Morgunblaðið - 22.07.2017, Side 23

Morgunblaðið - 22.07.2017, Side 23
UMRÆÐAN 23 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2017 Fyrir nokkrum dögum lauk íDanzhou í Kína afar öfl-ugu skákmóti en úrslitþess beina athyglinni enn og aftur að hinum kornunga Kín- verja Wei Yi sem fyrir mótið sat í 20. sæti heimslistans með 2.738 elo-stig. Wei Yi hlaut 6 ½ vinning úr níu skákum en eftir sex umferðir virtust úrslit mótsins ráðin; hann hafði þá hlotið fimm vinninga og hægði á ferðinni með þrem jafnteflum í loka- umferðunum. Lokaniðurstaðan varð þessi: 1. Wei Yi (Kína) 6 ½ v. (af 9 ) 2.-3. Quang Liem (Víetnam) og Ding Liren (Kína) 5 ½ v. 4. – 6. Naiditsch (Aserbaídsjan), Hao (Kína) og Yangyi (Kína) 5 v. 7. Ivantsjúk (Úkraína) 4 ½ v. 8. Ponomariov (Úkraína) 3 ½ v. 9. Shanglei (Kína) 2 ½ v. 10. Malakhov (Rússland) 2 v. Það er til marks um styrkleika þessa móts að Úkraínumennirnir og Rússinn enda í neðri hluta töflunnar. Kínverjar, sem unnu opna flokk Ól- ympíumótsins í Tromsö í Noregi ár- ið 2014, eiga marga frábæra skák- menn sem af einhverjum ástæðum hafa ekki náð að ógna þeim allra fremstu. Wei Yi hefur tvisvar mætt Magnúsi Carlsen við skákborðið, hafði svart í bæði skiptin, náði jafn- tefli í Wijk aan Zee í fyrra en tapaði viðureign þeirra á sama vettvangi í ár. Hann virðist njóta sín best á heimavelli. Hann kom hingað til lands ásamt fríðum flokki kín- verskra skákmanna í ársbyrjun 2013, tók þátt í landskeppni Íslend- inga og Kínverja og tefldi síðan á Reykjavíkurskákmótinu, þá aðeins 15 ára gamall, og fékk staðfestan stórmeistaratitil eftir frammistöðu sína þar. Glæsilegar sóknarskákir hrifu menn þegar þessi ungi maður var að hasla sér völl. Síðan hefur stíll hans dýpkað en áfram situr í fyr- irrúmi áherslan á frumkvæðið og þessi „stefnuyfirlýsing“ kínveskra skákmanna – að taka slaginn óhræddir. Í eftirfarandi skák við Po- nomariov sem varð heimsmeistari FIDE árið 2002 fá allir þessir þættir notið sín: Wei Yi – Ruslan Ponomariov Katalónsk byrjun 1. Rf3 Rf6 2. c4 e6 3. g3 d5 4. Bg2 dxc4 5. O-O Rbd7 6. Dc2 Hægt er að ná peðinu aftur með 6. Da4 en reynslan hefur kennt mönn- um að þá fær svartur jafnað taflið án mikilla erfiðleika. 6. … Rb6 7. a4 a5 8. Ra3 Bxa3 9. Hxa3 O-O 10. e4 e5!? Gefur peðið til baka. Annar mögu- leiki var 10. … Bd7. 11. Rxe5 Dd4 12. Dc3 Dxc3 13. Hxc3 Be6 14. d4 Rxa4 15. Ha3 Varkárari sálir hefðu valið 15. Hc2 með hugmyndinni 15. … b5 16. d5 Bc8 17. Be3 með þægilegri stöðu. 15. … b5 16. f4 Rb6 17. g4!? Fórnar peði og opnar 3. reitaröð- ina fyrir hrókinn. Rxg4 18. f5 Rxe5 19. dxe5 Bd7 20. Hg3 Hér er áætlunin fram komin, hvít- ur hótar 21. Bh6 en í krafti peða- meirihluta svarts á drottningarvæng teljast horfur svarts nokkuð góðar. 20. … Bc6 21. Bh6 g6 22. Hg5!? Dularfullur leikur. Það virðist eina skýringin að hrókurinn stefni á c5 eftir e5-e6 framrás. 22. … c3? Alger óþarfi. Eftir 22. … Ra4! er svartur í góðum málum. 23. bxc3 Rc4 24. fxg6 fxg6 25. Bxf8 Hxf8 26. e6! Áætlunin hefur gengið upp, c5- reiturinn er til reiðu fyrir hrókinn. 26. … Be8 27. Hd1 Hf6 28. Hd8 Kf8 29. Hxb5 Eftir þetta er úrslitin ráðin og Wei Yi fatast ekki úrvinnslan. 29. … Ke7 30. Hbb8 Bc6 31. Hdc8 Hxe6 32. Hxc7 Kd6 33. Hxh7 a4 34. Ha7 Kc5 35. e5 Bxg2 36. Kxg2 a3 37. Hc7 Hc6 38. Hxc6 Kxc6 39. Hc8 Kd5 40. e6 - og svartur gafst upp. Enn beinist at- hyglin að Wei Yi Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Golli Wei Yi að tafli á Reykjavíkurskákmótinu 2013. Á hálfri öld eða svo hefur hin tölvuvædda upplýsingatækni tröll- riðið þjóðfélagsþróun- inni á öllum sviðum. Ekki þarf að orðlengja um þann þátt framfara í framleiðslu, viðskipt- um, flutningum eða menntun, sem hvílir á upplýsingatækninni. Frelsi okkar sem ein- staklingar byggist mjög á óheftum aðgangi að tölvuheiminum. Netið er eða ætti að vera til ánægju og fróð- leiks fyrir unga sem aldna. En því miður ber mikið út af þeirri beinu braut í þeim vefjum og spjallrásum, sem yngri kynslóðin iðkar. Brýnt er að við og öll samsinnuð þjóðfélög vinnum af alefni gegn klámburði og hvers kyns óþverra á netinu. Það stendur samt mesta óhugnaði næst, að þær bylgjur meiriháttar hryðjuverkaárása, sem hafa riðið yf- ir Evrópuborgir síðustu misseri, skuli hafa náð sínum illa tilgangi ekki síst af netvæðingu við undir- búning og framkvæmd fjöldamorða. Það vekur almennan ótta og örygg- isleysi að Frakkland, Belgía, Þýska- land og Bretland séu varla einu árásarmörkin. Um er að ræða hat- ursáróður spúið út af vef- og spjall- síðum ofsafenginna hópa múham- eðstrúarmanna í ISIS-hreyfingunni, sem berst hatrammt fyrir stofnun sjálfstæðs íslamsks ríkis. ISIS stærir sig á netinu af þjálfun í því nýjasta í vopnaburði og villi- mannlegri aflífun gísla. Þetta hefur reynst hvatning fyrir óreynda að fara á vettvang til frekari kynningar á bardögum og morðum. Nú hefur hins vegar tölvufræðsla náð þeim ótrúlega ár- angri að ISIS-áróðurs- sellur senda fullþjálfaða liðsmenn reiðubúna til hvers og eins, og launin eru paradísarvist. Einn ólíklegur upptöku- staður þessa ólánsfólks er Minneapolis, frið- sældarsamfélag margra af norrænum uppruna. Velmegunin í Minnesota hefur hins vegar ekki náð til sam- félags flóttafólks frá Sómalíu með mikið atvinnuleysi og tengingar við hryðjuverkasamtök í heimalandinu En gætum þess vel að alhæfa ekki um íslam út frá athæfi sáralítils minnihluta þeirra. Íslam er eingyð- istrú, sem viðurkennir einn guð, All- ah, og Múhameð sem hans síðasta spámann og Kóraninn það endanlega guðsorð. Þessa trú játa 1,8 milljarðar eða 24,1% mannkyns og eru aðaltrú- arhreyfingarnar súnníar og sjítar. Múhameðstrú er játuð um heim allan en er fjölmennust í Indónesíu. Sam- skipti við aðra, að undanteknum Austurlöndum nær, eru að virðist friðsamleg og ekki frásagnarverð. Í Bandaríkjunum eru yfir þrjár millj- ónir manna múhameðstrúar en aðal- moska þeirra í Washington var rétt hjá íverustað okkar fjölskyldunnar og mér vitanlega ekki neinum til ama í hverfinu. Meiriháttar tölvuárásir á heims- vísu, sem gerðar voru í maí og júní, hafa vakið umræðu um aukið net- öryggi (cyber security). Þessar net- árásir styðjast að sögn við forritin Petya og WannaCry og framkvæma dulkóðun á skjalavistun í harðdiska- drifi tölva sem endurræsa sig og sýna þá þau skilaboð að gögn öll séu dul- kóðuð. Notandi eigi að senda til- skilda fjárupphæð innan ákveðins dagafjölda til að opna læsinguna og gera gögnin aðgengileg. Árásin heldur síðan áfram í netþjóna af handahófi dreifandi sömu gíslatöku um heiminn með kröfu um lausnar- gjald. Netárásin í maí fór á banka og fjármálastofnanir á meginlandinu og heilbrigðisþjónustuna í Bretlandi og fjölda annarra árásarmarka. Ástæða er til að ætla að tölvuárásir hafi náð árangri m.a. vegna þess að tölvur hafa ekki verið uppfærðar, minnis- kubbar borið vírusa eða af úreldingu lykilorða. Umfang tjóns vegna tölvu- árása er óþekkt, væntanlega vegna þess að fyrirtæki eru treg til að veita upplýsingar sem skerða viðskipta- álit og trúverðugleika. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, alþm. og fyrrv. utanríkisráðherra, birti 15. júlí í Mbl. tímabæra áminningu um nauðsyn sterkara fjármálaeftirlits. Svo sem hún bendir á sætir það eft- irlit harðri gagnrýni Alþjóðagjald- eyrissjóðsins. Í raun er smæð þjóð- félagsins og fámenni stjórnsýslunn- ar okkur hár þröskuldur í stjórn þjóðmála, sem reyndar eru sama eðlis og hjá hinum stærri. Leið í þeim vanda er nýting stuðnings af samstarfi við sérhæfðar alþjóða- stofnanir eða jafnvel útvistun sér- stakra verkefna. Gefur ný ógn tölvu- árása ekki tilefni til umræðu um það netöryggi sem völ er á? Netöryggi og ný ógn Eftir Einar Benediktsson » ISIS stærir sig á netinu af þjálfun í því nýjasta í vopnaburði og villimannlegri aflífun gísla. Einar Benediktsson Höfundur er fyrrverandi sendiherra. Á næsta ári ganga sveitarstjórnarmenn til fundar við kjósendur. Einstakt tækifæri er í uppsiglingu fyrir Sjálf- stæðisflokkinn í Reykjavík. Sjaldan hafa verið uppi eins viðamikil vandamál í rekstri borgarinnar, ásamt því að almennt viðhald virðist í algjörum ógöngum. Það skiptir varla máli hvar fæti er niður drepið. Í gatnakerfinu eru unnin hver skemmdarverkin á fætur öðrum; hvort sem það eru holurnar eða þrengingarnar. Borgaryfirvöld vilja hægja enn á umferð þrátt fyrir að mengun sé orðin meiri en í borgum sem telja milljónir. Á sama tíma og bifreiðaframleiðendur berjast fyrir hverri prósentu í eldsneytisnýtni virðast borgaryfirvöld telja eldsneyt- issóun umhverfisvæna. Þá hefjast gatnaþrif um mitt sumar með tilfall- andi óþarfa sótmengun. Snjómokstur hefur verið með þeim hætti yfir kjörtímabilið að ófært er fyrir fólk með barnavagna að komast út úr húsum svo dögum skiptir, hvað þá hreyfihamlaða sem treysta á hjóla- stóla. Virðist vera að borgin hreinlega treysti á að veðurguðirnir sýni mis- kunn. Það á sama tíma og talað er fyrir bíllausum lífsstíl. Sorphirða er orðin að einhverri af- gangsþjónustu og rusl ekki tæmt fyrr en ruslatunnur eru orðnar yfirfullar. Ástæðurnar eru ókunnar en kannski menn vilji sjá varginum fyrir hlað- borði. Það er satt að segja alvarlegt áhyggjuefni að yfirskuldsett borgin sé, á sama tíma og nánast allir inn- viðir grotna niður, að ræða hug- myndir um mörg hundruð milljarða framkvæmdir, svokallaða borgarlínu, fyrir almenningssamgöngukerfi sem aðeins lítið hlutfall borgarbúa notar. Hvernig væri að nota þessa milljarða í Sunda- braut, eða mislæg gatnamót sem löngu er kominn tími á? Húsnæðismálin eru einnig í algjörum ógöng- um. Hafa menn þrengt svo að einkaframtakinu að menn treysta sér varla í að reisa íbúðar- húsnæði lengur. Byggingarreglugerðum og opinberum gjöldum ásamt sjálfsköpuðum lóðaskorti er þar um að kenna. Það væri miður ef Sjálfstæðis- flokkurinn hér í borginni myndi ekki nýta þessi pólitísku tækifæri sem eru að skapast. Sennilega stærstu póli- tísku tækifæri þessarar aldar í borg- inni. Væntanlega verður prófkjör flokksins nú á haustmánuðum. Þá þurfa flokksmenn að vanda valið. Stefna flokksins er skýr, hún var mótuð á Reykjavíkurþinginu. Nú þarf, ásamt reynslunni sem fyrir er, baráttuglaða og kjarkaða einstakl- inga til þess að koma þessari stefnu á framfæri. Sveltur sitjandi kráka, en fljúgandi fær. Tækifæri Eftir Viðar Guðjohnsen » Sjaldan hafa verið uppi eins viðamikil vandamál í rekstri borg- arinnar, ásamt því að al- mennt viðhald virðist í algjörum ógöngum. Viðar H. Guðjohnsen Höfundur er fyrrv. formaður félags sjálfstæðismanna í Smáíbúða-, Bú- staða- og Fossvogshverfi. Kæli- og frystibúnaður í allar gerðir sendi- og flutningabíla Funahöfða 7, 110 Reykjavík, s. 577 6666

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.