Morgunblaðið - 15.07.2017, Blaðsíða 44
44 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2017
Söfn • Setur • Sýningar
LISTASAFN ÍSLANDS
FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR 7.4.2017 - 31.12.2019
Valin verk úr safneign
HRAFNHILDUR ARNARDÓTTIR / SHOPLIFTER
Taugafold VII / Nervescape VII 26.5. - 22.10. 2017
STEINA - ELDRÚNIR (PYROGLYPHS) 4.3. - 20.8.2017
SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur
KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is.
Listasafn Íslands er opið alla daga kl. 10-17.
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR
SAMSKEYTINGAR 3.9.2016 - 17.09.2017
Opið daglega kl. 14-17, lokað mánudaga. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is
Kaffistofa – heimabakað meðlæti
Sumartónleikar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar.
Sjá dagskrá á heimasíðu safnsins www.lso.is
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR
ÓGNVEKJANDI NÁTTÚRA 2.10.2016 - 14.9.2017
Opið þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 14-17
Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár
grunnsýning Þjóðminjasafnsins
Fuglarnir, fjörðurinn og landið í Myndasal
Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi í Bogasal
Hugsað heim á Vegg
Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru
Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi
Sýningin Sjónarhorn Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú
Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög,
ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira
Krossfestingarmynd á skinnblaði frá 14.öld
Spegill samfélagsins 1770
Almúgi og embættismenn skrifa Danakonungi
Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna.
Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali
Julia&Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi.
Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands
Hverfisgata 15, 101 Reykjavík s: 530 2210
www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/
Opið alla daga frá 10-17
SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200,
www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn
Opið alla daga frá 10-17.
ÍQueens-hverfinu í New York, íForest Hills þar sem er fjöl-mennt samfélag rússneskrainnflytjenda, hafa gatnamót
108. götu og 63. strætis verið nefnd
Sergei Dovlatov Way eftir höfundi
þessarar athyglisverðu og gáska-
fullu skáldsögu, Kona frá öðru landi.
Dovlatovs (1941-1990) er þannig
minnst á táknrænan hátt á gatna-
mótum í borginni þar sem hann bjó
sér nýtt líf eftir að hafa flutt frá Sov-
étríkjunum þar sem honum hafði
gengið illa að fá bækur sínar gefnar
út; hann hafði ýmist þurft að gefa
þær út sjálfur eða
smygla þeim til
Vesturlanda.
Eins og Áslaug
Agnarsdóttir
fjallar um í eft-
irmála þýðingar
sinnar, varð
Dovlatov fyrir sí-
auknum árásum
frá sovéskum yf-
irvöldum eftir að forlag í Bandaríkj-
unum hafði gefið eina skáldsögu
hans út árið 1977; lenti hann stutt-
lega í fangelsi þar sem hann sætti
illri meðferð og lögðu yfirvöld hart
að honum að flytja úr landi, sem
hann síðan gerði.
Þau tólf ár sem Dovlatov bjó í
Bandaríkjunum komu út jafn marg-
ar bækur eftir hann þar í landi og í
Frakklandi. Það var svo ekki fyrr en
1989 sem skáldsögur hans fóru að
fást útgefnar í heimalandinu, Rúss-
landi, þar sem þær hlutu strax góðar
undirtektir. En Dovlatov naut ekki
þeirrar velgengni því hann lést ári
síðar, 48 ára gamall, en hann hafði
lengi glímt við alvarlega áfengissýki.
Fyrsti kafli sögunnar nefnist „108.
stræti“ (strætið með gatnamótunum
sem nefnd hafa verið eftir höfund-
inum) og hefst með orðunum „Í
hverfinu okkar átti eftirfarandi saga
sér stað. Marúsja Tataronítsj gafst
upp og leyfði sér að verða yfir sig
ástfangin af Suður-Ameríkumann-
inum Rafael. Hún var á báðum átt-
um í heil tvö ár en svo kom loks að
því að hún tók ákvörðun.“ Og sögu-
maðurinn rekur fyrir lesandanum
sögu Marúsju, dóttur flokksgæðinga
í Sovét sem „höfðu alla nauðsynlega
eiginleika til að bera. Þau voru rúss-
neskt, flokksbundið bindindisfólk,
kannski ekki yfirmáta greint en að
minnsta kosti öguð í háttum.“
Stúlkan ólst upp við öryggi og
gekk í listaskóla en gerði uppreisn
með því að verða ástfangin af and-
sovéskum gyðingi – en giftist svo
hershöfðingjasyni. Eftir skrautlegar
vendingar var Marúsja svo komin í
sambúð með þekktum tónlistar-
manni, eignaðist með honum dreng,
en fékk síðar ameríska vegabréfs-
áritun og flutti til New York, inn í
fjölmennt samfélag Rússa þar í borg.
Áður en sögumaðurinn byrjar að
segja sögu Marúsju eins og hann
boðar, byrjar hann á því að draga
upp litríka frásögn af hverfinu í
Queens og mörgum skrautlegum
karakterum þar. Hann greinir frá
bakgrunni fólksins sem hann bendir
okkur á, til að mynda leigubílsjóra,
fasteignakóngs og pistlahöfundar,
og þannig undirbýr hann lesandann
fyrir veruleikann sem Marúsja flyt-
ur inn í, ótalandi á ensku; í rúss-
neskan heim í bandarískri stórborg.
Persónurnar eiga margar eftir að
koma aftur við sögu í frásögninni
sem er lipurlega saman sett og sögð
á ærslafenginn hátt; frásagnarhátt-
inn má segja liggja einhvers staðar á
milli merks sagnasveigs Sherwood
Anderson, Winesburg, Ohio, og ein-
stakra skáldsagna Richards Brau-
tigans.
Þessi örlagasaga landflótta Rússa
sem eru að fóta sig í nýjum heim-
kynnum er sögð af mikilli vænt-
umþykju og hlýjum húmor, eins og
höfundurinn útskýrir í einskonar eft-
irmála í bókarlok, eða bréfi til skáld-
aðrar aðalpersónunnar: „Ég er höf-
undurinn. Þið eruð söguhetjurnar
mínar. Ef þið væruð lifandi myndi ég
ekki elska ykkur svona heitt.“
Væntumþykja „Þessi örlagasaga landflótta Rússa sem eru að fóta sig í nýj-
um heimkynnum er sögð af mikilli væntumþykju og hlýjum húmor,“ segir
rýnir m.a. um skáldsögu Sergei Dovlatov, Kona frá öðru landi.
Ástarflækjur og örlög
Rússa í New York
Skáldsaga
Kona frá öðru landi bbbbn
Eftir Sergej Dovlatov.
Áslaug Agnarsdóttir þýddi og ritaði eft-
irmála.
Dimma, 2017. Kilja 170 bls.
EINAR FALUR
INGÓLFSSON
BÆKUR
Rússneskt orgeldúó frá St. Péturs-
borg, þau Denis Makhankov og Dina
Ikhina, koma fram um helgina í
sumartónleikaröðinni Alþjóðlegt
orgelsumar í Hallgrímskirkju og
leika fjórhent og fjórfætt á Klais-
orgel kirkjunnar.
Á fyrri tónleikum helgarinnar,
þ.e. í dag, munu þau flytja tónlist
eftir J. Rutter, J.C. Bach, J. Strauss
Jr. og D. Bedard en á sunnudaginn
takast þau á við umritanir á þáttum
úr frægum rússneskum hljómsveit-
arverkum, m.a. Myndir á sýningu
eftir Mussorgskíj og Hnotubrjótinn
eftir Tsjækovskíj. Þau munu líka
flytja verk eftir S. Tanayev, M. Trai-
verdiev, I. Dunayevsk, Y. Butsko, G.
Mushel og K. Kushnarev.
Denis Makhankov lauk fram-
haldsnámi í orgelleik árið 2013 frá
N.A. Rimsky Korsakov tónlistarhá-
skólanum í St. Pétursborg. Meðan á
námi stóð hlaut hann fyrstu verð-
laun í ýmsum keppnum ungra lista-
manna, m.a. í Kaliningrad, Moskvu
og í heimaborg sinni. Frá árinu 2014
hefur hann myndað dúó með Dinu
Ikhina.
Ikhina stundaði fyrst nám við L.V.
Sobinov Saratov ríkistónlistarhá-
skólann og árið 2011 lauk hún MMus
í orgelleik við tónlistardeild háskól-
ans í St. Pétursborg og árið 2014
lauk hún einnig framhaldsnámi í
orgelleik frá N.A. Rimsky Korsakov
í St. Pétursborg. Hún hefur unnið
nokkrar orgelkeppnir og tekið þátt í
meistaranámskeiðum, m.a. í Hol-
landi, Austurríki og Þýskalandi.
Dúó Denis Makhankov og Dina Ikhina við fagurrautt orgel.
Orgeldúó frá St. Péturs-
borg í Hallgrímskirkju
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Verk staðartónskálds Sumar-
tónleika í Skálholti, Maríu Huldar
Sigfúsdóttur Markan, verða í önd-
vegi á tónleikum hátíðarinnar
núna um helgina, flutt af tónlist-
arhópnum Nordic Affect og kór en
einnig verður leikið rafverkið
Kairos eftir Höllu Steinunni Stef-
ánsdóttur, listrænan stjórnanda
Nordic Affect.
„Það verða flutt fjögur verk
sem ég hef samið fyrir Nordic Af-
fect sem hópurinn hefur pantað á
síðustu árum,“ segir María. „Þar á
meðal er Íslandsfrumflutningur á
einu verki sem var samið fyrir há-
tíðina sem var úti í Los Angeles
núna í apríl og síðan verður eitt
nýtt verk frumflutt sem er í raun
svolítið eins og innsetning fyrir
þessa tónleika. Það er hannað fyr-
ir Skálholtskirkju sem er nátt-
úrlega magnað og sérstakt hús
með sinn hljómburð. Þetta gerist
allt á tónleikunum á sunnudag-
inn,“ segir María.
Verkin sem flutt verða heita
Sofandi pendúll, Clockworking,
Spirals og Loom og það sem
María lýsir sem innsetningu er án
titils. María segir Loom nýjast af
titluðu verkunum fjögur.
Unnu með munstur með
ógreinanlegum smáatriðum
„Verkin sem ég hef samið fyrir
Nordic Affect eru allt frá því að
vera fyrir eina barokkfiðlu og
hljóðmynd, þ.e. backing track eða
tape, yfir í að vera fyrir allan hóp-
inn sem samanstendur af fiðlu,
víólu, sellói og sembali.
Tvö verkanna eru samin með
vídeói líka en hægt að flytja þau
án þess og við verðum ekki með
vídeó í þetta skipti því það er
sumar og kirkjan er björt. Fyrstu
þrjú verkin sem ég samdi, í tíma-
röð, voru Sofandi pendúll, Clock-
working og Spirals og þau voru
samin í knippi, eins og þríleikur
og eru í raun öll samin utan um
ákveðna hugsun um tíma.
Loom, það nýjasta, var samið í
samstarfi við vídeólistakonuna
Doddu Maggý og við sömdum það
mikið í samstarfi. Í því eru þræðir
sem vinna saman, hún vinnur með
mikið af smáum formum sem hún
prósesserar, hraðar og hægir
þannig að úr verður munstur sem
maður greinir ekki smáatriðin í og
við vorum að vinna svolítið með þá
pælingu í sameiningu. Þannig að
það verk var unnið í samstarfi við
hana en öll verkin eru með hljóð-
mynd með sér sem þær (tónlist-
arkonurnar í Nordic Affect) spila
með og ofan á,“ segir María um
verkin.
– En þetta verk sem þú vannst
með Doddu Maggý, samdir þú
tónlistina út frá hennar myndefni
eða unnuð þið þetta samhliða?
„Þetta var unnið samhliða og
byrjaði á hugmyndavinnu og síðan
fórum við og unnum hvor í sínu
lagi, hittumst svo aftur og stilltum
saman strengi okkar í sambandi
við anda verksins og það tókst
bara rosalega vel. Samstarf getur
verið margs konar, það getur ver-
ið mjög samstillt eða mjög fjar-
skylt og við vorum einhvern veg-
Tími, form og raddir
Nordic Affect flytur fjögur verk eftir Maríu Huld Sigfús-
dóttur Markan á Sumartónleikum í Skálholti Nýtt verk
verður einnig flutt sem María kallar hljóðinnsetningu