Morgunblaðið - 22.07.2017, Side 25
UMRÆÐAN 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2017
varandi áskoranir.
Þrjú brýn framfara-
mál í deiglunni á
Vestfjörðum eru
nokkuð lýsandi dæmi
fyrir baráttu byggð-
anna hringinn um
landið. Þetta eru í
fyrsta lagi vegur um
Barðaströnd í stað
vegslóða, í öðru lagi
raforkuflutningskerfi
sem slær ekki út við
fyrsta snjóstorm
hvers vetrar og í
þriðja lagi skynsamleg uppbygg-
ing á einni umhverfisvænustu
matvælaframleiðslu sem völ er á.
Jafnvægi milli nýtingar
og verndunar
Öll þessi þrjú mál hafa í för með
sér röskun á umhverfinu með ein-
um eða öðrum hætti. Rétt eins og
Hellisheiðarvirkjun, nýr vegur um
Gálgahraun og uppbygging há-
skólasvæðisins í Vatnsmýrinni
gerðu á sínum tíma.
Enginn afsláttur er gefinn af
mikilvægi þess að vernda náttúru
og nýta auðlindir með sjálfbærum
hætti enda liggja til grundvallar í
hverju einasta máli vönduð und-
irbúningsvinna, fjöldi rannsókna,
ítarlegt mat á umhverfisáhrifum,
víðtækt samráð við íbúa og breið
samstaða meðal sveitarstjórna á
Vestfjörðum.
Þá er enginn ágreiningur um að
ávallt skal leitað eftir besta jafn-
væginu milli varðveislu ósnortinn-
ar náttúru og samfélagslegs
ávinnings. Eitt útilokar ekki ann-
að.
Virkjun Hvalár, sem er ein
helsta forsenda uppbyggingar og
hringtengingar raforkuflutnings-
kerfis á Vestfjörðum, útilokar til
að mynda ekki að friðlandið á
Hornströndum verði stækkað eða
komið verði á fót þjóðgarði á
Látrabjargi sem allra fyrst. Í
þessu sambandi verður að líta til
þess að Hvalárvirkjun hefur verið
í nýtingarflokki rammaáætlunar
gagnrýnislaust í mörg ár.
Vegur um Teigsskóg ógnar ekki
tilvist þessa 650 hektara skóglend-
is þó svo 10-20 hektarar fari undir
þessa afar mikilvægu samgöngu-
bót. Hitt er þó ljóst að áframhald-
andi vegleysa um Barðaströnd
mun á endanum soga kraft úr allri
uppbyggingu á sunnanverðum
Vestfjörðum. Hvort skal þá vega
þyngra; 10-20 hektarar af skóg-
lendi eða efling 1000-2000 manna
byggðar? Hið ótrúlega er að hið
augljósa rétta svar þvælist fyrir
merkilega mörgum sunnan heiða.
Þá er vel hægt að standa að
ábyrgri uppbyggingu fiskeldis í
Ísafjarðardjúpi með ýtrustu mót-
vægisaðgerðum, rannsóknum og
eftirliti til að fyrirbyggja hags-
munaárekstra við veiðirétthafa á
svæðinu. Nýlegt áhættumat Haf-
rannsóknastofnunar vegna mögu-
legrar erfðablöndunar frá fiskeldi
undirstrikar mikilvægi þess að
fiskeldi verði byggt upp á grund-
velli rannsókna og vísinda til að
þróa og aðlaga eldið og vernda
umhverfið. En matið varpar enn
fremur ljósi á mikilvægi þess að
tekið verði tillit til allra raunhæfra
mótvægisaðgerða með besta fáan-
lega eldisbúnaði, vöktun, veiði-
gildrum o.s.frv., svo rétt og sann-
gjörn mynd fáist af áhrifum
uppbyggingar laxeldis á byggð á
Vestfjörðum og umhverfið.
Sanngjörn krafa
Þessi þrjú framfaramál sem eru
í burðarliðnum á Vestfjörðum
draga fram þá staðreynd að
smærri byggðalög á ystu nesjum
landsins hafa setið eftir í upp-
byggingu og þróun innviða og
þjónustu, borið saman við suðvest-
urhornið. Svo mikill virðist að-
stöðumunurinn vera að þyngdarafl
borgríkisins líkist helst svartholi
fyrir margar hinar dreifðari
byggðir landsins.
Þess vegna er það ekki í boði að
sanngjarnri kröfu íbúa á Vest-
fjörðum um eðlilega uppbyggingu
innviða sé nú svarað með skeyt-
ingarleysi eða hiki af hálfu ríkis-
valdsins og stofnunum þess. Það
er líka ótækt að á lokametrum
langs og lögbundins stjórn-
sýsluferils sé öllu til tjaldað af
hálfu þrýstihópa til að stöðva mál
og teflt af óbilgirni til að knýja
fram sérhagsmuni á kostnað al-
mannahagsmuna.
Fyrir Vestfirðingum vakir ekk-
ert annað en að byggja upp sitt
samfélag með fjölbreyttri starf-
semi sem er sjálfbær og í sátt við
aðrar atvinnugreinar og land-
svæði. Til þess þarf sjálfsagða inn-
viði til jafns á við aðra landsmenn.
Með skýrri stefnu um að vernda
eftir fremsta megni ósnortna nátt-
úru, og með hófsemd og varúð í
fyrirrúmi í stjórnsýslu og skipu-
lagningu þar sem áhættu er stýrt
með eftirliti og gegnsæju verklagi,
verður hindrunum rutt úr vegi.
Vestfirðingar munu einfaldlega
aldrei sættast á það að næsti
bókaflokkur um sögur af ystu
nesjum verði í svipuðum moll og
sá sem fyrir er.
Bókaflokkur Gils
Guðmundssonar Frá
ystu nesjum er
merkileg heimild um
jaðarbyggðir Íslands
sem þá voru og bar-
áttu íbúanna við harð-
neskjuleg náttúruöfl
og fátækt. Skips-
skaðar, fjárdauði og
almennt basl og bras
einkenna þessar frá-
sagnir af horfnum atvinnu- og lifn-
aðarháttum.
Öldin er vissulega önnur en fyr-
ir íbúa á ystu nesjum samtímans
er baslið og brasið enn við lýði
þótt nýjar áskoranir hafi kannski
leyst gamlar af hólmi. Viðfangs-
efnið er líka annað þar sem spurn-
ingunni um hvort hægt sé að lifa
af landsins gæðum frá ári til árs
hefur verið skipt út fyrir aðra um
hvernig bæta á lífskjör í landinu
án þess að mega nýta frekar auð-
lindir þess með sjálfbærum hætti.
Íbúum á höfuðborgarsvæðinu,
sem búa við allsnægtir þjónustu
og innviða, kann að finnast þetta
hljóma nokkuð dramatískt en hjá
mörgum íbúum landsbyggðarinnar
er þetta grátlegur raunveruleiki.
Óviðunandi samgöngur, rafmagns-
truflanir og hömlur á atvinnu-
uppbyggingu eru daglegar og við-
Frá ystu nesjum samtímans
Eftir Teit Björn
Einarsson »Það er ekki í boði aðsanngjarnri kröfu
íbúa á Vestfjörðum um
eðlilega uppbyggingu
innviða sé nú svarað með
skeytingarleysi eða hiki
af hálfu ríkisvaldsins
Teitur Björn Einarsson
Höfundur er þingmaður Sjálfstæð-
isflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Steinn Steinarr
kvað.
Á Valhúsahæðinni er
verið að krossfesta
mann
og fólkið kaupir sér
far með strætis-
vagninum til þess að
horfa á hann.
Á tíma Steins
Steinars ferðaðist fólk
með strætisvögnum af
því ekki voru önnur farartæki til-
tæk. Í dag er Dagskipunin sú, að
fólk skal aftur fara að ferðast með
strætisvögnum, því það séu of
mörg önnur farartæki tiltæk. Er
þessi hugsun ekki bæði þröng og
grunn? Sérfræðingar hafa stutt
þessa hugsun faglegum en gömlum
rökum, rétt eins og þeim hafi verið
gert ljóst, að þeir fengju ekki
borgað fyrir ferskari hugmyndir.
Það er hárrétt, að tafsöm um-
ferð er þjóðinni dýr. Borgarlínu er
ætlað að ná til sín 12% ferða á
höfuðborgarsvæðinu og það getur
hún því aðeins fengið og haldið ef
önnur umferð er tafsöm. Borg-
arlínu er ætlað að fá sérstakar ak-
reinar fyrir sig og forgang á um-
ferðarljósum. Hvort tveggja mun
þetta tefja aðra umferð mikið. Er
ekki líka dýrt að tefja þessi 88%
sem áfram ferðast með fjöl-
skyldubílnum, meðal annars vegna
þess, að yfir daginn þurfa þau að
flytja börn sín eða reka erindi í
þágu fjölskyldunnar fjarri Borgar-
línu.
Heimurinn tekur hraðari breyt-
ingum í dag en fyrir 10 árum og
breytist nú miklu hraðar en fyrir
20 árum. Um allan heim sitja
menn og fæða af sér hugmyndir
um það, hvernig milda má um-
ferðavandamál framtíðarinnar.
Hugmyndirnar eru svo sem fínar á
borðunum nördanna, en þær
gagnast betur bornar fram af þeim
stjórnmálamönnum sem kunna að
skima eftir næstu kynslóð hug-
mynda. Á því velta lífsgæði okkar
sem íbúa höfuðborgarinnar, að til
stjórnar veljist framsæknir stjórn-
málamenn, sem kunna
þessa list. Þeir þurfa
að leita jafnvægis í
því ölduróti nýrra
hugmynda og nýrrar
tækni sem á okkur
dynur af sívaxandi
þunga og þeir mega
ekki setjast niður í
sporin sín.
Eitt mest umtalaða
framtakið í umferða-
málum nú er þróun-
arverkefni Google
með sjálfkeyrandi
bíla. Google hefur sett markið á
2025. Lengri tími kann þó að líða
þar til þau umferðarlög líta dags-
ins ljós, sem leyfa slíka bíla innan
um aðra í umferðinni og engin
ástæða til að bíða eftir Google.
Mikið af þeim tæknibúnaði sem
þarna þarf til er þegar markaðs-
færður undir merkum öryggisbún-
aðar til hjálpar við akstur. Einn
fyrsti aðstoðarbúnaðurinn, sem
settur var í bíla var ABS-
hemlakerfið Nú höfum við að auki
myndavélar til að bakka eftir og
jafnvel geta bílar lagt sjálfir í
þröng stæði. Bílar eru útbúnir til
að greina akreinar, þannig, að gef-
in er viðvörun ef bíllinn fer of ná-
lægt hliðarlínu. Þetta hefur sýnt
sig að fækka slysum. Farið er að
setja radar (lidar) í bíla sem kort-
leggur umhverfið og gerir bílnum í
raun kleift að keyra sjálfvirkt, eða
sigla á eftir næsta bíl í fastri fjar-
lægð og jafnvel nauðhemla ef þörf
er á. Þessi tækni fækkar einnig
slysum og getur greitt verulega
fyrir umferð. Öll þessi tækni er
þegar þróuð og allir helstu bíla-
framleiðendur heims eru þátttak-
endur í þessu. Það verður vænt-
anlega enginn skortur á
umferðarbætandi tækni á næstu
árum, en lögum þarf að breyta svo
sumt nýtist til fulls.
Snjallbúnaður í bílum, eða
snjallsímar ökumanna, geta einnig
greitt fyrir umferð. Tökum dæmi:
Hugsum okkur, að vegagjald sé
greitt með síma, sem tengdur er
bíl ökumanns. Sjálfvirkur búnaður
hringir, til dæmis þegar ekið er
inn í Hvalfjarðargöng og greiðir
gjald og ökumaður staðfestir með
takka í stýrinu. Líka má hugsa, að
ökumaður vilji skipta um akrein.
Hann gefur stefnuljós og sjálf-
krafa myndast bil á næstu akrein,
sem hann getur siglt inn í. Í
snjöllu kerfi lítur maður á símann
sinn áður en maður fer af stað og
fær að vita hvaða leið er fljótleg-
ust á áfangastað eins og umferðin
er þá stundina. Þetta mundi allt
greiða fyrir umferð, en einhverjum
innviðum þarf að koma upp áður
en þetta getur orðið og appið þarf
að vera á símanum.
Sú framtíðarsýn, sem dregin er
upp hér að framan á grundvelli
þegar þróaðrar tækni, sem bíla-
framleiðendur eru nú að innleiða
hröðum skrefum kann að gefa íbú-
um borgarinnar aðra og betri
möguleika til frjálsari lífshátta en
boðendur Borgarlínu draga upp.
Íbúarnir munu þá gera aðrar kröf-
ur til framtíðarskipulags höf-
uðborgarinnar en núverandi ráða-
menn taka mið af.
Mikla fjármuni vantar í vega-
kerfið, ekki síst til að bæta teng-
ingar höfuðborgarsvæðisins út á
við. Hér er einnig þörf á innviða-
fjárfestingu vegna orkuskipta, en
talið er, að eftir nokkur ár verði
einungis rafbílar fluttir inn. Snjall-
ari umferðarljós gætu líka greitt
fyrir umferð. Svona má eflaust
lengi telja áður en komið er að
Borgarlínu. Það er tími til kominn
og vel það, að menn hugi að þeim
lagabreytingum sem gera þarf til
að greiða fyrir umferð í framtíð
sem er að hluta orðin veruleiki.
Svo er nóg með peningana að gera
þó ekki sé fjárfest í Borgarlínu á
grundvelli hugmynda sem eru að
úreldast.
Dagskipun tefur ekki
tækni morgundagsins
Eftir Elías Elíasson » Það verður vænt-
anlega enginn skort-
ur á umferðarbætandi
tækni á næstu árum.
Elías Elíasson
Höfundur er verkfræðingur á eft-
irlaunum.
eliasbe@simnet.is
Ég hitti góðan vin
minn á dögunum sem
varð fyrir svo slæmu
vinnuslysi ungur
maður að hann varð
öryrki eftir. Hefur þó
reynt allt hvað hann
helzt getur að vinna,
en er nú orðinn það
gamall að sögn, að
öllu slíku er löngu
lokið. Hann fór að
tala um ofurbónus-
ana hjá þeim Landsbankamönnum
sem sagt var frá í fréttum og
spurði mig hvort ég vissi nokkuð
um þetta ofurvinnuframlag þeirra
sem hefðu verðskuldað þessa bón-
usa. Reyndar sagði hann nú að
þetta vinnuframlag hefði bæði
verið létt og lítið í raun eftir því
sem kunnugur maður í þessum
hring hefði sagt sér. Ég kvaðst
svo sem ekkert vita um erf-
iðisvinnu þessara ágætu manna,
en mér þætti umbunin anzi góð,
„meira en tuttuguföld árslaun
mín,“ sagði vinur minn þá og sneri
tali sínu að kjararáði og þess úr-
skurðum. Hann sagðist dást mest
að því miðað við ákvarðanir rík-
isvaldsins um launakjör öryrkja,
hversu auðvelt væri að meta
hækkunina aftur í tímann og þar
engir smápeningar á ferð.
Hann sagðist vera heppinn með
sín kjör miðað við öryrkjastaðal-
inn, því hann fengi rúmar 350 þús-
undir á mánuði fyrir skatt, en
hann þekkti marga öryrkja sem
væru með umtalsvert minna, að
hann ekki segði miklu minna, rétt
yfir 200 þúsund, en ekki von að
svona tekjurisar gætu fengið eitt-
hvað aftur í tímann. „Hugsaðu þér
hvernig stöðugleikinn margfrægi
færi fjandans til, ef farið væri nú
að hækka öryrkjalaunin eitthvað
að ráði og auðvitað færi hagkerfið
allt um koll ef farið væri að bæta
einhverju við aftur í tímann, enda
heyri ég hjá þessum markaðs-
þjónum að kjör öryrkja séu bara
ljómandi góð miðað
við þjóðhagslega getu
okkar.“ Mér þótti ekki
mikið þótt vini mínum
væri heitt í hamsi,
enda hrein skömm að
því hversu þjóðfélagið
býr að þessum þegn-
um sínum hafandi
uppi lofdýrðaróð um
hve allt sé hér í
blómstrandi hagvexti
og uppgangi.
Ég vann á þessum
vettvangi öryrkja í mörg ár og ég
man hversu erfið barátta var við
ríkisvaldið um hverja smáréttar-
bót, hverja hina réttlátustu leið-
réttingu. Þess vegna veit ég alveg
hvað klukkan slær þegar farið er
að mjálma um aðhald í ríkisfjár-
málum, því það skal notað eins og
venjulega til að halda lægst laun-
aða fólkinu við sultarmörk. En
gæluverkefnin ber að styrkja og
auka, því aðhaldið nær sem betur
fer ekki til þeirra! Til að gæta
allrar sanngirni þá segi ég að ýms-
ar tillögur í réttlætisátt sem Þor-
steinn Víglundsson félagsmálaráð-
herra hefur reifað eru margar
hverjar í verulega framfaraátt, en
ekki má bjartsýnin um framgang
þeirra verða manni að ofurliði.
Málið er einfalt í mínum huga: Við
erum svo rík þjóð að það er smán-
arblettur á okkar samfélagi að fólk
lifi við sultarmörk í stórum stíl. Er
jafnréttið svona óskaplega erfitt í
allri framkvæmd?
Eftir Helga Seljan
Helgi Seljan
ȃg man hversu erf-
ið barátta var við
ríkisvaldið um hverja
smáréttarbót, hverja
hina réttlátustu leið-
réttingu.
Höfundur er fv. framkvæmdastjóri
ÖBÍ.
helgiseljan@simnet.is
Af öryrkjalaunum,
ofurbónusum og
kjararáði