Morgunblaðið - 15.07.2017, Side 25
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Fyrir 50 árum kl. 10 aðmorgni settust að tafliFriðrik Ólafsson ogdanski stórmeistarinn
Bent Larsen. Þetta var síðasta um-
ferð alþjóðlegs móts í Dundee í
Skotlandi sem haldið var í tilefni
þess að 100 árum fyrr hafði farið
fram í borginni skákmót, hið fjórða
alþjóðlega í skáksögunni og meðal
keppenda var Wilhelm Steinitz síðar
heimsmeistari.
Baráttan sem Friðrik og Larsen
útkljáðu þennan dag stóð í næstum
níu klukkustundir án þess að hlé
væri gert; þetta var síðasta umferð
mótsins og vegna þess hve lengi við-
ureignin stóð var lokahófið sett í bið
en alls kyns fyrirmenn höfðu verið
kvaddir til þess , þ. á m. borgarstjór-
inn, hinn háæruverðugi Provst lá-
varður sem annað veifið vitjaði skák-
salarins og glamraði allnokkuð í
keðju hans. Skákin snerist um það
hvort Friðrik næði Svetozar Gligoric
að vinningum eða Larsen með sigri
tækist að komast upp við hlið Frið-
riks í annað sætið.
Þung undiralda einkenndi barátt-
una framan af, strategía Larsens
minnti á skæruhernað sem bar lítinn
árangur þó þar sem stöðuuppbygg-
ing Friðriks var heilsteypt og traust
og sjálfur gat hann reynt ýmsar
smábrellur – sjá 26. leik. Þegar leið á
þessa löngu setu var eins og spenn-
an milli þeirra félaga ykist og bar-
áttan yrði æ persónulegri.
Friðrik lét skiptamun af hendi í
37. leik en minnugur þess hversu
viðsjárverður Friðrik var þegar
þannig stóð á liðsafla kaus Larsen að
svara í sömu mynt; í 49. leik var eins
og hann segði:
„Skítt með þínar skiptamun-
arfórnir. Hér hefur þú hrókinn,
lagsi.“ Friðrik lét sér fátt um finn-
ast, hirti fenginn en stillti síðan
óvaldaðri drottningu sinni upp.
Þetta kostaði mikil heilabrot Lar-
sens og tímahrak en þegar hrókur
Friðriks ruddist til b2 blasti sig-
urinn við. Hann þurfti einn snjallan
hróksleik til að klára dæmið en
seildist eftir peði sem hafði verið að
þvælast fyrir honum og Larsen
greip tækifærið:
Bent Larsen – Friðrik Ólafsson
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. Bb5+ Bd7 4.
a4 Rc6 5. O-O Rf6 6. d3 g6 7. Rbd2
Bg7 8. Rc4 O-O 9. He1 a6 10. Bxc6
Bxc6 11. a5 Rd7 12. Bg5 f6 13. Bd2
d5 14. exd5 Bxd5 15. Re3 Bf7 16.
Rg4 g5 17. Re3 e6 18. Bc3 Bh5 19.
De2 He8 20. Rc4 Dc7 21. De3 Bg6
22. Rfd2 e5 23. De2 Rf8 24. Re4
Had8 25. Df3 Dc6 26. Hab1 g4 27.
Dg3 Re6 28. Red2 Rd4 29. Bxd4
Hxd4 30. Rb3 Hf4 31. De3 Bf8 32.
Hbd1 Hd8 33. De2 h5 34. Re3 Bf7
35. c4 Da4 36. Dc2 Dc6 37. g3 Hfd4
38. Rxd4 cxd4 39. Rf5 Bd5 40. Dd2
Bf3 41. Hb1 Dd7 42. Rh4 Bc6 43. b4
Kh7 44. Da2 Bh6 45. b5 axb5 46.
cxb5 Bd5 47. Da3 Hc8 48. a6 b6 49.
Hec1 Bxc1 50. Hxc1 Dd6
51. Da1 Hc5 52. h3 Hxb5 53. Da4
Dc6
54. Dd1 Dd7 55. Kh2 Hb2 56. De1
Ba8 57. hxg4 hxg4 58. Hc4 Bd5 59.
Hb4 Hc2 60. Hxb6 Dc8 61. Db4
Hxf2 62. Kg1 Ha2 63. De7 Kg8 64.
Hb1.
Klukkan var nú langt gengin í sjö
og sigurinn vís leiki svartur 64. …
Hh2!
64. … Hxa6?? 65. Rf5!
Riddarinn sem steig til hliðar í 42.
leik stekkur skyndilega inn á sviðið
og gerir út um taflið.
65. … Df8 66. Rh6+!
Svartur gafst upp, 66. … Dxh6 er
svarað með 67. Hb8+ og mátar.
C.H.O.D. Alexander – ein söguhetj-
an úr kvikmyndinni Imitation Game –
lét þess getið í grein sem hann skrif-
aði um mótið í Daily Express að það
myndi líða langur tími þar til Bent
Larsen yrði svo heppinn aftur.
Friðrik og Larsen í Dundee 1967
UMRÆÐAN 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2017
Grandavegur 42 A,B ogC
Perla í vesturbænum
Stórglæsilegar útsýnisíbúðir
Lokaáfangi Grandavegs 42 sem samanstendur af þremur
stigagöngum frá 6 upp í 9 hæða byggingar meðfram Eiðsgranda
þar sem flestar íbúðir njóta sjávarútsýnis.
Í boði eru studioíbúðir ásamt 2ja og 3ja herb. íbúðum. Íbúðirnar
afhendast fullbúnar utan gólfefna í stofu og herbergjum.
Vandaðar innréttingar frá HTH í eldhúsi og baðherbergjum
ásamt því sem eldhús skilast með gæðatækjum frá AEG
m.a. ísskáp, uppþvottavél, tveir ofnar, span helluborð og háf.
Stæði í lokaðri bílgeymslu fylgir hverri íbúð
Yfirbyggðar svalir
Allar þriggja herbergja íbúðir með tveimur baðherbergjum
Kvarts steinn í borðplötum eldhúss og baðherbergja
Baðherbergi og forstofa flísalögð
Þvottaaðstaða innan íbúða
Fataskápar í herbergjum og forstofu
Þakíbúðir með um 150 fm þakrými
2ja til 3ja herbergja íbúðir
Stærð íbúða frá 59 fm til 155 fm
Vel skipulagðar og fjölbreyttar íbúðir
Studioíbúðir frá 35,7 millj
2ja herb íbúðir frá 44,5 millj
3ja herb íbúðir frá 63,6 millj
- með þér alla leið -
569 7000 Lágmúla 4 www.miklaborg.is SÖLUMENN Á STAÐNUM - ÁHUGASAMIR VELKOMNIR
Fullbúin sýni
ngaríbúð
OPIÐ HÚS
sunnudaginn 16.júlí kl.16:00-18:00
Stefán Snævarr:
Vitenskapsfilosofi for Humaniora.
En kritisk innføring.
Cappelen Damm akademisk.
324 bls.
Þetta rit hefst skömmu fyrir aldamótin
1800 og nær til nútímans. Þetta er inn-
gangsrit að vísindaheimspeki hugvísinda,
og spannar allt sem máli skiptir, að því er
ég best fæ séð. Raunar má segja að bókin
fjalli um heimspeki og annað slíkt sem
varðar hugvísindi en þó sérstaklega aðferð-
ir þeirra. Það er gætt nafnaskrá, hug-
takaskrá og ritaskrá. Það skiptist í 17 kafla
og tvo hluta ámóta stóra sem heita: Analyt-
isk og pragmatisk vitenskapsfilosofi og
Kontinentalfilosofi og humaniora. Fjallar
höfundur um helstu spekinga, ég nefni
bara: Hegel, Marx, Peirce, Wittgenstein, Popper, Kuhn, Weber, Chomsky,
rússneska formalismann og loks nýjustu kvenspekinga.
Það sem ég þekki til virðist mér hann segja frá af hlutlægni, draga fram
meginatriði í kenningum þessara spekinga. Auðvitað er það í stuttu máli, en
við bætist að Stefán vísar í ýmis yfirlitsrit um helstu kenningar hvers og eins.
Ritið er auðlesið, höfundur gerir sér far um að vera auðskilinn.
Það er óhætt að mæla með þessu riti við Íslendinga. Það er á ríkisnorsku,
en það tungumál er mjög svipað dönsku.
Örn Ólafsson.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Vísindaspeki
Mikill fjöldi lausna barst við
sumarsólstöðugátunni og voru
margir með rétta lausn á henni.
Lausnin er:
Vorsins nótt er ljúf og löng
lifnar allt, sem bærist
og fyllir þig af fuglasöng
í flæði, svo þú nærist.
Burtu eyðir böli og sút
blómgast lífið í sér.
Hrífstu með og hleyptu út
hrollköldunni í þér.
Þrjú nöfn voru dregin úr inn-
sendum lausnum.
Ingibjörg Þorgilsdóttir, Stóra-
gerði 2 á Hvolsvelli, fær bókina
Veggur og andstyggð í Las Vegas
eftir Hunter S. Thompson.
Jónía Jónsdóttir, Hörðukór 5 í
Kópavogi, fær bókina Stofuhiti eft-
ir Berg Ebba.
Inga Hrönn Flosadóttir, Urð-
argili 10 á Akureyri, fær bókina
Stúlkan á undan eftir P.D. Del-
aney.
Vinningshafar geta vitjað vinn-
inganna í móttöku ritstjórnar
Morgunblaðsins eða hringt í 569-
1100 og fengið bækurnar sendar
heim.
Morgunblaðið þakkar þeim sem
sendu lausnir.
Sumarsólstöðugáta