Morgunblaðið - 22.07.2017, Qupperneq 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2017
sem við kveðjum í dag Hrafnhildi
Þorgrímsdóttur eftir áratuga
kynni og vináttu.
Margs er að minnast frá ferða-
lögum og öðrum samverustund-
um sem okkar góði hópur, Tækni-
klúbburinn, hefur átt. Þar fóru
skólabræður Rafns og eiginkonur
þeirra sem hafa hist reglulega í
svokölluðum saumaklúbbi. Við
höfum átt margar dýrmætar
ánægjustundir saman. Mjög hef-
ur nú fækkað í þeim hópi og mjög
munum við sakna Habbýjar sem
alltaf gat hleypt fjöri í samkund-
una, með sínum snöggu og bein-
skeyttu tilsvörum.
Á hótelum byrjuðum við
Habbý iðulega á að finna hentug-
an stað til að spila á. Habbý hafði
mikla ánægju af að spila brids og
tókum við einu sinni í spil uppi á
Zugspitzen í um 2.500 m hæð.
Margar gleðistundir höfum við
Jón einnig átt með þeim hjónum
við Vesturhópsvatn, sem við
þökkum nú af heilum hug. Þegar
við dvöldum þar síðasta haust
nutum við ótrúlegrar veðurblíðu í
sól og stafalogni. Fegurðin var
allsráðandi. Fjöllin, báturinn og
veiðimennirnir spegluðust í vatn-
inu. Síðan var grillað, spilað og
glaðst á góðri stundu.
Habbý var mikill lestrarhestur
og vel að sér um bókmenntir al-
mennt, m.a. Íslendingasögurnar
og ljóð. Gaman var að ræða við
hana um bækur og oft gaf hún
ábendingar um áhugavert lesefni
og iðulega var ég með bækur að
láni frá henni.
Habbý var kennari af guðs náð.
Nýlega áttaði ég mig á að það var
ekki bara vegna þekkingar henn-
ar á íslenskri tungu og þess
hversu skipulögð hún var alltaf.
Það var einnig vegna þess hversu
mikla ánægju hún sjálf hafði af
kennslunni og umhyggju hennar
fyrir hag nemenda sinna.
Habbý var félagslynd, hrein og
bein, skýr í tali og áhugasöm um
menn og málefni. Hún gekk að
hverju verki af áhuga og gleði og
því var skemmtilegt að njóta
ljúfra stunda með henni.
Ferð þín er hafin.
Fjarlægjast heimatún.
Nú fylgir þú vötnum
sem falla til nýrra staða.
Og sjónhringar nýir
sindra þér fyrir augum.
(Hannes Pétursson.)
Elsku Rafn, Ásdís og Ólafur,
við sendum ykkur og fjölskyld-
unni
allri okkar dýpstu samúðar-
kveðjur.
F.h. saumaklúbbsins,
Guðbjörg Jónsdóttir.
Fallin er frá kær samferða-
kona og vinur, Hrafnhildur Þor-
grímsdóttir kennari, og langar
mig að minnast hennar með
nokkrum orðum
Hrafnhildur var sterkur per-
sónuleiki, hreinskiptin, stóð fast á
sínum skoðunum, hlý, notaleg og
vinur í raun.
Mér hlotnaðist að sitja með
henni í sóknarnefnd Seljakirkju
um tíma, en þá tókst með okkur
vinátta sem ég mat mikils og aldr-
ei féll skuggi á.
Hrafnhildur var mjög sam-
viskusöm í starfi fyrir kirkjuna
okkar og ræktaði starf sitt af mik-
illi einurð og festu. Hún var fylgin
sér og hafði alltaf hagsmuni safn-
aðarins að leiðarljósi.
Hrafnhildur reyndist syni mín-
um einstaklega vel er kom að
samræmdu prófunum, las hún
með honum Gísla sögu Súrssonar
þar til hann kunni utanbókar, ein-
kunnin varð 10.
Þetta var bara eitt af þeim
verkefnum sem hún tók að sér.
Engin verkefni sem hún tók að
sér voru skilin eftir í lausu lofti.
Efst er mér í huga þakklæti
fyrir að hafa fengið að kynnast
henni og njóta vináttu hennar í
áratugi.
Margs er að minnast, margs er
að sakna úr samvistum við Hrafn-
hildi sem kölluð var burt alltof
fljótt.
Bjartar minningar lifa ævina á
enda.
Samúðarkveðjur til fjölskyld-
unnar. Hvíl í friði.
Guðríður Guðbjartsdóttir.
Kveðja frá Seljaskóla
Sólin hefur sest í hinsta sinn í
lífi Hrafnhildar kennara og hún
kemur ekki upp aftur þó við hin
fáum að sjá hana rísa og hníga
enn um sinn. Lífsgöngu þessarar
einstöku konu er lokið, of
snemma. Lokabaráttan var stutt
og snörp. Ég kom til hennar þar
sem hún lá á Landspítalanum og
færði henni kveðjur frá okkur vin-
um hennar í Seljaskóla. Það var
mjög dýrmæt stund fyrir mig.
Hrafnhildar eyddi stærstum
hluta lífsstarfs síns sem íslensku-
kennari við Seljaskóla. Hún hætti
kennslu fyrir allnokkrum árum
vegna veikinda. Seljahverfið var
hennar hverfi og Seljaskóli henn-
ar skóli. Hún bjó í Lækjarselinu á
einstaklega fallegu heimili ásamt
Rabba manninum sínum, Ásdísi
dóttur sinni og Óla syni sínum
sem bæði gengu í Seljaskóla.
Hrafnhildur er mjög eftir-
minnileg persóna og afburða-
kennari, um það geta samstarfs-
menn hennar og nemendur
vitnað. Það var ákveðin glaðværð
sem fylgdi Hrafnhildi og það
gustaði af henni hvort sem var á
kennarastofunni eða annars stað-
ar. Hún var svo sterkur persónu-
leiki, hrósaði, „skammaði“, lagði
lífsreglur, benti manni á villur í
málfari, hló, naut lífsins, spilaði,
las mikið og spjallaði, gjafmild,
hélt í hefðir, vildi fá að vita um
ættir og uppruna. Var stolt af
vesturhúnvetnskum uppruna sín-
um, sagði sögur. Hún var líka á
undan okkur hinum í umhverfis-
málum, t.d. hvað varðar pappír,
nýtti alla afganga í bak og fyrir og
lét í sér heyra ef við gerðum það
ekki líka. Hún var sannkallaður
vinur vina sinna og samstarfs-
manna. Nemendur hennar báru
mikla virðingu fyrir henni og orð
hennar voru lög. Hún fylgdist vel
með þeim eftir að námi í grunn-
skóla lauk, hvernig þeim vegnaði í
lífinu. Einum nemendahópnum
fylgdist hún sérstakleg vel með
en það var 1975-árgangurinn, HÞ
bekkurinn, umsjónarbekkurinn
hennar sem hún hafði fylgt upp í
unglingadeild úr barnadeildinni
og kenndi hún þeim íslensku alla
unglingadeildina. Stolt var hún af
þeim. Ég var svo lánsöm að dóttir
mín Inga Rún var í þessum bekk
ásamt Ásdísi dóttur Hrafnhildar
en þær voru miklar vinkonur. Ég
fylgdist því bæði með henni sem
kennara, samstarfsmanni og
góðri vinkonu. Mín dóttir lagði
síðan fyrir sig blaðamennsku þar
sem maður þarf að hafa gott vald
á íslensku máli. Þar hafði Hrafn-
hildur lagt góðan grunn.
Hún var fagmaður í sínu fagi
íslensku fram í fingurgóma og
börnin námu fagið. „Munið að það
á að segja hvor um tvo en hver um
fleiri en tvo,“ sagði Hrafnhildur.
Okkur í Seljaskóla eru líka minn-
isstæðar „þulurnar“ sem hún
kenndi nemendum: LANGAFAT,
um fallorðin, og FASUN, um
smáorðin. Þeir gátu þá ekki annað
en lært þau. Eitt árið gáfu nem-
endur sem voru að útskrifast
henni útskorið glas með þessum
skrítnu orðum. Það veit ég að
henni þótti mjög vænt um. Þeir
eru margir nemendurnir í Selja-
skóla sem námu íslensku hjá
henni Hrafnhildi. Við gömlu sam-
starfsmennirnir í Seljaskóla biðj-
um Guð að blessa og styrkja
hennar góða fólk, Rabba, Ásdísi,
Óla, tengdabörnin og öll barna-
börnin. Blessuð sé minning
Hrafnhildar Þorgrímsdóttur.
Margrét Árný Sigursteins-
dóttir, aðstoðarskólastjóri.
Ég kom ný í Seljaskóla í 12 ára
bekk (þá 6. bekk) og lenti í bekk
hjá Hrafnhildi. Það var mikil
gæfa. Í bekknum voru einstak-
lega góðir og vandaðir krakkar,
sem tóku mér reglulega vel og svo
var Hrafnhildur umsjónarkenn-
arinn okkar. Þegar ég kem til
Hrafnhildar var ég ekki góð í staf-
setningu og málfræði, líklega með
snert af lesblindu. Ég man að
strax í 12 ára bekk byrjuðum við
að orðflokkagreina eina setningu
heima á hverjum degi og vorum
með sérstaka bók til þess. Allt í
skipulagi. Mér fannst þetta mjög
erfitt til að byrja með en smám
saman urðum við öll góð í að orð-
flokkagreina. Það sem þurfti að
læra utanbókar setti Hrafnhildur
okkur fyrir að gert skyldi. Til
dæmis öll fornöfnin, atviksorðin,
forsetningarnar (og hver stýrði
hvaða falli), i-hljóðvörp, eins orð
með -y- og -i- en með ólíka merk-
ingu (skildi - skyldi) og svo margt,
margt fleira. Allt gert jafnt og
þétt og stutt próf tekin til að
ganga úr skugga um að við hefð-
um náð þessu.
Sérstaklega gaman fannst mér
að fara yfir stafsetningaræfingar.
Við gerðum það öll saman. Hver
og einn tók eina setningu (upp-
hátt) og greindi hana í öreindir og
Hrafnhildur hjálpaði ef maður
lenti í bobba. Allar stafsetningar-
reglur tilteknar, málfræðireglur
og við skrifuðum fyrir ofan með
rauðum penna. Smám saman náð-
ust miklar framfarir hjá öllum í
stafsetningu.
Það syngur enn í hausnum á
mér: „Skíta, skeit, míga, meig,
líta, leit eru hljóðskiptasagnir! -
aldrei -y-!“
Það var gaman að bæta sig í ís-
lenskunni og ná betri tökum á
henni. En Hrafnhildur var líka
svo góð við okkur. Hún ætlaðist til
að við ynnum já, manni datt nú
ekki til hugar að koma ólærður í
tíma. En hún vildi okkur svo vel
og lagði svo mikið á sig sjálfa, til
að kenna okkur, koma öllu til
skila, æfa okkur og gera allt eins
vel og hægt væri til að við næðum
góðum tökum á móðurmálinu
okkar. Mér fannst alltaf skína í
gegnum allt hjá henni metnaður
hennar fyrir okkar hönd, kærleik-
ur og velvild.
Það var mikið öryggi sem
fylgdi því að vera í bekk hjá
Hrafnhildi, hún var svolítið eins
og mamma okkar í skólanum.
Hún bar hag okkar ótvírætt fyrir
brjósti og lagði mikið á sig fyrir
okkur, eins og mömmur gera, án
þess að telja það eftir sér. Mér
þótti þetta notalegt og ég var
þakklát fyrir hana og verð alltaf.
Vegna Hrafnhildar ákvað ég
sjálf að fara í kennaraháskólann,
mig langaði að verða svona góður
kennari eins og hún og hafa svona
góð áhrif. Eftir útskrift fékk ég
þann heiður að kenna nokkur ár
íslensku við hlið hennar í mínum
gamla skóla, Seljaskóla. Ég held-
ur betur naut góðs af að kenna
með Hrafnhildi sem og öðrum
góðum kennurum sem höfðu
kennt mér. Það var dýrmætur
tími.
Ég sendi fjölskyldu Hrafnhild-
ar mínar dýpstu samúðarkveðjur.
Hrafnhildur var líka þar að auki
mjög skemmtileg kona. Mér
fannst alltaf svo gaman að heim-
sækja hana. Ég veit að hennar er
afar sárt saknað og ég bið góðan
Guð að styrkja ykkur í sorginni.
Minningin um framúrskarandi
kennara lifir áfram í hjörtum og
vitsmunum okkar sem fengum að
njóta.
Kærleikskveðja,
Ebba.
Ég ólst upp í Lækjarseli 1, í
húsinu á móti bjuggu Hrafnhildur
og fjölskylda. Fyrir mér var hún
mamma Ásdísar og Óla. Í skól-
anum var hún Hrafnhildur kenn-
ari.
Við Ásdís urðum strax bestu
vinkonur þótt hún væri árinu
eldri. Alla mína æsku átti ég ann-
að heimili á nr. 2 þar sem ég gekk
inn og út eins og hver annar heim-
ilismaður, ávallt velkomin og end-
aði stundum með að gista þótt það
væru nokkur skref yfir götuna
heim til mín.
Einar elstu minningar mínar
úr Lækjarselinu eru úr bílskúrn-
um hjá Hrafnhildi, en þá var þar
eldhús áður en flutt var upp á
aðra hæð. Á þessum tíma stóðu
ennþá grunnar í götunni og allt
hverfið var í byggingu. Ég og Ás-
dís sátum við risastórt eldhúsborð
og teiknuðum löngum stundum
og Hrafnhildur hrósaði okkur fyr-
ir teikningarnar, seinna hrósaði
hún mér fyrir fallega skrift og
góðan námsárangur.
Þegar efri hæðin var tekin í
notkun hafði Hrafnhildur betra
útsýni úr eldhúsglugganum og
fylgdist grannt með okkur krökk-
unum í götunni. Hún lét sig börn-
in í hverfinu varða, rétt eins og
nemendur sína í skólanum.
Hrafnhildur kenndi mér aldrei
í Seljaskóla. En ég sat samt
stundum við eldhúsborðið hjá
henni og lærði heima, með Ásdísi.
Fyrir próf voru oft krakkar í
aukatímum hjá henni og þétt setið
eldhúsið. Fyrir samræmdu prófin
fékk ég að sitja með og læra og
fékk alls konar æfingarverkefni.
Ég man eftir Hrafnhildi rífa
upp útidyrahurðina hjá sér og
gala yfir götuna, þegar ég var að
koma heim einn daginn, ein-
kunnina mína úr samræmdu próf-
unum sem hún hafði fengið að sjá
á undan okkur nemendunum.
Gott ef hún var ekki jafn stolt.
Það gladdi hana mikið þegar
nemendur stóðu sig vel. Hún var
kennari af Guðs náð.
Hrafnhildur var algjörlega ein-
stök, það er engin eins og hún og
það var heldur engin mamma eins
og hún. Hún var ákveðin, krakkar
hlýddu henni og það voru hreinar
línur í hennar húsum. En hún var
líka ljúf og ég man eftir að hún
spjallaði við okkur krakkana um
ýmislegt, hún hafði áhuga á því
sem við vorum að gera og fólkinu í
kringum sig.
Það eru forréttindi að alast upp
með jafn góða nágranna í næsta
húsi og við þökkum Hrafnhildi
samfylgdina. Blessuð sé minning
hennar.
Hanna Björk Valsdóttir.
Elsku Habbý. Margt fer í
gegnum hugann þegar maður
horfir til baka. Það var alltaf gam-
an að koma í heimsókn til ykkar,
afmælis- og jólaboðin standa upp
úr. Það er skrýtið að hugsa til
þess að við eigum aldrei eftir að
koma í jólaboð í Lækjarselið aft-
ur.
Habbý, þú varst hrjúf á yfir-
borðinu en silkimjúk að innan,
hreinskilin og með mjög
skemmtilegan húmor. Þú varst
alltaf boðin og búin til að hjálpa
manni. Þú last t.d. yfir BS-rit-
gerðina mína og baðst bara um að
ég myndi kaupa fingurbjörg í
safnið þitt fyrir alla vinnuna sem
þú lagðir í að yfirfara ritgerðina.
Ég elskaði það hvað þú varst
ströng í yfirlestrinum enda fékk
ég mjög góða einkunn fyrir hana
og þá einkunn á ég mikið að
þakka þér. Einnig lánaðir þú okk-
ur bílinn þinn þegar við komum til
landsins og vildir ekki sjá að taka
greiðslu fyrir það. Ég vona að þér
líði betur þar sem þú ert núna. Ég
á eftir að sakna þín. Hvíldu í friði,
elsku Habbý. Samúðarkveðjur til
ykkar, elsku fjölskylda og vinir.
Hugur minn er hjá ykkur.
Ég enda þessi fátæklegu orð á
litlu ljóði.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Ólöf Sigríður Einarsdóttir.
✝ Halla Kjartans-dóttir fæddist á
Glúmsstöðum II 30.
janúar 1956. Hún
lést á hjúkrunar-
heimilinu Skóg-
arbæ 12. júlí 2017.
Foreldrar henn-
ar voru Þórhalla
Gunnarsdóttir, f.
1.5. 1927, d. 17.12.
2001, og Kjartan
Hallgrímsson, f.
30.5. 1919, d. 1.4. 1987. Systkini
Höllu eru Bergljót, f. 21.3. 1948,
Hallgrímur, f. 9.3. 1949, d.
12.12. 2008, Björk, f. 23.6. 1950,
Sigurbjörg, f. 12.2. 1952, Mekk-
in, f. 30.1. 1950, Hjörleifur, f.
30.1. 1958, Dögg, f. 5.12. 1960,
Gunnar, f. 15.12. 1962, Ingunn,
f. 12.9. 1964, Kjartan Glúmur, f.
11.2. 1969, og Þórhalla Agla, f.
28.9. 1971.
Sambýlismaður Höllu var
Guðmundur Már Hansson Beck,
f. 6.4. 1950. Foreldrar hans voru
Hans Ríkarð Kristinsson Beck,
f. 16.2. 1901, d. 21.2. 1971, og
Hallfríður Guðmundsdóttir, f.
17.2. 1915. Halla og Guðmundur
eignuðust fimm börn. Þau eru:
1) Þórhalla, f. 23.11. 1976. Sonur
Þórhöllu og Finns Trausta Finn-
bogasonar er Ýmir Dreki, f.
18.3. 2009. 2) Sól-
veig, f. 12.12. 1978.
Sonur Sólveigar og
Unnars Arnar
Harðarsonar er
Úlfar Már Unn-
arsson Beck, f.
24.7. 2008. 3) Hall-
fríður, f. 3.10. 1981.
4) Hans Ágúst, f.
22.8. 1986, d. 26.3.
2012. Sonur Hans
Ágústs og Nönnu
Ingibjargar Viðarsdóttur er
Viðar Nói, f. 27.12. 2007. Stjúp-
sonur Hans Ágústs og Birnu
Sifjar Björnsdóttur er Björn
Smári Gunnarsson, f. 9.5. 2003.
5) Inga Mekkin, f. 8.3. 1988.
Halla ólst upp á Glúmsstöðum
II í Fljótsdal, og var í heimavist í
barnaskólanum á Hallormsstað.
Hún fór í Húsmæðraskólann á
Laugalandi og flutti svo í Reyð-
arfjarðarkaupstað. Þar tók við
búskapur og veðurathugun-
arstörf á Kollaleiru. Þar ólust
upp öll börn hennar og Guð-
mundar, en 2006 fluttu þau til
Akureyrar. Hún eyddi síðustu
árum sínum á hjúkrunarheimil-
inu Skógarbæ í Reykjavík.
Útför Höllu fer fram í Val-
þjófsstaðarkirkju í dag, 22. júlí
2017, klukkan 13.
Elsku mamma mín. Að eiga að
kveðja þig í orðum er mér næst-
um um megn. Þú varst kona fárra
orða en mikilla tilfinninga þótt
það sæist kannski ekki alltaf á
yfirborðinu. Það sem lifir hvað
sterkast í huga mér er lófinn
þinn. Lófinn þinn þegar við geng-
um saman um sveitina okkar og
þú sýndir mér blómin, sagðir mér
nöfnin: Bláklukka, smjörgras,
lambagras, hrútaberjalyng,
kollaleirurós. Lófinn þinn sem
umlukti minn og varði gegn vetr-
arkulda, lófinn þinn sem ég fékk
alltaf að leiða þegar mig skorti
hugrekki og styrk. Eftir að þú
veiktist var ég lengi að sætta mig
við mitt nýja hlutverk, að vera sú
sem veitti stuðning og aðstoð
frekar en þáði og það leið þó
nokkur tími áður en ég gat af ör-
yggi tekið um höndina þína og
haldið fast, veitt þér þann styrk
sem þú þurftir. En þegar ég lít til
baka á öll þau skipti sem við
gengum hönd í hönd, jafnvel þeg-
ar ég var aðeins lítil písl, og þú
hélst mér þétt við hlið þér finnst
mér sem ég hafi jafnvel á stund-
um veitt þér jafn mikinn styrk og
þú veittir mér. Ég hélt í höndina
þína þegar þú kvaddir okkur í
hinsta sinn, en nú mun ég aldrei
finna hlýju hennar og styrk aftur.
Ég sakna þín nú þegar.
Inga Mekkin Guðmunds-
dóttir Beck.
Halla
Kjartansdóttir
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Davíð
útfararstjóri
551 3485 - www.udo.is
Óli Pétur
útfararstjóri
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Minningargreinar