standa rútur og bílaleigubílar í dag.“ Ekki hafðir með í ráðum Sjálfur fékk Sævar aðstöðu við Kópavogshöfn, en einnig segir hann að nokkur fjöldi smábátasjómanna hafi fengið aðstöðu í Mosfellsbæ. „Það var ekki í nein hús að venda og Mosfellsbær aumkaði sig yfir okkur og við fengum að fara þangað.“ Hann segist harma að smábáta- sjómenn hafi ekki verið hafðir með í ráðum. „Svæðið er að breytast og það er náttúrlega þróun sem við ráð- um ekkert við. Það er verið að koma inn veitingastöðum og svona fyrir túristana, sem er mjög skiljanlegt, en það væri nú allt í lagi að hafa eitt- hvert pláss fyrir okkur. Mér finnst þetta skelfing hvernig verið er að bola fiskimönnum í burtu.“ Aðeins þrengt að „Það hefur aðeins þrengt að okk- ur,“ segir Þorvaldur Gunnlaugsson, formaður Smábátafélags Reykjavík- ur. Hann segir þó gott samstarf á milli smábátasjómanna og Faxaflóa- hafna við að takast á við mikinn vöxt í ýmsum greinum á Granda. „Þetta hefur vaxið rosalega hratt og það eru allir að reyna að finna leiðir til að láta þetta allt saman ganga upp. Það eru einhverjir hnökrar á þessu, en það hefur nátt- úrlega bara orðið sprenging í ferða- þjónustunni í miðbænum,“ segir Þorvaldur. Hann segir smábátasjómenn vera með loforð frá borginni um að ver- búðirnar frá vigtinni og norður úr verði eingöngu fyrir hafsækna starf- semi. Þá þurfi allir sem reka starf- semi á svæðinu að huga að framtíð- inni. „Höfnin hefur aðdráttarafl því hún er höfn með hafsækna starf- semi. Menn þurfa að halda virkilega vel á spöðunum, allir sem að þessu koma,“ segir Þorvaldur. Blómstrandi veitingarekstur Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafn- arstjóri Faxaflóahafna, segir að smábátasjómenn hafi verið með ver- búðir í suðurbugtinni, en hafi verið að flytja sig yfir í verbúðir í vest- urhöfninni upp á síðkastið. Flot- bryggjur hafi verið byggðar í norð- urbugtinni, sérstaklega ætlaðar smábátasjómönnum. Hann hefur tekið eftir fækkun trillukarla á svæðinu, en segist ekki vita til þess að þá skorti aðstöðu. „Við vorum hér áður með hóp kannski 50-80 trillusjómanna, en þessi hópur er í dag um 10-12 manns og ég veit ekki til þess að einhver sem vill aðstöðu hafi ekki aðstöðu.“ Svæðið hefur tekið miklum breyt- ingum á síðustu árum. „Það er sama hvort þú talar við almenna borgara hér eða ferðamenn; þetta er staður sem fólk sækir í að heimsækja og njóta. Að því leytinu er þetta mjög vel heppnað en það er eilífðarvanda- mál hvernig þetta rekst saman,“ segir Jón og vísar þar til útgerð- arstarfseminnar og veitingarekst- urs. Hann segir nokkuð ljóst að að- stöðumál smábátasjómanna séu bet- ur komin í vesturhöfninni. „Það er okkar sjávarútvegs- og fiskihöfn. Þar erum við með betra húsnæði en það sem var hérna í suðurbugtinni, en hvort mönnum líkar að fara þang- að er annað mál.“ Jón segir það einlægan vilja hafn- aryfirvalda og borgaryfirvalda í Reykjavík að vernda sjávarútveginn á svæðinu. „Þarna er HB Grandi og aðstaða hjá Brimi og fleiri aðilum og þetta er hjartað í sjávarútvegi í Reykjavík.“ Smábátasjómenn á hrakhólum  Verbúðir við Grandagarð teknar undir margskonar rekstur síðustu ár  Þó nokkrir smábátasjó- menn með aðstöðu í Mosfellsbæ  Aðstoðarhafnarstjóri kannast ekki við aðstöðuleysi sjómanna Morgunblaðið/Árni Sæberg Reykjavíkurhöfn Margskonar starfsemi er nú í gömlu verbúðunum við Grandagarð ofanverðan. Svæðið hefur breyst mikið á undanförnum árum, í takt við þann mikla uppgang sem orðið hefur í ferðaþjónustu í borginni. Margvísleg starfsemi hefur tekið yfir töluverðan hluta verbúðanna við Grandagarð, þar sem smá- bátasjómenn höfðu áður að- stöðu sína. Faxaflóahafnir eru eigendur verbúðanna, sem byggðar voru á árunum 1945-1955. Ytra byrði þeirra var friðað að tillögu Húsa- friðunarnefndar árið 2009. Síðustu ár hefur ýmis starf- semi rutt sér til rúms í verbúð- unum og má þar nefna ísbúð, bakarí, veitingastaði og ýmsa menningarstarfsemi, svo sem listgallerí og vinnustofur. Er það í takt við þá auknu þjónustuuppbyggingu sem átt hefur sér stað úti á Granda í greinum ótengdum sjávarútvegi. Nýtt hlutverk verbúðanna GRANDAGARÐUR BREYTIST Morgunblaðið/Árni Sæberg Verbúðir Húsalengjurnar við Grandagarð eru afar einkennandi fyrir svæð- ið. Ytra byrði húsanna var friðað árið 2009 að tillögu Húsafriðunarnefndar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.