Morgunblaðið - 22.07.2017, Side 12

Morgunblaðið - 22.07.2017, Side 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2017 Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is Stýrðu birtunni heima hjá þér MYRKVA GLUGGATJÖLD Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu Íslensk framleiðsla eftir máli Hringdu núna og bókaðu tíma í máltöku OPIÐ: VIRKA DAGA FRÁ 10-18 alnabaer.is Katrín Lilja Kolbeinsdóttir katrinlilja@mbl.is Þetta byrjaði þegar ég út-skrifaðist með masters-gráðu í framleiðslu fyrirkvikmyndir og sjónvarp frá New York Film Academy í marsmánuði árið 2012. Ég fór frá Íslandi árið 2010 og útskrifaðist tveimur árum síðar,“ segir Ragn- hildur Magnúsdóttir Thordarson en hún hefur á undanförnum árum gert það gott í Los Angeles í Kali- forníuríki í Bandaríkjunum sem framleiðandi. Meðal verkefna sem Ragnhildur hefur fengist við má nefna stuttmyndir sem sýndar hafa verið á ýmsum kvik- myndahátíðum. Árið 2012 valdi vefsíðan Film- break Ragnhildi besta framleið- andann fyrir eina slíka mynd. Mynd hennar nefndist Carlos & Brandi 2 og var framhald sam- nefndrar myndar, byggt á stuttum þáttum um íslensk-ameríska parið Carlos og Brandi. Þá gerði hún einnig heimildarmyndina From Oakland to Iceland. Ragnhildur starfar nú sem yfirmaður hjá inn- tökudeild New York Film Aca- demy sem hefur umsjón með um- sóknum nemenda um heim allan. Ráðgjafi fyrir íslenska Simpsons „Áður en ég útskrifaðist vann ég meðal annars sem dagskrár- gerðarkona í bæði útvarpi og sjón- varpi og sem kvikmyndagerðar- kona. Svo ég hef fengist við framleiðslu í töluverðan tíma,“ seg- ir Ragnhildur. „Eftir að ég útskrifaðist fór ég að vinna sem framleiðandi og var í alls konar verkefnum tengdum því. Ég vann meðal annars fyrir Reebook og var ráðgjafi hjá teym- inu sem framleiðir Simpson- þættina þegar Íslandsþáttur Simp- sons var gerður. Ég framleiddi og skrifaði efni sem birtist á forsíðu grínsíðunnar Funny or Die. Í raun má segja að ég hafi verið í alls konar verkefnum. Svo æxlaðist það þannig að ég fór að vinna á alls konar viðburðum fyrir New York Film Academy.“ Margir að gera mjög góða hluti Starfið var fjölbreytt að sögn Ragnhildar en eitt af þeim verk- efnum sem féllu henni í skaut var að stýra hinum svokölluðu LA Heimur kvikmynda er alþjóðlegur Ragnhildur Magnúsdóttir Thordarson, eða Ragga eins og hún er alltaf kölluð, er búsett í Los Angeles í Bandaríkjunum, þar sem hún starfar hjá hinum virta skóla New York Film Academy. Ragnhildur hefur tekið þátt í fjölda verkefna bæði er- lendis sem og hér heima og var meðal annars ráðgjafi teymisins á bak við Simp- son-þættina vinsælu þegar Íslandsþáttur þeirra var gerður. Ljósmynd/Jose D. Rodriguez Mæðgur Ragnhildur ásamt dóttur sinni Stellu Lúnu sem er þriggja ára. Framleiðandi Ragnhildur Magnúsdóttir Thordarson. Coco er ljósbrúnn hvolpur af teg- undinni cocker spaniel. Hún hefur búið með eiganda sínum, hinni 12 ára gömlu Millie Law, í hálft ár, og hefur á þeim tíma margsinnis bjarg- að lífi hennar. Millie þjáist af mjög flókinni tegund af sykursýki 1, en þessi tegund gerir það að verkum að líkami Millie gefur henni enga við- vörun þegar hætta steðjar að. Coco getur hins vegar skynjað þessar breytingar hjá Millie. Hún er ein af sjö þúsund hundum í Bretlandi sem sinna því hlutverki að veita eiganda sínum, sem oftar en ekki þjáist af sjaldgæfum sjúk- dómi, stuðning sem stundum getur skipt sköpum upp á líf og dauða. „Coco er verndarengill,“ sagði faðir Millie, Graham Law, í samtali við The Guardian. „Áður en hún kom til sögunnar upplifði Millie mikið óöryggi en nú veit hún að Coco passar upp á hana hvert sem hún fer.“ Coco er nú 8 mánaða. Þegar hún nær tveggja ára aldri á hún að hafa lokið þjálfun sinni í að þekkja öll einkenni þeirrar tegundar af syk- ursýki sem Millie þjáist af. Hún læt- ur Millie vita ef eitthvað er að, með því að gelta eða leggja loppu sína á hana. Hjálparhundum hefur fjölgað mikið síðustu ár AFP Hundur Coco er hvolpur af tegundinni cocker spaniel. Myndin er úr safni. Ferfættur verndarengill Hringur um hið helga fell við Hafn- arfjörð er yfirskrift viðburðar sem mun fara fram sunnudaginn 23. júlí. Áhugasömum er bent á að mæta á bílastæðið við Fjarðarkaup klukkan 14 en gengið verður þaðan að upphafsstað göngunnar við Kaldársel. Gangan hæfir börnum frá 7 ára aldri og einnig er í boði að mæta með hunda, séu þeir í taumi. Ekkert kostar í gönguna og er fólki bent á að koma vel útbúið og með nesti og drykkjarföng. Frekari upplýsingar má nálgast á Facebo- ok-síðu viðburðarins. Lagt verður af stað frá Fjarðarkaupum í Hafnarfirði Gönguferð frá Kaldárseli Morgunblaðið/Ómar Hafnarfjörður Gengið verður frá Fjarðarkaupum að Kaldárseli. Gongslökun nýtur sífellt meiri vin- sælda um heim allan. Sunnudaginn 23. júlí næstkomandi mun Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir, jógakennari, leiða svokallaða jógagöngu um Viðey þar sem gerðar verða styrkjandi jógaæfingar undir beru lofti og mun gangan svo enda með hressandi gongslökun. Arnbjörg er reyndur kundalini- jógakennari og gaf út bókina Hin sanna náttúra árið 2013, en í henni má finna ýmsa staði á landinu sem henta vel til jógaiðkunar. Gong er upprunalega frá Asíu og eru heillandi tónar hljóðfærisins sagðir hjálpa fólki að kyrra hugann og ná djúpri slökun. Hljóðfærið hentar einnig vel fyrir þá sem vilja öðlast heilun og innri frið sem oft er eftirsóknarvert í hraða nútímans og daglegs lífs. Siglt verður frá Skarfabakka klukkan 13:15. Þátttakendur eru beðnir um að koma klæddir eftir veðri og í góðum skóm. Þá eru allir velkomnir, bæði börn og fullorðnir, og ekki er gerð krafa um þekkingu á jóga. Kínverska hljóðfærið sem hefur áhrif á taugakerfið Gongslökun og jógaganga í Viðey er allra meina bót Jóga Að stunda jóga nýtur síaukinna vinsælda með aukinni heilsuvitund.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.