Morgunblaðið - 15.07.2017, Side 13

Morgunblaðið - 15.07.2017, Side 13
Ljósmynd/Fiona Whyte Photography Glæsilegur hópur Rúnar með karlkyns samnemendum sínum í skólanum, en aðeins 10 strákar eru í hópi 100 nem- enda skólans. Rúnar situr fremst til hægri, með hljóðnema í hendi, enda var sungið í þessari danssýningu. mjög ögrandi verkefni en ég fékk að vita klukkutíma eftir inntökuprófið að ég hefði komist inn, það var æðis- legt.“ Fékk fullan námsstyrk Rúnar hefur verið dansandi frá blautu barnsbeini, hann var aðeins þriggja ára þegar hann byrjaði að læra samkvæmisdans og keppti bæði hér heima og í útlöndum allt frá sex ára aldri. Nú er Rúnar 17 ára en hann var aðeins sextán ára þegar hann hélt út til Bretlands í fyrra- haust, nýbúinn að klára grunnskóla á Íslandi. „Við erum ekki nema þrjú sem erum sextán ára í þessum skóla, hin- ir nemendurnir eru eldri, allir strák- arnir eru yfir tvítugt, en það eru miklu fleiri stelpur en strákar í skól- anum. Við erum aðeins tíu strákar af hundrað nemendum og fyrir vikið fá strákar frekar styrk til náms í skól- anum en stelpur,“ segir Rúnar sem fékk fullan námsstyrk. Líður vel hjá bresku fjölskyldunni sinni úti Hann neitar því ekki að það hafi verið svolítið kvíðvænlegt að flytja einn til útlanda frá fjölskyldunni sinni. „Ég bjó hjá breskri fjölskyldu sem er frábær, en það var pínu skrýtið augnablik þegar ég opnaði í fyrsta sinn herbergið mitt þar sem ég átti að halda til í heilan vetur, þá varð þetta allt raunverulegt. Breska fjölskyldan mín vildi allt fyrir mig gera og bauð mér með sér hvert sem þau fóru, en ég var svo upptekinn í skólanum að ég komst ekki nærri alltaf með þeim,“ segir Rúnar sem var oft í skólanum í tíu til tólf tíma á dag. „Auðvitað saknaði ég fjölskyld- unnar minnar hér heima, en ég gat talað við foreldra mína í síma, svo þetta var ekkert mál.“ Foreldrar Rúnars, Perla Rún- arsdóttir og Bjarni Björnsson, segja það vissulega hafa verið erfitt að sleppa hendinni af 16 ára syninum þegar hann fór út, en gott samband var milli fjölskyldnanna, þeirrar bresku sem Rúnar bjó hjá úti og hans fólks hér heima. „Við vorum í stafrænu sambandi og heimsóttum hann líka. En erfiðast var að kveðja hann á lestar- stöðinni í síðustu heimsókn okkar til hans, sem var skömmu eftir hryðjuverkaárás- ina. Sérstaklega af því að hryðjuverkum hef- ur fjölgað í Bretlandi og Rúnar hefur orðið var við meiri hryðju- verkaótta meðal fólks og aukna öryggisgæslu.“ Hundrað armbeygjur Skólinn er í þeim hluta Essex sem heitir West Cliff, og Rúnar seg- ir gott að búa þar. „Þetta er nánast eins og Kópa- vogur, mjög notalegt og öruggt um- hverfi, allt frekar einfalt og eigin- lega ekki hægt að villast. Og auðvelt fyrir mig að fara þaðan til London þegar ég þurfti að fara þangað á æf- ingar um helgar.“ Námið við skólann er tvö ár og hægt er að bæta við sig þriðja árinu ef fólk vill. Rúnar er ákveðinn í að fara aftur út í haust og ljúka seinna árinu, en hann ætlar að sjá til með þriðja árið. „Fyrir mig var þetta eins og að stökkva út í djúpu laugina, ég vissi ekkert hvernig þetta yrði. Ég vissi samt alveg hverju ég mætti búast við hjá Elizabeth, danskennaranum sem kenndi mér í Borgarleikhúsinu, hún er mjög ströng og hörð, lætur okkur stundum gera hundrað arm- beygjur. Hún er rosaleg,“ segir Rúnar og bætir við að bæði Eliza- beth og Chantelle hafi gert mikið fyrir íslenska krakka í dansinum, stór hópur íslenskra krakka hefur lært hjá þeim þegar þær voru á Ís- landi, en það sé engin sambærileg kennsla hér á landi. „Námið úti stóðst allar mínar væntingar og þetta var frábær vet- ur,“ segir Rúnar sem var auk þess í fjarnámi í ensku frá Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti, en segir það hafa verið nokkuð strembið að sinna því, þar sem hann kom oftast dauð- þreyttur seint heim úr skólanum. Langar að komast á skrá hjá öflugri umboðsskrifstofu Rúnar lærir við skólann meðal annars „commercial“ dans, eða nú- tímadans, til dæmis street-dans, jazz, hipphopp og fleiri dansstíla sem mikið eru í tónlistarmynd- böndum, auglýsinga- bransanum, sjón- varpi, kvikmyndum og á fleiri sviðum. „Fólk leitar til skólans okkar eftir dönsurum í alls- konar verkefni og ég er búinn að taka þátt í einu slíku, ég var að dansa á sviðinu með bandarísku söngkon- unni Katy Perry þegar hún kom fram á Brits-tón- listarverðlaunahátíðinni í London þetta árið. Við fengum þetta verk- efni í gegnum söngkennarann minn, Liam Lunniss, sem er mjög vinsæll „choreographer“ og er þekktur og virtur í söngheiminum,“ segir Rúnar og bætir við að þetta hafi verið frá- bær upplifun. Hann er mjög spennt- ur fyrir þeim verkefnum sem hann á eftir að taka þátt í í framtíðinni. „Mig langar að komast á skrá hjá stórri og öflugri umboðs- skrifstofu, ég er spenntur fyrir einni sem heitir Skin London.“ Eldri bróðir Rúnars, Björn Dagur Bjarnason, fór í dansprufur í dansskólum í London á þessu ári og er nú kominn inn í einn slíkan, Wilk- es Academy of Performing Arts, og hefur þar nám í haust. Allir vegir færir Rúnar ætlar að fara aftur út í skólann í haust. Morgunblaðið/Árni Sæberg Lipur Rúnar fer létt með að dansa á göt- unni framan við heimili sitt í Kópavogi. Nánar um skólann hans Rúnars: www.tiffanytheatrecollege.com Sýning sem breskir skólar eru með til að kynna skólana sína: www.moveitdance.co.uk Þetta er dæmi- gerður breskur skóli þar sem er mikil reglufesta, við verðum að mæta hálftíma áð- ur en skólinn byrj- ar á morgnana og þurfum að vera í skólabúningum. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2017 Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið virka daga kl. 10–18, laugard. kl. 11–16, sunnud. lokað Við leitum að listaverkum erum að taka á móti verkum á næsta listmunauppboð Við leitum að verkum eftir fumherjana í íslenskri myndlist. Sérstaklega eftir Ásgrím Jónsson, Jóhannes S. Kjarval, louisu matthíasdóttur, Þórarinn B. Þorláksson, Svavar Guðnason, Jóhann Briem, Þorvald Skúlason og Nínu tryggvadóttur. Þá erum við einnig með kaupendur að góðum verkum eftir Kristján Davíðsson, Georg Guðna, alfreð Flóka, Braga Ásgeirsson, tryggva Ólafsson og Stórval. Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400 að þá var það almennt betur séð að fólk reyndi að bjarga hjónabandinu. Hjón sem stóðu frammi fyrir mögu- legum skilnaði fóru sjálfviljug til biskupsins á svæðinu, sem sendi þau í herbergið til þess að freista þess að sættir næðust, áður en til skilnaðar kæmi. „Herbergið var tæki sem notað var til þess að halda samfélaginu innan grunngilda kristninnar,“ útskýrði Ziegler. Þá benti hann á að þetta fyrirkomulag verndaði einnig þær konur og börn sem voru háð því að þetta fjölskyldufyrirkomulag héldist. Ef til skilnaðar kæmi var eiginmaður- inn skyldugur til þess að borga fyrr- verandi eiginkonu sinni helming eigna sinna. Ef hann hins vegar gift- ist aftur, og skildi í annað sinn, fékk seinni eiginkona hans ekkert. Í dag er öldin önnur. Ekki er lengur sami efnahagslegi þrýstingur, né þrýstingur frá trúnni, fyrir hjón í erfiðleikum um að ná sáttum. „Ástæðan fyrir því að halda áfram að vera gift á sínum tíma þrátt fyrir erfiðleika var sennilega ekki ást. Ástæðan var öllu heldur vinna og vilj- inn til þess að komast af. Ef hjón voru læst inni í litlu herbergi í sex vikur var erfiðara fyrir þau að safna mat fyrir næsta ár, svo viljinn til þess að komast út fyrr flýtti fyrir að þau næðu sáttum, svo þau gætu haldið áfram að vinna saman til að fram- fleyta sér.“ En þrátt fyrir að forsendur fyrir notkun herbergisins séu ekki lengur þær sömu, fær Ziegler að eigin sögn ennþá beiðnir frá hjónum sem vilja freista þess að laga hjónabandið með því að láta læsa sig inni, og því þjóni herbergið ennþá sínum tilgangi. „Nútímafjölskyldur glíma við þann vanda að fólkið innan þeirra hefur sí- fellt minni tími til að eyða hvert með öðru. Við erum mun sjálfselskari en forfeður okkar voru. Við þjáumst af einmanaleika, sem er ástæða þess að við þurfum að tala meira saman. Að- eins þannig getum við fundið út hvað skiptir okkur mestu máli og hvað það er sem að tengir okkur öll saman,“ segir Ziegler. AFP Ástin Það getur verið þrautin þyngri að láta ástina endast í margra ára hjónaböndum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.