Morgunblaðið - 15.07.2017, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.07.2017, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2017 Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 plankaparket Verðdæmi: 190 mm Eik Rustik burstuð mattlökkuð 6.990.- m2 Síðasta heila árið sem Herjólfur sigldi til Þorlákshafnar voru farþegar 127.000 að sögn Elliða en búast má við 350.000 ferðamönnum í ár og vel yfir 400.000 þegar ný ferja kemur á næsta ári ef allt gengur upp. Risavaxin fasteignaþróun Leigusamningur hefur verið und- irritaður við Merlin Entertainment eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki heims að sögn Elliða, um afnot af 1.000 fm af jarðhæð Fiskiðjunnar. „Í samstarfi við Merlin flytjum við fiska- og náttúrugripasafnið okkar þangað. Þeir munu svo byggja upp flottasta fiska- og náttúrugripasafn landsins. Til viðbótar þessu er stefnt að því að byggja sundlaugarathvarf fyrir hvali og hús þar við hliðina. Í lauginni er gert ráð fyrir 1.500 tonnum af sjó,“ segir Elliði. Hann segir leigusamn- inginn taka þegar leyfi fáist til þess að flytja hvalina til landsins. „Undir lauginni verður ef til vill bílakjallari. Á aðra hæð flyst þekk- ingarsetrið með rannsóknar- og há- skólastarfsemi sem verður að eins konar sjávarklasa. Við erum að skoða að flytja félagsþjónustu, tæknideild og stjórnsýslu Vestmannaeyjabæjar undir einn hatt á þriðju hæðina. Fjórða hæðin fer svo undir þakíbúðir sem Stefán Lúðvíksson í Eyjablikki byggir. Þetta er skemmtilegt módel og hver einasti fermetri nýttur,“ seg- ir Elliði. „Við auglýstum eftir samstarfs- aðilum um fasteignaþróun í Ísfélags- húsinu. Byggingarfélagið Steini og Olli voru hlutskarpastir í hugmynda- samkeppni og í samstarfi við þá kom upp sú hugmynd að nota bogahluta Ísfélagsins undir gallerí eða einhvers konar listamiðstöð og íbúðir á jarð- hæðinni. Á annarri hæð er stefnt á sambýli fyrir fatlaða. Núverandi sam- býli er barns síns tíma. Öryrkja- bandalagið á það hús og hefur hug á að bjóða öryrkum íbúðirnar til leigu. Við munum fjölga úrræðum fyrir fatl- aðra og bjóða auk sambýlisins í Ís- félaginu leiguíbúðir fyrir fatlaða á þriðju hæðinni. Þar verður boðið upp á sjálfstæða búsetu í eins konar þjón- ustuíbúðum. Þar sem fatlaðir geta leigt húsnæði og notið öryggis af ná- býli við sambýlið. Á hluta þriðju hæð- ar og á allri fjórðu hæðinni verða íbúðir sem Steini og Olli byggja,“ seg- ir bæjarstjórinn stoltur af risavöxnu fasteignaþróunarverkefninu sem bærinn stendur að með samstarfs- aðilum. Samkeppni við höfuðborgina „Við höfum verið að tosast upp í 4.300 íbúa,“ segir Elliði spurður um- fjölgun nýbygginga sem ekki eru al- veg í takt við fjölgun íbúa. Elliði segir þarfir hafa breyst. Í dag séu fleiri fermetrar á bak við hvern íbúa. Í stórum húsum þar áður bjuggu 10 til 12 manns búi nú fjórir í dag. „Við þurfum að bregðast við og bjóða upp á fjölbreyttara húsnæð- isúrræði. Þörfin í dag held ég að sé á fyrstu og seinustu íbúð og þar hefur Hvalasundlaug og þakíbúðir í sama húsi  Sjávarklasi, sambýli, gallerí, í gömlum fiskvinnsluhúsum  Blikksmiður byggir lúxusíbúðir  60 íbúðir í smíðum Morgunblaðið/Ófeigur Uppbygging Elliði Vignisson með Ísfélagið og Fiskiðjuna í baksýn. Fasteignaþróun Svona líta gömlu fiskvinnsluhúsin út eftir endurbætur. Íbúðir Lúxusíbúðir á þaki Fiskiðjunnar. Fjölbreyttar íbúðir verða í Ísfélaginu. SVIÐSLJÓS Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Gömul fiskvinnsluhús í miðbæ Vest- mannaeyja fá nýtt hlutverk.Vest- mannaeyjabær og samstarfsaðilar hafa nú hrundið af stað fast- eignaþróunarverkefni í 15 til 18.000 fermetra húsnæði. Starfsemi í húsinu verður fjölbreytt allt frá sundlaug fyrir hvali á jarðhæð upp í lúxusíbúðir með garði á fjórðu hæð. Mikil og víðtæk uppbygging hefur átt sér stað í Vestmannaeyjum und- anfarið og áætlar Elliði Vignisson, bæjarstjóri að fjárfestingar atvinnu- lífsins í húsum, kvótum og bátum séu á milli 15 og 20 milljarðar. „Þegar atvinnulífið stendur sterkt ríkir almenn bjartsýni. Það eru 60 íbúðir og einbýli í byggingu eða í und- irbúningi í sveitarfélaginu. Bærinn hefur ekki látið sitt eftir liggja. Lokuð deild fyrir heilabilaða og Alzheim- ersjúklinga er í byggingu við dval- arheimilið Hraunbúðir og verið er bjóða út stækkun við leikskólann Kirkjugerði auk annarra viðhalds- framkvæmda,“ segir Elliði. Hann bætir við að stærsta verkefni bæj- arins sé fasteignaþróunarverkefni sem tengist gömlu frystihúsunum í miðbænum. „Við vorum hrædd við að fella hús- in og fá tóman blett í miðbæinn. Það kom tóm í hann þegar fiskvinnsl- urnar færðu starfsemi sína úr mið- bænum fyrir 3 til 4 árum. Í upphafi stóð til að halda hluta af Fiskiðjunni og fella stóran hluta Ísfélagsins en húsin eru sambyggð að hluta. Vissu- lega voru deildar meiningar um hvað skyldi gera. En þegar byrjað var að rífa Fiskiðjuna kom í ljós að ýmislegt var hægt að gera við bæði húsin,“ segir Elliði Milljarða fjárfestingar í Eyjum „Með gríðarlegum fjárfestingum fiskvinnslunnar skapast mikið öryggi fyrir íbúa Vestmannaeyja. Það skipt- ir öllu fyrir okkur sem búum í sjáv- arplássum að fyrirtæki fjárfesti í landi af því það eru fjárfestingar sem ekki verða svo glatt í burtu teknar. Bátar og kvóti geta siglt í burtu hve- nær sem er en þegar búið er að fjár- festa fyrir milljarða á milljarða ofan í landi þá eykur það byggðafestuna og það breytir miklu fyrir okkur,“ segir Elliði og bætir við að á sama tíma hafi ferðaþjónustan vaxið gríðarlega. Tölvuteikning/Fiskiðjan fasteignafélag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.