Morgunblaðið - 22.07.2017, Page 11

Morgunblaðið - 22.07.2017, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2017 LANGVIRK SÓLARVÖRN ALLT AÐ � TÍMA VÖRN ÞOLIR SJÓ, SUNDOG LEIK Gunnformúlan er læknisfræðilega skráð. Meðmæli húðlækna. Engin umhverfis- eða hormónatruflandi efni, engar nanóeindir, ilm- eða litarefni. UVA Evy fæst í Fríhöfninn, Apótekum, Hagkaup, Nettó, Fjarðarkaup, Melabúðinni, Græn heilsa og víðar Handfræsi tennur - Dósaborar fyrir ti b málma flísar Þjónusta við tréiðnaðinn í yfir 30 ár MEIRI HRAÐI - LENGRI ENDING Flísaborar Demantsborar m ur, og Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur • Sími 564 1212 • asborg.is gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn 50-60% afsl. Skipholti 50-70% afsl. Laugavegi Skoðið Facebook.laxdal.is Laugavegi 63 • Skipholt 29b S: 551 4422 SUMARÚTSALA Jakkar - frakkar - kápur Gerry Weber – Betty Barclay MEIRI OG MEIRI AFSLÁTTUR Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Vegna mikillar þátttöku landsmanna í almennum bólusetningum barna hefur ekki verið talin þörf á að gera bólusetningu að skyldu. Langflest börn á Íslandi fá allar þær almennu bólusetningar sem heil- brigðisyfirvöld mæla með og af þeim sökum hefur vel tekist að halda far- sóttum og barnasjúkdómum niðri. Þó ber að athuga að ekki endast allar barnabólusetningar ævilangt og einnig eru til fullorðinsbólusetningar sem almennt er mælt með. Þar ber helst að nefna af almennum barna- bólusetningum sjúkdómana barna- veiki, mænusótt og stífkrampa en einnig endist bólusetning við kíg- hósta aðeins í 10 ár í senn. Starfsstéttir eins og t.d. dýralækn- ar og bændur þurfa aðgát vegna stíf- krampa og þungaðar konur gagnvart ónæmi fyrir rauðum hundum vegna hættu á fósturskaða. Kíghósti óútrýmanlegur „Kíghósti er sérlega erfiður viður- eignar og jafnvel þó svo að lands- menn allir mundu bólusetja sig við honum reglulega, þá væri ekki hægt að útrýma sjúkdómnum,“ segir Þór- ólfur Guðnason sóttvarnarlæknir, sem telur að almennt sé ekki talið nauðsynlegt að endurbólusetja gegn kíghósta eða öðrum sjúkdómum, að inflúensu undanskilinni, nema ferðast sé til áhættusvæða þar sem sjúkdómarnir séu landlægir. „Börn fara verst út úr kíghósta og lögð er mikil áhersla á að þau séu bólusett reglulega við honum,“ segir Þórólfur. „Á öðrum löndum á Norð- urlöndunum og hérlendis er ekki al- menn endurnýjun barnabólusetninga fyrir fullorðna og ekkert land í heim- inum endurtekur kíghóstabólusetn- ingar hjá fullorðnum, nema hjá ferða- löngum,“ segir Þórólfur jafnframt. Skráð tilfelli kíghósta á Íslandi árið 2016 voru 14, en aðrir sjúkdómar sem myndu þarfnast endurnýjaðrar bólu- setningar eftir barnabólusetningu voru skráð barnaveiki eitt tilfelli (fannst í húð, enginn veiktist) en eng- in af mænusótt og stífkrampa. Skráning bólusetninga Sóttvarnarlæknir er ábyrgur fyrir miðlægri skrá um allar bólusetningar á Íslandi skv. sóttvarnarlögum. Í skránni skal koma fram hver var bólusettur, hvaða bóluefni var gefið, hvenær það var gefið, hvort auka- verkanir hafi hlotist af og ástæðu ef bólusetningu var hafnað. Bólusetningar barna sem eiga lög- heimili á Íslandi eru forráðamönnum þeirra að kostnaðarlausu en fullorðn- ir og ferðamenn greiða fyrir þær sjálfir. Sérstakar bólusetningar, sem gripið er til vegna opinberra sótt- varnaráðstafana, eru fólki að kostn- aðarlausu. Ítarlegri upplýsingar um tölfræði smitsjúkdóma, sóttvarnir og bólusetningar er að finna á vef Land- læknisembættisins. Endingartími almennra bólusetninga Mælt er með bólusetningu fyrir Börn Fullorðna Barnaveiki (Diphtheria) x Haemofilus influenzae sjúkdómur af gerð b (Hib) x Hettusótt (Parotitis epidemica, mumps) x Hlaupabóla (Varicella-Zoster) x* x* HPV (Human Papilloma Virus) fyrir stúlkur x Inflúensa Kikhósti/Kíghósti (Pertussis) x Lifrarbólga A Lifrarbólga B Mænusótt/Lömunarveiki (Polio) x Meningókokkar C x Mislingar (Morbilli, measles) x Pneumókokkar x x Rauðir hundar (Rubella) x Stífkrampi (Tetanus) x *Ekki hefur verið tekin ákvörðun um almenna bólusetningu en hægt er að fá bóluefni gegn lyfseðli. **Þeir sem ekki hafa enn verið bólusettir eða fengið mislinga. *** Gegn hluta af þeim. Heimild: Embætti landlæknis Kíghóstabólusetning þarf 10 ára endurnýjun  Þátttaka í almennum bólusetningum barna á Íslandi góð Sveinn Gestur Tryggvason, sem grunaður er um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana í Mosfellsdal 7. júní síðastliðinn, var úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald í héraðsdómi í gærmorgun. Sveinn Gestur mun því sæta gæsluvarðhaldi í að minnsta kosti tíu vikur, en nú þegar eru sex vikur liðnar frá því hann var dæmdur í varðhald. Gefa þarf út ákæru innan tólf vikna frá því að menn eru dæmdir í gæsluvarðhald. Grímur Grímsson aðstoðaryfir- lögregluþjónn segir að rannsóknin sé langt komin og verið sé að hnýta síðustu enda málsins. Beðið sé eftir síðustu niðurstöðum tæknirann- sókna. Verður áfram í gæsluvarðhaldi Frá vettvangi máls- ins í Mosfellsdal. Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðs- dóms Reykja- ness að bras- ilískur karlmaður skuli sæta gæslu- varðhaldi, á meðan áfrýj- unarfrestur varir og mál hans sætir meðferð fyrir Hæstarétti, komi til þess, en eigi lengur en til 11. októ- ber. Maðurinn var í fyrradag dæmdur í þriggja og hálfs árs fang- elsi fyrir stórfellt fíkniefnalaga- brot. Er manninum gefið að sök að hafa staðið að innflutningi á sam- tals 1.950 ml af kókaíni sem hafði 69% styrkleika, ætluðu til söludreif- ingar hér á landi í ágóðaskyni. Svo segir í úrskurðinum að fallist hafi verið á það með héraðs- saksóknara að „ætla megi að dóm- felldi muni reyna að komast úr landi, leynast eða koma sér með öðrum hætti undan málsókn eða fullnustu fari hann frjáls ferða sinna“. Brasilíumaður sett- ur í gæsluvarðhald Atvinna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.