Morgunblaðið - 15.07.2017, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.07.2017, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2017 – fyrir dýrin þínSmáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Sími 511 2022 | www.dyrabaer.is Þú færð allt fyrir ferðalagið hjá okkur VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Það mikla bræðraþel sem var á milli Norðmanna og Íslendinga og kom skýrt fram á Snorrahátíðinni í Reykholti í 20. júlí 1947, þegar stytta Gustav Vigeland af Snorra Sturlusyni var afhent Íslendingum sem þjóðargjöf frá Norðmönnum, skýrist af því að þarna voru tvær nýfrjálsar þjóðir að koma saman. Auk þess leituðu Norðmenn í mót- byr styrjaldarinnar, eins og áður á erfiðum tímum, í Heimskringlu og til Snorra Sturlusonar. Þetta segir Óskar Guðmundsson rithöfundur í Reykholti, ævisagnaritari Snorra Sturlusonar, sem hefur unnið að undirbúningi Snorrahátíðarinnar sem haldin verður í dag. Afhjúpun styttunnar í Reykholti á Snorrahátíðinni árið 1947 átti sér langan aðdraganda eins og Óskar rekur. Hugmyndin um að gefa Ís- lendingum minnismerki um Snorra fæddist þegar árið 1906. Skriður komst á söfnun fyrir styttuna á fjórða áratug síðustu aldar þegar Ólafur krónprins, þá ungur maður, var kjörinn heiðursforseti norsku Snorranefndarinnar. Þá komu fleiri mikilvægir menn að málinu. Á árinu 1938 var óskað eftir því við norska myndhöggvarann Gustav Vigeland að gera styttuna. Óskar segir að ekki megi annað ráða af heimildum en að Jónas Jónsson frá Hriflu, for- maður Framsóknarflokksins, hafi verið með í ráðum um þá ráðstöfun. Markmiðið var að afhenda stytt- una í Reykholti 23. september 1941, á 700 ára ártíð Snorra, enda lista- verkið löngu tilbúið úti í Noregi. Þá var hinsvegar skollið á stríð og Norðmenn voru komnir undir járn- hæl nasismans. Leituðu til Snorra Sturlusonar Á stríðsárunum varð þjóðern- isvakning meðal Norðmanna og þá leituðu þeir sem fyrr þegar syrti að mikið til Heimskringlu og Snorra Sturlusonar. „Við þekkjum það Ís- lendingar að þegar á móti blæs ylja menn sér gjarnan við forna mennta- og menningarbrunna. Snorri var ávallt mun fyrirferðarmeiri í norskri menningu en íslenskri,“ áréttar Óskar. Íslenska Snorranefndin sem stofnuð var að tilstuðlan norsku nefndarinnar, til að undirbúa málið hér heima, var skipuð formönnum borgaraflokkanna þriggja auk sér- fræðinga, var valdamikil enda voru alltaf einhverjir af þessum þremur flokkum, Sjálfstæðisflokki, Fram- sóknarflokki og Alþýðuflokki, í rík- isstjórn. Óskar segir að allt stjórn- kerfið hafi unnið að þessu verkefni og eftir því hafi verið vel staðið að undirbúningnum hér heima. Hingað kom floti norskra skipa með hátt í 100 Norðmenn sem var boðið til að vera viðstaddir afhend- ingu Snorrastyttunnar. Þar fór fyrir flokki Ólafur krónprins. Þúsundir Reykvíkinga tóku á móti Norð- mönnum á hafnarbakkanum þegar farþegaskipið Lyra lagðist að bryggju 19. júlí og fjölmenni var hvarvetna sem þeir komu í Íslands- heimsókninni. Talið var að á Snor- rahátíðinni í Reykholti hafi verið á annan tug þúsunda gesta. Óskar skýrir þennan áhuga meðal beggja þjóðanna með því að þarna hafi tvær nýfrjálsar þjóðir verið að koma saman. Norðmenn undan her- námi Þjóðverja og Íslendingar með sitt unga lýðveldi. Hann segir að Ís- lendingar hafi einnig fundið til sam- úðar með Norðmönnum en á þess- um árum kom sífellt betur í ljós hvað Norðmenn voru illa leiknir í stríðinu. Menn hafi einnig verið upp með sér að búið væri að koma Snorra í brons og með því að af- henda styttuna væri verið að heiðra Íslendinga. Óskar segir að þetta hafi átt að vera byrjunin á nánara sambandi þjóðanna, meðal annars á efnahags- sviðinu, en minna hafi orðið úr en ætlað var. Ný saga hafi tekið við. Tvær nýfrjálsar þjóðir mætast  Afhending styttunnar af Snorra Sturlusyni sem þjóðargjöf Norðmanna fyrir 70 árum átti sér lang- an aðdraganda  Óskar Guðmundsson segir að þegar syrtir að leiti Norðmenn mikið til Snorra Ljósmynd/Safnahús Borgarfjarðar – Ragney Eggertsdóttir Snorrahátíð 1947 Gestirnir sem aftast stóðu sáu ekki mikið til athafnarinnar við Snorrastyttuna. Einstaka húsmóðir hafði hugsun á því að taka með sér spegil og bregða á loft til að sjá krónprins og íslenska og norska ráðherra. Besta útsýnið var ef til vill af þaki héraðsskólahússins. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Ævisagnaritari Óskar Guðmundsson býr í Reykholti. Hann naut þess að skoða sögu Snorrastyttunnar sem varð innlyksa í sölum Vigelands í stríðinu. Morgunblaðið Norðmenn boðnir velkomnir að morgni 19. júlí. Snorrastofa efnir til Snorrahátíðar í Reykholti í dag í tilefni þess að 70 ár eru liðin frá af- hendingu Snorrastytt- unnar sem Norðmenn gáfu Ís- lendingum. Hátíðardagskrá verður við Snorrastyttuna og hefst hún klukkan 14 en sala veitinga í tjaldi hefst klukkan 12.30. Opnuð verður sögusýning í hátíðarsal héraðsskólahússins og verður hún opinn þennan dag. Sýndur verður hluti kvik- myndar með efni frá komu Norð- manna og Snorrahátíðinni árið 1947 – og kynntur hljóðheimur hátíðarinnar fyrir 70 árum. Snorrahátíð haldin í dag REYKHOLT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.