Morgunblaðið - 15.07.2017, Page 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2017
Elsku hjartans
amma mín. Mikið er
ég þakklát fyrir þær
stundir sem við átt-
um saman. Þá helst
á Kveldúlfsgötunni þar sem þú og
afi tókuð alltaf á móti öllum með
opnum örmum og bros á vör.
Minningarnar eru dýrmætar og
þær mun ég varðveita að eilífu. Til
dæmis hvernig ég hentist fram og
til baka á stofugólfinu, helst með
hausinn á undan. Þar var teppi og
því tilvalið að þróa eða æfa nýjar
fimleikaæfingar. Þér fannst ég nú
stundum fara heldur „glæfra-
lega“, eins og þú sagðir, en ég full-
vissaði þig um að ég gæti ekki
meitt mig á teppinu, svo var haldin
sýning. Í eldhúsinu leið þér vel,
þar fannst mér gaman að fylgjast
með þér og hjálpa til. Helst man
ég eftir sigtaða hafragrautnum
hans afa, hjónabandssælunum og
hvernig það var hvergi leyfilegt að
fá marga íspinna á dag, nema hjá
ömmu. Hjá þér var ekki hægt að
vera svangur, þú passaðir vel upp
á það.
Elsku amma, ekki má gleyma
að minnast á fallega hjartalagið
þitt. Yndisleg, góðhjörtuð, einlæg
og hlý, og talaðir svo fallega um
Ólína Jóhanna
Gísladóttir
✝ Ólína JóhannaGísladóttir var
fædd 11. ágúst
1929. Hún lést 19.
júní 2017.
Útför Ólínu fór
fram 23. júní 2017.
allt og alla. Ég man
að ég hugsaði oft,
hvernig er hægt að
vera svona góð eins
og amma er? Þú ert
fyrirmyndin mín um
hvernig manneskja
mig langar til að
vera.
Það gleður mig að
hugsa til þess að nú
séuð þú og afi loksins
sameinuð á ný. Mik-
ið sem hann hefur tekið vel á móti
þér, elsku amma mín.
Elsku amma, takk fyrir allt
sem þú hefur gert fyrir mig. Takk
fyrir vísurnar sem þú ortir, við
fjölskyldan munum varðveita
þær, það er dýrmætt að geta lesið
yfir þær í framtíðinni og hugsað til
þín. Ég læt hér fylgja vísu sem ég
orti til þín þegar ég var lítil, þér
þótti vænt um hana og hún er
skrifuð einhvers staðar í bækurn-
ar þínar.
Amma falleg, fríð og góð,
yrkir fín og fögur ljóð.
Alltaf snyrtileg til fara,
stelpuleg ertu bara.
Og aðra sem kom til mín þegar
þú kvaddir.
Hvíl í friði amma mín,
í örmunum hans afa.
Að eilífu ég mun sakna þín,
og hugsanir um þig hafa.
Guð geymi þig elsku amma.
Þín ömmustelpa,
Fríða Rún.
✝ Mary EstherSimundson var
fædd í Seattle í
Bandaríkjunum 9.
apríl 1956. Hún
lést 4. maí 2017.
Foreldrar henn-
ar voru Leonard
Simundson, f.
1914, d. 2001, og
Lois Simundson, f.
1920. Mary átti
einn bróður, Dav-
id, f. 1953. Hún stundaði nám
við University of Washington í
Seattle. Árið 1981 kom hún til
Íslands og árið 1984 giftist hún
Guðjóni Inga Haukssyni, f. 24
ágúst 1953, sagn-
fræðingi og graf-
ískum hönnuði.
Synir þeirra eru
Daníel Jón, endur-
skoðandi, f. 26.
júní 1985, og Jó-
hann Ingi við-
skiptafræðingur, f.
24 ágúst 1989.
Mary Esther starf-
aði lengst af við
skrifstofustörf en
síðustu árin starfaði hún hjá
bandaríska sendiráðinu í
Reykjavík.
Útför hennar hefur farið
fram í kyrrþey.
Elsku Mary okkar.
Fréttirnar um andlát þitt
komu okkur öllum í opna
skjöldu, tilfinningin var yfir-
þyrmandi og söknuðurinn greip
okkur strax. Það var nefnilega
þannig að hvert sem þú komst
fylgdi þér mikil gleði og enda-
laus húmor. Kraftur og þraut-
seigja þrátt fyrir allt sem þú
hafðir gengið í gegnum var okk-
ur hinum mikil hvatning til að
halda alltaf áfram, sama hvað.
Þú komst mjög óvænt inn í
hópinn og varðst strax ein af
okkur. Alltaf sami húmorinn,
myndin af þér með göngugrind-
ina eftir erfiða æfingu, allir
Body Pump-tímarnir og allt
annað sem við gerðum saman.
Alltaf komstu gangandi úr
vinnunni alveg sama hvernig
veður var, 5 km fyrir hvern ein-
asta tíma á hverjum degi. Svona
varstu, algjör nagli en hafðir
samt svo gaman af því að tuða
endalaust yfir æfingunum.
Elsku vinkona, minningarnar
eru endalausar og söknuðurinn
sár. Við erum gríðarlega þakklát
fyrir tímann sem við fengum
saman og setjum minningarnar
á góðan stað. Við skálum í rauð-
víni þér til heiðurs og hlustum á
Eurovision. Við sendum fjöl-
skyldu og vinum innilegar sam-
úðarkveðjur.
Ástarkveðjur.
Fyrir hönd Inguborgara,
Inga María Balursdóttir.
Mary Esther
Simundson
Sigurjón Jónsson
fæddist á Hofi og
bjó þar með for-
eldrum sínum og
systkinum fyrstu
árin. Þegar hann var um sjö ára
aldurinn flutti fjölskyldan í ný-
býlið að Ási, en þar reistu for-
eldrar hans, Jón Oddsson og
Helga Sigurðardóttir, fyrsta
steinhúsið sem var byggt í Öræf-
um. Sigurjón og Sigga byrjuðu
búskap í Ási, en fluttu svo bú-
ferlum til Reykjavíkur árið 1961,
þá með Ágúst og Helgu, en
yngsta barnið, Guðný, fæddist í
Reykjavík. Ég hef alla ævi átt
Sigurjón, Siggu og börnin þeirra
sem bakhjarla hér „fyrir sunn-
an“ og man satt að segja ekki
eftir öðru en að þannig hafi það
verið. Ættartengslin voru sterk
(Sigurjón bróðir mömmu og
Sigga systir pabba) og börnin
þeirra eru mér eins náin og
systkini mín, enda voru þau öll
sumur „í sveit“ hjá mömmu og
pabba. Ég er þakklát fyrir að
hafa notið þess að eiga þessa
stóru fjölskyldu, sem ásamt fjöl-
skyldu Dodda (Odds) bróður
mömmu var sá jarðvegur sem
okkur systkinum var búinn og
mér finnst lífið ekki geta orðið
betra en það. Eftir að Doddi var
dáinn og árin liðu, varð mér enn
betur ljóst hve sterkur sá
strengur er sem bindur þau
systkinin saman og aldrei liðu
Sigurjón Jónsson
✝ Sigurjón Jóns-son fæddist 8.
janúar 1932. Hann
lést 2. júlí 2017.
Útför Sigurjóns
fór fram 10. júlí
2017.
margir dagar á milli
þess að mamma og
pabbi heyrðu í Sig-
urjóni og Siggu.
Svo heimsótti Sig-
urjón pabba dag-
lega á spítalann
þegar hann lá bana-
leguna haustið 2015
og þá varð mér líka
enn ljósar að
tengslin voru
óbrjótanleg.
Þó að ég hafi verið ófædd þeg-
ar Sigurjón og Sigga fluttu „á
mölina“, þá voru þau síðustu
ábúendur í Ási, á bænum sem afi
og amma byggðu og ég tengdi
þau alltaf sterkt við bæinn. Op-
inbert heiti bæjarins er Malarás,
en í daglegu tali okkar fjölskyld-
unnar var hann aldrei nefndur
annað en Ás og ég á þaðan
margar góðar minningar frá
heyskap á góðviðrisdögum og
snúningum í kringum féð, þegar
pabbi og mamma fengu að nota
fjárhúsið í Ási til bráðabirgða
eftir að fjárhúsið í Stekkatúni
sligaðist undan snjó veturinn
1974. En ég man fyrst eftir Sig-
urjóni sem bílstjóra á olíubíl og
ég leit mikið upp til þessa
frænda míns sem var alltaf svo
glaður og frísklegur þegar hann
kom í heimsókn. Ég vissi líka
snemma að Sigurjón hafði mik-
inn áhuga á flugvélum. Líklega
hef ég nú fyrst haft þá vitneskju
frá Ágústi, sem fékk flug-
áhugann í föðurarf og teiknaði
flottustu flugvélar sem ég hafði
séð! En nú hef ég líka heyrt og
lesið að Sigurjón teiknaði og
smíðaði flugvélar þegar hann
var strákur, eða eins og amma
(Helga Sigurðardóttir) segir um
hann í vísu um börnin í bókinni
Brotagull sem var gefin út árið
2015:
Sigurjón hann sækir kýr,
sá er góður drengur,
smíðar flugvél, báta, brýr,
bíl og vogarstengur.
Börnin þau eru, sem blóm á grænni
grund,
gleðjum þau og fræðum og blessum
alla stund.
Á kveðjustund dvel ég við þær
góðu minningar sem samveran
með Sigurjóni og fjölskyldunni
hefur gefið mér, öryggi og alúð
sem mér var veitt og minni
stækkandi fjölskyldu, hvort sem
það var í Sörlaskjóli, við Laug-
arnesveg, Kleppsveg eða í Ból-
staðarhlíðinni.
Með hjartans kveðju, ykkar
Jónína.
Nú þegar Sigurjón er farinn á
vit nýrra ævintýra er ýmislegt
sem rifjast upp. Sigurjón var
sérlega umhyggjusamur við
systur sínar allar þrjár – því þó
að mamma væri eina systirin á
pappírunum þá höfðu Doddi,
mamma og Sigurjón alist upp
fyrstu æviárin í baðstofu í Vest-
urhúsum á Hofi með Þuríði og
Guggu og mamma hefur alltaf
talað um að þetta hafi verið eins
og ein fjölskylda. Frá Sigurjóni
stafaði birtu og yl til frændfólks-
ins, hjálpsemi hans voru engin
takmörk sett. Já, systkinahóp-
urinn var stór þegar allt kemur
til alls. Afi og amma fluttu að Ási
(Malarási) og þar með nær
frændfólkinu á Nesinu (Hofs-
nesi). Ás og Nes voru eins og eitt
heimili, krakkarnir gengu út og
inn á báðum bæjunum og Doddi,
mamma, Guðgeir, Siggi, Sigrún,
Sigurjón, Palli og Gunna voru
eins og einn stór systkinahópur.
Ég var svo heppin að eiga for-
eldra bæði heima og í Reykjavík.
Sigurjón og Sigga voru mér eins
og aðrir foreldrar alla tíð. Þegar
ég fór í mínar fyrstu Reykjavík-
urferðir sem barn, var Sigurjón
boðinn og búinn að leiðbeina
mér því ýmislegt var með öðrum
hætti en heima í Öræfum. Þegar
ég kom í bæinn til skólagöngu
var ég alltaf innilega velkomin á
heimili þeirra Sigurjóns og
Siggu, þar hef ég þegið margan
málsverðinn og oft gist líka. Sig-
urjón og Sigga voru samhent í
að láta gestum sínum líða vel og
vinátta milli fjölskyldanna hefur
alla tíð verið mér og minni fjöl-
skyldu dýrmæt: margar ánægju-
stundir áttu pabbi og mamma
með þeim í gegnum tíðina og
Ágúst, Helga og Guðný hafa allt-
af verið sem hluti af mínum
systkinahópi. Tónlistin var sam-
eiginlegt áhugamál alla tíð, það
hefur verið mikið spilað og sung-
ið á lífsleiðinni.
Þegar ég heimsótti Sigurjón á
Borgarspítalann í vetur var ég
einmitt að ræða við hann um hve
gjöfult lífshlaup hans hefði verið:
hann hafði jú tækifæri til að
flytja með fjölskylduna á mölina
þegar hugur þeirra stóð til þess,
tækifæri til að eyða frítímum að
vild í Öræfunum hjá fjölskyld-
unum sem þar voru eftir, tæki-
færi til að ferðast um landið í
starfi sínu sem olíubílstjóri –
mér er minnisstæð ein sérlega
skemmtileg heimsókn hans í
Neðribæinn þegar hann kom við
í slíkri ferð. Síðast en ekki síst
var það mikil gæfa að eignast af-
komendahóp eins og Sigurjón og
Sigga gerðu, þar sem mannkost-
ir og hæfileikar afla þeim alls
staðar vina. Ég votta þeim öllum
samhug minn vegna fráfalls Sig-
urjóns.
Sigrún Sigurgeirsdóttir.
Í mínum huga
var Halldór maður
leikgleðinnar. Hann
var dagfarsprúður maður sem
lét yfirleitt ekki mikið yfir sér
en honum fylgdi þó ævinlega
kátína og góðlátlegur andblær.
Hann hafði einstaklega gaman
af að bregða sér í gervi og
manni lærðist að láta það ekki
koma sér á óvart þó hann mætti
til vinnu í bæverskum leðurbux-
um með tilheyrandi höfuðbún-
aði. Um leið kom skýring á fjar-
Halldór Ingvi
Emilsson
✝ Halldór IngviEmilsson fædd-
ist 27. september
1981.
Hann lést 21.
júní 2017.
Útför Halldórs
Ingva fór fram 5.
júlí 2017.
veru hans dagana á
undan, en hann var
ekkert að básúna
ferðir sínar, og
mátti öllum vera
ljóst að hann væri
nýkominn úr reisu
um Alpahéruð
Þýskalands. Það fór
heldur ekki framhjá
neinum hvar Hall-
dór var staddur í
skólanum þegar
brugðið var á leik á þemadög-
um. Á meðan margur karlkenn-
arinn átti erfitt uppdráttar á
bleika deginum gerði Halldór
sér lítið fyrir og mætti í bleikum
jakkafötum með samlitt bindi.
Þrátt fyrir allan leikaraskap-
inn var Halldór einstaklega yf-
irvegaður. Hann hafði gaman af
að spjalla en tal hans var aldrei
hversdagsleg. Hann hafði brenn-
andi áhuga fyrir afmörkuðum
viðfangsefnum og þó að áhuga-
málin væru ekki með öllu sam-
eiginleg fundum við samhljóm í
nördaskap hvor annars. Bóklest-
ur og margvíslegar pælingar
tengdu okkur saman en meðan
hann var allur í fantasíunni var
ég fastur í klassíkinni. Halldór
hafði ævinlega eitthvað til mál-
anna að leggja og iðulega brydd-
aði hann upp á forvitnilegum
umræðuefnum. Hann var þó
aldrei ágengur með áhugamál
sín en sagði gjarnan: „ég held
þú gætir haft gaman af þessu“,
þegar hann vildi kynna manni
hugðarefni sín. Það var helst að
andstæð sjónarmið kæmu upp
þegar pólitík var til umræðu en
aldrei kom til þess að skærist í
odda. Halldór var enginn rifrild-
ismaður. Þvert á móti brosti
hann góðlátlega, hló kannski á
sinn hljóðláta hátt og sagði svo
hæversklega: „Ég er nú ekki al-
veg sammála …“ Halldór var
jafnan með góðlátlegt bros á vör
og lágvær hlátur hans var ávallt
skammt undan. Það var eins og
hann kynni ekki annað en vera í
góðu skapi og minnist ég þess
varla að hafa hitt viðkunnanlegri
mann.
Við kynntumst í Öldutúns-
skóla síðasta veturinn sem ég
kenndi á þeim ágæta vinnustað
og er hann einn þeirra sem ég
sakna hvað mest. Í hvert skipti
sem ég fer inn í nördabúðina
okkar, þar sem bækur og borðs-
pil eru í hávegum höfð, á ég
hálfpartinn von á að rekast á
Halldór. Þar áttum við síðast tal
saman í sumarbyrjun. Hann
stóð þar með spil í hönd en ég
hafði gripið bók. Báðir vorum
við með kaskeiti en skegg hans
var áberandi betur snyrt en
mitt. Hann gat verið jafn skap-
andi með rakvélina og í klæða-
vali. Við höfðum orð á að gaman
væri að hittast með hækkandi
sól enda um nóg að ræða. Margt
fer öðruvísi en ætlað er en ég
mun áreiðanlega minnast hans í
hvert sinn sem ég fer í nörda-
búðina. Leikgleði hans var lífs-
gleði hins skapandi manns sem
lætur hversdagsleikann lönd og
leið.
Leifur Reynisson.
Oft rifjuðum við
vinkonurnar upp
hvernig var í Breið-
holtsskóla hjá okkur
og höfðum gaman af. Kennarinn
með samanbitnar varir setti eina
okkar undir kennaraborð, aðra
inn á klósett og þriðju fram á
gang – þannig var gjarnan hluti
skóladagsins hjá okkur vinkonun-
Auður Ósk
Aradóttir
✝ Auður ÓskAradóttir
fæddist 20. mars
1962. Hún lést 2.
júlí 2017.
Auður Ósk var
jarðsungin 9. júlí
2017.
um þar sem við þótt-
um of málglaðar.
Vinátta sem hélst
alla tíð sama hvar
við vorum staddar í
lífinu. Dugnaður og
þrautseigja var
hennar auðkenni
sem kom vel fram í
veikindum hennar –
Auður Ósk var ekki
sú sem kvartaði
heldur framkvæmdi.
Vottum Ara Auðunni, Daníel
Þór, Kolbrúnu og systkinum sam-
úð okkar. Minning Auðar Óskar
lifir með okkur.
Arna Dungal og
Jóna Ósk Konráðsdóttir.
Elsku vinkona, aldrei hefði
mér dottið í hug að ég ætti eftir
að skrifa minningargrein um þig.
Mikið á ég eftir að sakna þess að
hitta þig ekki þegar ég er að
koma vestur, bara að heyra hlát-
urinn þinn gat sett mann í gott
skap.
Þegar ég frétti af veikindum
þínum trúði ég því engan veginn
að þetta væri svona alvarlegt. Við
hittumst núna um páskana og
það var bara eins og það yrði allt-
af þannig, við að spjalla um séns-
ana okkar og hlæja að allri vit-
leysunni í okkur.
Við höfðum alltaf átt auðvelt
með að spjalla saman þegar við
hittumst enda þekkst síðan við
vorum unglingar. Við vorum af-
skaplega bráðþroska eða alla-
vega héldum við það og auðvitað
fyrstar í okkar árgangi að eign-
ast börn. Svo skildu leiðir um
tíma þar sem þú fluttir til
Reykjavíkur en alltaf var kært á
milli okkar og við hittumst annað
slagið og þá höfðum við bara gam-
an.
Þegar ég hugsa núna til baka
þá rifjast upp fyrir mér atvík,
þegar við vorum að hlusta á tón-
list í herberginu þínu talandi um
stráka og yngri systkini þín voru
endalaust að koma inn og trufla
okkur. Vá, hvað okkur þótti þau
pirrandi en svo tveimur árum
seinna vorum við orðnar mæður.
Já, svona getur þetta nú farið,
maður veit ekki sinn farveg í líf-
inu.
Elsku Auður mín, ég vil þakka
þér allar fallegu góðu stundirnar
sem ég átti með þér. Ég á eftir að
sakna þín mikið.
Ég vil að lokum senda fjöl-
skyldu þinni, og sonum þínum,
Ara og Daníel, mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Þín vinkona
Sigurlaug R. Halldórsdóttir
(Lauga).
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Minningargreinar