Morgunblaðið - 15.07.2017, Side 15

Morgunblaðið - 15.07.2017, Side 15
Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2017 verið vöntun á íbúðum,“ segir Elliði sem tekur fram að ferðaþjónustan sé ekki að gleypa húsnæði í Eyjum. Hlutfall þeirra sem vilja koma og búa í Eyjum án þess að kaupa sér hús- næði strax hefur aukist og leigu- markaðurinn verið mjög þröngur að sögn Elliða. „Ég held að séreignar- hugsunin eigi við hér eins og á flest- um öðrum stöðum á landsbyggðinni. Fólk vill búa í eigin húsnæði,“ segir Elliði og bendir á að ungt fólk undir þrítugu sé byggja sér töluvert stór einbýlishús í Eyjum. „Við finnum aðeins fyrir því að fólk er að flýja fasteignamarkaðinn á höf- uðborgarsvæðinu. Landsbyggðin spilar eftir öðrum mælistikum. Það er ofboðslegur sogkraftur frá borginni til fólks af landsbyggðinni. Störfin þar þarf að manna. Landsbyggðin er enn með mun einhæfara atvinnulíf og eðlilega hefur það áhrif sérstaklega á ungt fólk,“ segir Elliði sem telur að þegar fólk sé komið með ákveðna starfsreynslu og fer að eignast börn þá sæki það aftur í lífsgæðin á lands- byggðinni. „Okkar leið til þess að mæta þeirri þörf er að tryggja hátt þjónustustig. Bæði í þjónustu við barnafólk og eldri borgara og í raun alla aðra þjón- ustuhópa. Þetta skýrir þann mikla framkvæmdahug sem hér er,“ segir Elliði og tekur fram að sveitarfélagið geti brugðist við harðnandi sam- keppni um íbúa með háu þjón- ustustigi. Hann segir mjög hátt þjón- ustustig í Vestmannaeyjum en alltaf megi gera betur. Elliði segir að það sem helst vanti upp á þjónustustigið séu betri sam- göngur. „Þær eru okkur ofboðslega óþægur ljár í þúfu og gríðarlega heft- andi bæði á þróun atvinnulífsins og lífsgæði íbúa. Eftir að hafa reynt í mörg ár þá höfum við gefist upp á að vera á línunni og höfum einbeittan vilja til þess að taka yfir rekstur Herjólfs.“ Full samstaða er um að taka yfir rekstur Herjólfs innan bæjar- stjórnar og meðal flestra bæjarbúa að sögn Elliða. „Hjá rekstaraðilum telur innkoman en fyrir samfélagið telja áhrifin af hverri ferð í veld- isreikningi. Áhrifin eru langt út fyrir það sem sést í bókhaldgögnum,“ seg- ir Elliði sem horfir björtum augum til framtíðar. Þakgarður Íbúðir með einstöku út- sýni yfir hafnarsvæðið og Heima- klett af þaki gamla Fiskiðjuhússins. Stefán Lúðvíksson blikksmíðameistari byggir átta þakíbúðir á gamla Fiskiðju- húsinu í Vestmannaeyjum. Stærðir íbúðanna verða 86 til 220 fermetrar, til stóð að byggja íbúðir þar sem gömlu verbúðirnar voru en byggingarmáti fyrri tíma bauð ekki upp á þær lúxus- íbúðir sem byggðar verða. Hvað fær eiganda blikksmíðaverk- stæðis til þess að fara út í byggingar á lúxusíbúðum? ,,Ég var hræddur um að það yrði lítið að gera og ákvað að búa til meiri vinnu,“ segir Stefán hlæjandi. ,,Reyndar datt mér þessi vitleysa í hug þegar ég sat og horfði á Heima- klett út um gluggann heima og sá Fisk- iðjuhúsið sem nú er verið að byggja upp af miklum myndarskap. Mig hefur reyndar alltaf dreymt um að gera upp gamalt hús en þessi hugmynd er aðeins stærri.“ Stefán segir að íbúðirnar verði „háklassa“. Allar klæðningar verða læstar álklæðningar. Fjórar íbúðir snúa að Heimakletti og fjórar í austur-vestur. Garður fyrir íbúanna verður á 4. hæð og bílakjallari undir húsinu. Ofan á honum er gert ráð fyrir sundlaug fyrir hvalina sem komið verður fyrir í Klettsvíkinni þar sem Keikó bjó á sínum tíma. Stefán hefur rekið fyrirtæki sitt Eyjablikk í 20 ár og segir alltaf nóg að gera. Þrátt fyrir að fiskvinnslufyrirtækin séu að tæknivæðast, þá þurfi þau alltaf sitt viðhald. Sjálfur ætlar hann að búa í einni þakíbúðinni. ,,Það verða aldrei byggðar svona íbúðir aftur í Eyjum. Það er engin önnur staðsetning sem toppar þetta, að geta fylgst með lífinu á bryggjunni. Rómantíkin að horfa á skipin koma og fara með Heimaklett fyrir augum, það ger- ist ekki betra. Nema þá að sjá sólina koma upp á milli Helgafells og Eldfells,“ segir Stefán. Útsýni sem ekki verður toppað LÚXUSÞAKÍBÚÐIR VIÐ HÖFNINA Rómantík Að mati blikksmiðs- ins Stefáns jafnast ekkert á við iðandi líf við höfnina. Tölvuteikning/Fiskiðjan fasteignafélag HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is H ér er að ei n s sý n d u r h lu ti af b ílu m íb o ð i. Fu llt ve rð er ve rð hv er s b íls m eð au ka b ún að i. A uk ab ún að ur á m yn d um g æ ti ve rið an na r en ía ug lý st um ve rð d æ m um .* Fi m m ár a áb yr g ð g ild ir ek ki m eð at vi nn ub ílu m . KJARAKAUP 2.890.000 VW Polo CrossPolo 1.4 TDI / Dísil / Beinskiptur Fullt verð: 3.390.000 kr. 500.000 kr. Afsláttur KJARAKAUP 6.240.000 kr. Audi A4 Station Sport 1.4 TFSI / Bensín / Sjálfskiptur Fullt verð: 7.800.000 kr. 1.560.000 kr. Afsláttur KJARAKAUP 4.790.000 kr. VW Tiguan Trendline 2.0 TDI / Fjórhjóladrifinn / Dísil / Sjálfskiptur Fullt verð: 5.995.000 kr. 1.205.000 kr. Afsláttur KJARAKAUP 2.470.000 kr. Skoda Fabia Hathcback Ambition 1.2 / Bensín / Sjálfskiptur Fullt verð: 2.890.000 kr. 420.000 kr. Afsláttur Afsláttur KJARA Skoda Fullt verð: 4.860.000 kr. 730.000 HEKLA býður einstök kjör á takmörkuðu magni nýrra sýningarbíla, reynsluakstursbíla og valdra bíla frá Volkswagen, Skoda, Mitsubishi og Audi – allir með fimm ára ábyrgð. é ý í í ð ð kr. Nú er tækifærið að fá sér nýjan bíl! KAUP 4.130.000 kr. Superb Combi Ambition 1.4 TSI / Bensín / Sjálfskiptur kr. KJARAKAUP 2.890.000 kr. VW Polo Comfortline Beats 1.2 TSI / Bensín / Sjálfskiptur / 300 vatta Beats-hljómflutningskerfi úr smiðju Dr. Dre. Fullt verð: 3.130.000 kr. 240.000 kr. Afsláttur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.