Morgunblaðið - 15.07.2017, Síða 34

Morgunblaðið - 15.07.2017, Síða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2017 Smáauglýsingar Atvinnuhúsnæði Gott skrifstofuhúsnæði til leigu. Til leigu er 197 ferm. skrifstofu- húsnæði við Bíldshöfða. Skiptist í móttöku, fimm stór skrifstofuher- bergi, eldhús og geymslu. Ágæt vinnuaðstaða fyrir allt að 12 starfs- menn Sameiginlegar snyrtingar eru á hæðinni. Vsk. innheimtist ekki af leigunni og hentar húsnæðið því vel aðilum sem eru í vsk. lausri starf- semi. Beiðni um frekari upplýsingar sendist í tölvupósti til dogdleiga@gmail.com. Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Rotþrær og heitir pottar Rotþrær-heildarlausnir með leiðbeiningum um frágang. Ódýrir heitir pottar-leiðbeiningar um frágang fylgja. Borgarplast.is, sími 5612211, Mosfellsbæ. Til sölu Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Ýmislegt Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, Tjaldvagnar TIL SÖLU COMANCHE Tjaldvagnar Montana með 13“ dekkjum. Með ferðaboxi Kr. 1088.000,- Án ferðabox Kr. 990.000,- Sími 530 5900 Húsviðhald Hreinsa þakrennur ryðbletta þök og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Kerrur Kerra til sölu Til sölu er ný kerra á fjöðrum. Hentar vel fyrir hálendið. Upplýsingar í s.4838282 Til leigu Flugskýli til leigu í Fluggörðum á Reykjavíkurflugvelli halldorjonss@gmail.com✝ Fjóla Guð-brandsdóttir fæddist í Hafn- arfirði 1. febrúar 1942. Hún lést á heimili sínu 6. júní 2017. Foreldrar henn- ar voru Guð- brandur Pálsson, fæddur árið 1911, látinn 1953, og María Mark- úsdóttir, fædd 1915, látin 1962. Systkini Fjólu eru í aldursröð: Klara, Ester, Páll, þá Markús og yngstur var Kristjón. Systkinin eru öll látin nema Markús. Fjóla giftist Ásbirni Skarp- héðinssyni, f. 3. apríl 1934, d. 1. janúar 1994. Þau eignuðust fjög- ur börn saman. Elst er María Björk, fædd 1959; Skarphéðinn, fæddur 1961, Guðbrandur Æg- ir, fæddur 1963 og yngstur var Sigurður Þór, fæddur 1968 en hann lést úr krabbameini aðeins 19 ára gamall. Barnabörnin eru tíu og lang- ömmubörn Fjólu eru fimm. Fjóla sleit barns- skónum í Hafn- arfirði þar sem hún ólst upp og hún var einnig mikið austur í Þykkvabæ hjá frændfólki sínu en móðir hennar átti ættir sínar að rekja þangað. Fjóla lauk gagnfræðaprófi frá Flensborgarskóla árið 1957. Hún var ung að árum þegar hún fann ástina. Fluttist með Ás- birni, manni sínum til Sauð- árkróks 1959 og bjó þar til árs- ins 1997 en þá flutti hún aftur til Hafnarfjarðar þar sem hún bjó til æviloka. Útför Fjólu hefur farið fram í kyrrþey. Vinkona mín Fjóla Guðbrands- dóttir er nú fallin frá. Leiðir okk- ar Fjólu lágu fyrst saman á Sauð- árkróki, þegar við hjónin fluttum þangað. Við vorum báðar ungar með lítil börn. Eiginmenn okkar unnu saman og millum okkar hófst góður vinskapur sem hélst alla tíð þó leiðir skildu um sinn vegna búferlaflutninga. Náin samskipti okkar Fjólu voru mest á árunum á Króknum og minn- ingar mínar um þau flestar það- an. Ásbjörn (Böddi) og Fjóla eign- uðust fjögur börn. Einn dreng, Sigurð, misstu þau á unglings- aldri eftir langvarandi og erfið veikindi. Það er öllum aðstand- endum sárt að lifa slíka raun en sárust er hún þó ævinlega móð- urinni. Fjóla var hrifnæm og mjög ein- læg. Hún var afar músíkölsk og hafði fallega altrödd og samdi lög, m.a. í danslagakeppnir á Krókn- um. Hún lék á gítar og eignaðist síðar píanó og lærði á það. Hún var fjölhæf og vann ýmis verk, sem ekki voru alvanaleg. Böddi var slyngur veiðimaður og aflakló og aflaði heimilinu mikið matar með veiðiskap. Mér þótti gaman að horfa á hana gera að veiðinni, hvort sem það var fiskur eða tugir af svartfugli eða gæsum. Eitt sinn þegar ég kom til hennar var hún komin með tæki sem Böddi hafði smíðað. Það not- aði Fjóla til að vinda anker í raf- ala, mest fyrir bíla. Á þessum ár- um var mikil eftirspurn eftir slíkum varahlutum og Fjóla framleiddi þá heima hjá sér. Fjóla fékkst mikið við garð- rækt á Króknum. Fyrst á Hólma- grundinni þar sem þau byggðu stórt og veglegt hús. Það var aðdáunarvert að sjá hvað henni tókst að rækta þrátt fyrir sjávar- seltuna og rokið. Seinna byggðu þau svo framanvert í Sauðárhæð- inni fallegt og glæsilegt hús. Þar var sundlaug og gróðurhús með sjálfvirku hita- og vökvunarkerfi. Þar ræktaði hún garð, sem fékk viðurkenningu sem fegursti garð- urinn á Sauðárkróki. Fjóla og Böddi ferðuðust víða um Evrópu á húsbíl sínum. Í þeim ferðum keypti hún lauka og fræ, sem hún ræktaði svo heima á Króknum. Eftir að Böddi lést, langt um aldur fram, flutti hún suður og keypti sér íbúð efst á Setbergs- hæðinni. Þaðan blasti við henni í allri sinni dýrð Hafnarfjörður, fæðingarstaður hennar og heima- byggð. Svo vann hún í mörg ár á saumastofunni á Sólvangi og sá um hana meðan heilsan leyfði. Við héldum alltaf sambandi þó að það hafi farið minnkandi síð- ustu árin. Minnisstætt er mér þegar við Valla vinkona okkar heimsóttum hana í tilefni afmælis hennar. Þá var rifjað upp ýmislegt frá því við vorum allar saman á Króknum og hláturinn glumdi hátt og dátt eins og svo oft í gamla daga. Það er dýrmætt að eiga slíkar minningar. Ég sendi börnum hennar og barnabörnum einlægar samúðar- kveðjur. Kristín Viggósdóttir (Lóló). Fjóla Guðbrandsdóttir Mig langar til að minnast Halla vinar míns með örfáum orðum. Það er ekki nema hálft ár síðan að við fengum þær slæmu fréttir að Halli hefði verið að greinast með krabbamein. Við höfum ýmislegt brallað saman í gegnum tíðina, í kringum 16 ára aldurinn og upp úr því vor- um við strákarnir oftast fimm saman. Það var oft ansi gaman hjá okkur félögunum. Aðal-sam- komustaðirnir okkar voru uppi á lofti í Hagafelli hjá Gúnda og Bróa eða í kjallaranum hjá mér á Mána- götunni og þaðan var svo haldið á Hallgrímur Bogason ✝ HallgrímurBogason fæddist 30. nóvember 1954. Hann lést 2. júlí 2017. Útför Hallgríms fór fram 10. júlí 2017. böllin. Halli stofnaði með félaga sínum Hjólbarðaverkstæði Grindavíkur í mars 1974 og keypti hann síðan hans hlut fljót- lega og rak verk- stæðið upp frá því einn. Það var svo þegar ég var í stýri- mannaskólanum og stundum eftir það að ég greip í að vinna með Halla á verkstæðinu, okkur báðum til mikillar ánægju. Ég held að það hafi svo verið snemma árs 1975 að þau skötuhjúin Halli og Tótla byrja að skjóta sér sam- an og hófu síðan búskap um haustið í pínulítilli íbúð í kjallaran- um á prestsbústaðnum.Það var ósjaldan að við félagarnir komum heim til Tótlu seint á kvöldin drulluskítugir uppfyrir haus eftir vinnu á verkstæðinu og sátum þá stundum fram á nótt að sumbli með tilheyrandi hávaða og skemmtilegheitum við misjafnar vinsældir ungu húsfreyjunnar sem þurfti að þola okkur svona á meðan hún var ófrísk að elsta barni þeirra hjóna, en síðan fórum við nú að róast.Við byggðum svo húsin okkar saman í Heiðar- hrauninu,þar sem við bjuggum lengi vel hlið við hlið. Það er svo eins og gengur og gerist að menn fara hver í sína áttina með tím- anum og sambandið varð minna í seinni tíð en alltaf hélst vinátta okkar og bar þar aldrei skugga á. Hvíldu í friði, elsku vinur. Elsku Tótla og fjölskylda, okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Rúnar og Karen. Stutt símtal frá München til Grindavíkur árið 1991 og símbréf (telefax) til baka með boði um samstarf frá bílaleigunni Rás ehf. var upphafið að einstöku sam- starfi sem stóð yfir í áratugi og vináttu sem varað hefur fram á þennan dag. Þegar við kynntumst var ég enn blautur á bak við eyrun en Halli 12 árum eldri, reynslu- bolti með langa reynslu af banka- málum, fjármálum og fyrirtækja- rekstri en líka annarri dýrmætri lífsreynslu eins og að vera fjöl- skyldufaðir og starfa í stjórnmál- um. Engin vandamál, bara verkefni og lausnir. Alltaf úrræðagóður, já- kvæður, bjartsýnn, víðsýnn og traustur. Alltaf gaf hann sér tíma til þess að ræða málin fram og aft- ur og benda mér á fleiri sjónar- horn, leiðir og lausnir. Hann var alltaf tilbúinn til að gefa mér af tíma sínum og viskubrunni sem var fjársjóður að komast í. Halli var ómetanlegur bakhjarl við stofnun Katla Travel GmbH árið 1997. Einn besti drengur sem ég hef kynnst er nú lagður af stað í ferð- ina löngu sem við förum öll í fyrr eða síðar. Á kveðjustund og tíma- mótum er þakklátur fyrir ein- staka vináttu, allt traustið, öll góðu samtölin um allt milli himins og jarðar. Hafðu þökk fyrir allt og allt, elsku vinur. Pétur Óskarsson. Kæri vinur. Það er margs að minnast. Það er fyrsta útilegan í Borgarfirði rétt hjá Hraunfossum, það geislaði af þér og frænku minni ástin. Nú ert þú róinn á æðri mið, en ekki á bátnum okkar Erlu – Jónu sem við rérum út á Með- alfellsvatn, eins og við gerðum svo oft, veiddum þar silung og einstaka lax. Margt kemur í hugann að leiðarlokum allar yndislegu ferðirnar í Vatnsvík- ina á Þingvöllum. Þar sem við tjölduðum, þá mátti tjalda þar, það sem stendur upp úr er samneytið með ykkur og börn- unum, svo má ekki gleyma kassanum með litlu Coca Cola sem þú varst ætíð með í skott- inu og börnin elskuðu. Þar veiddum við margar murturnar Jóhann Ólafsson ✝ Jóhann Ólafs-son fæddist 20. júlí 1936. Hann lést 14. júní 2017. Útför Jóhanns fór fram 3. júlí 2017. og bleikjur, hvað þá heldur þegar einn fiskurinn hljóp á land, það reyndist vera minkur sem hafði bitið á. Hvar á maður að stoppa? Það er svo margs að minnast frá ljúf- um lífsferli með þér og öllum hin- um. Þú varst mikill bílakarl en öllu slóstu við þegar þú komst með splunkunýtt hjólhýsi aftan í Landrovernum til að sýna okkur. Þetta var með allra fyrstu hjólhýsum sem sáust hér á götunum á þeim tíma. Hafðu hjartans þökk, og þín fjölskylda, fyrir allar gleði- stundirnar sem okkar fjöl- skylda átti með ykkur. Þú varst gleðigjafinn mikli. Okkar innlegustu samúðar- kveðjur til Jónu Bjargar og fjölskyldu. Hvíldu í friði, kæri vinur, og þökk fyrir allt. Sigurður Már og Erla. Okkur fjölskyld- una langar að senda nokkrar línur til minningar um kær- an vin Kela okkar, hann Óla Val. Það sem stendur upp úr í minningunum um þá fé- laga er hinn djúpi kærleikur sem var þeirra á milli, hvernig sem á stóð í þeirra lífum. Þær voru ófáar fjallaferðirnar upp í ÍR skála sem þeir félagar fóru í og var Tinna Björk afastelpa oft með í för. Hún var svo heppin að Óli Valur kenndi henni á skíði, þar sem afi hennar var löngu hættur þeirri iðkun á þeim tíma. Hún minnist þess líka oft hversu spennt hún varð í einni slíkri ferðinni með þeim félögum þegar strákurinn hans Óla Vals átti að koma með og hún hélt að hún hefði loksins ein- hvern að leika við í fjallferðunum. En vonbrigðin urðu mikil þegar Ólafur Valur Sigurðsson ✝ Ólafur ValurSigurðsson fæddist 12. desem- ber 1930. Hann lést 13. júní 2017. Útför hans fór fram 4. júlí 2017. hún fattaði að strák- urinn var eldri en foreldrar hennar. Í augum Kela voru allir félagar hans strákar og það lærði hún á þessum tíma. Það er samt skrítið til þess að hugsa að nú eru strákarnir sem voru sem mest saman upp í fjöllum, allir samankomnir á einn stað. Vonandi eru það fjör- ugir endurfundir. Keli var veikur í ansi langan tíma en Óli Valur sá alltaf um að hafa ofan af fyrir honum með því að taka hann með sér upp í fjöll eða í karlakaffi í Perlunni. Það er ekki oft sem maður verður vitni af svo góðum og djúpum vinskap og það ber að þakka. Þar sem Óli Valur var svo mikið til staðar fyrir Kela varð hann sem órjúfanlegur partur af fjölskyldunni á erfiðustu stundunum í sjúkdómsferlinu. Við fjölskyldan sendum fjölskyldu Óla Vals okkar dýpstu samúðar- kveðjur frá Danmörku. Grethe Ingimarsson og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.