Morgunblaðið - 15.07.2017, Side 17
17EM KVENNA Í FÓTBOLTA 2017
IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is
Nánari upplýsingar ib.is
Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB
Bílar á lager
og á leiðinni
Sími 4 80 80 80
2017 GMC Denali
Vel útbúinn bíll t.d. upphitað stýri,
BOSE hátalarakerfi, upphituð og
loftkæld sæti og heithúðaður pallur.
Nýja 6,6L Duramax Diesel vélin 445
hö.
VERÐ
9.890.000
2017 Ford F-350 Lariat
6,7L Diesel, 440 Hö, 925 ft of torque
með upphituð/loftkæld sæti,
heithúðaðan pall, fjarstart og trappa
í hlera, Driver altert-pakki og Trailer
tow camera system.
VERÐ
9.490.000
2017 Chevrolet Silverado
High Country
Nýja 6.6L Duramax Diesel vélin, 445
HÖ, vel útbúinn bíll t.d. upphitað stýri,
BOSE hátalarakerfi, upphituð og
loftkæld sæti og heithúðaður pallur.
VERÐ
9.790.000
2016 Suburban LTZ
Keyrður 2000 km.
7 manna bíll, 4 kapteinsstólar. Með
sóllúgu, hiti í stýri, loftkæld og hituð
sæti. 22 felgur. 5,3L V8, 355 hö.
VERÐ
13.870.000
Einnig til hvítur og svartur
Einnig til hvítur
Morgunblaðið fór á stúfana og kannaði hvernig almenningur telur að íslenska kvennalandsliðinu muni vegna á Evrópumótinu í sumar. Mikil bjartsýni ríkir meðal fólks og eru flestir orðnir spenntir að
fylgjast með því þegar liðið leikur fyrsta leik sinn í mótinu gegn Frökkum á þriðjudaginn. Vegfarendur voru almennt ánægðir með aukna umfjöllun í kringum kvennalandsliðið og segja það af hinu
góða. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fólk veitti Morgunblaðinu þekkti það til fjölmargra sem ætla að ferðast til Hollands auk þess sem margir eru enn að skoða þann möguleika að fylgja liðinu út.
Það má því gera ráð fyrir mikilli stemningu á leikjum liðsins en talið er að um 3.000 miðar hafi verið seldir til íslenskra stuðningsmanna á hvern leik í riðlakeppninni.
Mikil spenna fyrir Evrópumótinu
Þær Jóhanna Kristín og Birna
Dögg Egilsdóttir segjast vera
mjög spenntar fyrir EM í
knattspyrnu í Hollandi og
þekkja margt fólk sem ætlar út
til Hollands. Þær mæðgur eru
úr Vestmannaeyjum en voru
mættar í bæinn þar sem Birna
er að spila með liði ÍBV á
Símamótinu.
Birna sagðist spennt að sjá
Eyjakonuna Sigríði Láru spila
á Evrópumótinu í sumar.
Spenntar að sjá
Eyjakonu á EM
„Við spáum því að þær fari alla
leið,“ segir Lilja Kristín Magn-
úsdóttir létt í bragði þegar blaða-
maður Morgunblaðsins spyr
hana hve langt hún spáir íslenska
liðinu á Evrópumótinu í Hollandi.
Hún var stödd í Kringlunni ásamt
Benediktu Lovísu Þorvaldsdóttur
og Emblu Ásgeirsdóttur. Lilja
segist finna fyrir miklum áhuga á
Evrópumótinu „Það eru mjög
margir í kringum mann að tala
um mótið.“
„Við spáum því að
þær fari alla leið“
Sverrir Örn er einn þeirra fjöl-
mörgu Íslendinga sem lögðu
leið sína á Evrópumótið í
Frakklandi í fyrra. Hann segist
ekki hafa tök á því að end-
urtaka leikinn í Hollandi í ár
en segist þó þekkja fjölmarga
sem ætla til Hollands. Hefur
Sverrir mikla trú á íslenska
kvennalandsliðinu og spáir því
í undanúrslit á mótinu í ár.
„Ég held að við förum alla leið
í undanúrslitin.“
Veit um fjölmarga
sem ætla á EM
Þau Hjalti Sigurður Karlsson
og Inga Brá Ólafsdóttir sögð-
ust ekki hafa sett sig mikið
inn í gang mála fyrir Evr-
ópumótið í Hollandi. „Ég
fylgdist aðeins með nokkrum
leikjum á mótinu í Frakklandi,
eins og öll þjóðin, en ég var
ekki að skipuleggja daginn
minn í kringum það,“ segir
Hjalti og viðurkennir það fús-
lega að vera ekki mikill knatt-
spyrnuáhugamaður.
Hafa ekki sett sig
inn í gang mál
Þau Magnús Grétar Ingibergs-
son og Lana Sóley Magn-
úsdóttir sögðust vera nýkomin
frá Hollandi þegar Morg-
unblaðið ræddi við þau. „Það
er ekki bara mikill áhugi á lið-
inu hér, heldur einnig erlendis.
Það eru margir að tala um Ís-
land og íslenska liðið, sér-
staklega frammistöðuna í
Frakklandi í fyrra,“ segir
Magnús og bætir við að hann
hafi mikla trú á liðinu í sumar.
Mikill áhugi á
landsliðinu erlendis
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
„Það verða um 100 manns á okkar vegum á öllum leikj-
unum í Hollandi,“ segir Þór Bæring Ólafsson hjá Gam-
anferðum um hversu margir munu ferðast með fyr-
irtækinu á Evrópumótið.
Í kringum EM verða um 80 stelpur í Knattspyrnu-
skóla Gamanferða sem allar ætla á leikina en auk þess
verður 50 manna hópur frá fyrirtækinu sem fer á tvo
eða þrjá leiki hjá íslenska liðinu í riðlakeppninni.
„Við vildum gera eitthvað skemmtilegt á meðan EM
væri í gangi og ákváðum því að setja saman þennan
skóla í Hollandi en skólinn er ætlaður stelpum á aldr-
inum 13-16 ára. Okkur tókst vel til og munu afar færir
þjálfarar koma í heimsókn og sjá um æfingar. Þess ut-
an vildum við bjóða upp á ferðir fyrir fólk sem vill
kíkja á leiki íslenska landsliðsins í keppninni.“
Talsvert meiri áhugi
Þór segir áhugann á mótinu í ár talsvert meiri en
fyrir fjórum árum þegar Evrópumótið í Svíþjóð fór
fram.
„Við reyndum að setja saman ferð á EM í Svíþjóð
2013 og þá náðist ekki í hópferð. Það var aftur á móti
miklu meiri áhugi á þessu móti sem eru frábærar frétt-
ir,“ segir Þór og bætir við að hann telji að fjölmargir
Íslendingar muni fylgja liðinu til Hollands. Hann segir
að ef íslenska liðið kemst upp úr riðlinum muni Gam-
anferðir bjóða upp á fleiri ferðir til Hollands.
„Auðvitað verðum við viðbúnir að setja í sölu ferðir á
útsláttarkeppnina ef Ísland kemst áfram upp úr riðl-
inum.“
Fjölmargir Íslendingar munu
fylgja landsliðinu til Hollands
Gamanferðir verða með um 100 manns á hverjum leik
Ferðalag Stelpurnar héldu til Hollands fyrr í vikunni.
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
KSÍ mun ekki senda lög-
reglumenn með kvennalandsliðinu
til Hollands eins
og gert var hjá
karlalandsliðinu
síðasta sumar.
Víðir Reynisson,
öryggisstjóri
Knattspyrnu-
sambands Ís-
lands, segir að
lögreglumenn-
irnir sem voru í
för með karla-
landsliðinu í
fyrra hafi verið sendir að beiðni
frönsku lögreglunnar. „Í fyrra var
þetta gert vegna þess að franska
lögreglan óskaði eftir því og taldi
þörf á því að vera með aukna ör-
yggisgæslu. Við höfum ekki fengið
neinar slíkar óskir frá hollensku
lögreglunni og þar af leiðandi
munum við ekki senda neinn.“
Öll plön líta vel út
Hann segir að öll öryggismál
landsliðsins verði unnin í samráði
við hollensku lögregluna. „Ég hef
verið að sjá um öryggismál lands-
liðsins ásamt annarri manneskju.
Við vinnum þetta saman en ég
mun fara út fyrir okkar hönd til
þess að skipuleggja öryggismálin
með Hollendingunum,“ segir Víðir.
Nýlega bárust fréttir af því að
hryðjuverkasamtökin Ríki íslams
hefðu hótað árás á meðan EM
kvenna stendur yfir.Víðir segir
þau plön er varða öryggismál
meðan á mótinu stendur líta vel
út.
„Allt sem við höfum séð, öll þau
plön sem liggja fyrir varðandi
framkvæmd leikja og annað slíkt
eru mjög góð. Allar viðbragð-
sáætlanir líta vel út. Þetta mun
verða mjög vel gert ef farið verð-
ur eftir því sem okkur var kynnt.“
Spurður hvernig öryggismálum
á hóteli stelpnanna verði háttað
segir Víðir að hann geti ekki svar-
að því.
„Ég vil ekki fara út í öryggis-
mál á hótelinu en við munum
passa það að stelpurnar verði al-
veg öruggar.“
Tryggja öryggi stelpnanna
Öryggismál unnin í samráði við hollensku lögregluna
Víðir
Reynisson
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2017