Morgunblaðið - 15.07.2017, Side 31

Morgunblaðið - 15.07.2017, Side 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2017 ✝ Helgi ÞórarinnGuðnason fæddist í Vest- mannaeyjum 4. nóvember 1937. Hann lést á Land- spítalanum 30. júní 2017. Foreldrar hans voru Guðni Finn- bogason sjómaður og smiður, f. 1909, d. 1962, og Guðrún Ágústa Sigurjónsdóttir hús- freyja, f. 1913, d. 2011. Systkini Helga eru Ólafur Guðnason, f. 1933, og Ása Guðnadóttir, f. 1945. Helgi kvæntist árið 1959 Guð- laugu Kristrúnu Einarsdóttur, f. 1939, frá Vestmannaeyjum. Börn þeirra eru: 1) Bryndís Helgadóttir, f. 1959, d. 2010, eiginmaður hennar var Jón Grétar Guðgeirsson, f. 1957. býlismaður hennar var Eiríkur Hilmarsson, f. 1971, börn þeirra eru Einar Örn, f. 1992, maki Saga Sabrina Lárusdóttir, f. 1993, Guðlaug, f. 1999, og Ísa- bella Hanna, f. 2002. Barna- barnabörnin eru samtals orðin fjórtán. Helgi ólst upp í Norðurgarði í Vestmannaeyjum og bjó þar öll æskuárin. Hann lauk meist- aranámi í járnsmíði árið 1962, síðar lauk hann einnig námi í vélsmíði. Fyrstu árin vann Helgi hjá Vélsmiðjunni Magna, í Vest- mannaeyjum, þar sem hann starfaði til fjölda ára áður en hann hóf störf hjá Vinnslustöð Vestmannaeyja, þar starfaði Helgi til ársins 1986 þegar fjöl- skyldan flutti upp á land og kom sér fyrir í Kópavoginum. Þegar upp á land var komið starfaði Helgi um tíma hjá Fálkanum og Sigurplasti en fór síðar til Ora þar sem hann vann að viðhaldi og viðgerðum véla. Helgi hafði mikinn áhuga á ljósmyndun og tölvum sem hann sinnti mikið síðustu árin. Útför hefur farið fram í kyrr- þey. Börn þeirra eru Íris Dögg, f. 1978, maki Felix Gylfason, f. 1973, Guðgeir, f. 1981, kvæntur Est- her Bergsdóttur, f. 1985, og Arnar Freyr, f. 1991, maki Eydís Heimisdóttir, f. 1992. Fyrir átti Bryndís dótturina Guðlaugu Helgu Þórðardóttir, f. 1976, gift Kára Jóhannssyni, f. 1976. 2) Guðný Helgadóttir, f. 1963, eiginmaður hennar var Ólafur Kristófer Guðmundsson, f. 1960, d. 2014. Börn þeirra eru Guðmundur Pétur, f. 1985, maki Bjarney Anna Bjarnadóttir, f. 1984, Rakel Ýr, f. 1986, maki Lloyd Hans McFetridge, f. 1980, og Helga Kristín, f. 1994, maki Gauti Jónasson, f. 1994. 3) Linda Björk Helgadóttir, f. 1971, sam- Nú er elsku pabbi farinn í sína hinstu ferð eftir tæplega fimm ára baráttu við krabbamein, hann varð hvíldinni feginn enda búinn að berjast við sjúkdóminn af æðruleysi og hetjuskap. Pabbi ólst upp í Norðurgarði í Vestmannaeyjum og þar átti hann góð æskuár, hann kynntist mömmu árið 1958 og ári seinna giftu þau sig. Þau byggðu okkur fjölskyld- unni fallegt heimili að Strembu- götu og þar útbjó hann sér seinna verkstæði í gamla brunninum. Hann gat gert við nánast alla hluti, sama hvort það tengdist heimilinu, eða bara hvað sem var sem við systur þurftum að láta gera við. Heilaga stundin hans pabba var þegar hann lagði sig eftir matinn, hlustaði á fréttir og fékk sér pípu. Það er sennilega ekki hægt að finna vandvirkari og nákvæmari mann og alltaf var hann fljótur á staðinn til að hjálpa, þegar ein- hver í fjölskyldunni þurfti aðstoð. Ég er einstaklega þakklát fyrir að við hjónin fórum í ferð með pabba og mömmu til Vestmanna- eyja sumarið 2013. Þar heimsótt- um við gamlar slóðir og pabba þótti sérstaklega skemmtilegt að keyra um eyjuna og rifja upp gamla daga með okkur. Við end- uðum þessa ferð á því að borða á hans gamla vinnustað, Magna, og mikið hafði hann gaman af því að koma þangað og sjá hversu vel minningarnar voru varðveittar þar. Ég vil þakka hjúkrunarfólki á 11 G fyrir einstaka umhyggjusemi við pabba síðustu vikurnar. Takk, elsku pabbi minn, fyrir allt. Hvíl í friði. Þín Guðný. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Guð geymi þig, elsku hjartans pabbi minn, ég geymi allar minn- ingarnar okkar. Þín dóttir, Linda Björk. Elsku afi minn. Nú ertu farinn frá okkur, þú sem varst mér svo kær. Hvíldinni tekur þú fagnandi. Því vil ég trúa! Þú barðist eins og hetja og ég minnti þig á hvað þú hafðir verið sterkur og duglegur í gegnum veikindin þín en þú eins og svo oft dróst það nú í efa og fórst að ræða um eitthvað annað. Ég er svo heppin að hafa átt þig sem afa. Þú varst alltaf til í að hjálpa og lagðir þig 110% fram í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur. Fljótfærnin í mér átti oft erfitt með að höndla vandvirknina þína en á endanum hafðirðu alltaf rétt fyrir þér. Þú varst flottur áhugaljós- myndari og það er dásemdin ein að fá aðgang að öllum myndunum sem þú hefur tekið í gegnum tíð- ina. Það eru ekki allir sem myndu nenna að leggja sig svona fram við að skanna inn hundruð gamalla mynda og flokka þær síðan allar eftir árum og viðburðum. Mér þótti einstaklega gaman að fá að gista í Efstahjallanum hjá ykkur ömmu þegar ég var lítil. Best var þó þegar ég fékk að setja dýnu á gólfið inni hjá ykkur og sofa þar, ekki það að svefnsófinn hafi einhvern tímann klikkað, heldur var bara svo notalegt að fá að vera nálægt ykkur. Ég fékk oft að hlaupa yfir í sjoppuna að kaupa mér smá bland í poka og jafnvel frostpinna líka. Föstudagar voru oft pizza-dagar hjá ykkur ömmu, þá kom Dominos stundum upp að dyrum með eina glóðvolga pizzu með skinku og ananas. Ég man svo vel þegar ég keypti mér fyrsta bílinn minn, síðasta haust. Þú varst svo áhugasamur og vildir ólmur koma á rúntinn, ég skutlaðist með þig á spítalann þar sem þú fórst í lyfjagjöf. Ég gerði mér aldrei nægilega mikla grein fyrir því, elsku afi, hversu alvarlegt þetta var orðið hjá þér fyrr en ég kom að þér heima um miðjan júní. Þú varst svo uppgefinn á þessu öllu saman, lyfin voru farin að fara illa í þig og það var átakanlegt að sjá þig svona veikburða. Þú sem gerðir allt og vel það. Ég talaði lengi við þig á rúmstokknum heima á með- an við biðum eftir sjúkrabílnum. Þetta var yndislegt samtal og við grétum saman. Ég spurði þig hvort ég mætti fylgja þér á spít- alann, þú játaðir því og brostir breitt. Þetta var í síðasta sinn sem ég var með þér heima, því heim fékkstu aldrei aftur að fara. Dagarnir á spítalanum voru rússí- banaferð. Ég var áhyggjufull en samt á sama tíma þakklát fyrir allt sem ég gat gert fyrir þig á meðan þú lást í rúminu. Mér fannst best að koma þegar enginn annar var hjá þér. Þá gátum við rætt allt milli himins og jarðar. Ég talaði um framtíðarplönin mín, ræddi um gamla tíma og allt þar á milli. Takk, afi minn, fyrir allar minn- ingarnar og fyrst og fremst takk fyrir ógleymanlegu samtölin okk- ar. Ég lofaði þér því að ég myndi hugsa vel um hana ömmu og ég mun svo sannarlega gera það og hef gert. Elska þig að eilífu. Mikið sem hann pabbi verður ánægður að sjá þig. Þín Helga Kristín. Síðastliðinn föstudag kvöddum við elsku afa okkar. Hann lést þann 30. júní eftir nokkurra ára erfið veikindi. Afi Helgi var skap- góður og brosmildur. Hann var mikill fjölskyldumaður sem sýndi alltaf mikinn áhuga á því sem var að gerast hjá öllum fjölskyldu- meðlimum. Hann var mættur á öll mannamót með myndavélina sína og hafði mikla unun af að taka myndir og festa allt á filmu sem gerðist. Hann hafði gott auga fyrir umhverfi sínu og búum við vel að eiga fallegar myndir úr fjölskyldu- viðburðum. Afi var duglegur að tileinka sér tækninýjungar og var afar handlaginn og greiðvikinn. Minningar sem sitja eftir eru margar og góðar um frábæran afa og vin. Hverfur margt huganum förlast sýn þó er bjart þegar ég minnist þín. Allt er geymt allt er á vísum stað engu gleymt, ekkert er fullþakkað. (Oddný Kristjánsdóttir í Ferjunesi) Þín, Guðlaug Helga, Íris Dögg, Guðgeir og Arnar Freyr. Helgi Þórarinn Guðnason ✝ SvanbjörgGísladóttir fæddist á Brún í Mjóafirði 10. febr- úar 1939. Hún lést á hjartadeild Land- spítalans 30. júní 2017. Foreldrar Svan- bjargar voru Gísli Sigurjón Vilhjálms- son bóndi, fæddur á Brekku í Mjóafirði 17. maí 1891, og Sveinbjörg Jón- ína Guðmundsdóttir húsfreyja, fædd á Þórarinsstaðastekk, Dvergasteinssókn, N-Múlasýslu 25. nóvember 1901. Systkini Svanbjargar eru Unnur Jóhannsdóttir, fædd 13. ágúst 1927, og Vil- hjálmur Gíslason, fæddur 27. apríl 1933. Svanbjörg giftist Ingólfi Arnari Ingólfssyni en þau skildu. Hún eignaðist þrjú börn með Ing- ólfi: 1) Kristín Ing- ólfsdóttir, fædd 29. október 1960, látin 14. júlí 1967. 2) Kristín Björk Ingólfsdóttir, fædd 18. júlí 1968, búsett í Hrís- ey. 3) Gísli Páll Ingólfsson, fæddur 2. maí 1970, búsettur á Akureyri. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu 10. júlí 2017. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem líf- ið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Höf. óþekktur) Takk fyrir allt, elsku mamma. Þín dóttir og tengdasonur, Kristín Björk Ingólfsdóttir, Þröstur Jóhannsson. Nú er komið að kveðjustund. Svana, þú varst yndisleg kona, takk fyrir að vera alltaf til stað- ar, takk fyrir að vera svona góð amma, börnin mín hefðu ekki getað verið heppnari með ömmu, og ég ekki heppnari með þig. Ég veit ekki hvernig ég hefði farið að án þín, við erum svo þakklát fyrir að allar þær stundir og minningar sem þú hefur gefið okkur. Helga og Ingólfur hafa leitað mikið til þín og þú hefur alltaf haft tíma og þú sýndir þeim alltaf að þau væru númer eitt. Þú gerðir aldrei mannamun og trúðir á það góða í öllum. Ef ég hringdi og vantaði aðstoð með krakkana var það aldrei neitt mál, þau voru alltaf velkomin og alltaf biðu veitingar á borðinu í stofunni eftir þeim. Ingólfur var búinn að hafa áhyggjur af þér og Helga sagði við mig áður en hún fór til þín fyrir rúmri viku að hún myndi bara hringja ef þú þyrftir að fara á sjúkrahús svo hún var búin að vera með áhyggjur líka. En þegar þú varst send til Reykjarvíkur þá reiknuðum við með því að fá þig aftur heim. Það er alltaf erfitt að kveðja þá sem maður elskar. Ég ætla að um- vefja börnin mín og halda minn- ingunni um þig á lofti. Því þú varst þeim ómetanleg. Nú trúi ég því að þú sért komin í Sum- arlandið, búin að hitta litlu stelp- una þína. Takk fyrir allt og allt Kallið er komið, komin er nú stundin, Svanbjörg Gísladóttir vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Valdimar Briem) Kveðja, Guðný, Ingólfur Arnar og Helga Þórunn. Elsku amma mín. Ég mun sakna þín innilega. Mér þykir mjög vænt um þig, amma mín. Við krakkarnir sett- um allt sem þú baðst um í kistuna þína. Ég mun aldrei gleyma þér, amma, og núna ertu komin til Kristínar litlu þinnar. Ég skal hugsa vel um allar myndirnar þínar. Ég man allar góðu minn- ingarnar, þegar ég gisti hjá þér og þegar við horfðum á Kallakaffi þegar ég var þriggja ára. Brauð- sneiðarnar hjá þér voru líka mjög góðar. Við munum öll sakna þín. Hvíl í friði, besta amma í heimi. Hinsta kveðja. Þinn Guðmar Gísli Þrastarson. Nú er þessari lífsgöngu þinni lokið, kæra vinkona. Þú varst far- in að þrá hvíld frá þínum þraut- um og brátt verður þú sest í blómabrekkuna í Sumarlandinu eins og þú sagðir svo oft. Ég vil með örfáum orðum minnast þín, við töluðum saman í nær hverri viku, stundum oftar og höfðum alltaf um nóg að tala. Hlógum og grétum og allt þar á milli. Ég gleymi aldrei Sjallaferð- inni sem við fórum forðum daga og þegar við komum heim dutt- um við í þvílíkt hláturskast að við ætluðum ekki að geta hætt. Einnig hælið sem oft var hlegið að. Já við fórum oft saman út að dansa og skemmtum okkur ávallt vel. Við unnum saman á hótel Húsavík bæði á herbergj- um og í salnum og oft mikið brallað. Svona mætti lengi telja. Nú er heimasíminn minn þagnaður en þegar hann hringdi var það nær undantekn- ingarlaust að það varst þú á hin- um endanum. Ekki voru fá fal- legu kortin sem fóru okkar á milli. Já, við áttum margar skemmtilegar stundir og mun ég sakna þín óendanlega mikið. „Þegar lýkur jarðvistargöng- unni, hittumst við í Blóma- brekkunni.‘‘ Fyrir allt sem varst þú mér, vinkona, ég þakka þér. Gleði og tryggð er gafst þú mér góðar stundir átti með þér. En þú varst alltaf traust og góð vinkona gegnum öll þessi ár og þakka ég þér fyrir allt. Ég bið góðan Guð að styrkja þína fjölskyldu. Þín vinkona, Gréta. Elísabet, eða Beta eins og við kölluðum hana, er fallin frá, háöldruð kona. For- eldrar hennar voru Sigurður Þorsteinsson frá Hestgerði í Suðursveit og Elín Salína Grímsdóttir frá Krossavík í Vopnafirði. Systkini Elísabetar voru Grímhildur Margrét, Ólöf Jóhanna og Þorsteinn. Elísabet ólst upp á Vopnafirði og þurfti snemma að taka til hendinni. Hún giftist Árna Stef- ánssyni og átti með honum sex syni; Sigurjón, Alexander, Ell- ert, Reyni, Þórodd og Árna yngri. Beta og Árni eldri höfðu því fyrir stóru heimili að sjá. Þar var gestkvæmt. Tengdadæt- urnar Edil, Ragna, Svanborg, Hrönn, Guðrún og Katrín komu oft við á heimilinu með börn og barnabörn. Beta var að eðlisfari skynsöm og jarðbundin. Það var Elísabet Sigríður Sigurðardóttir ✝ Elísabet Sigríð-ur Sigurðar- dóttir fæddist 1. september 1917. Hún lést 27. júní 2017. Útför Elísabetar fór fram 7. júlí 2017. gestkvæmt á Upp- sölum og fólk mátti hafa mismunandi skoðanir, sem voru oft ræddar tæpi- tungulaust. Hún og Árni stunduðu fjárbúskap, en höfðu meðfram aðra vinnu. Oft var annasamt en þessi störf unnu þau af mikilli eljusemi og komu sér vel fyrir enda harð- duglegt fólk. Elísabet var afbragðs kokkur og sá m.a. um hótelið á Vopna- firði ásamt Edil tengdadóttur sinni. Beta hafði mikla frásagn- argáfu og var afar vel að sér. Hún var dugleg að ferðast og öðlaðist mikla víðsýni á langri ævi. Síðustu árin dvaldi hún í góðu yfirlæti í Sundabúð og hefði orðið hundrað ára í sept- ember nk. hefði henni enst ald- ur. Betu er sárt saknað af fjöl- skyldu, vinafólki og ættingjum. Fjölskyldu hennar sendum við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Kveðja. Kristbjörg, Sigurður, Erlingur og Gísli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.