Morgunblaðið - 15.07.2017, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.07.2017, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það fórvæntanlegaekki framhjá neinum, að leiðtog- ar helstu iðnríkja heims funduðu í Hamborg um síðustu helgi. Fundurinn kom upp á tíma þegar mörg brýn úrlausnarefni liggja fyrir í alþjóðamálum. Leiðtog- anna beið því margt sem full ástæða var til að ræða til hlítar. Fundurinn sjálfur féll hins vegar næstum algjörlega í skuggann af mótmælunum sem fylgdu honum, ekki síst vegna þess að á köflum leystust þau upp í hrein og bein skrílslæti og skemmdarverk. Hvaða álit sem fólk kann að hafa á leiðtoga- fundum af þessu tagi, hnattvæð- ingunni eða jafnvel því fólki sem valist hefur til þess að gegna for- ystustörfum í ríkjum heims get- ur aldrei verið nein afsökun til fyrir því að beita ofbeldi til þess að koma sjónarmiðum sínum og málstað á framfæri. Óeirðirnar gengu svo langt, að lögreglan í Hamborg hefur nú hafið leit að þeim, sem þar stóðu í fararbroddi, og vilja borgaryf- irvöld þar helst sækja þá sem lengst gengu til saka fyrir óspektirnar, enda full ástæða til. Mótmælin, sem fengu þá geð- felldu yfirskrift „velkomin til Helvítis“, náðu einmitt að breyta hluta borgarinnar í hálfgert hel- víti, jafnvel þó að það hafi að sögn ekki verið ætlun þeirra sem fyrst skipulögðu mótmælin. Vissulega voru margir, sem nýttu sér rétt sinn til mótmæla á skyn- samlegan hátt. Hætt er þó við því, að málstaður þeirra, hversu góður sem hann mögulega er, fái lítinn hljómgrunn ef mótmæli, sem ætlað er að vera friðsamleg, eru tekin yfir af ofbeldisfullum öfgamönnum á mjög auðveldan hátt. Voru þar á meðal hópar fólks, sem sögðust vera að „berjast á móti fasisma“, á sama tíma og þeir mættu til Ham- borgar íklæddir svörtum fötum og grímum og gengu berserks- gang. Það er því ákaflega athygl- isvert að sjá, að sumir þátttak- enda á fundinum hafa veigrað sér við að fordæma mótmælin, þrátt fyrir að full ástæða væri til. Sumir þeirra létu jafnvel svo ummælt, að hugsanlega þyrfti að hlusta meira á boðskap mót- mælenda, þar sem mótmælin sýndu að einhver hluti fólks væri óánægður með þróun al- þjóðamála á síðustu misserum. Nær væri að spyrja, hvort þeir sem fóru ránshendi um Ham- borg, brenndu bíla og skemmdu eignir fólks hafi endilega verið að biðja um áheyrn. Og hafi þeir valið þessa leið til að láta í sér heyra, þá er að minnsta kosti engin ástæða fyrir sómakært fólk að hlusta. Ofbeldisfullir mót- mælendur breyttu Hamborg í „helvíti“} Ofbeldi, ekki mótmæli Lula da Silva,fyrrverandi forseti Brasilíu, hlaut fyrr í vikunni níu og hálfs árs langan fangelsisdóm fyrir mútu- þægni. Hafði forsetinn meðal annars fengið ókeypis vinnu við sumarhús sitt við ströndina frá verktakafyrirtæki einu, sem síð- an var óvænt úthlutað verðmæt- um verkefnum hjá brasilíska olíurisanum Petrobras, sem er í eigu ríkisins. Þá þótti sannað að Lula hefði þegið fjárhæðir, sem námu um 115 milljónum ís- lenskra króna, til þess að greiða fyrir viðskiptum verktakafyr- irtækisins. Fallið er hátt fyrir da Silva, sem var á sínum tíma einn vin- sælasti forseti sem Brasilíumenn höfðu eignast. Ímynd hans var sú að þar væri á ferðinni „sami gamli alþýðupilturinn“, en da Silva braust úr sárri fátækt til æðstu metorða Brasilíu. Spill- ingarmál léku þó ríkisstjórn hans grátt, en hann sjálfur hafði verið talinn tiltölulega „hreinn“. Allt það hefur nú breyst. Að vísu á Lula eftir að áfrýja dómn- um, en lögfræðingar hans segja kokhraustir að þeir muni sanna á efri dómstigum að allt sé málið tilbúningur, og gert til þess að koma í veg fyrir frekari frama skjólstæð- ings síns. Da Silva hafði enda gælt við þá hugmynd að hann gæti jafnvel boðið sig fram á ný til forseta, en kosið verður á næsta ári að öllu óbreyttu. Munu þau áform hans enn vera óbreytt, þrátt fyrir áfallið í vikunni. Málið allt hefur vitanlega vak- ið gríðarlega athygli, enda virð- ist spillingin vera alltumlykjandi í brasilískum stjórnmálum. Víð- tæk lögreglurannsókn á stjórnmálamönnum og tengslum þeirra við viðskiptalífið hefur leitt margt misjafnt í ljós og nú fellt bæði Lula da Silva og eft- irmann hans, Dilmu Rouseff, af stalli sínum. Þá er staða Michels Temers, sem nú gegnir forseta- embættinu, veik vegna rann- sóknar á meintri spillingu hans. Hrökklist Temer úr embætti verður hann í raun þriðji forset- inn í röð, sem þarf að víkja vegna spillingar. Ekki þarf að hafa mörg orð um að allt lýsir þetta stjórnmálaástandi sem er full- komlega óviðunandi og fyrir löngu farið að hafa skaðleg áhrif á líf almennings í Brasilíu. Brasilísk stjórnmál bíða enn hnekki.}Fyrrverandi forseti dæmdur Í haust verður nýr vígslubiskup í Skál- holti kjörinn og vígður til þjónustu. Verður nú í fyrsta sinn gengið til bisk- upskjörs eftir nýjum starfsreglum sem Kirkjuþing samþykkti á síðasta ári. Reglurnar kveða á um að áður en gengið verð- ur til kjörsins muni prestar og djáknar sem starfa á vegum þjóðkirkjunnar innan umdæmis vígslubiskupsins í Skálholti, vígðir kirkjuþings- og kirkjuráðsmenn, þjónandi prestar eða djáknar sem lúta tilsjónar biskups Íslands og eru í föstu og launuðu starfi á vegum stofnunar og/eða félagasamtaka hér á landi og sem starfa í umdæmi Skálholts, vígðir starfsmenn Bisk- upsstofu, og þeir kennarar guðfræðideildar HÍ sem hlotið hafa vígslu, fá tækifæri til að tilnefna allt að þrjá guðfræðinga sem uppfylla hæfiskil- yrði til að gegna embætti vígslubiskups. Verða tilnefningarnar teknar saman og verða nöfn þeirra þriggja guðfræðinga sem flestar tilnefningar fá, á kjörseðlinum í sjálfu vígslubiskupskjörinu. Mun stærri hópur en sá sem talinn var upp hér að ofan mun greiða atkvæði um hver hinna þriggja kandídata að lokum verður vígður til biskupsþjónustu og sest að í Skál- holti. Í þeim kosningum mun fjöldi leikmanna sem starfa á vettvangi þjóðkirkjunnar hafa atkvæðisrétt til jafns við hópinn sem tilnefnir kandídatana þrjá. Er þar um að ræða þann mikla fjölda fólks sem með óeigingjörnum hætti sinnir trúnaðarstörfum á vettvangi sóknanna vítt og breitt um vígslubiskupsdæmið. Starfsreglurnar nýju tryggja því að það eru aðeins vígðir þjónar kirkjunnar, og reyndar vígðir menn sem starfa utan hennar einnig, sem í raun ákveða hvaða þrír einstaklingar komi til greina í embætti vígslubiskups (það á einnig við þegar biskup Íslands og vígslubisk- upinn á Hólum verða kjörnir næst). Umræður sem sköpuðust í kringum setningu þessara starfsreglna bera vott um að vígðir þjónar kirkjunnar hafi óttast þá þróun að færa aukið vald til leikmanna þegar kemur að vali á æðstu embættismönnum kirkjunnar, enda leikmenn með kosningarétt miklu fleiri en hinir vígðu. Það er hins vegar ekki í anda evangelísk- lútherskrar kirkju að horfa með þessum hætti á málið og líta á presta og leikmenn með gler- augum þess sem segir „við“ og „hinir.“ Ólíkt kaþólsku kirkjunni lítur lútherska kirkjan ekki á prestsdóminn sem sakramenti og raunar er í allri henn- ar boðun undirstrikað að allir kristnir menn séu prestar (Fyrra Pétursbréf) og í þjónustu kirkjunnar og í þjónustu hins eina æðsta prests, Jesú Krists (Hebreabréfið). Kirkjan þarf að mæta nýjum tíma með því að treysta samfélaginu sem hún samanstendur af fyrir þeim ákvörð- unum sem mestu varða um framgang hennar. Það verður ekki gert með því að skilgreina hina vígðu þjóna sem for- réttindastétt sem hafi meðal annars það hlutverk að ákveða fyrir leikmenn hennar hverja þeir megi kjósa í embætti biskupa. Þeir eru betur bærir til þess að ákveða það sjálfir. ses@mbl.is Stefán Einar Stefánsson Pistill Lítt lútherskt á siðbótarári STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Vinna við undirbúning aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands er komin í fullan gang og er flest sem bendir til þess að hátíðarhöldin og dagskráin á afmælisárinu verði veg- leg og fjölbreytileg um allt land. Nefnd sú sem Alþingi skipaði til að annast undirbúning og framkvæmd hátíðarinnar, undir forystu Einars K. Guðfinnssonar, fyrrverandi for- seta Alþingis, hefur þegar hafið vinnu við þau verkefni sem henni voru falin af Al- þingi, að sögn Ragnheiðar Jónu Ingimarsdóttur, en hún er fram- kvæmdastjóri undirbúnings há- tíðarhaldanna. Mikil áhersla er lögð á að dag- skráin verði sem mest mótuð af landsmönnum í samvinnu við nefndina. „Til að ná því fram verður kallað eftir fjöl- breyttum og vönduðum verkefnum á dagskrá afmælisársins. Meðal ann- ars verður lögð áhersla á samstarfs- verkefni og verkefni með nýstárlega nálgun á viðfangsefnið, hvort sem litið er til fortíðar, nútíðar eða fram- tíðar. Auglýst verður eftir verk- efnum í lok ágúst,“ segir í frétta- tilkynningu sem nefndin sendi frá sér í gær. „Við erum að leggja drög að því hvernig verkefni verða valin inn á dagskrána, hún verður mótuð af landsmönnum og við munum leita eftir verkefnum frá fólki um allt land,“ segir Ragnheiður. Hún segir að öll þau verkefni sem nefndinni eru falin og tilgreind eru í þings- ályktun Alþingis séu þegar komin í gang. Er m.a. hafin ritun tveggja rita um aðdraganda sambandslag- anna og inntak fullveldisréttarins og undirbúningur er hafinn að sýningu í samvinnu við Árnastofnun á hand- ritum og skjölum. Ragnheiður segir að mikil áhersla sé lögð á að ná til barna og ungs fólks. ,,Við gerum það líka í gegnum vefsíðu sem við erum að búa til og verður væntanlega opnuð í ágúst en þar verður algengilegt efni sem skól- arnir og börnin geta nýtt.“ Birtar hafa verið áherslur nefndarinnar á verkefni sem eru á mjög víðtæku sviði. M.a. verður litið til verkefna þar sem minnst er aldarafmælis sjálfstæðis og fullveld- isins og/eða hafa skírskotun til þess þáttar í sögu þjóðarinnar og á verk- efni sem fjalla um og/eða byggjast á fullveldishugtakinu, hvort heldur er í fortíð, nútíð eða framtíð. Þá er t.a.m. áhersla lögð á verk- efni sem hvetja til samstarfs, sem getur verið þvert á greinar, milli landsvæða, aldurshópa, þjóðfélags- hópa, landa, ólíkra stofnana og fé- lagasamtaka o.s.frv. Einnig er hvatt til verkefna sem höfða til fjölbreytts hóps fólks og hvetja til almennrar þátttöku. Mörg verkefni þegar í vinnslu Dagskráin mun hefjast strax í janúar og standa yfir allt afmæl- isárið en tveir hápunktar verða á árinu, annars vegar þegar Alþingi heldur hátíðarfund á Þingvöllum 18. júlí, sem þingið undirbýr, og svo á fullveldisdaginn 1. desember sem verður í höndum ríkisstjórnarinnar. ,,Það er mikill áhugi á þessu, margir hafa haft samband og ég veit um mjög mörg verkefni sem eru í undirbúningi,“ segir Ragnheiður. „Þetta ætti að geta höfðað til margra. Við erum ekki eingöngu að horfa á þetta sagnfræðilega heldur erum við líka að horfa á þetta verk- efni í gegnum gleraugu samtímans og beinum ekki síst augum að unga fólkinu.“ Landsmenn móti dagskrá afmælisins Morgunblaðið/Ófeigur Alþingi Margvísleg dagskrá verður á næsta ári þegar 100 ára fullveldis- afmælis Íslands verður minnst. Alþingi mun m.a. koma þar við sögu. Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir Birtar voru myndir af merki af- mælisársins í gær. Það var hannað af auglýsingastofunni Pipar/TWBA sem einnig mun annast gerð kynningarefnis fyr- ir hönd nefndarinnar. Merkið er sett fram á hvítum grunni en einnig er merkið sett fram án hvíta litarins og mynd- ar þannig óvænta og mjög sterka litasamsetningu,“ segir í tilkynningu frá undirbúnings- nefndinni. Í ágúst ætlar nefndin svo að kalla eftir verkefnum um land allt og þá verður vefsíða afmæl- isársins opnuð og opna á fyrir upplýsingar og samskipti á samfélagsmiðlum. Kynna merki afmælisárs ALDARAFMÆLI FULLVELDIS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.