Morgunblaðið - 22.07.2017, Page 4

Morgunblaðið - 22.07.2017, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2017 Volvo Penta á Íslandi | Brimborg • Bíldshöfða 6 • Sími 515 7070 • volvopenta.is ÞÚ ERT Í ÖRUGGUM HÖNDUM hjá volvo penta á íslandi Öflug Volvo Penta þjónusta Hjá Volvo Penta á Íslandi | Brimborg starfar framúrskarandi teymi sem samanstendur af öflugum fagmönnum Brimborgar og samstarfsaðilum um land allt. Komdu í dag og ræddu við ráðgjafa. HAFÐU SAMBAND Í DAG • Sími: 515 7067 | 869 7537 Guðmundur Gísli • Netfang: volvopenta@brimborg.is • Heimasíða: volvopenta.is Kauptu bestu varahlutina Volvo Penta á Íslandi | Brimborg er með gott úrval varahluta á lager og á mjög hagstæðu verði. Varahlutasérfræðingar okkar veita þér fyrirtaksþjónustu og ráðgjöf við kaup. Arnar Þór Ingólfsson Ólöf Ragnarsdóttir Síðdegis á fimmtudag slapp fangi á Akureyri og var laus í tæpar sjö klukkustundir. Hann var í garð- vinnu við lögreglustöðina og gekk einfaldlega í burtu á meðan fanga- vörðurinn sem var með honum hafði brugðið sér frá í skamma stund. „Hann bara labbaði í burtu,“ segir Guðmundur Gíslason, forstöðumað- ur fangelsanna á Hólmsheiði og Ak- ureyri. Að sögn Guðmundar slapp fanginn klukkan rúmlega fjögur síð- degis og fannst ekki fyrr en að klukkan var að verða ellefu að kvöldi. Lögregla fann fangann fyrir utan Borgarbíó á Akureyri og færði hann aftur í fangelsið. Fanginn hafði þó ekki skellt sér á kvikmyndasýn- ingu. „Hann var ekki í bíói á Prison Break eða eitthvað,“ segir Guð- mundur. Ekki liggur fyrir hvað olli því að fangavörðurinn sem hafði umsjón með manninum þurfti að bregða sér frá, en Guðmundur segir að í fram- haldi af þessari uppákomu verði málið skoðað betur og athugað hvað hefði mátt betur fara. Verst sé málið þó fyrir fangann sjálfan þar sem um gróft agabrot sé að ræða. „Þetta skemmir bara fyrir honum sjálfum varðandi reynslu- lausn og annað,“ segir Guðmundur. Fanginn er ekki talinn hættulegur frekar en aðrir fangar sem vistaðir eru á Akureyri. Fangi gekk laus í margar klukkustundir á Akureyri  Labbaði burt frá garðvinnu  Fannst við Borgarbíó Morgunblaðið/Sigurður Bogi Akureyri Fangelsið er til húsa í lög- reglustöðinni í bænum. Engar vís- bendingar um ofbeldi Engar vísbend- ingar komu fram um ofbeldi, t.d. einelti eða kyn- ferðislega áreitni á vinnustað Stígamóta. Koma þær upplýsingar fram í niðurstöðu mats, sem gert var á vinnustað Stígamóta í kjölfar þess að tíu konur lýstu neikvæðri upplifun sinni af starfi sínu hjá samtökunum. Guðrún Jónsdóttir hefur tekið við hlutverki talskonu Stígamóta að nýju, óskaði stjórn Stígamóta í sam- ráði við starfshóp eftir því. Segir í tilkynningu frá Stígamótum að í ljósi niðurstaðna matsins „þykir stjórn Stígamóta yfir allan vafa hafið að traust, trúnaður og starfsánægja ríki meðal starfsfólks Stígamóta“. Þá segir í samantekt matsins, sem gert var af Forvörnum, starfsmenn Stígamóta „búa við talsvert starfs- álag en virðast ráða vel við það og hafa góðan stuðning“. axel@mbl.is Guðrún Jónsdóttir Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Tillaga Umhverfisstofnunar að starfsleyfi fyrir kísilverksmiðju PCC Bakka Silicon hf. gerir ráð fyrir að heimilt verði að framleiða allt 66.000 tonnum á ári af hrákísli og allt að 27.000 tonnum af kísildufti/kísilryki og 6.000 tonnum af málmleif og gjalli og 1.500 tonnum af forskiljuryki. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Umhverfisstofnunar. Þar kemur einnig fram að tillagan ásamt fylgiskjölum og um- sókn rekstraraðila mun verða aðgengileg hjá sveitarfélaginu Norðurþingi á tíma- bilinu 20. júlí til 15. september 2017. Fram kemur að Skipulagsstofnun taldi í sínu áliti að áhrif framkvæmdarinnar yrðu talsvert neikvæð á loftgæði og á landslag og ásýnd svæðisins. Verða innan marka Orðrétt segir í frétt Umhverfisstofnunar: „Í tillögunni er tekið fullt tillit til þeirra gagna sem fram komu við mat á umhverfis- áhrifum en einnig unnið nokkuð nánar nokkra mengunarþætti, til dæmis þung- málmalosun til lofts. Umhverfisstofnun benti á við mat á um- hverfisáhrifum sem fram fór árið 2013 að loftgæði muni versna umtalsvert við að setja upp verksmiðju af þessu tagi. Engu að síður muni þau, ef forsendur standast, verða innan þeirra marka sem íslenskar reglugerðir setja og hægt er að draga úr áhrifunum með mótvægisaðgerðum. Meng- unarvarnir sem verksmiðjunni er með starfsleyfinu gert að sinna beinast mjög að því að takmarka einmitt þessi áhrif. Ákvæði um lykt voru sett beinlínis vegna reynslu af annarri sambærilegri verksmiðju, þ.e. United Silicon hf. (kísil- verksmiðjan í Helguvík – innskot blaða- manns) Þá skilaði fyrirtækið minnisblaði vegna gangsetningarferlis. Þar er m.a. vakin athygli á að notuð verða forbökuð skaut í verksmiðjunni, svokölluð grafít- iseruð skaut. Rekstraraðili álitur að þessi tækni hafi minnst umhverfisáhrif af þeim valkostum sem til greina koma til greina við að breyta raforku í varmaorku í ljós- bogaofnum.“ Fyrirhugað er að halda opinn kynning- arfund um tillöguna á auglýsingatíma. Hann verður haldinn í Norðurþingi. Frestur til að skila skriflegum athuga- semdum til Umhverfisstofnunar er til 15. september næstkomandi. Vilja leyfa 100 þúsund tonn á ári  Umhverfisstofnun auglýsir tillögu að starfsleyfi fyrir PCC Bakka Silicon hf. við Húsavík Morgunblaðið/Sigurður Bogi Starfsleyfi Umhverfisstofnun telur að loftgæði á svæðinu muni versna með tilkomu verksmiðjunnar á Bakka en þó verða innan marka reglugerða. Eftir vikudvöl á Íslandi létu systurnar Miroslava og Barbora Doušova frá Tékklandi fara vel um sig í fjöru- borðinu á Seltjarnarnesi og dýfðu tánum í fótalaugina Bollastein. Þetta ágæta útilistaverk Ólafar Nordal, gert úr heilum grágrýtissteini, hefur slegið í gegn og vakið mikla athygli, ekki síst erlendra ferðamanna. Morgunblaðið/Hanna Systur dýfðu tánum í Bollastein Páley Borgþórsdóttir, lögreglu- stjóri í Vestmannaeyjum, mun halda sama skipulagi varðandi veit- ingu upplýsinga af afbrotum á Þjóðhátíð og verið hefur síðustu ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum að loknum reglulegum undirbúningsfundi með helstu viðbragðsaðilum vegna Þjóðhátíðar Vestmannaeyja árið 2017. Í tilkynningu lögreglustjór- ans segir að „meðal þess sem var kynnt var vinnulag lögreglu við miðlun upplýsinga. Eins og áður verða allar upplýsingar um verk- efni lögreglu veittar um leið og bú- ið verður að tryggja rannsókn- arhagsmuni og velferð mögulegra brotaþola“. Á fundinum voru sam- ankomnir allir helstu viðbragðs- aðilar sem koma að verkefnum fyr- ir Þjóðhátíð. Meðal þeirra sem sátu fundinn voru fulltrúar frá þjóð- hátíðarnefnd, lögreglu, slökkviliði, björgunarsveit, gæslu, heilbrigðis- stofnun, sjúkraflutningum, sál- gæsluteymi, flugvelli, Herjólfi, Vestmannaeyjabæ og sýslumanni. Ekki náðist í Páleyju við vinnslu fréttarinnar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir blaðamanns. mhj@mbl.is Hafa sett vinnulag um miðlun upplýs- inga á Þjóðhátíð Kristín Linda Árnadóttir, for- stjóri Umhverfisstofnunar, segir það hafa verið flókið og mikið verk að vinna til- löguna að starfsleyfi fyrir PCC á Bakka og hafi tekið marga mánuði. Mikil gagna- krafa sé gerð á fyrirtæki eins og PCC Bakki Silicon hf. Kristín Linda sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að það þyrfti að vakta fyr- irtækið í 12 mánuði áður en það hæfi rekstur, svo hægt væri að kortleggja öll grunngildin, því það væru ýmsir utan- komandi þættir sem gætu skekkt mælingar, s.s. sandryk vegna foks á hálendinu. „Þeir fyrir norðan munu ekki nota nákvæmlega sömu framleiðslutækni og í verksmiðjunni í Helguvík. Við setjum auðvitað strang- ar kröfur og það er okkar að fylgja því eftir að þær verði uppfylltar. Samkvæmt fyr- irliggjandi gögnum á þetta fyr- irtæki að geta búið í sátt við ná- granna,“ sagði Kristín Linda. Stofnunin setur strangar kröfur og fylgir þeim síðan eftir FORSTJÓRI UMHVERFISSTOFNUNAR Kristín Linda Árnadóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.