Morgunblaðið - 15.07.2017, Síða 40

Morgunblaðið - 15.07.2017, Síða 40
40 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2017 Kristján Ottósson verðuráttræður á morgun, 16.júlí. Hann er einn aðal- frumkvöðull að stofnun Lagna- félags Íslands árið 1986 og fyrsti formaður þess og fram- kvæmdastjóri frá upphafi. Hann hefur verið ritstjóri og ábyrgð- armaður bæði Lagnafrétta og fréttabréfs félagsins frá stofnun þess, og liggja margar greinar eftir hann í báðum ritunum, auk fjölda annarra blaðagreina. „Þegar Lagnafélagið var stofn- að 1986 var ástandið þannig að iðnaðarmenn og hönnuðir töl- uðust ekki við, voru feimnir hvorir við aðra. Þetta var stórt vandamál. Lagnafélagið opnaði þessa rás og nú vill enginn fara til baka. Það eru allir vinir eins og þar stendur,“ en að Lagnafélaginu koma allar þær fagstéttir sem vinna að lagnamálum. Kristján var einn aðalhvatamaður að stofnun Tölvutæknifélags Ís- lands árið 1991, varaformaður og framkvæmdastjóri fyrstu fjögur árin og það var einnig fyrir tilstuðlan og eldmóð Kristjáns að Lagnakerfa- miðstöð Íslands var stofnuð árið 1999. Kristján var framkvæmdastjóri miðstöðvarinnar frá upphafi, þar til hún var gefin Tækniskólanum, skóla atvinnulífsins, árið 2009. Það er ekki síst fyrir tilstuðlan Kristjáns að fjöldi ráðstefna og fyrirlestra á sviði lagnamála hefur verið haldinn hér á landi. Í áraraðir fór Kristján sem fararstjóri lagnamanna á fag- sýningar erlendis. Áður en Kristján varð framkvæmdastjóri Lagnakerfamiðstöðvar- innar rak hann Hita- og loftræstiþjónustuna ehf. frá 1988 til 2000 í 12 ár. Kristján hefur unnið mikið að félagsstörfum og var m.a. formaður Félags blikksmiða árið 1972-1984, en hann er blikksmiður og vélstjóri að mennt. Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín og fé- lagsmál og var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu af forseta Íslands, 17. júní 2013. Kristján er kvæntur Þóru Hafdísi Þórarinsdóttur, fyrrverandi banka- starfsmanni, og eignuðust þau fjögur börn, þrjár dætur og einn son. Hann fæddist í Svalvogum í Dýrafirði og þau hjónin eiga hús á Þingeyri. „Við erum eins mikið hérna og við getum, erum hér í júní, júlí, ágúst og september. Við erum að dytta að húsinu og þjóna trjánum og blóm- unum. Trén eru orðin tólf metra há síðan við plöntuðum þeim en það var ekki eitt einasta tré hérna þegar við keyptum húið árið 1994.“ Í til- efni af afmæli Kristjáns verður veisla í samkomuhúsinu á Þingeyri á morgun og hefst hún kl. 4. Dýrfirðingur Kristján Ottósson. Stýrir ennþá Lagnafélaginu Kristján Ottósson áttræður á morgun K ristján Þór Júlíusson fæddist á Akureyri 15.7. 1957. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1977, fyrsta og annars stigs skipstjórnarprófi frá Stýri- mannaskólanum í Reykjavík 1978, stundaði nám í íslensku og almennum bókmenntum og lauk prófi í uppeldis- og kennslufræði 1984. Eftir stúdentspróf fórstu í Stýri- mannaskólann. Var það ætlunin að gera sjómennskuna að ævistarfi? „Nei, nei! Þetta var bara það sem mig langaði að gera þá. Tíminn leiddi svo í ljós nýjar áskoranir sem ég vildi ekki víkjast undan. Ég hef aldrei ákveðið neitt eitt ævistarf í eitt skipti fyrir öll – aldrei lokað á ný tækifæri. Það er m.a. ástæða þess að ég hef not- ið þeirrar gæfu í gegnum tíðina að fá að glíma við fjölbreytileg verkefni með frábæru fólki. Fyrir það er ég þakklátur.“ En þetta er ólíkur starfs- vettvangur – sjómennska og pólitík? „Já, á yfirborðinu. En í grunninn snýst þetta um að sinna sínum verk- um af alúð og ábyrgð, hvort heldur það er gagnvart áhöfninni, fjöl- skyldum hennar eða gagnvart kjós- endum. Það skiptir einnig miklu máli að glæða starfsandann, stilla saman strengi og hvetja fólk til dáða. Án þess fiska menn lítið og koma fáu góðu til leiðar í stjórnmálum.“ Kristján var stýrimaður og skip- stjóri á skipum frá Dalvík á árunum 1978-81 og á sumrin 1981-85. Hann var kennari við Stýrimannaskólann á Dalvík 1981-86 og við Dalvíkurskóla 1984-86, ritstjóri Bæjarpóstsins á Dal- vík 1985-86, bæjarstjóri á Dalvík 1986- 94, bæjarstjóri Ísafjarðarkaupstaðar 1994-96 og Ísafjarðarbæjar 1996-97, og bæjarstjóri á Akureyri 1998-2006. Kristján hefur verið alþingismaður Norðausturkjördæmis fyrir Sjálf- stæðisflokkinn frá 2007, var heilbrigð- isráðherra 2013-2017 og er mennta- og menningarmálaráðherra og ráð- herra norrænna samstarfsmála frá 2017. Kristján var bæjarfulltrúi á Akur- eyri 1998-2007 og sat í fjölda ráða og nefnda á vegum bæjarins. Hann sat í stjórn Fjórðungssambands Norðlend- inga 1989-90, í Héraðsráði Eyja- fjarðar 1990-94, var stjórnarformaður Hafnasambands sveitarfélaga 1994- Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra – 60 ára MA-sextettinn Fjölskyldan í garðinum, heima á Akureyri, í tilefni af stúdentsprófi Þorsteins 17. júni sl. Talið frá vinstri: Gunnar, Þorsteinn, Kristján, Guðbjörg, María og Júlíus. Þau eru auðvitað öll stúdentar frá MA. Yfirvegaður og ábyrgur Afmælisbarnið Sjómaður og dáða- drengur, ungur að árum. Sigtryggur Benedikts, ávallt kall- aður „Siddi“ verður áttræður mánudaginn 17. júlí. Siddi er fyrr- verandi skipstjóri, útgerðarmaður og nú síðast dreifingaraðili Morg- unblaðsins á Hornafirði. Á afmæl- isdaginn verða Siddi og kona hans, Bryndís Flosadóttir, á heimili sínu á Hæðagarði 6, Hornafirði. Árnað heilla 80 ára Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is NÝ ÞJÓNUSTA FYRIR ÁSKRIFENDUR HLJÓÐMOGGI FYRIR FÓLK Á FERÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.