Morgunblaðið - 15.07.2017, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.07.2017, Blaðsíða 21
Yusuf Ogundare, höfðingi ættbálks í stærstu borg Nígeríu, Lagos, hef- ur verið rekinn úr starfi og kærður fyrir að setja eigið mannrán á svið. Var markmið Ogundares að setja ríkisstjórn landsins úr jafnvægi með því að koma grun á keppinaut hans. Yngri bróðir Ogundare tilkynnti lögreglu þann 5. júlí að bróður hans hefði verið rænt. Sást hann ekki aftur fyrr en 11. júlí þegar meintir ræningjar slepptu honum úr haldi. Í ljós kom hins vegar að Ogundare hafði verið að keyra um fyrir utan höfuðborgina á meðan hann var sagður vera í haldi. Ogundare hef- ur verið handtekinn ásamt yngri bróður sínum og rekinn úr starfi. Höfðinginn sviðsetti rán á sjálfum sér NÍGERÍA AFP Lagos Mannrán eru mjög algeng í suðurhluta Nígeríu. FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2017 Skútuvogur 1c 104 Reykjavík | Sími: 550 8500 | www.vv.is FJARLÆGÐAMÆLIR LD 220 Eiginleikar: Drægni: 30m Nákvæmni: +/- 3mm Mælir: Lengd, fermetra og rúmmetra. Gæðastaðall: Class 2 Aflgjafi: 2 x AAA Veðurþol: IP54 Verð 7.998 kr. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Tveir ísraelskir lögreglumenn voru myrtir í Jerúsalem í gærmorgun þegar þrír Palestínumenn hófu skothríð á hóp lögreglumanna í borginni. Árásarmennirnir flúðu við svo búið að musterishæðinni, einum helgasta stað borgarinnar, þar sem þeir voru felldir. Atvikið ýfði upp spennu í sam- skiptum Ísraela og Palestínu- manna, og ræddust Mahmoud Ab- bas, forseti palestínsku heimastjórnarinnar, og Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísr- aels, við í síma vegna árásarinnar. Fordæmdi Abbas árásina harð- lega, þar sem ofbeldi ætti ekki rétt á sér, sérstaklega í nágrenni við bænastaði fólks. Þótti yfirlýsing Abbas harðorðari en þær sem hann hafði áður sent frá sér. Æðsti klerkurinn handtekinn Lögreglan í Jerúsalem brást snarlega við og lokaði Musteris- hæðinni fyrir allri umferð, en þar er meðal annars Al Aqsa-moskan. Gátu múslimar í Jerúsalem því ekki sótt föstudagsbænir sínar þar. Lögreglan handtók einnig æðsta klerk múslima í Jerúsalem, Mu- hammad Ahmad Hussein, í kjölfar árásarinnar, en hann gagnrýndi þá ákvörðun lögreglunnar að loka moskunni vegna atviksins. Tveir árásarmannanna voru 29 ára að aldri og sá þriðji var 19 ára. Þeir voru allir frá borginni Umm al-Famm í Ísrael, sem er í ná- grenni Vesturbakkans. Lögreglan hóf í gær að kanna tengsl þeirra við öfgamenn, en skotvopn fundust við húsleit á heimilum árásar- mannanna. Réðust á lögreglumenn  Þrír Palestínumenn drápu tvo áður en þeir voru sjálfir felldir í skotbardaga AFP Árás Lögreglan í Jerúsalem var með mikinn viðbúnað eftir árásina. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er í sinni fyrstu opinberu heimsókn í Frakklandi. Í gær tók hann þátt í hátíðarhöldum í tilefni Bastilludagsins, upphafs frönsku byltingarinnar, en þess var einnig minnst að 100 ár eru síðan fyrstu bandarísku hermennirnir komu til Evrópu til þess að berjast í fyrri heimsstyrjöldinni. Trump og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sjást hér fylgjast með hátíðarhöldunum í París. AFP Minntust fyrri heimsstyrjaldar Ben Emmerson, sérfræðingur á vegum Sameinuðu þjóðanna, gagn- rýndi í gær stjórnvöld á Srí Lanka fyrir að hafa látið undir höfuð leggjast að rannsaka meinta stríðs- glæpi sem framdir voru í átökum ríkisstjórnarinnar og Tamíla, átta árum eftir að þeim lauk. Meira en 100.000 manns féllu í átökunum og hétu stjórnvöld því á sínum tíma að þau myndu láta rannsaka framferði beggja fylk- inga og sækja til saka þá sem gerst hefðu sekir um stríðsglæpi. Sagði Emmerson að fátt benti til þess að nokkuð hefði gerst í þeim efnum á síðustu átta árum, en hann sagði að slíkar rannsóknir væru ein helsta forsenda þess að hægt yrði að tryggja varanlegan frið. Hafa ekki rannsakað meinta stríðsglæpi SRÍ LANKA Hugtakið „náinn ættingi“ er skil- greint of þröngt í ferðabanni Do- nalds Trumps Bandaríkjaforseta. Svo segir í úrskurði Derricks Wat- son, alríkisdómara í Hawaii-ríki. Í úrskurðinum kemur meðal ann- ars fram að afar, ömmur, barnabörn og fleiri ættingjar ættu einnig að falla undir hugtakið, ólíkt því sem ríkisstjórn Trumps hafði gefið út. Watson sagði þá ákvörðun ekki vera í samræmi við ákvörðun Hæsta- réttar og því mætti ekki banna þess- um ættingjum að koma inn í landið vegna bannsins. Fordæmdi hann skilgreiningu ríkisstjórnarinnar og sagði hana „óhóflega takmarkandi“. „Heilbrigð skynsemi segir að afar og ömmur séu skilgreind sem nánir ættingjar. Raunar eru þau tákn- mynd náinna ættingja,“ skrifaði hann í dómnum. Ferðabannið beinist gegn íbúum Írans, Líbíu, Sýrlands, Sómalíu, Súdan og Jemen þar sem meirihluti íbúa er múslimar. Bannið hefur í för með sér að einstaklingar sem ekki eiga „nána fjölskyldumeðlimi“ í Bandaríkjunum eða eiga viðskipta- hagsmuna að gæta geta átt erfitt með að komast inn í landið. Þá sagði Watson að ríkisstjórn Trumps hefði túlkað ákvörðun Hæstaréttar Bandaríkjanna of þröngt, en rétturinn sagði í síðasta mánuði að stjórnvöldum væri heimilt að framfylgja banninu, nema í þeim tilvikum þegar um væri að ræða ein- staklinga sem hefðu sannarlega lög- mæt tengsl við Bandaríkin. Trump hefur sagt að ferðabannið væri nauðsynlegt til að halda Banda- ríkjunum öruggum og koma í veg fyrir hryðjuverkaárásir. urdur@mbl.is Ferðabannið skil- greint of þröngt  Afar, ömmur, barnabörn líka „nánir ættingjar“ AFP Mótmæli Ferðabann forsetans hef- ur verið harðlega gagnrýnt. Tveir unglingar voru handteknir í Lundúnum í gær, grunaðir um að hafa skvett sýru í andlit fimm manna í fyrrinótt í fimm mismun- andi árásum. Tildrög sýruárás- anna voru þau að tveir ein- staklingar keyrðu um hverfin Islington, Stoke Newington og Hackney aðfaranótt föstudagsins og skvettu þar sýru í andlit fórn- arlambanna. Að minnsta kosti eitt þeirra var sagt hafa hlotið örkuml vegna árásarinnar, en ekki var ljóst hvort fórnarlömbin tengdust innbyrðis, eða hvort árásarmenn- irnir hefðu þekkt þau. Um 1.800 sýruárásir hafa verið framdar í Lundúnum frá árinu 2010. Mun innanríkisráðuneytið vera að kanna hvort tilefni sé til að banna einstaklingum að verða sér úti um ætandi efni, og kallaði Stephen Timms, þingmaður Verkamannaflokksins, eftir því að refsingar við því að bera á sér sýru yrðu gerðar harðari. Skoða bann á ætandi efni  Tveir handteknir eftir sýruárásir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.