Morgunblaðið - 15.07.2017, Page 43

Morgunblaðið - 15.07.2017, Page 43
DÆGRADVÖL 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2017 Hoist Vinnulyftur • Víkurhvarf 4 • Sími 517 6000 • hoist@hoist.is • www.hoist.is Umboðsaðili Alimak Hek á Íslandi Turnlyftur Sala og þjónusta Sérhæfum okkur í sölu og þjónustu á lyftum af öllum stærðum og gerðum 517 6000 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þetta er góður dagur til að gera breytingar á nánasta umhverfi þínu. Leiðin sem þú ert á, er ekki leiðin til ríkidæmis. Gakktu eins og þú vitir hvert þú ert að fara. 20. apríl - 20. maí  Naut Nú er komið að því að taka ákvörðun svo þú verður að taka af skarið. En þér er al- veg óhætt að hafa meiri trú á samstarfs- mönnum þínum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú hefur þá dirfsku til að bera sem ætti að duga til að koma metnaðarfullu verk- efni í höfn. Bíddu með að kveða upp þinn dóm þangað til öll kurl eru komin til grafar. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það kallar á heilmikið skipulag þegar margt liggur fyrir bæði í starfi og utan þess. Láttu til skarar skríða en gættu þess þó að fara ekki of hratt yfir. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ert friðsæl/l og í góðu jafnvægi og hefur því góð áhrif á alla í kringum þig. Erg- elsi úti í gamla vini er liðið hjá og þú getur einbeitt þér að því sem stendur þér næst. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Áhrifamiklir félagar birtast í öllum stærðum og gerðum. Hvernig væri að vera hlýlegri í viðmóti? Skoðaðu alla möguleika í stöðunni og láttu að lokum þitt eigið brjóstvit ráða. 23. sept. - 22. okt.  Vog Einbeittu þér að því sem þú kemst auð- veldlega yfir og getur leyst svo vel fari. Hafðu í huga að raunveruleg ást á yfirleitt lítið skylt við það sem við sjáum í Hollywood- kvikmyndum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Undarlegar tilfinningar bærast hugsanlega innra með þér í dag. Leitaðu ráða hjá sérfræðingi um lagaleg atriði. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Samband við nána vini og félaga verður erfitt í dag og þér líður ekki sérlega vel. Láttu smásmugulegar athugasemdir vinnufélaga sem vind um eyru þjóta. 22. des. - 19. janúar Steingeit Samstarfsmaður mun koma þér til hjálpar þegar þú þarft á því að halda. Vertu á varðbergi gagnvart skyndihugdettum í inn- kaupum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Ekki leggjast í þunglyndi þótt stóru verkefni sé nýlokið. Framlag þitt er mun mikilvægara og áhrifameira en þú gerir þér grein fyrir á þessu augnabliki lífs þíns. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú átt gott með að tjá þig við aðra hvort heldur það er í gamni eða alvöru. Gefðu þér góðan tíma til þess að undirbúa textann. Laugardagsgátan er sem endra-nær eftir Guðmund Arnfinns- son: Á skipunum oft er harla há. Í heiti flokksins bundin. Getulausum er lítil hjá. Léttir þeim, sem dóma fá. Guðrún Bjarnadóttir leysir gát- una þannig: Reisn á skipi skagar hátt. Skattfé á Viðreisnar snærum. Typpisreisnin missti mátt. Mætra bófa reisn á ærum. Árni Blöndal svarar: Skipum yfirbygging á, einnig viðreisn nefna má, reisn ef vantar, vont er þá, vondir uppreisn æru fá. Svarið strax ég sendi þér svona beint það kemur hér og með reisn það frá mér fer, fundið svar sem líkar mér. Harpa á Hjarðarfelli svarar: Yfir skipum oft er reisn. Er sá flokkur Viðreisn. Getulausra lítil reisn. Léttir æru uppreisn. Helgi Seljan á þessa lausn: Fangar uppreisn æru hljóta, aðeins bregðast reisnin fer. Viðreisnin mun náðar njóta næg er reisn á skipi hér Helgi R. Einarsson leysir gátuna þannig: Er lausninni var leitað að leyndist víða feillinn. Rétt var samt að reyna það. „Reisnin var það, heillin.“ Sjálfur skýrir Guðmundur gát- una þannig: Skipanna reisn er harla há. Heitir Viðreisn flokkur sá. Lítil reisn er linum hjá. Léttir dæmdum, sem uppreisn fá. Þá er limra: Stjórnin er komin á stera og stöðugt má áhyggjur bera, því framtíðin Björt er bara kolsvört, og Viðreisn er búin að vera. Og síðan kemur Guðmundur með laugardagsgátuna: Í morgun ég vaknaði að vanda og var næsta glaður í anda, er hugsi ég gekk út á Granda, því gátan ei lét á sér standa: Í brjósti mér löngum bærist. Í blænum vart seglið hrærist. Látæði montinna manna. Hjá mörgum er tímabil anna. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Allir vilja halda reisn sinni Í klípu „GETUM VIÐ SKILAÐ HONUM EF ÞETTA GENGUR EKKI UPP?“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞAÐ ER EKKERT AÐ HONUM. HANN GERIR ÞETTA BARA TIL ÞESS AÐ LÁTA MIG LÍTA ILLA ÚT.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að prjóna peysuna hans tveimur númerum of stóra! HA! HA! HA! HA! HA! HA! HA! HA! HA! OG HVERJU ERT ÞÚ AÐ HLÆJA AÐ? JEMINN… HVAR Á ÉG AÐ BYRJA… HVAR Á ÉG AÐ BYRJA… HVENÆR RÁÐUMST VIÐ Á KASTALA HERTOGANS ÁSTARSÓFAR VIÐ GERUM ÞAÐ EKKI. ÉG SENDI INN LEYNIVOPNIÐ MITT! ER HANN OFURHER- MAÐUR? HANN ER SPILAFANTUR! Víkverji viðurkennir það fúslegaog algjörlega án þess að skamm- ast sín að hann er mikill áhugamað- ur um fótbolta, hvort sem er kvenna- eða karlabolta. Nú um stundir eiga „Stelpurnar okkar“ alla hans athygli og aðdáun og munu eiga allt Evr- ópumótið í Hollandi. Fyrsti leikur stelpnanna í Hollandi á móti sjálfum Frökkum, er mikið tilhlökkunarefni. Það hefur satt best að segja verið stórskemmtilegt og áhugavert að fylgjast með íslenska kvennalands- liðinu í knattspyrnu undanfarin ár og misseri. Stelpurnar eru ekki bara gullfallegar, hreystin uppmáluð og sjálfstraustið uppmálað frá toppi til táar, heldur ljóma þær af tilhlökkun og leikgleði skín úr hverju andliti. x x x Víkverja finnst til fyrirmyndarhvernig fjölmiðlar hafa mark- visst unnið að því að undanförnu að kynna íslenska kvennalandsliðið til sögunnar, ekki bara leikmenn og leikskipulag, heldur einnig liðið sem liðsheild og persónurnar sem leik- mennirnir eru. EM-umfjöllun Morgunblaðsins í íþróttablaði Morgunblaðsins og á fréttasíðum blaðsins um liðið og hin- ar ýmsu hliðar undirbúnings fyrir mótið hefur verið afskaplega lífleg, litrík og skemmtileg og á hverjum degi hefur mátt fræðast um nýja hlið á liðinu í þeirri umfjöllun. Þá kom stórglæsilegt sérblað íþróttadeildar Morgunblaðsins um EM út í gær og áhugasamir munu örugglega geyma blaðið og hafa við höndina fram yfir mótið. x x x Þá má ekki gleyma að minnast ámjög vel gerða og unna þætti RÚV Leiðin á EM, sem Edda Sif Pálsdóttir, íþróttafréttamaður RÚV, gerði í einstaklega persónulegri og góðri samvinnu við stelpurnar. Þættirnir fjórir kynntu lands- mönnum nýjar og áður óþekktar hliðar á stelpunum. Við fengum inn- sýn í þankagang þeirra, sorgir og gleði, væntingar og vonbrigði og fannst vitanlega eftir þættina að við ættum hvert bein í stelpunum okkar, ekki satt? Á þriðjudag mun Áfram Ísland hljóma víða, það er öruggt. vikverji@mbl.is Víkverji Óttast eigi því að ég er með þér, vertu ekki hræddur því að ég er þinn Guð. Ég hjálpa þér, ég hjálpa þér, ég styð þig með sigrandi hendi minni. (Jes. 41:10)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.