Morgunblaðið - 22.07.2017, Síða 30

Morgunblaðið - 22.07.2017, Síða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2017 Eftir snörp og erfið veikindi hefur Hrafnhildur vin- kona mín kvatt þessa jarðvist og haldið til nýrra heimkynna. Við fráfall hennar rifjast margt upp. Vináttan sem varð til við húsbyggingar í Lækj- arselinu fyrir 35 árum þar sem bjartsýni og dugnaður okkar unga fólksins réð ríkjum og ekk- ert verkefni svo stórt að ekki mætti leysa það. Vinátta þeirra hjóna Hrafnhildar og Rafns fölskvalaus og traust og hjálp- semi og greiðvikni í hávegum höfð. Börnin okkar voru leik- og skólasystkin og nóg var af óbyggðum svæðum og spennandi verkefnum fyrir dugmikla krakka í ævintýraleit. Það er ekki ofsögum sagt að grænir fingur hafi flækst fyrir okkur stöllum á þessum fyrstu ár- um, við spáðum samt og spekúler- uðum hvað við gætum lagt að mörkum í umhverfismálum. Við byggðum okkur veglegan þriggja hólfa safnhaug á lóðamörkum þar sem valinn úrgangur skyldi hýst- ur og eftir kúnstarinnar reglum var fært milli hólfa og afrakstur- inn hin fallegasta mold. Þetta fannst okkur gaman og gjarnan var safnhaugurinn sýndur áhuga- sömum við sérstök tækifæri og boðið upp á sérrí í leiðinni. Ekki gekk allt sem skyldi í garðyrkj- unni, t.d. gróðursetning vorlauka sem okkur var sagt að væri einfalt verk og gott fyrir byrjendur, náð- um við að klúðra því, ekki sást tangur né tetur af téðum laukum fyrr en löngu eftir tilsettan tíma en við lærðum hvor af annarri og höfðum gaman af tilstandinu. Hrafnhildur var skemmtileg kona, ákveðin og skarpgreind, mikill uppfræðari enda kennari að mennt. Hún lagði ríka áherslu á að vera vel undirbúin fyrir hvern skóladag og krafðist þess sama af nemendum sínum. Sum- um þótti hún helst til of ströng en þau eru víst allmörg tilvikin þar sem gamlir nemendur þökkuðu henni tilsögnina. Ófáir nemendur fengu heiðurssess við borðstofu- borðið heima hjá Hrafnhildi þar sem farið var yfir verkefni sem vöfðust fyrir nemandanum. Út- skýringar gefnar í rólegheitum og úrlausn verkefnisins í höfn, nem- andinn hæstánægður og kennar- inn ekki síður. Svona var hún Hrafnhildur mín, allt upp á punkt og prik, ekkert of né van. Heimsóknir þeirra hjóna til okkar Ævars á Þorláksmessu- kvöld í tugi ára eru svo dýrmætar í minningunni. Þau komu færandi hendi með fallegar jólaskreyting- ar og fengu í staðinn hinn árlega nýbakaða marengs, allt sam- kvæmt venju og engin ástæða þótti til breytinga. Sérhver heim- sókn var tilhlökkunarefni og má sannast teljast til gæðastunda. Á þessum kvöldum voru ýmis skemmtileg atvik fyrri ára rifjuð Hrafnhildur Þorgrímsdóttir ✝ HrafnhildurÞorgrímsdóttir (Habbý) fæddist 3. mars 1949. Hún lést 6. júlí 2017. Útför Hrafnhild- ar fór fram 20. júlí 2017. upp, oftast bætt í og krítað liðugt sem gerir allar sögur miklu betri. Nú er lífsgöngu elskulegrar vinkonu lokið og lífið tekur á sig nýjan blæ hjá fjölskyldunni. Við Ævar og fjölskylda okkar sendum kær- um vini okkar, Rabba, Ásdísi og Óla og fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðjur. Kært ertu kvödd. Ásta Guðjónsdóttir. Það er þyngra en tárum taki að setjast niður og reyna af veikum mætti að minnast einstakrar vin- konu, Hrafnhildar Þorgrímsdótt- ur. Þessi tími í veikindum hennar nú í sumar hefur verið mjög stutt- ur og alltof snöggur svo ekki er unnt að skilja. Við kynntumst þeim hjónum Hrafnhildi og Rafni Kristjánssyni fyrir réttum 25 ár- um og hefur þessi vinskapur við þau verið einstakur. Okkur er efst í huga mikið þakklæti fyrir þessi góðu kynni sem aldrei hefur borið skugga á. Habbý var alltaf gef- andi í öllum sínum samskiptum. Hún var einstaklega skemmtileg en umfram allt leiðbeinandi og rík að gáfum sem hún deildi frá sér. Habbý var einstakur íslensku- kennari og á hún stóran hóp nem- enda sem dá hana enn í dag. Hún hafði áhuga á að fylgjast með börnum okkar og barnabörnum. Sonur okkar, sem var eitt vorið 17 ára nemandi í 3. bekk í MR, naut aðstoðar Habbýjar til að komast í gegnum þungt íslenskupróf. Fyr- ir þetta vorum við henni ávallt þakklát. Það var gaman að ræða við hana um öll heimsins mál, því skoðanalaus var hún ekki. Hún var líka mikill gleðigjafi og heims- kona heim að sækja. Við urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að fara með þeim hjónum í a.m.k. 20 sum- ur í sveitina okkar Vesturhópið og eiga þar saman einstakar gleði- stundir sem eru sannkallaðar minningaperlur og verða geymd- ar vel. Þangað fór vinahópurinn Geitavinafélagið eina helgi á sumri og átti þar saman frábærar stundir við silungsveiðar, söng, gleði og glens. Habbý stýrði þess- um helgum af sinni alkunnu snilld. Á þessum helgum var alltaf farið í „pikknikk“ með kaffi og heimasmurt brauð og alltaf gert eins ár eftir ár. Habbý mátti aldr- ei neitt aumt sjá og hugsaði alltaf mikið um aðra. Ef hún gat gert einhverjum einhvern greiða, þá gerði hún það, endurgjaldslaust. Kennarinn í henni kom alltaf sterkt fram í öllum samskiptum, því hún var alltaf leiðbeinandi, enda einstaklega vel lesin. Hún fann alltaf betri lausnir í öllu er viðkom rekstri á heimili og í eld- hússtörfunum. Elsku Habbý, við þökkum þér samfylgdina í gegn- um árin og erum þess fullviss að við eigum eftir að hittast í æðri heimkynnum og fá okkur einn Grand saman. Elsku vinur Rabbi, Ásdís, Óli og fjölskyldur ykkar, við biðjum góðan Guð að umvefja ykkur öll á ykkar erfiðu stundum þessa dagana. Minning um góða eiginkonu, mömmu, tengda- mömmu og ömmu lifir í hjörtum ykkar allra og verður aldrei frá ykkur tekin. Elsku Habbý, góða ferð, við hittumst síðar í sumar- landinu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem.) Kristín Hraundal og Tryggvi Jónasson. Elsku Habbý, góðir vinir eru gulli betri og svo sannarlega hef- ur það átt vel við þig og ykkur hjónin. Þegar hugsað er aftur í tímann þá koma upp í hugann nokkrir eiginleikar þínir eins og samviskusamur og góður kenn- ari, traust vinátta, hreinskilni, kátína, sterkar skoðanir, gest- risni, gott skipulag, söngur, gleði og handtaska með öllu sem til þurfti til daglegs brúks – þar sem hver hlutur á sinn stað. Þú hefur alltaf verið stór og mikilvægur hluti í lífi okkar hjóna og barna okkar og verið traustur vinur í blíðu og stríðu. Við sökn- um þín mikið og erum þakklát þér fyrir allar góðu samverustundirn- ar, vináttuna og trygglyndið í ára- tugi. Blessuð sé minning þín, elsku vinkona, þú munt alltaf lifa áfram í minningu okkar. Elsku Rabbi, Ásdís, Óli og fjöl- skyldur. Guð gefi ykkur styrk til að vinna úr sorginni. Kristrún og Jón Kr. Fráfall Hrafnhildar Þorgríms- dóttur leiðir hugann að því hversu misjafnt það er sem manneskjan skilur eftir sig. Margir munu minnast hennar vegna þeirra eig- inleika sem hún bjó yfir og þeirra áhrifa sem hún hafði á samferða- fólk sitt. Ég er harmi slegin og ófá tár hafa runnið niður kinnar mínar liðnar vikur og vil ég stikla á stóru varðandi samband okkar tveggja. Hrafnhildur var að mörgu leyti alveg einstök, svo innilega gegn- heil í einu og öllu. Framkoma hennar og fas var, á stundum, með talsvert öðrum hætti en margra annarra. Persónuleiki hennar einkenndist af hreinskilni, heiðarleika og hjálpsemi. Hún var ráðholl með eindæmum en um- fram allt var hún ákaflega kær- leiksrík, hún vafði fólk ást og um- hyggju sem ég og fjölskylda mín fórum ekki varhluta af. Hvort það voru örlaganornirn- ar eða aðrar góðar vættir sem urðu þess valdandi að leiðir okkar lágu saman skal ósagt látið, en það reyndist okkur hin mesta gæfa. Á kveðjustundu er það huggun harmi gegn, að hafa átt með Hrafnhildi tvær yndislegar sam- verustundir, þær verða mér ógleymanlegar og ég er ákaflega þakklát. Á þessum lokametrum var bæði talað af gamni og alvöru, hlegið bæði og grátið, faðmast og kysst og að endingu las ég íslensk ættjarðarljóð sem ég vissi að mín elskulega vinkona kunni vel að meta. Við Guðjón og börnin erum þakklát væntumþykju og vináttu þeirra Hrafnhildar og Rafns alla tíð og munum minnast samveru- stundanna með gleði og virðingu. Við sendum allri fjölskyldu Hrafnhildar Þorgrímsdóttur okk- ar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum guð að blessa ykkur. Þín vinkona, Sandra. Lífið er ekki alltaf auðvelt og ótímabærar fréttir sem berast okkur koma alltaf á óvart. Elsku besta vinkona okkar, hún Hrafn- hildur, Habbý, er dáin og farin frá okkur í miðju lífsins. Við áttum svo margt ógert saman. Snögg óvænt veikindi hennar komu sem högg og eftir sitjum við í sorg og söknuði. Við kynntumst í Kenn- araskólanum 1965-1969 og eftir að skóla lauk héldum við hópinn og hittumst í saumaklúbbi. Brátt urðum við sjö eftir – Habbý, Sigga, Magga, Ingibjörg, Anna Þóra, Anna Magga og Oddný Dóra. Dóra lést langt um aldur fram en fór þó í nokkrar ferðir með okkur. Árið 1997 fórum við í okkar fyrstu utanlandsferð sam- an og eru þær orðnar allmargar síðan. Alltaf skemmtum við okkur vel og áttum yndislega daga, hlógum mikið og teyguðum bjór. Þegar Habbý og Magga urðu þreyttar settust þær á góðan stað og spjölluðu yfir einum bjór með- an göngugarparnir strunsuðu áfram og skoðuðu sig um. Þessar ferðir einkenndust af gleði, hlátri, góðu spjalli og samkennd. Habbý var ótvírætt góður kennari. Henni leið best með ögrandi verk- efni og þá lá hún ekki á liði sínu en útbjó ótal spjöld og verkefni með spurningum og svörum svo nem- endur lærðu íslenskuna rétt og vel. Hún lagði sig ekki bara fram við að koma þekkingu til skila heldur byggði hún upp traust og kjark sem reyndist nemendum ómetanlegt veganesti út í lífið. Habbý elskaði bækur og komst yfir að lesa ótrúlega mikið magn. Það var gaman að heyra hana segja frá og skiptast á skoðunum um bækur og höfunda þeirra. Habbý var trúuð, glaðlynd og trúði á það góða í lífinu en hún lá ekkert á skoðunum sínum um menn og málefni. Hún gat alveg lesið yfir hausamótunum á þeim sem henni fannst ekki breyta rétt. Habbý var afar greiðvikin. Ef átti að ferma eða halda upp á stór- afmæli einhvers ættingja sagði hún: „Komið bara í Lækjarselið, við Rabbi reddum þessu.“ Öllu var snúið við og veislur haldnar með glæsibrag. Við vorum búnar að skipuleggja ferð til Vilnius en Habbý komst ekki með því þá var hún orðin veik en sagði að við skyldum fara. Hún var svo sann- arlega í huga okkar og oft sáum við eitthvað sem minnti á hana, s.s. slæður eða töskur með litun- um hennar. Það lýsir Habbý vel að á sjúkrabeði bað hún okkur að kaupa tvær sérríflöskur í fríhöfn- inni handa tveimur öldruðum vin- konum. Það mátti að sjálfsögðu ekki bregðast. Fjölskyldan var Habbý allt; Rabbi, börnin, tengdabörnin og barnabörnin. Hún var vakin og sofin yfir vel- ferð þeirra og þeirra söknuður er sárastur. Barnabörnin missa ekki hvað minnst að fá ekki að koma til ömmu að leika eða læra. Litlu börnunum verða vonandi sagðar margar góðar sögur um ömmu Habbý. Elsku góða vinkona: Far þú í friði friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem) Elsku Rabbi, Ásdís, Njáll, Óli, Dögg og barnabörn, okkar inni- legustu samúðarkveðjur til ykkar allra. Missir ykkar er mikill og við biðjum Guð að styrkja ykkur í sorginni. Fyrir hönd ferða- og sauma- klúbbssystra úr Kennaraskólan- um, Margrét Sigurðardóttir. Það er með miklum söknuði Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför okkar ástkæru eiginkonu, móður og tengdamóður, SIGURBJARGAR KARLSDÓTTUR, Hlíðartúni 21, Hornafirði. Ólafur Björn Þorbjörnsson Þórunn Ólafsdóttir Sigurður Ólafsson Karl Guðni Ólafsson Bylgja Ólafsdóttir Bára Sigurbjörg Ólafsdóttir og aðrir aðstandendur Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður, sonar, afa og bróður, DAVÍÐS WALLACE JACK flugvirkja, Blikanesi 2, Garðabæ. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar 13 EG á LSH við Hringbraut og líknardeildar LSH í Kópavogi fyrir góða umönnun og hlýja nærveru. Guð blessi ykkur öll. Bergdís Ósk Sigmarsdóttir Róbert Jack Díana Dröfn Heiðarsdóttir Sigmar Jack Hege Elisabeth Wennersgaard Vigdís Jack barnabörn og systkini hins látna Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát okkar ástkæru GUÐRÚNAR KRISTJÁNSDÓTTUR. Við sendum starfsfólki Hjúkrunarheimilisins Lögmannshlíðar innilegar þakkir fyrir ómetanlega alúð og hugulsemi. Angantýr Einarsson Auður Ásgrímsdóttir Bergþóra Einarsdóttir Eyjólfur Friðgeirsson barnabörnin öll og fjölskyldur þeirra Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MILDRED SOFIE KÁRASON, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ mánudaginn 10. júlí. Útförin fór fram í kyrrþey frá Seljakirkju þriðjudaginn 18. júlí. Sérstakar þakkir til starfsfólks Skógarbæjar fyrir góða umönnun. Rita Lúkasdóttir Hörður Hilmarsson Pétur Nygaard Lúkasson Elva Björk Elvarsdóttir Karen Lúkasdóttir Erik Todal barnabörn og langömmubarn Hjartanlegar þakkir til ykkar allra fyrir hlýhug, blóm og kveðjur við andlát og útför okkar ástkæra HAUKS K. GUNNARSSONAR, Sólarsölum 7, Kópavogi. Sérstakar þakkir fær starfsfólk blóðlækningadeildar 11 G á Landspítalanum við Hringbraut fyrir góða umönnun og hlýju. Gréta Óskarsdóttir Helga G. Hauksdóttir Þorsteinn Guðbjörnsson Margrét Hauksdóttir Hilmar Kristinsson Kristbjörn Hauksson Við þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGRÍÐAR ÞORSTEINSDÓTTUR, Sísí, snyrtifræðings, Strikinu 8, Garðabæ. Sérstakar þakkir til allra sem önnuðust hana í veikindum hennar. Ágústa Arna Grétarsdóttir Jón Benediktsson Kristján M. Grétarsson Guðný Hansdóttir Inga Hrönn Grétarsdóttir Ari Björnsson barnabörn og aðrir aðstandendur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.