Morgunblaðið - 22.07.2017, Page 22
22 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2017
Húmorsleysi sumramálfræðinga er tung-unni ekki til fram-dráttar. Dæmi:
Fréttamaður átti gott viðtal við
norskan rithöfund – á ensku.
Málfræðingurinn stökk upp á
Arnarhól sama kvöld og hrópaði
í gjallarhornið: „Þetta er
hneyksli!“ Hann fór svo með
sömu skilaboð í sveitasímann
(feisbók) og dreifði sér þaðan til
flestra miðla.
Húmorsleysi af þessu tagi
veldur því að menn missa áhug-
ann og skilja ekki neitt í neinu:
Er þá brýnasta móðurmálsverk-
efnið nú að senda fréttamenn
okkar til Noregs að læra norsku
svo þeir geti talað norsku á Ís-
landi?
Nei, það vantar glettni og
hvatningu í umræðuna. Við þurf-
um einfaldlega að ræða saman
um móðurmálið og leyndardóma
tungunnar. Kennari grípur dæmi
úr fjölmiðlum dagsins:
„Spænska konan Maria Pilar
Abel Martínez hefur fullyrt að
málarinn Salvador Dalí hafi átt í
ástarsambandi við móður sína
árið 1955.“ [Hlátur í bekknum.]
Kennarinn: „Ef þetta er svona
hlægilegt, krakkar mínir, hvern-
ig hefði þá mátt orða klausuna
til að fyrirbyggja misskilning?“ Niðurstaðan var að breyta „móður sína“ í
„móður hennar“.
Einhverra hluta vegna kom mér í hug skopskyn gamals pípulagninga-
manns. Mætur borgari spurði hann hvort það væri ekki erfitt að fást við
allar þessar pípur og láta allt virka.
Píparinn: „Nei, nei – maður þarf bara að hugsa eins og kúkur og láta
sér líða vel; vatnið finnur alltaf auðveldustu leiðina.“
Allt breytist. Mér heyrist t.d. núna að fólk fari úr Reykjavík „upp í
Kópavog“ og jafnvel „upp á flugvöll“ [þ.e. Keflavíkurflugvöll]. Hefðin
mælir hér með að fara suður í Kópavog og suður á Keflavíkurflugvöll.
Þetta þarf þó ekki að hafa neitt með raunverulegar áttir að gera, sbr. það
að Skagfirðingar fara norður í Eyjafjörð þó að áttin sé í austur, jafnvel
suðaustur. En það mega Eyfirðingar eiga að þeir fara vestur í Skagafjörð.
Rithöfundur hafði orð á því við mig í útiskýlinu í laugunum að skáldið
faðir hans hefði oft rætt um hve dýrmætt væri að geta beitt forsetningum
af list. „Gættu þín á forsetningunum,“ sagði hann við son sinn sem fetaði
sín fyrstu spor á rithöfundarbrautinni. Þetta minnti mig á að í vinsælum
spurningaþætti í vetur var klifað á forsetningunni frá: „Ertu frá Skaga-
firði“/ „Ég kem frá Akranesi“. Mig grunar að Ólafur Jóhann Sigurðsson
hefði ráðlagt syni sínum meiri tilbreytingu: „Minningar úr Breiðafirði“/
„Stórtíðindi af Skaganum“ o.s.frv.
Kennarinn: „Jæja, krakkar mínir. Eigum við að búa til nokkrar setn-
ingar með forsetningum sem segja til um uppruna, sbr. það að 14 og 16
ára vinkonur af Vestfjörðum komu, sáu og sigruðu; og Pálmi vinur minn,
sem alinn var upp í Syðstu-Mörk undir Eyjafjöllum, er undan Eyjafjöll-
um.“ [Hlátur í bekknum.]
ÉG ER UNDAN
EYJAFJÖLLUM
HVAÐAN
ERT ÞÚ?
Að hugsa eins og kúkur
Tungutak
Baldur Hafstað
bhafstad@hi.is
Fyrir tæpum sextíu árum var hafizt handa um aðkoma í framkvæmd framtíðarsýn Einarsskálds Benediktssonar um virkjun á orku fall-vatnanna til þess að bæta lífskjör fólksins í
landinu. Stríðs„gróðinn“ hafði valdið stökkbreytingu í
lífskjörum en þegar hann var uppurinn harðnaði á daln-
um á ný og á sjötta áratug síðustu aldar var orðið alveg
ljóst að þjóðin gæti ekki haldið til jafns við nágrannaþjóð-
ir í lífskjörum með fiskveiðum og -vinnslu og landbúnaði
einum saman.
Forystumenn í þeirri baráttu, sem háð var í byrjun
Viðreisnaráratugarins fyrir stórvirkjun og stóriðju, voru
dr. Jóhannes Nordal og Eyjólfur Konráð Jónsson og á
vettvangi stjórnmálanna Jóhann Hafstein.
Síðan hefur mikið vatn til sjávar runnið, fleiri stórvirkj-
anir hafa verið reistar og fleiri álver risið. Og jafnframt
hefur orðið til enn ný atvinnugrein, sem þá var að vísu
rætt um en tæpast talin raunhæf fyrr en í fjarlægri fram-
tíð. Einn þeirra sem höfðu samt óbilandi trú á ferðaþjón-
ustu á þeim árum var Sigurður Magnússon, sem þekkt-
astur var sem blaðafulltrúi Loftleiða.
Nú er sú trú Sigurðar orðin að veru-
leika.
Fjöldi erlendra ferðamanna er orðinn
slíkur að við ráðum tæpast við hann en um
leið fer ekki fram hjá nokkrum manni að
þar er komin skýring á endurreisn efna-
hags þjóðarbúsins á ótrúlega skömmum
tíma frá hruni.
Hinir erlendu ferðamenn koma hingað vegna þess að
hér geta þeir komizt í beina snertingu við veröld, sem í
flestum tilvikum er víðs fjarri þeirra heimaslóðum.
Það eru hin – að mestu – ósnortnu víðerni Íslands.
Þau er fyrst og fremst að finna á miðhálendi Íslands og
landsvæðum, sem því tengjast.
Miðhálendi Íslands er orðið ígildi fiskimiðanna í kring-
um landið, þegar kemur að efnahagslegum áhrifum á
þjóðarbúið.
Og alveg eins og við stöðvuðum rányrkju á fiskimið-
unum með því að reka útlendingana, sem þar veiddu, á
brott, svo og okkar eigin rányrkju, er mikilvægt að stöðva
ígildi þeirrar rányrkju á miðhálendinu, sem eru fram-
kvæmdir af ýmsu tagi, þ.e. mannanna verk.
En það er til eitt annað svæði á landinu, sem líklegt er
að eigi eftir að verða áþekkt aðdráttarafl fyrir erlenda
ferðamenn og miðhálendið er nú.
Það er hið ósnortna víðerni norðan Djúps og nyrzt á
Ströndum.
Með sama hætti og Ísland fylltist af erlendum ferða-
mönnum með meiri hraða en nokkrum manni datt í hug
að gerast mundi fyrstu misserin eftir hrun er nánast
óhugsandi annað en að það eigi eftir að gerast á Vest-
fjörðum.
Djúpið er tignarlegt í sinni fegurstu mynd á björtum
sumardegi en hin ósnortnu víðerni norðan þess eru æv-
intýraheimur, sem nyrzti hluti Stranda er líka og skilj-
anlegt að fólk þráist við að flytja þaðan, þótt aðstæður til
daglegs lífs geti verið erfiðar á köflum.
Eitt sinn sagði vís maður við mig, ættaður frá nyrztu
byggðum Stranda:
Það verður með mannfólkið á þeim slóðum eins og far-
fuglana. Það kemur og fer. Að einhverju leyti er sú sýn
orðin að veruleika.
Nú er rætt um að virkja Hvalá í Ófeigsfirði.
Það landsvæði er ótrúlega stórt, sem þær fram-
kvæmdir mundu hafa áhrif á. Það þarf að virkja rennsli
þriggja áa með miðlunarlónum. Það þarf að byggja að-
rennslisgöng niður í Ófeigsfjörð. Það yrði byggt stöðv-
arhús neðanjarðar. Það þarf að byggja vegi um virkj-
anasvæðið og að því. Það þarf að gera ráð fyrir efnistöku
á átta svæðum. Það á að gera með því að skera og
sprengja. Svo þarf að ganga frá efnistökusvæðunum.
Skipulagsstofnun hefur skilað áliti um þessar hug-
myndir. Þar segir:
„Um er að ræða virkjunarframkvæmdir á að mestu
leyti óbyggðu og ósnortnu svæði í Ingólfs-
firði, Ófeigsfirði og á Ófeigsfjarðarheiði,
sem samanstanda af mörgum fram-
kvæmdaþáttum, svo sem fimm stíflum,
fjórum lónum, skurðum, göngum, stöðv-
arhúsi, veglagningu, efnistöku og haug-
setningu. Áhrifasvæði fyrirhugaðra fram-
kvæmda er töluvert umfangsmikið og nær til eyðibyggða
og hluta af víðáttumiklu óbyggðu víðerni, sem nær frá
Steingrímsfjarðarheiði í suðri norður að Hornbjargi.“
Niðurstaða Skipulagsstofnunar er m.a. þessi:
„… telur að helztu umhverfisáhrif Hvalárvirkjunar fel-
ist í umfangsmikilli skerðingu óbyggðs víðernis og
breyttri ásýnd fyrirhugaðs framkvæmdasvæðis og lands-
lagi þess, þar sem náttúrulegt umhverfi verður manngert
á stóru svæði.“
Og ennfremur:
„… telur að áhrif Hvalárvirkjunar á ásýnd, landslag og
víðerni verði verulega neikvæð þrátt fyrir mótvægisað-
gerðir … Sjónræn áhrif framkvæmdanna munu hafa bein
áhrif á upplifun fólks á svæðinu og eru að mati Skipulags-
stofnunar líkleg til að hafa talsverð til veruleg neikvæð
áhrif á ferðaþjónustu og útivist.“
Nú er spurningin þessi:
Er Hvalárvirkjun þess virði að fórna svo miklum hags-
munum til langs tíma fyrir þá virkjun?
Gamall vinur minn segir gjarnan við mig í umræðum
um mál af þessu tagi:
En fólk verður að lifa.
Nú hafa aðstæður breytzt að því leyti til að það er ekki
óhugsandi að framkvæmdir af þessu tagi verði beinlínis
til þess að gera fólki erfiðara að komast af á norðanverð-
um Vestfjörðum.
Það er fagnaðarefni að umræður eru að kvikna um
þessa fyrirhuguðu virkjun. Þær eru þáttur í umræðum
um framtíð Vestfjarða yfirleitt. Þar er í uppsiglingu ann-
að álitamál, sem er líka gífurlega stórt, þ.e. um framtíð
fiskeldis á Vestfjörðum.
En hvað sem þeim umræðum líður má ekki hefja „rán-
yrkju“ á öðru mesta ósnortna víðerni á Íslandi.
Hin ósnortnu víðerni Vestfjarða
Áhrifasvæði
Hvalárvirkjunar
yrði ótrúlega stórt.
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
ÍIcesave-deilunni héldu þau Þor-valdur Gylfason, Stefán Ólafs-
son, Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir og
Vilhjálmur Árnason því fram, að Ís-
lendingar væru allir samábyrgir um
Icesave-reikningana og yrðu þess
vegna að bera kostnaðinn af þeim
(en hann var þá metinn á um 15-30%
af landsframleiðslu, meira en Finn-
ar greiddu Rússum í skaðabætur
eftir stríðið 1941-1944). Ungur
heimspekingur, Sævar Finn-
bogason, skrifaði 2015 meist-
araprófsritgerð undir handleiðslu
Vilhjálms, þar sem hann reyndi að
styðja þessa skoðun rökum kunnra
heimspekinga um þjóðarábyrgð, þar
á meðal míns gamla kennara Davids
Millers.
Tvær ástæður voru þó til þess, að
Sævari hlaut að mistakast. Í fyrsta
lagi lá ábyrgð einkaaðila ljós fyrir
og var tæmandi. Þetta voru viðskipti
Landsbankans, sem þurfti lausafé
að láni, og erlendra fjárgæslu-
manna, sem girntust háa vexti bank-
ans. Það var þessara aðila og eftir
atvikum Tryggingarsjóðs innstæðu-
eigenda og fjárfesta að bera áhætt-
una af viðskiptunum, ekki annarra. Í
öðru lagi var ekki um neitt tjón
hinna erlendu fjárgæslumanna að
ræða, því að með neyðarlögunum 6.
október 2008 var kröfum þeirra og
allra annarra innstæðueigenda á
bankana veittur forgangur, og hafa
þær nú allar verið greiddar.
Ekki var því um neina samábyrgð
Íslendinga á Icesave-reikningunum
að ræða. Hinu má velta fyrir sér,
hvort skilyrði Millers og annarra
heimspekinga fyrir þjóðarábyrgð eigi
við um Breta sakir fautaskapar
þeirra við Íslendinga í bankahruninu.
Þá lokaði stjórn Verkamannaflokks-
ins tveimur breskum bönkum, KSF
og Heritable, en bjargaði öllum öðr-
um breskum bönkum. Lokun KSF
leiddi beint til falls Kaupþings. Upp-
gjör hefur nú sýnt, að KSF og Her-
itable voru báðir traustir bankar, og
ekkert fannst misjafnt í rekstri
þeirra. Eini glæpur þeirra var að
vera í eigu Íslendinga. Enn fremur
beitti Verkamannaflokksstjórnin að
nauðsynjalausu hryðjuverkalögum
gegn Íslendingum og birti jafnvel um
hríð nöfn Seðlabankans, Fjármála-
eftirlitsins og Landsbankans á lista
um hryðjuverkasamtök á heimasíðu
breska fjármálaráðuneytisins.
Hefði Sævar Finnbogason ekki
heldur átt að hugleiða samábyrgð
Breta á þessari hrottalegu framkomu
við fámenna, vopnlausa, vinveitta ná-
grannaþjóð?
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Samábyrgð
Íslendinga eða Breta?