Morgunblaðið - 15.07.2017, Blaðsíða 52
LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 196. DAGUR ÁRSINS 2017
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 941 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.277 KR.
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Heitustu einhleypu konur landsins
2. Vonsviknir með ákvörðun Gylfa
3. Fimm sýruárásir í London …
4. Börðu bandarískan ferðamann til bana
Kristín Jóhannesdóttir leikstýrir
Föðurnum eftir Florian Zeller í Þjóð-
leikhúsinu en verkið verður frumsýnt
í október. Um er að ræða nýtt franskt
verðlaunaverk sem lýst hefur verið
sem harmrænum farsa. Það fjallar
um André sem tekinn er að eldast. Á
árum áður starfaði hann sem verk-
fræðingur … eða var hann kannski
steppdansari? Bláókunnugt fólk birt-
ist á heimili hans og segist skylt hon-
um. Óvíst er hvort heilinn er farinn að
gefa sig eða heimurinn genginn af
göflunum. Leikarar eru Edda Arn-
ljótsdóttir, Eggert Þorleifsson, Harpa
Arnardóttir, Hilmir Snær Guðnason,
Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Þröstur
Leó Gunnarsson. Leikmynd hannar
Stígur Steinþórsson og búninga Þór-
unn María Jónsdóttir, en tónlist sem-
ur Borgar Magnason. Íslensk þýðing
er eftir Kristján Þórð Hrafnsson.
Morgunblaðið/Kristinn
Leikstýrir frönsku
verðlaunaverki
Kvartett söngkonunnar Kristjönu
Stefánsdóttur kemur fram á áttundu
tónleikum sumartónleikaraðar veit-
ingahússins Jómfrúarinnar við Lækj-
argötu í dag kl. 15. Auk Kristjönu
skipa kvartettinn Ómar Guðjónsson
sem leikur á gítar, Valdimar Kolbeinn
Sigurjónsson á kontrabassa og Krist-
ófer Rodriguez Svönuson á trommur.
Kvartettinn mun
flytja klass-
íska djass-
standarda.
Tónleikarnir
fara fram á
Jómfrúar-
torginu.
Kvartett Kristjönu
djassar á Jómfrúnni
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 3-10 m/s og víða skúrir. Heldur hvassara við suð-
austurströndina síðdegis. Hiti 9 til 18 stig.
Á sunnudag Vestan- og norðvestanátt, víða 8-13 m/s. Skýjað með köflum og úrkomulít-
ið suðaustanlands, annars skúrir, en rigning á Vestfjörðum og við norðurströndina. Hiti 7
til 17 stig, hlýjast suðaustantil. Á mánudag Suðvestan 5-10 og smáskúrir, en þurrt aust-
anlands. Hiti yfirleitt 10 til 15 stig. Fer að rigna á Suðvestur- og Vesturlandi um kvöldið.
„Okkar markmið er að ná sem lengst
í riðlakeppninni því að henni lokinni
tekur við útsláttarkeppni í 16-liða úr-
slitum. Eins og margir þekkja er ekki
á vísan að róa þegar komið er út í út-
sláttarkeppni. Þar má ekkert bera út
af,“ segir Sigursteinn Arndal, annar
þjálfara 21-árs landsliðs karla í hand-
bolta, sem er á leið á heimsmeist-
aramótið í Alsír. »2
Ætlum að ná sem lengst
í riðlakeppninni
„Ég hef síðasta árið æft und-
ir stjórn Bobs Bowmans,
þjálfara Michaels Phelps til
margra ára. Bowman hefur
aðstoðað mig mikið. Breytt
sundtækninni hjá mér og ver-
ið hreint frábær þjálfari á
alla lund. Þess vegna er ég
afar spennt að sjá hvernig
gengur,“ segir sundkonan
Ingibjörg Kristín Jónsdóttir
sem er á leið á heimsmeist-
aramótið. »4
Æfði hjá þjálfara
Michaels Phelps
Jón Daði Böðvarsson, landsliðs-
framherji í knattspyrnu, skrifaði í
gær undir samning til þriggja ára við
enska B-deildarfélagið Reading.
Hann var keyptur til félagsins frá
Wolves og flaug til móts við nýja liðs-
félaga til Hollands í gær, þar sem þeir
eru í æfingabúðum. Reading hefur
góða reynslu af íslenskum leik-
mönnum en Jón
Daði verður
fimmti Íslend-
ingurinn sem
spilar fyrir
aðallið fé-
lagsins.
» 3
Jón Daði verður sá
fimmti hjá Reading
Urður Egilsdóttir
urdur@mbl.is
„Verbúðir voru íverustaðir sjómanna
sem reru til fiskjar á árum áður frá
landnámi. Þetta eru steinhlaðin hús
við sjávarströndina. Þessar minjar
eru einfaldlega að hverfa í brimið með
hækkandi sjávaryfirborði og land-
sigi,“ segir Eyþór Eðvarðsson, for-
maður Fornminjafélags Súganda-
fjarðar, en félagið hefur reist verbúð í
Staðardal í Súgandafirði að þúsund
ára gamalli fyrirmynd.
„Verkefnið byrjaði með stofnun
Fornminjafélagsins fyrir rúmum
þremur árum. Við stofnuðum félagið
til þess að skoða hvað væri til af forn-
minjum í firðinum, skrá örnefni og
sögu fornra hluta og svæða. Einnig er-
um við að safna gömlum ljósmyndum
á vefsvæði,“ segir Eyþór en bygging
verbúðarinnar hófst síðastliðið sumar.
„Við fengum Valdimar Össurarson
úr Kollsvík til þess að rýna í gamlar
verbúðir og hann kom með tilgátu um
hvernig þetta leit út. Fyrirmyndin er
sótt í gamla tímann og því mjög ein-
föld, byggð úr grjóti, torfi og viði.“
Eyþór segir að margar fornminjar
séu í Súgandafirði og eins á öllu land-
inu. „Ísland er búið að skrá um 25% af
fornminjum sínum, sem er mjög lítið
en það vantar pening í verkefnið.“
Allt unnið í sjálfboðavinnu
„Í næsta nágrenni má sjá tóftir af
verbúðum en í Staðardalnum var róið
til fiskjar frá nokkrum verstöðvum;
Stöðinni, Árósnum og Keravíkinni,“
segir Eyþór og bætir við að verkefnið
hafi verið unnið í góðu samstarfi við
Minjastofnun sem m.a. tók út svæðið
áður en framkvæmdir hófust til að
tryggja að engum minjum yrði rask-
að.
Verbúðin hefur fengið nafnið Ársól
eftir kvenfélaginu sem rak réttarskál-
ann sem var á sama stað og búðin er
byggð á. Sá skáli var rifinn fyrir ein-
hverjum tugum ára, að sögn Eyþórs.
„Við heiðruðum kvenfélagið með því
að nefna búðina eftir því.“
Við hliðina á verbúðinni er sex-
æringur sem Fornminjafélag Súg-
andafjarðar fékk frá bátasafninu á
Reykhólum og er hann um 80 ára
gamall. „Við ætlum einnig að setja
niður aflraunasteina en algengt var að
sjómenn reyndu sig í aflraunum, og
hugsanlega búa til hróf fyrir bátinn,
fiskgarða og trönur. Við ætlum líka að
skoða inni í búðinni hvað við getum
gert þar, hvernig fletin voru og eld-
unaraðstaða.
Fjöldi félagsmanna og annarra vel-
unnara kom að verkefninu og sýndi
því mikinn velvilja. Allt var unnið í
sjálfboðavinnu og það sem þurfti að
kaupa var keypt með félagsgjöldum
Fornminjafélagsins. Þessi verbúð er
fyrir okkur alla Íslendinga, þetta er
okkar þjóðararfur. Þetta er líka svo
gríðarlega fallegur staður. Allir eru
velkomnir en við biðjum fólk bara að
ganga vel um.“
Súgfirðingar eignast verbúð
Byggð að þús-
und ára gamalli
fyrirmynd
Verbúð Fornminjafélag Súgandafjarðar hefur reist verbúð í Staðardal í Súgandafirði að þúsund ára gamalli fyr-
irmynd. Hún er öllum opin og öllum velkomið að líta inn og lifa sig inn í þúsund ára sögu útræðis.
Ljósmynd/Ingrid Kuhlman
Sjálfboðavinna Vinna við verbúðina hófst síðastliðið sumar þegar vegg-
irnir voru hlaðnir og í sumar var sett torfþak og gaflar og hurð smíðuð.