Morgunblaðið - 15.07.2017, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 15.07.2017, Qupperneq 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2017 Það er komið að leiðarlokum hjá henni Sísí vinkonu minni og frænku hans Magga míns en þau voru systkinabörn og voru bæði frá Vatnsleysu í Biskupstungum. Ég kynntist Sísí þegar ég sem ung stúlka var í sveit í Fellskoti sem er næsti bær við Vatnsleysu. Við urðum fljótt góðar vinkonur við unnum saman í Vátrygginga- félagi Íslands í nokkur ár, fórum meðal annars á matreiðslunám- skeið hjá Húsmæðraskóla Reykjavíkur og á saumanám- skeið þar sem við saumuðum okkur flotta ballkjóla. Það var auðvitar margt brallað á þessum árum, mér er minnisstætt þegar við fórum með Eiríki í Fellskoti ásamt fleira fólki inn á Kjöl og sváfum í kofanum í Hvítárnesi dauðhræddar um að þar væru draugar á ferð. Við fórum á ófá böllin sem í boði voru bæði í sveitinni og í bænum en svo lauk ungdómsárunum eins og hendi væri veifað og við tók alvaran. Sísí gekk að eiga Grétar og átti með honum þrjú yndisleg börn, en þau skildu. Það var vissulega oft glatt á hjalla þegar að krakk- arnir á Vatnsleysutorfunni léku sér saman á hlaðinu, þetta var ein stór fjölskylda og hefur aldrei borið skugga þar á. Fjölskyld- urnar voru söngelskar með ein- dæmum, sungu mikið og höfðu gaman af. Sísi var glæsileg kona, hörkudugleg og sá vel um sína. Hún rak Snyrtistofuna Gyðjuna ásamt Gerði Guðmundsdóttur til fjölda ára fór síðar að vinna við bókasafnið í Hlíðaskóla þar til hún hætti að vinna vegna aldurs. Hún giftist síðar Mansa, frábær- um og duglegum manni og undu þau hag sínum vel hvort sem það var í sumarbústaðnum á Þing- völlum eða heima við. Sísí talaði mikið um ferðina sem hún og Mansi fóru í maí sl. til Ingu Hrannar og hvað það hefði verið gaman að hafa öll börnin hjá sér. Sísí veiktist í september 2016 og lést eftir erfið veikindi. Hún Sigríður Þorsteinsdóttir ✝ Sigríður Þor-steinsdóttir fæddist 21. október 1938. Hún lést 29. júní 2017. Útför Sigríðar fór fram 7. júlí 2017. lét ekki bera á því hversu veik hún í raun var orðin, Mansi og börnin stóðu eins og klett- ar við hlið hennar. Hún hafði á orði að hún væri eins og prinsessa, þau vildu allt fyrir hana gera. Svo kom áfallið, Mansi lést eftir stutt veikindi 31. maí sl. og nú sitja hjónin í blóma- brekkunni og fylgjast með börn- um, barnabörnum og tengda- börnum sem voru þeim svo kær. Ég bið algóðan Guð að vaka yfir börnum Sísíar og fjölskyldum þeirra og veita þeim styrk í sorg- inni. Guð blessi þig Sísí mín. Þóra Katrín (Kata). Það var um það bil fyrir 30 ár- um að við Erla mín kynntumst Sísí, þegar börnin okkar Kristján og Guðný rugluðu saman reyt- um. Sísí var stórglæsileg og alltaf fín, vel gefin og kom frá stórri fjölskyldu sem er mjög samheld- in. Maður sá það greinilega hvernig hún hélt fjölskyldu sinni saman. Sísí var alltaf til staðar til að hjálpa. Hún var forkur til allrar vinnu og þegar við vorum að taka til hendinni saman mátti maður taka á honum stóra sínum, bara til að halda í við hana. Sísí var alltaf hraust og hress en veiktist skyndilega og má með sanni segja að það hafi komið sem þruma úr heiðskíru lofti. Ekki er hægt að minnast Sísí- ar án þess að minnast hans Mansa hennar. Þau voru alltaf saman og nutu þess. Það var virkilega gefandi að fylgjast með þeim. En Mansi veiktist mjög skyndilega og óvænt og var það mikið reiðarslag fyrir alla fjöl- skylduna er hann lést 31. maí síð- astliðinn, mitt í veikindum Sísíar. Hún annaðist Mansa af mikilli al- úð á þessum erfiða tíma. Ég hafði mikil samskipti við þau bæði gegnum barnabörnin Sigríði Erlu og Eið Orra. Ég fann alltaf að amma Sísí og afi Mansi voru í miklu uppáhaldi hjá þeim, eins og hjá öllum hin- um barnabörnunum. Mansi bjó til alls kyns kræsingar og amma Sísí átti alltaf uppáhaldskökuna þeirra. Þetta var svo yndislegt sam- band að börnin munu búa að því alla ævi. Sama er að segja um hin barnabörnin. Sísí var af gamla góða skól- anum og hafði sínar skoðanir um lífið og tilveruna, og miðlaði þessu öllu til barnanna. Sísíar verður sárt saknað af öllum. Þetta eru mjög erfiðir tímar fyrir alla fjölskylduna að missa svona yndislegt fólk eins og Sísí og Mansa á svona skömmum tíma. Maður þakkar fyrir að hafa kynnst svona fólki. Blessuð sé minning þeirra. Hans. Mín fyrstu kynni af Sísí voru á menntaskólaárum mínum. Við Ágústa lentum saman í bekk í MR og ekki leið á löngu áður en haldin var skólaskemmtun og bekknum var boðið heim í Skrið- ustekk. Þar bjó Sísí með börnin sín þrjú og hélt fallegt heimili. Kjallarinn í Skriðustekk var eins og lítið félagsheimili þar sem vin- irnir hittust, spjölluðu saman og hlustuðu á tónlist. Ágústa amma, móðir Sísíar, var þar oft í heim- sókn. Hún sat gjarnan í eldhús- inu og tók hlýlega á móti unga fólkinu með kaffi og pönnukök- um. Sísí rak um árabil Snyrti- stofuna Gyðjuna, auk þess að kenna snyrtifræði. Hún fram- fleytti fjölskyldunni af einskær- um dugnaði. Eftir að Sísí kynnt- ist Mansa fluttu þau í Hverafold. Þá var Ágústa flutt að heiman og Kristján farinn í háskólanám er- lendis, en Inga Hrönn enn í heimahúsum. Alltaf var tekið vel á móti barnabörnunum í Hvera- fold. Mansi átti safn af Tomma og Jenna á VHS, sem hægt var að hlæja endalaust að. Systkinahópur Sísíar frá Vatnsleysu er stór og samheld- inn. Þau eru dugleg að hittast með börnum og barnabörnum, hvort sem er um jól eða að sumri til. Þau Sísí og Mansi létu sig ekki vanta á þeim samkomum og því síður í fjölskylduferðum um landið, þar sem búið var að skipuleggja ferðalög um áhuga- verð landsvæði. Um verslunar- mannahelgina hittist stórfjöl- skyldan í Tungunum og úr verður lítið ættarmót þar sem mikið er sungið og farið í ýmsa leiki. Við Þingvallavatn áttu Sísí og Mansi sitt litla himnaríki. Mansi hafði keypt og endurbyggt gaml- an bústað á yndislegum stað við vatnið. Það lék allt í höndunum á Mansa. Hvort sem það var við smíðar eða veiðar, hann virtist kunna allt. Við sumarhúsið byggði hann lítinn reykkofa og reykti þar silung úr vatninu. Krí- an, þessi fugl sem ég hafði alist upp við að hræðast eftir að hún goggaði í hausinn á Sveini bróður mínum, hún elskaði Sísí og Mansa og sú ást var endurgoldin. Sísí þekkti einstakar kríur í sjón, þó að mér virtust þær allar vera eins. Alltaf áttu þau brauð handa fuglunum og það var alveg sér- stök athöfn að gefa kríunum, sem ýmist gripu molana á lofti eða tíndu þá af hatti Mansa. Veikindi Sísíar voru óvænt og lögðust þungt á þau bæði. Eng- inn átti þó von á því að Mansi yrði fyrri til að kveðja, eins lipur og léttur á fæti og hann var. Sísí kom oft heim til okkar Ágústu í Hæðarbyggð og þegar sólin lét sjá sig sátum við gjarnan úti í garði. Í byrjun júní sátum við þar og spjölluðum, Sísí nýbúin að kveðja Mansa. Ég var að setja niður kartöflur og Sísí rifjaði upp að faðir hennar, Þorsteinn bændahöfðingi, hefði verið stór- tækur kartöfluræktandi. Við rök- ræddum hvort betra væri að spírurnar væru stórar eða litlar. Sísí var sterk og þótt veikindin væru erfið þá missti hún ekki húmorinn. Þegar við fengum hjólastól til að auðvelda henni að fara á milli herbergja og fundum hve mikið léttara var að fara um í honum þá spurðum við, hvert viltu fara? Hún svaraði, „keyrðu mig á Hótel Sögu“. Ég sakna ykkar Sísí og Mansi. Hvílið í friði. Jón Benediktsson. Elsku Sísí. Við vorum bara stelpur þegar við kynntumst. Við bróðir þinn vorum að skjóta okkur saman og margt brölluðum við saman á þessum árum. Þú varst alltaf glæsileg, hvort sem þú varst í fjósagallanum eða uppábúin. Og þú varðst bara glæsilegri með ár- unum. Svo var það þessi feikna dugnaður í þér. Hér var allt fínt og fágað, bæði úti og inni, þegar þú varst hér heima. Þegar ball var framundan tókst þú til öll föt- in af bræðrum þínum og press- aðir þau og snyrtir. Síðan var skónum af þeim safnað saman og þeir burstaðir hátt og lágt úti á tröppum. Mér er minnisstætt eitt atvik. Ég var stödd hér um helgi og var mikill gestagangur. Þá uppgötv- aðist að það vantaði mjólk. Þvoð- ir þú þá mjaltafötu og baðst mig um að koma með þér, en kýrnar voru ekki langt frá bænum. „Ég held ég reyni að mjólka hana Bú- bót, en þú verður að halda í hal- ann á henni og klóra henni á viss- um stað,“ sagðir þú. Þetta tókst með ágætum og við bárum mjólkurfötuna á milli okkar inn í bæ. Inga Birna dóttir mín var mjög hrifin af þér og þegar þú komst um helgar var spennandi að fá skríða upp í rúm hjá þér á morgnana og kúra undir sæng- inni hjá þér. Eitt sinn fór hún niður eins og hún var vön að gera, en kom til baka heldur snúðug og sagði: „Það er maður í rúminu hjá henni Sísí.“ Síðar kom að því að Sísí giftist mann- inum í rúminu og þau eignuðust þrjú börn, Ágústu, Kristján og Ingu Hrönn. Þau skildi síðar. Kristján var hér öll sumur frá sex ára aldri, en þeir Þorsteinn Ágúst voru bestu vinir og áttu saman á þessum árum marga dýrðardagana. En svo hittirðu hann Mansa þinn, þennan yndislega mann, sem öllum þótti svo vænt um. Það var gæfa ykkar beggja. Þið voruð alltaf í sumarbústaðnum ykkar á sumrin, úti á fallega tanganum þar sem endurnar voru svo spakar að þær komu í heimsókn til ykkar að sýna ung- ana. Það var reiðarslag fyrir okkur öll þegar við fréttum af veikind- um þínum. Þú sem aldrei hafðir orðið veik. Þú barðist hetjulega við þennan illvíga sjúkdóm. Ég talaði við þig í síma annan hvern dag, bara stutt, til að spyrja þig hvernig þú hefðir það þann dag- inn. En svo kom þetta mikla högg þegar Mansi veiktist og féll frá. Fór þá að halla undan fæti hjá þér, en börnin þín og tengda- börn voru samhent í því að hugsa um þig nótt sem dag. Okkur hér á heimilinu er svo hugstætt þegar þið Mansi komuð hingað seinni partinn í ágúst í fyrra. Þið voruð bæði svo glöð að koma hingað og við ekki síður að fá ykkur í heimsókn. Við fengum okkur rjómapönnukökur og kaffi og áttum saman skemmtilega stund. Þetta reyndist vera síðast heimsóknin þín austur. Hefur okkur oft orðið hugsað til þess- arar góðu stundar sem var svo sérstök á einhvern hátt. En þarna voru skapanornirnar farn- ar að spinna vefi sína. Ég á svo erfitt með að kveðja þig og Mansa. Þetta er mikill missir í einni fjölskyldu. En lífið kemur alltaf á óvart. Það er ekki á því augnabliki sem áfallið kemur sem maður þarfn- ast hugrekkis, heldur fyrir langa gönguna upp brekkuna. En mun- um að við erum aldrei ein á ferð. Innilegustu samúðarkveðjur, Halla Bjarnadóttir. Útfararstofa kirkjugarðanna Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Útfarar- og lögfræðiþjónusta Við önnumst alla þætti undir- búnings og framkvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Ellert Ingason, umsjón sálmaskrár Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, JÓHANNESAR GUÐMUNDSSONAR verkfræðings, Dalbraut 14, Reykjavík, áður til heimilis að Laugalæk 48. Sérstakar þakkir fá starfsmenn hjúkrunarheimilisins Sóltúns og öldrunarlækningadeildar B4 á Landspítalanum fyrir góða umönnun og hlýju. Guðrún María Tómasdóttir Tómas Jóhannesson Guðrún Pálína Héðinsdóttir Helgi Jóhannesson Gunnlaug Helga Einarsdóttir Sigríður Jóhannesdóttir Skarphéðinn B. Steinarsson Guðmundur Þ. Jóhannesson Laufey Ása Bjarnadóttir barnabörn og barnabarnabörn Við sendum innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug, vináttu og stuðning vegna andláts ástkærrar eiginkonu og móður, HALLFRÍÐAR BRYNDÍSAR MAGNÚSDÓTTUR, Kjarrlundi 2, Akureyri. Sérstakar þakkir til Heimahlynningar á Akureyri. Arnar Daníelsson Magnús, Ingibjörg, Gunnhildur, Bryndís og fjölskyldur Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓHÖNNU GUÐJÓNSDÓTTUR sjúkraliða frá Reykjum, Vestmannaeyjum, Strikinu 8, Garðabæ. Vigdís Victorsdóttir Sigurður Þorvarðarson Lilja Dóra Victorsdóttir Halldór V. Frímannsson Bergþóra Victorsdóttir Ævar Valgeirsson Guðjón Þór Victorsson Aðalbjörg Benediktsdóttir barnabörn og langömmubörn Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÓLÍNU JÓHÖNNU GÍSLADÓTTUR, Brákarhlíð, Borgarnesi. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Brákarhlíðar fyrir einstaka umhyggju og elskulegheit. Björg H. Kristófersdóttir Gísli Kristófersson Þóra Ragnarsdóttir Þorgeir Kristófersson Inga Pétursdóttir Einar Kári Kristófersson Kolbrún Karlsdóttir ömmu- og langömmubörn Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður og tengdaföður, ÞÓRÐAR B. BACHMANN rafvirkja, Berugötu 30, Borgarnesi. Sérstakar þakkir færum við öllum þeim sem önnuðust Þórð í erfiðum veikindum hans. Björg H. Kristófersdóttir Anna Þ. Bachmann Ólafur Ágúst Pálsson Kristófer Þórðarson Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systk- ini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.